Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. mai 1974. Við skulum einhenda okkur í starfið Ræða Magnúsar Kjartanssonar á fundi Alþýðu- bandalagsins í Háskólabíói á laugardag Að undanförnu hafa farið fram miklar sviptingar á alþingi Is- lendinga, bæði i þingsölum og i hliðarherbergjum. Brugðið hefur verið upp svipmyndum af þessum atburðum i hljóðvarpi og sjón- varpi, en þvi miður ailt of stuttum og allt of fáum. Þjóðin hefði sann- arlega orðiö reynslunni rikari ef hún hefði sjálf átt þess kost að fylgjast með öllum þáttunum i þeim hráskinnsleik. Ekki skeytt um hags- muni heildarinnar Þessi leikur hófst i desember i vetur, þegar Bjarni Guðnason brást endanlega kjósendum sin- um og gerðist bándamaður Geirs Hallgrimssonar og Gylfa Þ. Gislasonar. Þá kom upp sjálf- helda i neðri eild alþingis; við- reisnarflokkarnir og Bjarni Guðnason áttu þess kost að fella hvert einasta frumvarp fyrir rikisstjórninni, hverja einustu til- lögu sem fram kæmi i deildum. Og það var ekki hikað við að beita þessu valdi. Þvi var beitt i fyrsta skipti ^fyrir jól og þessi iðja hélt svo áfram að loknu jólaleyfi. Það gilti einu hvaða tillögu rikis- stjórnin fluttii tilsvör viðreisnar- flokkanna og Bjarna Guðnasonar voru sótt i Skugga-Svein Matthi- asar Jochumssonar: Drepum, drepum. Og gagntillögurnar voru engar — nákvæmlega engar. Af þessum ástæðum átti rikisstjórn- in æ erfiðara með að ná tökum á óhjákvæmilegum verkefnum, m.a. á sviði efnahagsmála; sá vandi sem þar er við að etja staf- ar að hluta til af sjálfheldunni á þingi, sem gerði okkur ókleift að taka á óhjákvæmilegum við- fangsefnum. Tilgangur viðreisn- arflokkanna og Bjarna Guðna- sonar var hreinlega sá að lama stjórnina að fullu með þvi að reyra æ fastar að henni þessa spennitreyju, þar til hún fengi sig hvergi hreyft, og var þá ekkert skeytt um hagsmuni og vanda þjóðarheildarinnar. I gráum leik En það voru fleiri þátttakendur i þessum gráa léik, tveir að#lfor- ustumenn eins stjórnarflokksins, Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson, hinn siöarnefndi ráö- herra i sjálfri rikisstjórninni. Eins og fhenn muna háðu þeir kosningabaráttuna 1971 á þeim forsendum að þeir ætluðu að semja sig inn i viðreisnarstjórn- ina, og þeir lögðu sérstaka áherslu á að það þyrfti að ein- agnra Alþýðubandalagið. Hanni- bal Valdimarsson endurtók þessi viöhorf i sjónvarpi, einnig eftir að kosningabaráttunni var lokið og við blöstu hin miklu straumhvörf til vinstri. Þeir félagar voru bók- staflega neyddir inn i rikisstjórn að kröfu kjósenda sinna, vegna þungans frá almenningsálitinu i landinu, en þeir hafa allan timann verið afar ótryggir bandamenn. I hvert skipti sem rikisstjórnin hef- ur orðið að fást við erfið vanda- mál og taka umdeildar ákvarðan- ir hafa þeir gert ráðstafanir til þess að bregðast og hlaupa yfir til viðreisnarflokkanna. Ég þarf ekki að rifja þau dæmi upp; menn þekkja þau — má ég aðeins minna á að meðan Hannibal Valdimars- son var ráðherra gegndi hann einnig fullu starfi sem fréttaritari Morgunblaðsins á rikisstjórnar- fundum. En þegar sjálfheldan kom upp á þingi töldu þeir að sin stund væri einnig runnin, og þeir hófu ákafar samningaviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Al- þýðuflokkinn fyrir tilstilli sam- særismiðstöðvarinnar á Mar- bakka i Kópavogi. Þá skorti hins vegar tima^ þeir áttu eftir að leiða til lykta hina margfrægu sameiningu sina við Gylfa Þ. Gislason, og þeir þoröu ekki i kosningar fyrr en búið væri að koma á þvi hræðslubandalagi. Þess vegna reyndu þeir að tefja timann, bæði innan rikisstjórnar- innar og á alþingi. En það tókst að svæla þá út i dagsbirtuna, m.a. þegar ég — „óbreyttur ráðherra” — greindi frá þvi I áheyrn alþjóð- ar aö forsætisráðherra heföi þeg- ar aflað sér heimildar til þingrofs og nýrra kosninga i siðasta lagi i haust. Þá gátu þeir ekki dulist lengur, og siöan varð atburöarás- in hröð. Björn Jónsson sagði af sér, og Hannibal. Valdimarsson boðaði sigri hrósandi fund i þing- flokki Samtaka frjálslyndra