Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. mai 1974. • V' :---^ Mynd: Francisco Goya y Lucientes KENJAR Mál: Guðbergur Bergsson 38. Alveg frábœrt „Ef eyrun ein nægðu til skilnings, þá er enginn betri skilningi gæddur. En hætt er við, að hann klappi fyrir þvi, sem aldrei hefur hljómað”, segir P- handritið um tónlistarunnandann. Og þetta reynist rétt hjá handritinu, vegna þess að apinn leikur ekki fyrir asnann á strengi gitarins, heldur á bakið. Svo mun vera enn þann dag i dag, þótt rafmagnsgitararnir hljómi hátt, að asnarnir hrópi húrra fyrir þvi, sem engan hljóm hefur, eða að minnsta kosti fyrir þeim gitartónleik- um, sem krefjast hvorki skilnings né áreynslu, nema á eyrun, og þeirrar að klappa öpunum lof i lófa. öllum öpum þykir lofið gott, einkum sé það lof i lófa. Einhvers konar andlegt daður fylgir sliku, eins og tónlistaráhugan- um á koparstungunni. Gitardaðri virð- istfylgja guðræknisleg lotning, eins og hjá asnanum, sem heldur höndum (hófum) á milli fótanna, þvi að hljóm- arnir leita þangað, eða viss kossaþörf, eins og hjá loðnu dýrunum i baksýn, sem eru að kyssast, vegna þess unað- ar, sem streymir frá gitarnum til var- anna. Mikill er gitarinn! Hvað yrði um heiminn og æskuna, ef gitarar hættu allt i einu að fást? Það yrði algert and- legt, hrun, miklu alvarlegra en það, ef Morgunblaðið hætti að koma Ut. Menn munu standa ráðvilltir og fá hvergi Ut- rás og verða geðveikir. Bót er i máli, að á íslandskleppi fá sjUklingarriir aldrei önnur köst en loðnuköst! He imsme istararn ir sigraðir Undanúrslitum kand- ídataeinviganna er nú ný- lokið/ með yfirburðasigr- um þeirra Karpovs og Korchnois yfir heims- meisturunum fyrrverandi# þeim Spasský og Petro- sjan. Það verður fróðlegt að fylgjast með viðureign þessara mjög svo óliku skákmanna. Karpov verður óneitanlega að teljast sigur- stranglegri, en allt getur gerst, þvi baráttuþrek Korchnois virðist óbilandi. Það getur farið svo að þetta einvigi verði heims- meistaraeinvigi, þvi F.I.D.E. hefur sett mjög stranga reglu- gerð um næsta einvigi, og miðað við kröfur Fischers hér i hitteð- fyrra er ekki liklegt að hann fáist til að tefla. Af Fischer er það anríars að segja að hann hefur sett sem skilyrði fyrir þátttöku sinni i ólympiu-mótinu sem hefst i byrjun næsta mánaöar i Nice, að hann fái að tefla i sérstöku hUsi og þá væntanlega hljóðeinangruðu. En við skulum nU lita á siðustu viðureign þeirra Korchnois og Karpovs i siðasta Sovétmeistara- móti. Hvitt: Victor Korchnoi. Svart: Anatolij Karpov. Óregluleg byrjun. 1.RÍ3 Rf6 2.g3 b5 3.c3 (Korchnoi er þekktur fyrir að komast upp með „óeðlilega leiki”.) Bb7 4.a4 a6 5.e 3! (enn einn Korchnoi- leikur-, hann er reiðubUinn að taka á sig veikleika fyrir sóknarfæri. Þessi leikur veikir b5-peðið, en biskupinn á b7 verður mjög sterkur i staðinn.) Rc6! 6.d4 (ef 6.axb5 axb5 7.Ha8 Dxa8 8.Bxb5 Karpov Rd4 9.Rxd4 BxH 10.f3 e5 og svartur vinnur.) e6 7.b4 Be7 8.Rbd2 Ra7 (þessi skringilegi leikur valdar b5 auk þess sem Karpov undirbýr að sprengja upp stöðuna með d6 og c5.)9.Bd3 o-o 10.e4 d6 ll.o-o c5! (Svartur tekur nU frumkvæðið á drottningar- væng.) 12.bxc dxc 13.Bb2 Rc6?! (betra er 13-c4 14.Bc2 og hvitur stendur eilitið betur samkvæmt Botvinnik fyrrverandi heims- Kortsnoj meistara, en ég styðst við skýr- ingar sem hann hefur gert við skák þessa. Karpov fórnar nU peði fyrir spil á drottningar- væng.) 14 e5?! (betra er 14 axb axb 15. Bxb cxd4 16. cxd4 Db6 17. De2 Ra7 18. Bd3 DxB 19. Habl. og Bb7 fellur eða 14.axb axb 15.Bxb Db6 16c4 og hvitur stendur betur). 14- Rd5 lð.axb axb 16. Dbl cxd 17. cxd (ekki Bxh Kh8 18 cxd g6 19.Bxg fxg 20. Dxg De8 21. Dxe Df7 og svartur stendur mun betur) 17.