Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. mai 1974. Asahláka í portúgölskum stjórnmálum en óvíst hvað verður úr lýðrœðisloforðum víy' Portúgalskir hermenn i þjónustu stjórnarbyltingarinnar handtaka leynilögreglumann. Leynilögregla gömlu stjórnarinnar var mjög hötuð af þjóðinni fyrir pyndingar og illa meðferð á föngum. Á því tímabili er prentara- verkfalliö stóö yfir hér heima vakti enginn atburö- ur meiri athygli á alþjóöa- vettvangi en stjórnarbylt- ingin í Portúgal, vanþróð- aðasta ríki álfunnar, en meö henni lauk ævi ein- hverrar örgustu fasista- stjórnar, sem uppi hefur veriö í heiminum í seinni tíð. Síðan má sannarlega svo aö orði kveða aö asa- hláka hafi staðið yfir í stjórnmálum landsins. Pólitískir fangar hafa ver- ið lauslátnir unnvörpum, útlagar snúa heim i stríð- um straumum, fyrsti maí var haldinn hátíðlegur með gríðarlegum og almennum fögnuði. Lýst er yfir að lýöræði skuii héöan af rikja í Portúgal og frjáls- um kosningum er lofað innan árs. Hitt er svo annað mál að þvi fer fjarri að fullvist sé að þær glæstu vonir, sem Portúgalar gera sér nú um mannréttindi, bætt lifskjör og frið við Afrikuþjóðir, verði að veruleika. Það væri mikill mis- skilningur að láta sér detta i hug að einhver grundvallarmunur sé á Spinola hershöfðingja, leiðtoga herforingja þeirra er gerðu stjórnarbyltinguna, og hinni föllnu einræðisstjórn Caetanos, sem rikti i anda Salazars gamla. Aðalmunurinn á þessum tveimur aöilum er sá, að hinir nýju vald- hafar eru nógu miklir raunsæis- menn til þess að gera sér ljóst, að löngu úrelt nýlendurómantik þeirra Salazars og Caetanos gengur ekki lengur. Hinsvegar fer þvi fjarri að Spinola hyggist sleppa nýlendunum. Hann hyggst að sögn breyta portúgalska ný- lenduveldinu i „sambandsriki”, þar sem nýlendurnar njóti fulls jafnréttis við Portúgal sjálft, en varla þarf að gera öðru skóna en að Portúgölum sé ætlað aö hafa töglin og hagldirnar. Hinsvegar er Spinola ekki svo vitlaus að hann láti sér detta i hug að þessu verði komið i kring að óbreyttum aðstæðum. Stefna hans er þvi sú að bæta kjör nýlendubúa — eða að minnsta kosti nokkurs hluta þeirra — að miklum mun og veita þeim jafnframt aukin mannrétt- indi. Með þessari aðferð vonast Spinola til þess að verulegur hluti nýlendubúa muni telja hag sinum svo vel borgið i samfélaginu við Portúgal að þeir verði hlynntir á- framhaldandi sambandi við það land. Þetta var raunar aðferðin, sem Spinola beitti þegar hann var landstjóriog herstjóri Portúgals i Gineu-Bissá, að sögn bandariskra blaða með einhverjum árangri. Þó var sá árangur ekki meiri en svo, að frá Gineu-Bissá sneri Spi- nola sannfærður um að aðstaða Portúgals i nýlendustriðunum væri vonlaus. Kommúnistar — sterkasta stjórnmála- afl landsins Hæpið er, vægast sagt, að um- ræddar fyrirætlanir Spinola auki friðarhorfur, þvi að frelsishreyf- ingar Gineu-Bissá, Angólu og Mósambik sætta sig ekki við minna en fullt sjálfstæði. Og vitað er að sú krafa nýtur viðtæks stuönings i Portúgal sjálfu. Tveir öflugustu stjórnm álaflokkar landsins, kommúnistar og sósial- istar, hafa lýst yfir fullum stuðn- ingi við sjálfstæðiskröfur ný- lendnanna. Eins og kunnugt er af fréttum hafa stjórnmálaflokkar á ný fengið fullt starfsfrelsi i Portúgal eftir hálfrar aldar afturhaldsein- ræði, meira að segja kommúnist- ar og sósialistar hafa nú verið lýstir löglegir. Leiðtogar þeirra i útlegð hafa snúið heim, og heim- koma Alvaros Cunhal, leiðtoga kommúnista, vakti þvilika at- hygli og fögnuð að likt var við komu Lenins til Finnlandsstöðv- arinnar i Petrógrad 1917. Sú sam- liking er ekki alveg út i hött, þvi að þegar er komið i ljós að kommúnistaflokkur Portúgals er miklu sterkari en flesta óraði fyr- ir. New York Times segir að ljóst sé að kommúnistaflokkurinn, sem áratugum saman hefur verið „neðanjarðar, i fangelsum og út- legð”, sé þegar aðeins ellefu dög- um eftir stjórnarbyltinguna orð- inn „sterkasta og best skipulagða pólitiska aflið i hinu nýja Portú- gal ”. Flokkur andspyrnunnar Það segir sig auðvitað sjálft að til þess hefur þurft meira en ell- efu daga starf. Sannleikurinn er sá, að mestan hluta valdatiðar i- haldseinræðisins héldu portú- galskir kommúnistar uppi öflugri og vel skipulagðri neðanjarðar- starfsemi af slikri hugprýði og þolgæði, að undrun vekur. Þeir störfuðu af krafti jafnt i skólum, verksmiðjum og á