og vinstri manna til að lýsa yfir samvinnuslitum. En þá kom i ljós að lýðræðishetjurnar Hannibal og Björn höfðu „gleymt” að tala við Magnús Torfa ólafsson, og Sam- tökin, sem áttu að sameina alla vinstri menn, klofnuðu enn einu sinni. Það voru ekki nema þrir sem sviku málefnasamning þann sem þeir höfðu undirritað og brugðust kjósendum sinum, og þar með skorti þingmeirihluta þann i báðum deildum sem átti að tryggja nýja viðreisnarstjórn þeirra Hannibals, Gylfa og Geirs. Hús á Marbakka Eftir að þessi staða var komin upp var það i senn yfirmáta skop- legt og átakanlegt að fylgjast með hinum vonsviknu mönnum. Þeir hlupu fram og aftur um alþingis- húsiö eins og höfuðsóttargemling- ar, ruku annað kastið upp i ræðu- stóla þingsins og gáfu yfirlýsing- ar sem stönguðust hver við aðra, en gátu ekki komið sér niður á nein sameiginleg viðbrögð. Ofan á ástand Hannibalista bættist sá logandi ágreiningur sem sundrar Sjálfstæðisflokknum niður i grunn og alger vantrú Alþýðu- flokksmanna á dómgreind hins vanstillta formanns sins. Þess vegna stóðu þeir uppi ráðþrota, eins og dæmdir menn, þegar for- sætisráðherra mælti hin rökréttu lausnarorð: Þingrof og nýjar kosningar. Þeir Hannibal og Björn höfðu fengið að sanna hið fornkveðna að sá sem byggir hús sitt utarlega á marbakka á það á hættu að steypast i sjóinn. Nú svamla þeir i skerjafirði stjórn- málanna, sem er svo mengaður af lélegu holræsakerfi Sjálf- stæðisflokksins að sund er talið hættulegt heilsu manna, enda munu þeir aldrei framar ná póli- tisku landi. Þjóðin sjálf Þvi er haldið fram að rikis- stjórnin hafi framið gerræði og brotið stjórnarskrána með þvi að rjúfa þing nú þegar, i stað þess að miða þingrofið við kosningadag. Ég skal ekki hafa uppi neinar fræðilegar bollaleggingar um þetta atriði, enda er ég enginn stjórnlagafræðingur. Ég er hins vegar sæmilega læs. 24. gr. stjórnarskrárinnar fjallar um þingrof og hljóðar svo: „Forseti lýðveldisins getur rof- ið Alþingi, og skal þá stofna til nýrra kosninga áður en 2 mánuðir séu liðnir, frá þvi að það var rofið, enda komi Alþingi saman eigi sið- ar en 8 mánuðum eftir að þaö var rofiö.” Hér þarf enga stjórnlagafræð- inga; það nægir að skilja mælt mál. Stjórnarskráin gerir ráð fyr- ir þvi að fyrst sé þing rofið og sið- an boðað til kosninga innan tveggja mánaða. Að sjálfsögðu er heimilt að miða þingrofið við kosningadag, en höfundar stjórn- arskrárinnar hugsuðu greinilega um þá aðferð,sem nú hefur veriö beitt, sem aðalreglu. Hins vegar er allt þetta tal um fyrirkomulag á þingrofi mold- viðri sem þyriaö er upp til þess að fela staðreyndir. Það var i raun- inni aldrei deilt um nein form á alþingi heldur um það grundvall- aratriði, hvort þjóðin sjálf ætti að leysa úr þeim vanda sem upp var kominn eða hvort hann skyldi út- kljáður með hrossakaupum póli- tiskra ævintýramanna innan veggja alþingishússins. Hannibal Valdimarsson hefur hrópað framan i landslýðinn aftur og aft- ur undanfarna daga, og hin sama var afstaða viðreisnarflokkanna, þótt þeir færu betur með það. t þvi sambandi hefur verið farið fögrum orðum um þingræði, og færi betur ef eftir þeim orðum væri munað af þeim mönnum sem allt of oft breyta fundum al- þingis i hreinar skripasamkund- ur, eins og siðast gerðist á þing- rofsdaginn sjálfan. En þingræðið er aðeins einn af þáttunum i stjórnskipan okkarj grundvöllur- inn er lýðræðið, vald þjóðarinnar til þess að skera úr i almennum kosningum. Hannibal Valdimars- son og félagar hans börðust heift- arlegri baráttu gegn þessum lýð- ræðislega rétti; þeir vildu ekkiog þorðu ekkiað leggja málstað sinn undirdóm þjóðarinnar. Um þetta og þetta eitt var tekist á siðustu daga þingsins, uns rikisstjórnin skar úr og afhenti valdið þeim sem völdin ber: þjóðinni sjálfri. Árásir á forseta islands Ég hef hér talað um ágreining. Það er ákaflega vægt orð um þau sefasjúku hróp sem á okkur hafa dunið siðustu dagana. I gær gerð- Gerum kosningarnar aö samfelldri sigursókn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.