Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 14. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Rætt við Þorbjörn Broddason, sem skipar þriðja sætið á framboðslista Alþýðubandalagsins við borgarstjórnarkosningarnar 24. maí næstkomandi Það er kosið um grundvallarviðhorf Þorbjörn Broddason lektor er 31 árs að aldri. Hann hefur, frá þvi að hann lauk náini i félags- fræði við Háskólann i Lundi starfað sem lektor i félagsfræði við nýstofnaða námsbraut i þjóðfé- lagsfræðum við Háskóla íslands. Þorbjörn hefur staðið fyrir margvíslegum félagslegum rannsóknum eftir að hann kom heim frá námi, en i tengslum við lokapróf hans i háskóla var könnun sú er hann gerði meðal skólabarna á lestri dagblaða og efni útvarps og sjónvarps. Þorbjörn hefur einnig stjórn- að félagsfræðilegri rannsókn á vegum Reykjavikurborgar. 1972 gerði hann könnun á þörf fyrir dagvistun barna i Reykjavik á vegum félagsmálaráðs borgar- innar. Sú könnun leiddi i ljós að þörf væri fyrir yfir 3.000 ný pláss á dagvistunarstofnunum á þeim tima. Þorbjörn Broddason skipar þriðja sætið á franiboðslista Al- þýðubandalagsins I borgar- stjórnarkosningunum. Miðað við úrslit siðustu borgar- stjórnarkosninga vantaði Al- þýðubandalagið aðeins herslu- muninn til þess að ná þriðja borgarfulltrúanum kjörnum. Ilefði sá herslumunur, þau at- kvæði, verið tekin frá ihaldinu, var meirihluti þess fallinn i Rcykjavik. i alþingiskosningun- um 1971 hafði Alþýðubandalagið verulega miklu ineira fylgi, en samt verða vinstrimenn að starfa vel til þess að tryggja ör- ugglega þriðja sætið. Vert er einnig að minna á, að þeim mun stærri atkvæðatölu sem G-list- inn i Reykjavik fær i borgar- stjórnarkosningunum, þeim mun meiri likur eru á myndar- legum úrslitum Alþýðu- bandalagsins i Alþingiskosning- unuin fimm vikum siðar. Þjóðviljinn ræddi við Þor- björn Broddason um helgina. Og við spurðum hann auðvitað fyrst af hverju hann hefði gefið kost á sér á framboðslistann og þar með til fjögurra ára starfa i borgarstjórn, ef svo fer, sem Al- þýðubandalagsmenn stefna að. Þorbjörn svaraði með annarri spurningu: — Mvað getur einn islenskur sósialisti gert? Þegar ég hafði verið heima á fjórða ár eftir að hafa lokið námi erlendis gekk ég I Alþýðubandalagið. Ekki vegna þess að mér þætti Alþýðubanda- lagið nein imynd fullkomnunar- innar sem sósialiskur flokkur, heldur vegna þess að það er bókstaflega eini flokkurinn sem berst fyrir sósialiskum málstað á Islandi með von um árangur. Og þar sem uppstillinganefndin vegna borgarstjórnarkosning- anna taldi að það gæti orðið lið i mér, vildi ég ekki skorast undan þvi. Það hlýtur að teljast meiri- háttar verkefni fyrir slikan flokk að stuðla að þvi að koma peninga- og gróðaöflunum frá stjórnarforustu i Reykjavik — og mér er það mikil ánægja að fá að taka þátt i sliku verkefni. Réttur barna Ég vil taka það mjög greini- lega fram að sjónarmið einka- gróðans koma ekki fram i öllum málum i Reykjavik, enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið með stjórnina. En slikur flokkur er auðvitað illa búinn til þess að taka á þeim félagslegu vanda- málum sem fyrir liggja, þvi fulltrúar hans hafa ekki for- sendur til þess að skilja hvers eðlis vandamálin eru. Fjöl- margir stórir þjóðfélagshópar eru mjög léttvægir á vogarskál- um einkagróðans — en eru engu að siður mikilvægir þjóðfélags- hópar. Hvað