Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. mal 1974. ÚTBOÐ Tilboð óskast i að leggja 5. áfanga dreifi- kerfis hitaveitu i Kópavogi. titboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri, gegn 5000 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 29. mai 1974, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkiuvwgi 3 — Sími 25800 Bókhaldsaðstoð með tékkafærslum WBÚNAÐARBANKINN \£y REYKJAVÍK ORÐSENDING um lóðaúthlutun i Mosfellssveit Nokkrum byggingarlóðum verður úthlutað nú i vor. Umsóknir verða að hafa borist fyrir 21. mai, á eyðublöð- um, sem skrifstofan lætur i té. Athugið að eldri umsóknir þarf að endurnýja. Magnús Framhald af bls. 9. gleyma, að i sumum þeim löndum austan tjalds og vestan, sem búið hafa við þá ógæfu að sitja uppi með erlenda heri, hafa stjórn- málamenn fallið fyrir þeirri freistingu að kalla þá til i þvi skyni að hrifsa til sin völd. Vafa- laust hafa þeir stjórnmálamenn aldrei ætlað sér af ráðnum hug að beita byssustingjum gegn löndum sinum, en á timum átaka og hug- aræsings hafa þeir fallið fyrir freistingunni vegna þess að vopn- in voru innan seildingar. Eru hróp Morgunblaðsins og Björns Jónssonar, hróp sem sýna inn i helsjúkt hugarfar, ekki enn ein sönnun þess að okkur er lifsnauð- syn að losna við hinn erlenda her úr landi okkar? Við villjum lifa i vopnlausu friðarriki, við viljum leysa úr ágreiningsefnum okkar eftir lýðræðisleiðum án þess að beita ofbeldi; við viljum lifa i þvi andrúmslofti að hver maður sem leyfir sér að tala um byssu- stingi einangrist i fyrirlitningu og meðaumkun. Gerum hin of- stækisfullu hróp Morgunblaðsins og Björns Jónssonar að heit- strenginu um það að láta sóknina gegn hernáminu móta allar at- hafnir okkar i þeirri tvöföldu kosningabaráttu sem nú er fram- undan og tryggja að úrslit kosn- inganna verði svo öflug að þau vinni bug á hiki og kjarkleysi samverkamanna okkar og geri algera brottför að veruleika, brottflutning allra byssustingja af Islandi. Sveitarstjóri Mosfellshrepps Styrkur til náms i talkennslu Menntamálaráðuneytið hefur i hyggju að veita á þessu ári styrk handa kennara, sem vill sérhæfa sig i talkennslu vangefinna. Styrkfjárhæðin nemur allt að 275.000,- krón- um. Sú kvöð fylgir styrknum, að kennarinn starfi a.m.k. þrjú ár að námi loknu við talkennslu i stofnunum fyrir vangefna. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu fyrir 15. júni nk., ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Menntamálaráðuneytið, 7. mai 1974. Atvinna Staða einkaritara hafnarstjóra er laus til umsóknar. Umsóknir sendist hafnarskrifstofunni fyr- ir 24. mai nk. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna Reykjavikurborgar. HAFNARSTJÓRINN í REYKJAVÍK |p Tvær stöður ritara i Heilsuverndarstöðinni eru lausar til umsóknar frá 1. júli nk. Áskilin er starfsreynsla og leikni i vélritun. Verslunarskóla- eða stúdentsmenntun æskileg. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavlkurborgar við borgina. Umsóknir, er tilgreina aldur, menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu borgarlæknis fyrir 21. mai nk. Borgarlæknir. ||| Forstöðukona Forstöðukona óskast að nýju dagheimili við Völvufell. Fóstrumenntun áskilin. Laun samkvæmt kjarasamningum starfsmannafélags Reykjavlkurborgar. Umsóknir sendist Barnavinafélaginu Sumargjöf, Fornhaga 8, Reykjavík, fyrir 1. júnl n.k. Barnavinafélagið Sumargjöf Samsæri sem mistekst Ég minntist áðan á hinar sið- lausu persónulegu árásir á for- seta íslands sem enn voru Itrek- aðar I rikisútvarpinu i gærkvöld; einnig af Geir Hallgrimssyni og Gylfa Þ. Gislasyni. Þeim þarf ég ekki að svara, það mun þjóðin gera sjálf. Hitt er mér ekkert undrunarefni, þótt afturhaldsöfl- in I landinu hugsi til þess hvernig forsetavaldinu kynni að hafa ver- ið misbeitt nú ef áform þeirra sumarið 1968 hefðu orðið að veru- leika. Það er afar fróðlegt að rifja upp, hversu miklar hliðstæður eru milli aðdraganda hinna ör- lagariku forsetakosninga 1968 og ástandsins nú. Arið 1968 ætluðu