Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 14. mai 1974.ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 5 Hvar er hægt aðkj ósa erlendis? — utankjörfundar vegna kosninganna 26. mai Að þessu sinni er auð- veldara fyrir Islendinga stadda erlendis að neyta kosningaréttar sins en ver- ið hefur áður, þar sem margir útlendir ræðismenn íslands veita nú nauðsyn- lega fyrirgreiðslu. Utan- rikisráðuneytið hefur sent frá sér mikla skrá um kjörstaði erlendis, og er birtur útdráttur úr henni hér á eftir. Nánari upplýs- ingar um stað og tima fást hjá ráðuneytinu, en einnig á kosningaskrifstofu Al- þýðubandalagsins, Grett- isgötu 3 í Reykjavík. Kjörstaðir á Norðurlöndum: Kaupmaunahöfn: Sendiráðið mán. — laug. fram á kjördag. Arósar: Hjá vararæðismanni fram á 17. mai. Hirtshals: Hjá vararæðismanni fram á 21. mai, nema laug. — sunn. Þórshöfn i Færeyjum: Hjá ræðismanni fram á 17. mai. Osló: Sendiráðið mán. — laug. fram á kjördag. Haugasund: Hjá ræðismanni fram á 20. mai, nema laug. — sunn. Þrándheimur: Hjá ræðismanni fram á 15. mai. Stokkhólmur: Sendiráðið mán. — föst. fram á kjördag. Gautaborg: Hjá aðalræðis- manni daglega fram á 20. mai. Malmö: Hjá vararæðismanni daglega fram á 20. mai. önnur lönd: Vin i Austurriki: Hjá ræðis- mönnum daglega fram á 20. mai. Pétur Östlund valinn i jazz~ hljómsveit Norðurlanda Pétur östlund verður fulltrúi Islands í Jazzhljómsveit Norður landa. Ýmsir ræðismenn höfðu aðeins opið takmarkaðan tima snemma i þessum mánuði til utankjör- fundarkosningar, og er þeirra þvi ekki getið i þvi sem hér fer á eftir. Þá er sleppt nöfnum ræðismanna og nákvæmu heimilisfangi, svo og skrifstofutima, enda er yfirleitt auðvelt að verða sér úti um þær upplýsingar á staðnum, t.d. i simaskrá. Orðalagið „fram á 20. mai” o.s.frv. hér á eftir þýðir það, að seinasti dagur utankjörfundarat- kvæðagreiðslu á viðkomandi stað sé 20. mai. Guðmundur Böövarsson Guðmundur Böðvars- son lést í byr jun april Eitt af ágætustu skáldum landsins, Guðmundur Böðvarsson, lést aðfaranótt 3. april sl. Guðmundur stundaði lengst af búskap á Kirkjubóli en var bókavörður i Hafnar- firði árin 1959 — 1962. Fyrsta ljóðabók Guðmundar, Kyssti mig sól, kom út árið 1936 og bættust siðan átta við, þá hef- ur Guðmundur gefið út þýð- ingar á Vitisljóðum Dantes, skáldsögu, smásögur og frá- söguþætti. Kona Guðmundar er Ingibjörg Sigurðardóttir. Guðmundar Böðvarssonar verður minnst hér i blaðinu á næstunni. Washington i Bandarikjunum : Sendiráðið mán. — föst. fram á kjördag. New York i Bandarikjununi: Aðalræðisskrifstofan mán. — föst. fram á kjördag. Los Angeles i Bandarikjunum: Hjá ræðismanni 20. mái. Briissel i Belgiu: Sendiráðið mán. — föst. fram á kjördag. London i Englandi: Sendiráðið mán. — föst. fram á kjördag. Edinborg i Skotlandi: Hjá aðal- ræðismanni mán. — föst. fram á 24. mai. Grimsby i Englandi: Iijá vara- ræðismanni á skrifstofutima fram á 24. mai. Manchester i Englandi: Hjá ræðismanni mán. — föst. fram á 24. mai. Paris i Frakklandi: Sendiráðið mán.-föst. fram á kjördag. Marseilles i Frakklandi: Hjá ræðismönnum fram á 17. mai. Strassborg i Frakklandi: Hjá ræðismönnum fram á 17. mai. Amsterdam i Hollandi: Hjá ræðismönnum mán. — föst. fram á 24. mai. Moskvu i Sovétrikjunum: Sendiráðið mán. — föst. fram á kjördag. Bilbao á Spáni: Hjá ræðis- manniá skrifstofutima fram á 20. mai. Bonn i Vestur-Þýskalandi: Sendiráðið mán. — föst. fram á kjördag. Hannover i Vestur-Þýskalandi: Hjá ræðismanni daglega fram á 22. mai. Lubeck i Vestur-Þýskalandi: Hjá ræðismanni á skrifstofutima fram á 24. mai. Munchen i Vestur-Þýskalandi: Hjá ræðismanni fram á 18. mai. Vestur-Berlin: Hjá ræðismanni á skrifstofutima fram á 24. mai. Norrœn jazzhátíð í Noregi í sumar Núna i byrjun maímánaðar var haldinn i Kaupmannahöfn fundur á vegum NOMUS, — Norrænu samstarfsnefndar- innar um tónlistarmál. Á dag- skrá var norrænt samstarf i jazztónlist, og þar sem hér var um að ræða nýmæli i starfi NOMUS, hafði það valið Erik Moseholm, þekktan jazzleik- ara og starfsmann danska