um börnin sem ekki þrifast i þjóðfélaginu nema með sameiginlegu átaki allra þjóðfélagsþegnanna? Félagsleg afskipti af hag barna á forskólaaldri eru að taka mikilli breytingu þessi ár- in. Stundum er málið sett upp þannig, að það séu hagsmunir foreldranna sem vinna úti sem ráði þvi, að efnt er til nauðsyn- legra aðgerða vegna þessara barna. Foreldrarnir verði að vinna fyrir sem mestum pen- ingum og þess vegna verði að reisa dagvistunarstofnanir! Þetta er þegar best lætur hálfur sannleikur. Mergurinn málsins er sá að hér er um að ræða rétt barnanna til félagslegra að- gerða og rétt kvenna til þess að standa jafnfætis körlum gagn- vart hinu ytra þjóðfélagi. Þetta grundvallarsjónarmið krefst auðvitað allt annarra og miklu víðtækari aðgerða en sjónarmið borgarstjórnar-meirihlutans, að aðeins sé nauðsynlegt að leysa vandamál einstakra hópa. Þetta — afstaðan til barnanna — er aðeins eitt dæmið af mörg- um um það hvernig félags- hyggjuflokkur hlýtur að hafa gleggri heildarsýn yfir vanda- málin en einkagróðaflokkur, Sjálfstæðisflokkurinn. Fólk vill eiga bila! En það má nefna mörg fleiri dæmi. Samgöngumálin á höfuð- borgarsvæðinu eru eitt hið fróð- legasta. A Aðalskipulagsbók Reykjavikur eru sögð þau fleygu orð að fólk vilji eiga bila. Þetta er siðan gert að grund- vallarforsendu. Þetta er kannski ómótmælanlegt — eða hvað — sem almenn staðhæfing. En þetta er að sjálfsögðu lika mjög heppilegt grundvallarvið- horf i skipulagsmálum — heppi- legt fyrir bilainnflytjendur. Ef einkabillinn ætti að vera viðun- andi lausn á samgöngumálum innan borgarinnar þyrfti hver fjölskylda að eiga tvo einkabila. Slikt er að sjálfsögðu óralangt fyrir utan seilingu alls þorra fólks, auk þess sem i sliku fælist þjóðfélagsleg sóun á verðmæt- um. Umferðarþunginn hefur auk-• ist svo mikið að menn verða að áætla daglegar athafnir sinar i samræmi við það hversu langan tima það tekur að komast á milli umferðarhnúta. Ég hef i nokkur ár búið inni i Fossvogi og sótt vinnu vestur á háskóla- svæðinu: það tekur mig sifellt lengri tima með hverju misser- inu sem liður að komast akandi á milli heimilis og vinnustaðar. Alþýðubandalagsmenn hafa tillögur um það hvernig slikt umferðaröngþveiti megi leysa. Þær tillögur eru vissulega and- stæðar sjónarmiðum Sjálf- stæðisflokksins. Okkar tillögur fjalla um stóreflt almannaflutn- ingakerfi með þvi að fjölga akstursleiðum strætisvagna, með þvi að halda fargjöldum i lágmarki, með þvi að hafa fleiri en eina gerð vagna o.s.frv. Þrátt fyrir þann gifurlega fjölda einkabila sem við sjáum dag- lega á götum borgarinnar i dag, vitum við að þeir eru eingöngu notaðir af heimilisföður. Þess vegna viljum við hafa minni vagna innan hverfanna sem flytja hverfisbúa til hraðferð- anna. En eins og þú hefur tekið eftir eru það ekki sist konur, gamal- menni og börn sem ferðast með strætisvögnunum. Þetta fólk lætur sjaldan i sér heyra i hinni almennu pólitisku baráttu; það sýnir hversu jafnréttið er skammt á veg komið. svo sem jafnan verður þegar einstakir hópar i þjóðfélaginu eru vegnir á vog gróðans. Það er fróðlegt i þessu sam- bandi að lita á prófkjörslista Sjálfstæðisflokksins við borgar- stjórnarkosningarnar i vor. Þar kemur fram sem aðalhugsjón nokkurra frambjóðenda að Strætisvagnar Reykjavikur standi rekstrarlega undir sér. Segja má að slik viðhorf meðal stalsmanna Sjálfstæðisflokksins séu ekki svo undarleg.en þessi viðhorf eiga ekkert skylt við þau nauðsynlegu félagslegu viðhorf sem þeir þurfa að hafa sem stjórna borginni. Þessi sjónarmið frambjóð- enda „Sjálfstæðisflokksins eru beinlinis andstæð hagsmunum almennings. 