hrokafullir valdhafar að ákveða fyrirfram hver skyldi verða for- seti lýðveldisins; þá fóru fram langvinn pólitisk hrossakaup inn- an veggja alþingishússins og margir þátttakendurnir voru þeir sömu og leikið hafa aðalhlutverk- in undanfarna daga. Það var leit- að til fjármálamanna og hinna æðstu embættismanna; inn i ráðabruggið voru dregnar þær valdamafiur sem hafa hreiðrað um sig á hinum óliklegustu stöð- um i þjóðfélaginu, klúbbar þeirra og leynireglur. Keppikeflið var það að reyna að ákveða fyrirfram að þjóðinni fornspurðri hver yrði forseti Islands, láta kjósendum það eitt eftir að leggja formlega blessun yfir gerðan hlut. Þetta eru nákvæmlega sömu vinnu- brögðin, sama hugarfarið, og þjóðin hefur kynnst siðustu daga, þegar lagt hefur verið ofurkapp á að skipa málum án þess að þjóðin væri til kvödd, án þess að kjós- endur fengju að skera úr, sama siðlausa valdataflið, sami hroki þeirra forréttindamanna sem telja sig hátt hafna yfir fólkið i landinu. En samsærið 1968 mistókst; þjóðinni var gefinn raunveruleg- ur kostur á að velja og hafna. Það tókst að fá til framboðs mann sem var óháður valdakllkunum i þjóð- félaginu, mann sem átti allar ræt- ur sinar i þjóðlegri menningu Is- lendinga, mann sem þekkti flest- um öðrum betur gildi þjóðlegrar reisnar, mann sem skildi nauðsyn efnahagslegs og stjórnarfarslegs sjálfstæðis fyrir alla framtið is- lensku þjóðarinnar. Og hinn glæsilegi sigur dr. Kristjáns Eld- járns i þeim kosningum varð Lausasölu- verð 35 krónur timamótaatburður i nútimasögu Islendinga; i hinum . ósæmilegu árásum á forseta Islands nú felst ekki aðeins máttlaus heift vegna atburða siðustu daga, heldur brjótast fram sex ára gömul sár- indi vegna úrslitanna I forseta- kosningunum 1968: sú und hefur aldrei gróið. Ég hygg að forsetakosningarn- ar 1968 séu i fersku minni öllpm þeim sem tóku þátt i þeim. Þá riðluðust öll flokkabönd, menn með hinar ólikustu skoðanir tóku höndum saman. Þeir felldu ekki niður ágreining sinn, en þeir höfðu manndóm og festu til þess að stefna að sameiginlegu marki. Þeir risu gegn kerfinu, þeir sner- ust gegn hroka þeirra stjórn- málamanna, fjármálamanna og háembættismanna sem töldu sig standa báðum fótum i jötu og héldu sig geta ráðið þvi með valdabruggi hver yrði forseti is- lenska lýðveldisins, á sama hátt og reynt hefur verið að ráða þvi með valdabruggi síðustu vikurn- ar hverjir yrðu i rikisstjórn og hver yrði stjórnarstefnan á Is- landi. En kosningarnar 1968 sönn- uðu á hinn ótviræðasta hátt hvar valdið er, ef menn hafa þrek og stjórnvisku til að beita þvi. Frambjóðandi fólksins var kjör- inn, og siðan hefur andrúmsloftið á Islandi stöðugt verið að breyt- ast. Ekki ósvipuð viðhorf og 1968 Ég er þeirrar skoðunar að við- horf landsmanna nú séu ekki ósvipuð þvi sem þau voru i kosn- ingunum 1968. Menn eru hvar- vetna að gera upp hug sinn; þús- undir og aftur þúsundir manna munu nú ganga að kjörborðinu án þess að telja sig fyrirfram skuld- bundnar nokkrum flokkum eða valdaklikum iþjóðfélaginu. Og nú eins og þá eru linurnar ákaflega skýrar. Nú berjast ekki allir gegn öllum i fullkomnum glundroða, heldur er tekist á um meginstefn- ur, um grundvallarviðhorf i þjóð- málum. Það er tekist á um það hvort tslendingar eigi að liía einir og frjálsir i landi sinu, eða hvort við eigum að búa við erlenda her- setu um ófyrirsjáanlega framtið, hafa byssustingi i námunda við misvitra og vanstillta stjórn- málamenn. Það er tekist á um það hvort við eigum að leysa hin eilifu efnahagsvandamál stétta- þjóðfélagsins á kostnað hinna snauðu og varnarlitlu, með hæfi- legu atvinnuleysi, með hagstjórn- araðferðum sem taka mið af einkagróða og kreddum en ekki nauðsyn lifandi fólks — eða hvort við eigum að hafa manninn sjálf- an I öndvegi, auka félagshyggju, atvinnuöryggi og jöfnuð, fá völd til þess að stefna út fyrir mörk núverandi þjóðfélagskerfis að hinum sigildu hugsjónum sósial- ista um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Það er tekist á um það hvort við eigum