út- varpsins til þess að skipu- leggja fundinn og boða til hans fulltrúa frá Norðurlöndunum fimm. Hann sátu Finninn Stig Rönnqvist, Norðmaðurinn Steinar Kristiansen, Sviinn Nisse Sandström, Daninn Ole Matthiessen og Jön Múli Arnason. Fundarstjóri var Erik Moseholm, en ritari Arn- vid Meyer, framkvæmdastjóri danska Jazzsambandsins. A fundinum var rætt hugs- anlegt samstarf norrænna jazzleikara á komandi árum, og hvernig þvi yrði haganleg- ast komið á, en aðalmálið var útnefning fimm jazzleikara i norræna hljómsveit, sem á að leika á Jazzhátið sem haldin verður i Molde i Noregi um mánaðamótin júli-ágúst i sumar. Fulltrúar landanna höfðu hver um sig heimild til þess að stinga upp á þremur jazzleikurum frá heimalandi sinu, og mátti enginn vera eldri en 35 ára, en æskilegast var talið að einn yrði valinn úr hverju landi. Jón Múli Arna- son tilnefndi þrjá íslendinga: Arna Egilsson kontrabassa- leikara, Halldór Pálsson flautu og saxófónleikara, og Pétur östlund trommuleik- ara. Fór svo að hinn siðast- nefndi varð fyrir valinu, þar sem fundarmenn voru á einu máli um framúrskarandi hæfileika Péturs östlunds, að öðrum tilnefndum trommu- leikurum ólöstuðum. Hinir fjórir sem valdir voru i Nor- ræna jazzkvintettinn eru: Kjell Jansson bassaleikari (Sviþjóð), Knut Riisnæs (flautu og tenórsaxófónleikari (Noregi), Jukka Tolonen git- arleikari (Finnlandi), og Ole Kock Hansen píanóleikari (Danmörk). Hver þessara útvöldu hefur svo heimild til að velja að minnsta kosti þrjá menn til þess að leika með sér i eigin hljómsveit á Jazzhátiðinni i Molde i sumar, að þvi til- skyldu að þeir séu rikisborg- arar einhvers Norðurland- anna fimm. Framhald þessa samstarfs er þegar ákveðið á Tónlistar- hátið sem haldin verður i Kaupmannahöfn i október i haust. Þar leikur samnorræni kvintettinn sem valið var i á fundinum núna um daginn, og þar á 12 manna jazzhljómsveit að leika 5 ný jazzverk eftir norræna höfunda, eitt frá hverju landi. Leifur Þórarins- son tónskáld semur jazz- músikk á vegum okkar Islend- inga til flutnings þar. Til október-hátiðarinnar i Kaup- mannahöfn verður boðið framámönnum i jazzmálum viða að úr heiminum, og munu þeir væntanlega ekki þegja um það sem þar verður leikið. Að lokum má geta þess að EBU (Evrópusamband út- varpsstöðva) lætur hljóðrita allt sem fram fer i Molde i sumar, og að sjálfsögðu munu útvarps og sjónvarpsstöðvar Norðurlanda hafa samstarf um hljóðritanir og kvik- myndatökur á hátiðinni þar, þannig að sem flestir jazztón- listarunnendur norrænir fái sem fyrst að njóta jazztónlist- arinnar sem þar verður flutt. Léleg grásleppuvertíð alls staðar nema við Langanes Ólafur Jónsson hjá sjávarafurðadeild SÍS tjáði blaðinu að yfir- standandi grásleppu- verðtið hefði verið léleg viðast hvar að Langa- nesi einu undanskildu. Enn væri þó von til þess að veiðin ætti eftir að glæðast við Vestfirðina en þar eru grásleppu- veiðar nýhafnar. Þetta fengum við staðfest i úti- búi Kaupfélags Eyfirðinga i Grimsey. Þar voru að visu færri bátar á grásleppuveiðum en i fyrra, eða 2 á móti fimm. Var okkur tjáð að vegna óvissu um verð hefðu margir farið á þorsk- veiðar sem áður hafa stundað grásleppuveiðar. I Fiskiðjusamlagi Húsavikur fengum við að heyra að gráslepp- an væri með afbrigðum gáfaður fiskur og hagaði sér eftir mark- aðshorfum hverju sinni. I fyrra hafi verið góður markaður og hátt verð og þá lét hún ekki á sér standa. En i ár væru veður öll vá- lyndari á markaðnum og verðið lélegt og þvi léti hún varla sjá sig. Sömu sögu sögðu Húsvikingar og Grimseyingar af þvi að færri bát- ar stunduðu veiðarnar i ár og hefðu margir bátanna farið á linu vegna óvissu um verð og mark- aðshorfur. A Raufarhöfn var betra hljóð i mönnum. Guðmundur Lúðviks- son sagði að 15—20 bátar hefðu stundað grásleppuveiðar i vor og fiskað sæmilega. Góð tið hefur verið á Raufarhöfn i vor og miklu bjargað. Raufarhafnarbátar veiða grásleppu einkum inn með Þistilfirði undan sléttunni. —ÞH Auglýsinga síminn er17500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.