skrifstofum. Háskólastúdentar voru sérstak- lega athafnasamir i flokknum, en mestu máli skipti þó íyrir komm- únista að þeim tókst að ná fylgi mikils þorra verkalýðsins. Það hafa þeir ákveðið fram yfir sósialista, sem einkum hafa fylgi meðal skólaðra manna. Aðstöðu portúgalskra komm- únista nú hefur verið likt við að- stöðu franskra félaga þeirra eftir siðari heimsstyrjöld. Franskir kommúnistar voru þá lifið og sál- in i andspyrnuhreyfingunni gegn nasistum, og stakk frammistaða þeirra mjög i stúf við hátterni þorra annarra Frakka, sem ann- aðhvort höfðust ekki að gegn nas- istum eða studdu þá, ófáir af verulegri ákefð. Eftir striðið nutu franskir kommúnistar þvi al- mennrar virðingar sem „flokkur andspyrnunnar”. Svipaðrar við- urkenningar njóta portúgalskir kommúnistar nú hjá alþýðu sins lands. Almenningur litur á þá sem þann flokk. sem mest hafi lagt i sölurnar i baráttunni gegn i- haldinu, og þvi sé þeim best treystandi til forustu i hinu nýja Portúgal. Kommúnistar i hernum Þótt kommúnistar og sósialist- ar keppi hart um fylgi verkalýðs- ins, gera þeir sér Ijóst að þeir eru á sama báti, og Soares, leiðtogi sósialista, hefur gefið i skyn að ekki komi til greina að mynda stjórn án þátttöku kommúnista. Þá stjórn á að mynda nú um miðjan mánuðinn, og á hún að leysa af hólmi herforingjastjórn þá undir forsæti Spinola/sem nú stjórnar til bráðabirgða. En að visu er út frá þvi gengið að Spi- nola verði áfram rikisleiðtogi og þar með valdamesti maður landsins. Helst er að sjá að Spinola hygg- ist mynda stjórn miðjumanna með einhverri þátttöku sósialista, en kommúnistum hafði ekki verið boðið til þátttöku i viðræðunum um stjórnarmyndun þegar siðast fréttist. Sjálfsagt þykist Spinola eiga úr vöndu að ráða. Hann ótt- ast efalaust að kommúnistar vaxi honum yfir höfuð, ef þeir fái aðild að stjórninni, og þótt vera kynni að honum dytti i hug að ganga frá þeim á svipaðan hátt og gert var i Chile, þá er ekki vist að það yrði eins auðvelt i Portúgal. Portú- galskir kommúnistar höfðu sem sé ekki einungis skipulagt sig á meðal verkamanna og náms- manna, heldur og einnig i hern- um. Þar hafa þeir komið sér fyrir meðþeim ágætum, að margt her- foringja er á þeirra bandi, og ein- mitt þessir vinstri sinnuðu her- foringjar áttu mikinn þátt i stjórnarbyltingunni. Þetta, að koma sér fyrir i hern- um, ber vott lofsverðu raunsæi og forsjálni hjá portúgölskum kommúnistum. Það liggur i aug- um uppi aö vonlaust er fyrir kommúnista að ná völdum i nokkru kapitalisku landi með friðsamlegu móti eingöngu, alveg sama hve „löglegar” og þing- ræðisiegar aðferðir þeir nota. Dæmið frá Chile sýnir svo ekki verður um villst, að hvenær sem ihald og borgarastétt sjá,að lýð- ræðissauðargæran þeirra dugir þeim ekki lengur til þess að halda sérréttindaaðstöðu sinni, er „lýðræðinu” varpað fyrir borð hið snarasta og gripið til fasism- ans. öflugt og vel skipulagt fylgi kommúnista i portúgalska hern- um gæti hinsvegar orðið til þess að portúgalska ihaldið treysti sér ekki til að beita honum gegn kommúnistum og öðrum vinstri mönnum. Hinsvegar er lika spurningin, hvort önnur riki leyfi Portúgölum að ráða fram úr sinum málum i friði. Nærri má geta hvernig hug- arástandið er þessa dagana hjá Franco og hans hyski á Spáni, með lýðræðislegt Portúgal ásamt með sterkum kommúnistaflokki allt i einu á næsta bæ, og Nixon lorseta og dólgunum i Pentagon og CIA liður varla mikið betur. Bandarikin telja sér þátttöku Portúgala i Nató þýðingarmikla, enda hefur portúgalska ihaldið lengst af verið þeim álika leiði- tamt og það islenska. Og á Asór- eyjum, sem tilheyra Portúgal, er ein þýðingarmesta herstöð kan- ans á Atlantshafssvæðinu. dþ. P.S. Samkvæmt siðustu fréttum hafa Spinola og hans kumpánar nú tekið upp viðræður við kommún- ista með tilliti til stjórnarmynd- unarinnar. Bendir það til þess að Spinola telji ófært, úr þvi sem komið er, að stjórna landinu án þátttöku kommúnista. fwS :Wi c% /4r/s\t‘ Tilboð óskast i smiði og uppsetningu eld- húsinnréttinga, skápa og sólbekkja i 12 ibúðir fyrir stjórn verkamannabústaða i Hafnarfirði. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, og þurfa tilboð að berastfyrir kl. ll:00mánudaginn 27. mai n.k. INNKAUPASÍOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNl 7 SÍMI 26844 AUGLÝSINGA SÍMINN ER 17500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.