Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 14. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Ármenningar stigalausir úr Reykja- víkurmótinu töpuðu síðasta leiknum 0-2 fyrir Þrótti Reykjavíkurmótinu lauk á dapurlegan hátt fyrir Ármenninga# sem ekki náðu sér í eitt einasta stig eftir umferðirnar 5. En hvað sem öðrum leikjum liður verður ekki annað saat en að úrslit leiksins við Þrótt á laugardaginn hafi verið ósanngjörn; þar hefðu Armenningar átt að fá a.m.k. annað stigið. Tapliðið átti mun meira i leiknum svo til allan timann, en það dygðu ekki til, tækifærin voru ekki nógu mörg og góð, markvarsla Þróttar prýðileg i höndum Guðmundar óg varnar- leikur Armenninga var of opinn, til að vel gæti farið. Þróttarar skoruðu tvö mörk, bæði i siðari hálfleik, og fengu þar með bæði stigin. En þrátt fyrir klaufaskap i vörn og sókn á köflum, fannst manni Ármannaliðið heii- steyptara og jafnara á allan hátt; það gerði það að visu ekki gott i þessu móti, en enginn vafi leikur á þvi, að hlutur Armenninga verður mun stærri á komandi sumri i tslandsmótinu. Það voru sprækir og mark- sæknir sóknarmenn Þróttar, sem réðu úrslitum þessa leiks, þeir sköpuðu sér tækifæri úr sinum sóknarlotum, iéku opinn leik og voru óhræddir við framkvæmda málanna. Er 20 min. voru liðnar af siðari hálfleik skoraði Jóhann Eyfjörð, sem kom til Þróttar i vetur frá Akureyri, fyrra markið. Það var þrumuskot frá vinstra kanti, sem Ármenningar máttu sin litils gegn. Siðara markið kom rétt undir leikslok. Ármenningar höfðu sótt nokkuð stift, gleymdu sér i vörn- inni og Aðalsteinn örnólfsson óð upp allan völl og skoraði skemmtilega 2-0. Leiðinlegan svip á þennan leik, eins og svo marga aðra knatt- spyrnuleiki, ekki hvað sist á vorin, setti þessi óskiljanlega geðvonska leikmannanna. Það er hreint með afbrigðum hvað þeir eru þverir og þrjóskir, afundnir og leiðinlegir. Sifelldir smápústrar, spark i ökkla og óþarfa handapat gaf leiknum ungæðislegt og þreytandi yfir- bragð, sem vissulega er vonandi að hverfi sem fyrst úr islenskri knattspyrnu. Þessir skipuðu 3 efstu sætin I stigaglimu Ármanns. t miðið er Guðmundur Freyr, sigurvegari, til vinstri Guðni Sigfússon og til hægri Björn Hafsteinsson. Stigaglíma Ármanns haldin í 3ja sinn Stigaglíma Ármanns, sem haldin hefur veriö ár- lega undanfarið, fór fram í þriöja sinn um síöustu helgi. Keppendur voru að þessu sinni 8, allir mjög svipaöir að stigatölu nema sá efsti, Guðmundur Freyr Halldórsson, sem sigraði með yfirburðum. 1 stigaglimu er ekki gefið eftir hver nær að fella andstæðing sinn oftast, eins og venja er. Hér er gefið eftir kunnáttu hvers og eins, hve mörgum brögðum hann beitir og hvernig þau eru útfærð. Allt er lagt upp úr lipurð og kunnáttu, byltur telja ekki, heldur bragða- fjöldi. Þetta innanfélagsmót Arraenn- inga fór fram i Vogaskólanum,og urðu úrslit þessi: Guðmundur Freyr Halldórsson 57 stig. Guðni Sigfússon 51.25 stig Björn Hafsteinsson 51 stig Þorvaldur Þorsteinsson 48.75 stig Guðni Stefánsson 48.50 stig Pétur Sigurösson, 47,75 stig Sigurjón Leifsson 46.75 stig Jóhann Einarsson 46.50 stig Eins og sjá má af tölunum voru keppendur afar jafnir og á 2. sæti og þvi 8. munar aðeins 4.75 stig- um. Elsti keppandinn var 50 ára, Pétur Sigurðsson, og sá yngsti 17 ára, Sigurjón Leifsson. Dómarar voru þeir Ólafur Guðlaugsson og Sveinn Guðmundsson. Fyrstu bikarmeistararnir Bikarkeppni i handknattleik fór i fyrsta sinn fram i vetur og lauk henni mcð sigri Vals, scm sigraði Fram í úrslitaleik keppninnar 24:16. Myndin hér að ofan er af bikarmcisturun- um með hin glæsilegu verð- laun sem steipustöð Breiðholts h/f gaf til keppninnar. Fremri röð f.v.: Bergur Guðnason, Jón Breiðfj örð, Gunnsteinn Skúlason, fyrirliði, Ólafur Guðjónsson, Jóhannes Stefánsson og Ágúst ög- mundsson. Aftari röð f.v.: Þórarinn Eyþórsson, þjálfari, Jón Karlsson, Ólafur II. Jóns- son, Gisli Blöndal, Stefán Gunnarsson, Jón P. Jónsson, Þorbjörn Guðmundsson, Keynir ólafsson, þjálfari, og Þórður Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar Vals. A myndina vantar Gisla Arnar Ragnhildur ósigrandi í víðavangs- hlaupum Kagnhildur Pálsdóttir hcfur vcrið algerlega ósigrandi i þcim viðavangshlaupum sem hún hefur tckið þátt i í vctur. Svo var einnig á sunnudaginn cr hún tók þátt i Álafosshlaup- inu. Hún sigraði þar með yfir- burðum. Úrslit urðu sem hér segir. Karlar: 1. Sigurður P. Sigmundsson F.H. 23.45 min. 2. Gunnar Snörrason U.B.K. 24.16 min. 3. Einar P. Guðmundsson F.H. 24.24 min. 4. Högni Óskarsson K.R. 25.04 min. 5. Þorkell Jóelsson Aftureldingu 25.44 min. 6. Haukur Nielsson Aftureldingu 29.37 min. 7. Ólafur Guðmundsson K.R. 31.59 min. Konur: 1. Ragnhildur Pálsdóttir Stjörnunni 10.11 min. 2. Anna Haraldsdóttir F.H. 10.26 min. 3. Lára Halldórsdóttir F.H. 11.21 min. 4. Elva Ingólfsdóttir F.H. 12.42 min. 5. Harpa Ingólfsdóttir F.H. 12.52 min. 6. Sólveig Pálsdóttir Stjörnunni 13.14 min. Karlaflokkur hljóp 6 km og konur 3 km. Hlaupið tókst vel og fóru keppendur i Varmár- laug að hlaupi loknu. Þvi næst voru afhent verðlaun, en Álafoss-verksm iðjan gaf fagra farandbikara og þá einnig bikara fyrir 1., 2. og 3. mann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.