1 verki koma þau niður á fólki sem sest að i út- hverfunum vegna þess að þar er ódýrara að kaupa ibúðir. Það er sektað fyrir að búa ekki i mið- borginni. En stórauknar strætisvagna- samgöngur hefðu ekki einasta yfirburðakosti varðandi sjálfa Ibúa borgarinnar, einnig mundi borgarstjórnin, borgarsjóður og þar með borgarbúar óbeint hagnast verulega á auknum al- mannasamgöngum. Ekki þyrfti að byggja eins mörg og dýr um- ferðarmannvirki, slitið á götun- um yrði miklum mun minna o.s.frv. Slikt er að sjálfsögðu ekki i þágu einkagróðaaflanna t.d. oliufélaganna —en hvað eru forsvarsmenn þessara aðila fá prómill af Reykvikingum? — Þú hefur nefnt tvö veiga- mikil atriði þar sem fram koma mismunandi grundvallarvið- horf við stjórn borgarinnar. og er þó ónefnt enn eitt þar sem á- standið er hvað hrikalegast: Húsnæðismálin. Sem myllusteinn um liáls Flokki af tegund Sjálf- stæðisflokksins er afar illa treystandi fyrir farsælli lausn slikra mála. Það stafar af áður- nefndum grundvallarviðhorfum og það sannar reynslan. Almenn húsnæðismálastefna hlýtur að koma til kasta rikisstjórnar og alþingis, en veruleg ábyrgð hvilir að sjálfsögðu á kjörnum fulltrúum borgarinnar. Stefna borgarstjórnarmeirihlutans hefur verið sú að láta húsnæðis- málin algerlega i hendur hins frjálsa markaðar og er þá ekk- ert skeytt um það að viðunandi öruggt ibúðarhúsnæði er einn mikilvægasti efnislegi þátturinn i lifi fjölskyldu og einstaklinga, raunar undirstöðuþáttur. Með þeirri stefnu frumskógalögmál- anna sem hér hefur verið fylgt verða húsnæðismálín myllu- steinn um háls hverrar einustu fjölskyldu. Ég fullyrði að þær byrðar, sem fólkið ber i hús- næðismálum, hafi það i för með sér að það glati möguleíkunum til eðlilegs félags- og fjölskyldu- lifs, einmitt á þeim árum þegar þetta fólk á að geta lagt hvað mest fram til sameiginlegrar verðmætasköpunar og menn- ingarlifs. Þetta unga fólk er orð- ið þreytt fyrir aldur fram. En l'yrir utan þá efnahagslegu nauðung hvers einstaklings sem markaðsþjóðfélagið með þess- um hætti leggur á fólkið, felst i þessu mjög veruleg pólitisk hætta: Þeir sem standa i hús- byggingum eða húsakaupum taka ekki þátt i pólitisku starfi til þess að þrýsta á að öðruvisi verði staðið að þessum málum. Um grundvallarviðhorf Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft meirihluta i borgarstjórn Revkjavikur i hálfa öld. Hann hefur sinnt ýmsum nauðsynleg- um málum á þessum tima — þó það nú væri! — en það er stað- reynd að þessi flokkur er illa i stakk búinn til þess að sinna málefnum sem varða almanna- heill. Farsælt mannlif byggist meðal annars á þvi aö stjórn borgarinnar i höndum manna sem hafa viðari sjóndeildar- hring en einkagróöann. Það eru þess vegna ekki ein- asta krónur og aurar og hús- næðismálastjórnarlán sem um er barist i kosningum. Þaö er barist um grundvallarviðhorf i stjórnmálum, og grundvallar- viðhorfkoma alltaf fram þegar stjórnmálaflokkur glimir við vandamál hvort sem um er að ræða dagvistun barna. strætis- vagnasamgöngur, húsnæðismál eða enn önnur mál.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.