sjálfir að ráða yf- ir atvinnuvegum okkar og auð- lindum, eða hvort við eigum á nýjan leik að sökkva niður á ný- lendustig viðreisnarstefnunnar, sem batt landhelgina og gerði m.a. þvilika smánarsamninga við erlendan auðhring að 55 hundraðs- hlutar af allri raforkuframleiðslu okkar eru nú s'eldir á föstu verði fram til ársins 1997, langt undir kostnaðarverði, fyrir rúma 20 aura á kilóvattstund. Þeir samn- ingar munu áður en lýkur hafa rúið okkur ótöldum miljörðum króna. Það er tekist á um það hvort aldrað fólk og öryrkjar eigi aftur að lifa þá tima, að þegar það leitar til læknis fái það þann úr- skurð að það þjáist af næringar- skorti eins og raunin var á við- reisnarárunum. Það er tekist á um það hvort eigi að breyta vinnulöggjöfinni I þágu gróða- manna, eins og nú er krafist af viðreisnaröflunum með mikilli áfergju, og tilhlökkun,eða hvort samtök launamanna eiga að njóta vaxandi efnahagslegs lýðræðis, sem þau verða þá einnig að beita i samræmi við hinar sigildu hug- sjónir sinar um jöfnuð og sam- hjálp i þágu þeirra scm erfiðast eiga. Að samfelldri sigursókn Linurnar eru ákaflega skýrar, valið alveg ótvirætt: félags- hyggja eða gróðahyggja. Og leið- in að markinu blasir einnig við öllum sem vilja sjá. Það finnst ekkert stjórnmálaafl á Islandi sem getur tryggt vaxandi sókn að aukinni félagshyggju nema Al- þýðubandalagið. Ég þarf ekki að tala um þá pólitisku braskara sem kringum okkur eru, hvort sem þeir kena sig við Hannibal eða Bjarna Guðnason eða Gylfa — þeir hafa sjálfir sannað hvert hald er i að treysta þeim. Hinir ágætu samverkamenn okkar i Framsóknarflokknum, þeir sem fyrir nokkrum dögum buðu ihald- inu upp á þjóðstjórn, munu taka sinar ákvarðanir eftir kosningar einvörðungu eftir árangri Al- þýðubandalagsins. Vinni Alþýðu- bandalagið stórsigur mun vinstri- stefna verða ofan á i Framsókn- arflokknum; að öðrum kosti fá þau öfl sem virk eru i Varðbergi og Vörðu landi kosta á að spilla flokki sinum á nýjan leik. Og ég held einnig að þær þúsundir ágætra manna sem kosið hafa Sjálfstæðisflokkinn ættu nú að hugsa sitt ráð, eins og þeir gerðu 1968, velta þvi fyrir sér hvort þær sérhagsmunaklikur, sem nú tak- ast á fyrir opnum tjöldum og leyfa Eyjólfi Konráð Jónssyni og öðrum sótsvörtum afturhalds- röftum að móta stefnuna, þurfi ekki á mjög alvarlegri áminningu að halda. Ég sagði áðan að tækifæri vinstri manna i kosningabarátt- unni séu nú meiri en þau hafa verið áratugum saman. En við skulum ekki ofmetnast eða fyllast einhverri óraunsærri sigurvimu. Við náum engum árangri nema við höfum þrek ogmanndómtil að haga okkur eins og i forsetakosn- ingunum 1968, fella niður ágrein- ingsmál i sameiginlegri sókn að einu marki. Við náum engum ár- angri nema allur sá fjöldi sem hér er á þessum fundi og þúsundir og aftur þúsundir manna um land allt vinni af þrautseigju, festu og samheldni, noti hverja stund, hvert tækifæri. Og timinn er naumur. Það er aðeins hálfur mánuður til borgarstjórnarkosn- inganna i Reykjavlk og sveitar- stjórnarkosninganna um land allt. Við Alþýðubandalagsmenn bjóðum fram hér i Reykjavik kappsamt baráttufólk sem við treystum og erum raunar hreyknir af, og sú er sem betur fer raunin um land allt. Árangur- inn 26. mai mun ráða miklum úr- slitum, ekki aðeins i sveitar- stjórnarmálum heldur og um alla þróun landsmála. Við skulum ein- henda okkur i starfið, gera kosn- ingarnar 26. mai og 30. júni að samfelldri sigursókn. Við eigum þess kost að valda straumhvörf- um i islenskum stjórnmálum, og þeim kosti megum við ekki sleppa úr hendi okkar. Móðir okkar Bjarney Sólveig Guðmundsdóttir frá Hrafnsfjarðareyri Grunnavikurhreppi andaðist á Borgarspitalanum 12 þ.m. Börn hinnar látnu. Bestu þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur vinsemd og samúð við andlát og útför Svanbergs Magnússonar skipstjóra Mjösundi 2 Hafnarfirði. Guðrún Sigfúsdóttir, Þórhildur Svanbergsdóttir, Unnur Helgadóttir, Gunnbjörn Svanbergsson og barnabörn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.