- h618.Bxb 5Db6 19.Be2 hxh 20. BxH Da7 (Hér er Ur vanda að ráða, svartur stendur betur með sina riddara og biskupa, linurnar á drottningarvæng eru opnar og svartur er fljótari á þær. Auk þess er hviti biskupinn á al lélegur. En Korchnoi er peði yfir. Hann getur látiðpeðiðaf hendi með Re4-c5 og verið öruggur með jafntefli, en það gerir Korchnoi aldrei. Hann treystir á að peðið sé nógu mikil uppbót fyrirspil svarts, og einnig á sina frægu varnartaktik. Peð er alltaf peð.) 21.Rc4 Hb8 22.Bb2 Ba6 23.Dc2 Db7 24. Bal Rcb4 25. Dd2 Hc8 26Re3 (svartur pressar og pressar og hvitur reynir að létta á stöðunni með uppskiptum.) 26- RxR 27DxR (ef 27BxB RxH)BxB 28.DxB Hc2 29.Ddl Dc6 30.h3 (hér gat Korchnoi náð jafnri stöðu með d5! Dxd5 31.DxD RxD 32.Bd4, en hann tekur sjensinn og heldur i peðið.) 30-Rd5 31.Dd3 Da4 (fyrir svona leiki er Karpov frægur, með stuttum og hnitmið- um leikjum eykur hann stöðuyfir- burði sina.) 32.Rd2 Ha2 33.Rb3 Rb4 34.Dbl Rd5 (býður upp á þrátefli, en Korchnoi þráast við.) 35. Hcl Da8 36.Hc8 Dxh 37 Dxh Dc4 38.Dbl De2. 39.Dcl? (Betra var 39.Rc5 BxR 40. dxB Dc4 41. Ddl Dxc5 42.Bd4 og hvitur ætti að halda stöðunni.) 39-Bg5 40.Dfl Df3 41.h4 (Hér fór skákin i bið, og hvitur gafst upp, en framhaldið hefði getað orðið eitthvað á þessa leið: 41-Be3! 42.Dg2 Bxf2 43.Dxf2 Dxb3 44.Kh2 Dd3 45.Bb2 Re3 46.Kh3 h5 47.Df3 Dd2. og vinn- ingurinn er aðeins tæknilegt atriði. Sævar Bjarnason Sævar Bjarnason skrifar um skák Að auglýsa óunnin verk Kæri Bæjarpóstur. Mig langar að koma á framfæri þakklæti til Þjóðviljans fyrir lofs- verðan áhuga á velferð barna. Þess vegna treysti ég ykkur best til að f jalla um mál það er mér er efst i huga, en það er sU aðstaða sem borgaryfirvöld ætla börnum (þe. 2-6 ára) i Efra-Breiðholts- hverfi. Gæsluvöllurinn sem þar er, er liklega minnsti gæsluvöllur borgarinnar. A góðviðrisdögum er hann á að lita eins og troðfull fjárrétt. Börnin eru að sjá leið og pirruð og þau elstu reyna óspart að klifra Ut fyrir. Geta má nærri um hvaða áhrif það hefur á sálar- lif barnanna að hirast i slikri prisund. Aðstaða til að hafa börn Uti laus er mjög slæm viða i hverfinu. Mikil umferð þunga- vinnuvéla og annarra stórra farartækja er i gegnum hverfið. Margt fleira gerir það að verkum að mjög mikil nauðsyn er að hafa gæsluvöll þannig Ur garði gerðan að hann sé aðlaðandi staður fyrir börnin. 1 framhaldi af þessu mætti spyrja hvort það væri mikill til- kostnaður að hafa skýlin á gæslu- völlunum stærri og með leikað- stöðu fyrir börnin þannig að þar væri svipuð aðstaða og i leik- skóla, amk, hálfan daginn. Ég held að það mætti finna lausn á dagvistunarvandamálinu ef vilji væri fyrir hendi hjá borgaryfir- völdum. En þar virðist stefnan vera að auglýsa óunnin verk og skrumið og sýndarmennskan situr i fyrirrUmi fyrir þörfum almennings. Með bestu kveðju. Barnakerling i Breiðholti. Mannfólk- inufjölgar um 76 miljónir á ári Mannfólkinu fjölgaði á einu ári um 76 miljónir og var mannfjöld- inn orðinn 3.782 miijónir miðað við mitt ár 1972. Meir en heiming- ur mannkyns býr i Asiu — 2154 miljónir. 1 Evrópu búa 469 miljónir, I N-Ameriku 332 miljón- ir og i Sovétrikjunum 248 miljón- ir. Fjölmennustu riki heims eru nU: Kina 801 miljón, Indland 563 miljónir, Sovétrikin 248 miljónir, Bandarikin 209 miljónir, Indónesia 122 miljónir, Japan 106 miljónir, Brasilia 99 miljónir, Vestur-Þýskaland 62 miljónir, Bangladesh 61 miljón, Nigería 58 miljónir. Shanghai er fjölmennasta borg- in með 10,8 miljónir ibUa, Tókió 8,8 New York 7,9, Peking 7.6 og London 7.4.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.