Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 22

Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 22
22 lítt þekkjanlegri rödd. Eg get enn ritað þessar fáu línur orðrétt eftir minni. Samt sem áður var það miklu fremur málhreimurinn en orðin sjálf, sem festist í mér, tregaþrunginn, næstum kvalasár raddblær hennar, sem las: „Ástin mín, fyrirgefðu mér þá hugarkvöl, sem eg hlýt að valda þór. En fyrr eða seinna mun fréttin ber- ast til þín. Og það er mér sjálf- um svolítil huggun, að geta sagt þér einu sinni enn, að eg hef ætíð verið þér jafntryggur MARÍA JÓHANNA mun snúa aftur til Nantes, en án mín. Gula sóttin.... það mun ekki langt eftir, Guði sé lof, því að...." Meira hafði stýrimaður ekki get- að skrifað. Eftir nokkra þögn, sem hvorugt okkar langaði til að rjúfa, hélt fröken Le Goaziou áfram: „Skipstjóri unnusta míns sendi mér þetta bréf og lét fylgja því fáein orð varðandi önnur atriði þessa máls. Meðan MARÍA JÓHANNA sigldi leiðar sinnar til Indlands, náði hinzta kveðja farmannsins með enska póstinum til Suéz, fór á úlf- aldabaki yfir eiðið, sem var enn ógrafið, og. laust mig loks eins og kylfuhögg hér í þessu litla húsi mínu, þar sem eg vqr orðin eins eftir til þess að gráta og þjást.... Nú hef eg víst þreytt yðúr um of, herra minn?" Eg gætti þess ekki að svara þess- ari auðrojúku spurningu. Síðustu mínútuna 'hafði eg ekki getað haft augun af umslagi þessa sorgarbréfs. Og þar sá eg aðeins eitt: tvö frí- merki, sem gefin höfðu verið út á eynni Mauritius, annað var blátt, gilti eitt penný, hitt rautt, gilti helm- ingi meira, bæði voru ársett 1847... Eins og hver einasti frímerkasáfn- ari skilur, fékk eg ofbirtu í augun. En vegna þess að eg óttaðist, að hér kynni eitthvað að vera málum bland- að, gerði eg mitt ýtrasta til þess að láta sem ekkert hefði skeð, og með þeim árangri, að gamla konan spurði mig: „Er yður illt, herra?" Án þess að svara spurningu hennar, spurði eg hana á móti: „Ef yður bærust á morgun þrjá- tíu þúsund frankar í splunkunýjum bankaseðlum, þá geri eg ráð fyrir, að þér mynduð ekki lokq þá niður í þessum kufungakassa?" „Eg geri varla ráð fyrir því að heldur," stamaði hún dálítið skelfd af að standa skyndilega andspænis manni, sem ekki var með réttu ráði. „Jæja, látið þá ekki þetta umslag af hendi fyrir nokkra muni, já, látið engan lifandi mann sjá það fyrr en eg kem aftur, sem verður vonandi innan skamms. Minnist þess, að sennilega er hamingju frænku yðar undir þessu komin." Vesalings gamla konan reyndi að botna eitthvað í þessu, en árangurs- laust. Sú tilraun brá aðeins spaugi- legum svip á hið falslausa andlit hennar. En eg leyfði mér ekki þá ánægju að virða hana lengur fyrir mér, heldur hljóp við fót heimleiðis. Þar gerði eg það, sem hver einasti frímerkjasafnari mun meta til þeirr- ar ráðvendni, sem haldið gæti uppi minningu manns um aldur. Það er að segja, eg skrifaði kunnasta frí- merkjakaupmanni Evrópu um upp- götvun mína. Eg naut þess að vera honum málkunnugur frá fyrri tíð. Eg vænti svars við bréfi mínu með næstu póstferð. Það var þá viðtak- andinn sjálfur, er steig út úr leigu- vagni þeim, er ekið hafði frá braut- arstöðinni, er næst var þorpinu. Eg ■ tjáði honum af nýju öll málsatvik, eins og frá .þeim hefur verið skýrt að framani Maðurinn spurði mig: „Hvers vegna í ósköpunum reyn- ið þér ekki að græða sjálfur á þessu? Bæði frímerkin heimsfrægu „Mauri- tius 47"! Ófáanleg og ófinnanleg! Eða reiknið þér með einhverjum dæmafáum umboðslaunum?" „Ekki einn eyrir handa mér," svar- aði eg. „En eg hef ásett mér að gæta þess, að skjólstæðingur minn hljóti JÓLABLAÐ DACS gott verð. Þér þekkið jafn vel og ,eg, hvers virði Mauritius-frímerkin frá '47 11 eru, „Gott og vel. Við skulum líta á þau," isagði hann og skalf af geðs- hræringu. Tíu mínútum seinna hafnaði gamla fröken Le Goaizou þrjátíu og sjö þúsund franka bankaseðlum, sem , frímerkjakaupmaðurinn hafði raðað á borðið eftir stutt viðtal við mig. „Þótt mér væri boðin milljón," sagði gamla konan, „seldi eg aldrei síðustu orðin, sem ástvinur minn skrifaði mér." Loks gat eg komið henni í skiln- ing um, að það væru einungis frí- merkin á umslagi, sem ritað væri á með henni alókunnri hendi, sem beðið væri um. Kaupin tókust. Þrem mánuðum síðar sagði fröken Le Goazion við mig: „Jafnvel umslagið hefði eg aldrei látið af hendi, ef þatta hefði skipt mig eina. En eg gat ekki átt rétt til að láta hálfrar aldar ást mína standa í vegi fyrir því, að þau fengju að njótast." Um leið og hún mælti þetta, benti hún á Yvonne frænku sína, sem innst í garðinum hjalaði við gæfusveininn Kerenflech. Kraftaverkið hafði gerzt. Brúðkaup þeírra skyldi haldið á morgn, og eg var kominn til Plou- manac'h þeirra erinda einna að sitja það. Satt að segja fannst mér eg eiga boðið skilið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.