Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐV1L.JINN Þriðjudagur 14. mai 1974. Víkingur R-víkurmeistari Með því að sigra Val með yfirburðum, 4:0, í síðasta leik mótsins Loks eftir 34ra ára hlé náði Víkingur að verða Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu/ en árið 1940 varð félagið síðast meistari. Og þetta tókst liðinu sl. sunnudag með því að sigra Val með miklum yfirburðum í síðasta leik Reykjavíkurmótsins, 4:0, og hefði sá sigur allt eins getað orðið stærri eftir gangi leiksins að dæma. Vals-liðið náði aldrei nein- um tökum á leiknum og hið skemmtilega Víkings-lið réð lögum og lofum á vellinum. Þótt heldur lítið sé að marka vorleik- ina í knattspyrnu, segir mér svo hugur að Víkings- liðið eigi eftir að ylja mörgum liðum undir ugg- um í því islandsmóti sem hefst um næstu helgi. Liðið hefur alla burði til að verða með í toppbaráttu 1. deildar í sumar, ef ekki kemur nein lægð frá því sem nú er. Og i þessu Reykjavíkurmóti hefur liðið sýnt mikla yfirburði og má sem dæmi nefna að það fékk ekki á sig mark í mótinu, en skoraði 11. Ææsk §§881Ifsf I P8ÉrmB P f ^ ■ Reykjavikurmeistarar Vikings I knattspyrnu 1974. Stjarna þessa leiks var hinn harði og fljóti framherji Vikings, Jóhannes Bárðarson, sem skoraði þrennu i leiknum með harðfylgi sinu og hraða. Þessi ungi leik- maður sem oftast hefur leikið i vörn eða þá sem tengiliður virðist sannarlega hafa fengið stöðu við sitt hæfi, þar sem framherja- staðan er. Það voru ekki liðnar nema 5 miniítur af leiknum þegar Jó- hannes skoraði sitt fyrsta mark. Boltinn barst inni vitateig Vals- manna, Sigurður Dagsson hikaði við i úthlaupinu og það dugði fyrir Jóhannes sem kom á fullri ferð og skoraði 1:0. Síðan liðu 20 minútur. Jóhannes fékk þá boltann á miðjum vallar- helmingi Vals, hann einlék i átt að marki og var látinn i friði uns hann var kominn að vitateig, þá skaut hann, og hvilikt mark! Boltinn small i þverslá og i netið, 2:0. Þannig var svo staðan i leik- hléi. Strax á 1. minútu siðari hálf- leiks bætti Jóhannes 3ja markinu við, eftir hroðaleg varnarmistök hjá Valsvörninni. Þar lét hver maðurinn á fætur öðrum boitann fara framhjá sér og Jóhannes hafði heldur litið fyrir þvi að leggja boltann i netið, 3:0. Enn héldu Vikingarnir áfram að sækja og loks á 80. minútu kom svo 4. markið. Enn urðu mistök og það gróf hjá Vals-vörninni og Sigurður/Dagsson markvörur átti misheppnað úthlaup. Þetta varð til þess að Óskar Tómasson not- færði sér eyðuna og skoraði 4. markið. Eins og áður segir hefði sigur Vikings ailt eins getað orðið mun stærri miðað við gang leiksins. Vikingarnir sóttu nær látlaust all- an leikinn og gáfu Valsmönnum aldrei stundlegan frið, en það virðist duga til að koma Vals-lið- inu algerlega úr sambandi. Fái það ekki nægan tima til að at- hafna sig, virðist allt fara i handaskolum. Eins og i upphafi segir, spái ég Vikingunum frama i sumar. Það eina sem gæti komið i veg fyrir að liðið næði iangt er að það hefur ekki viðunandi aðstöðu til æfinga i grasi og gæti það breytt nokkru, en þó hef ég ekki trú á að það verði svo mikið. Liðið er skipað ungum leikmönnum i bland við nokkra reyndasem sagt mjög svo æskileg blanda. Það hefur bar- áttuviija ótakmarkaðan, leikur eins vel saman eins og hvert annað islenskt lið og hefur auk þess mjög sterka vörn,og er langt siðan vörn hefur sést leika eins skynsamlega og Vikings-vörnin. Annað virðist manni uppá teningnum hjá Val. Hann hefur fengið verri útreið i þessu Reykjavikurmóti en um margra ára skeið. Þó er þetta svo til sama liðið og hreppti silfurverðlaunin i 1. deild i fyrra. Það hlýtur aðeins að vera timaspursmál hvenær liðið nær saman, en það fer þó Eyjamenn byrja illa eins og vanalega Töpuöu fyrir Akurnesingum 1:3 í bæjarkeppninni Þaö er nær árvisst að knattspyrnulið Vest- mannaeyinga byrji keppnistimabilið með tapi og oftast hafa fyrstu 3-4 leikir liðsins tapast eða endað með jafntefli. Hefur þessi slæma byrjun liðsins ár eftir ár komið í veg fyrir að það næði íslands- meistaratitlinum. Og engin breyting virðist ætla að verða á þessu í ár. Á sunnudaginn fór fram bæjarkeppni í knattspyrnu milli Akurnesinga og Eyja- manna, og lauk henni með sigri Skagamanna 3:1. Og það þrátt fyrir að hvorki Matthias Hallgrímsson né Eyleifur Hafsteinsson væru með (A-liðinu. Sigur Skagamanna var síst of stór, þeir réðu gangi leiksins frá upphafi til enda. Það var Teitur Þórðarson sem kom Skagamönnum á lagið með þvi að skora fyrsta markið snemma i fyrri hálfleik, en Eyja- menn gáfust ekki upp, og Haraldur Júliusson náði að jafna fyrir leikhlé, þannig að staðan i ieikhléi var jöfn 1:1. Yfirburðir Skagamanna komu betur i ljós i siðari hálfleik og ekki leið á löngu þar til Karl Þórðar- son bætti öðru marki við fyrir 1A og siðan kom Teitur með annað mark sitt, þannig að leiknum lauk eins og áður segir með sigri tA 3:1. Eyjamenn eru alveg nýkomnir úr 3ja vikna æfingabúðadvöl i Sviþjóð og eru þvi allvel undir- búnir fyrir tslandsmótið sem hefst um næstu helgi,en þá mæta þeir Vikingum i fyrstu umferð en Skagamenn mæta Val á Akra- nesi. tA-liðið virðist I stöðugri framför og menn spá þvi miklum frama i sumar, enda hefur IA- Teitur Þórðarson skoraði 2 mörk gcgn ÍBV. liðið úrvalsþjálfara á að skipa núna. Hann er sagður sá hæfasti af ensku þjálfurunum sem hér starfa i ár. Nýtt heims- met í 100 y. hlaupi Um siðustu iielgi setti bandaríski spretthiauparinn Ivory Crockett nýtt heimsmet i 100 jarda hiaupi, hljóp á 9,0 sek. Eldra mctið var 9,1 sek. sem (i hlauparar áttu. Rafmagnskiukkan sem tók tiina á spretti Crocketts sýndi 8,94 sek. en aðrar klukkur 9,1 — 9,0 — 9,0 — og 8,9 sek. hver að verða siðastur að ná til sins samherja, þvi að l.-deildar- keppnin hefst um næstu helgi og þá á Valur að mæta hinu sterka liði tA á Akranesi. —S.dór Jóhannes Bárðarson skoraði þrennu gegn Val og tryggði þar með liði sinu Reykjavikur- meistaratitilinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.