Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 14. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 ust þau tiðindi i fyrsta skipti i sögu lýðveldisins að hafnar voru lúalegar persónulegar árásir á forseta Islands, og höfðu bæði Morgunblaðið og Alþýðublaðið þær eftir Hannibal Valdimars- syni. Aðalfyrirsögn Alþýðublaðs- ins i gær hljóðaði svo: „Forseta fslands bar að veita svigrúm til meirihlutastjórnar”. Hér er þvi haldið fram að forseti fslands hafi misbeitt valdi sinu; hann hafi ekki rækt skyldur sinar við stjórnarskrá og lög islenska lýð- veldisins. Um þennan siðlausa málflutning þarf ég ekki að fara neinum orðum; ég veit að þjóðin sjálf mun svara fyrir dr. Kristján Eldjárn, sem að allra dómi hefur rækt störf sin af einstakri prýði, samviskusemi og virðuleik og verið þjóð sinni til sóma i hvi- vetna. Að losna við herinn En það er fleira ósæmilegt sem við höfum fengið að heyra, likt og mælt af örvita mönnum. 1 Morg- unblaðinu i gær er birt yfir þvera þriðju siðu viðtal við Björn Jóns- son, þar sem m.a. eru höfð eftir honum þessi ummæli: „Min niðurstaða er þvi sú, að hér sé um hreint valdarán að ræða og það vantar bara byssu- stingina og barsmiðasveitirnar til þess að samlikingin við aðrar þjóðir sé alveg fullkomin.” Ég ætia ekki að áfellast sjúkan mann þótt frá honum komi óráðs- ummæli, þar sem hánn er ein- angraður á Landakotsspitala. En ég áfellist Morgunblaðið fyrir að koma þessum ummælum á fram- færi. Ég áfellist Eyjólf Konráð Jónsson, hugmyndafræðing Sjálf- stæðisflokksins, fyrir að gera þessi ummæli að sinum. Stephan G. Stephansson segir i kvæði sinu um Jón hrak: „Falin er i illspá hverri / ósk um hrakför sýnu verri.” Þeir menn, sem koma slikum hugrenningum á framfæri, sýna beina leið inn i hugskot sitt og sálarlif. Við skul- um ekki gleyma þvi að það eru þvi miður til byssustingir á Is- landi, aðeins um 50 kilómetra frá stjórnarráði okkar og Alþingis- húsi. Við skulum ekki gleyma þvi að það eru erlendir hermenn á Is- landi sem hafa notaðbyssustingi, bæði i Vietnam og i Dóminiku, svo að tvö dæmi séu nefnd. Við skul- um ekki gleyma þvi að fyrir nokkrum árum komst Morgun- blaðið svo að orði að ef alþingi og rikisstjórn ákvæðu að bandariski herinn skyldi fara ætti herinn að hafa „vit fyrir okkur”. Þar var átt við það vit sem geymt er i byssustingjum. Ég segi þetta ekki vegna þess að ég vilji svara ósæmilegum og fyrirlitlegum ásökunum i sömu mynt. Ég vil ekki trúa þvi og trúi þvi ekki að nokkur íslendingur vilji af ráðnum hug beita byssu- stingjum i pólitiskum átökum við landa sina. Hinu skulum við ekki Framhald á 14. siðu. KiRIIII 4 Hvernig er þaö þegar samiö er viö verktaka um stór verkefni án útboös? Hvaöa reglur eru þá látnar ráöa? Aö verktakinn sé í Sjálfstæðisflokknum? Reykjavíkurborg ver árlega hundruðum miljóna króna til verklegra framkvæmda. Meginreglan er sú að bjóða þessar f ramkvæmdir út og gefa á þann hátt öllum verktökum sama rétt til að bjóða í verkin. Á þennan hátt skapast eðlileg- ur samkeppnisgrundvöllur milli verktaka og borgin fær verkin unnin fyrir það lægsta verð, sem boðið er. Vissulega er það galli, að borgin skuli ekki hafa á sínum vegum vinnuhópa, sem geta unnið verkin, sérstaklega þegar tilboð allra verktaka eru mjög há. En það hendir einnig, að verk eru falin einstökum verktökum án þess að um almennt útboð sé að ræða, og það gerist einnig, að verksamningi er breytt frá þeirri upphaflegu gerð, sem boðin var út. Sem dæmi um þetta ætla ég í stuttu máli að rekja þrjá verk- samninga: Þegar viðbygging við Sundlaug Vesturbæjar var boðin út, þá bárust aðeins tvö tilboð. Þessi tilboð þóttu bæði of há, og var því þeim báðum hafnað. Verkið var boðið út að nýju lítið eitt breytt, en þá bárust engin tilboð. Þá var gripið til þess ráðs að semja við verk- taka um framkvæmd verks- Þrjú dæmi um viðskipti FLOKKSINS við verktaka ins og væri út af f yrir sig ekk- ert við það að athuga, nema það að þess var vandlega gætt að tala ekki við (aann að- ilann, sem var lægstbjóðandi, þegar verkið var fyrst boðið út. Þegar Fellaskóli var boðinn út á sínum tíma, þá var það einkennandi við útboðið, að verkið átti að vinnast á löng- um tíma eða 4 árum. Fáir verktakar vildu binda sig til svo langs tíma og þvi buðu fáir í verkið. Fljótlega eftir aðsamiðhafði verið við lægstbjóðanda, var ákveðið að flýta ákveðnum þáttum verksins, en seinka öðrum og tók verktaki að sjálfsögðu álitlega upphæð fyrir það eða 4,6 milj. En verktaki réði ekki við að f lýta þeim verkþáttum, sem samið hafði verið um, og var þá gerður nýr samningur og þeim verkþáttum seinkað aftur i upprunalegt horf. En vegna þess að verktaki hafði ekki getað staðið við að flýta þessum verkþáttum, þá varð að semja við hann um ný bráðabirgðaverk og fyrir þau fékk hann, að sjálfsögðu álit- lega upphæð eða röskar 10 milj. og auðvitað hélt hann þeim krónum, sem hann fékk greiddar fyrir að ætla að flýta verkinu við fyrri breyt- ingu samningsins!! Síðasta dæmið er bygging Hólaskóla. Hönnun skólans dróst óeðlilega lengi (!!) og af þeirri ástæðu ákvað meiri- hlutinn í borgarstjórn, að verkið skyldi ekki boðið út heldur samið við tiltekinn byggingameistara úr Garða- hreppi. Það vakti hinsvegar athygli, að vandlega var forð- ast að tala við samtök bygg- ingameistara í Reykjavík eða Meistarasamband bygginga- manna og hefði þó mátt ætla, að þeim væri treystandi mið- að við þátttöku sambandsins í prófkjöri íhaldsins. En í öllum þessum dæmum réðu úrslitum hulin en stundum illa dulin tengsl milli embættis- mannakerfis Sjálfstæðisflokks- ins og þessara verktaka. Það er eitt víst, að þessir verktakar skaðast ekki á við- skiptunum við borgina. Sigurjón Pétursson borgarráösmaöur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.