Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. mai 1974. MOWIUINN MALGAGN SÓSIALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) ;Prentun: Blaðaprent h.f. LÚALEGAR ÁRÁSIR Á FORSETA ÍSLANDS Það hefur nú gerst i fyrsta sinn i 30 ára sögu islenska lýðveldisins að blöð og ein- staklingar hafa birt einstaklega lúalegar árásir á forseta landsins. Þessar árásir hafa komið fram i Morgunblaðinu og Al- þýðublaðinu, bæði i greinum frá blaða- mönnum eða ritstjórum þessara blaða og einnig i ummælum einstakra manna, meðal annars Hannibals Valdimarssonar. Um þverbak keyrði þetta ofstæki þegar Morgunblaðið réðst að forsætisráðherra i forustugrein á laugardaginn fyrir það að hafa logið að forsetanum. í leiðaranum segir: Ólafur ,,laug að forseta íslands”, ennfremur að forsætisráðherra hafi ,,gerst uppvis að þvi að ljúga visvitandi að forseta íslands og fá hann til að gefa út forsetabréf á röngum forsendum”. Enn- fremur segir að ,,..forsetinn skrifaði upp á bréf, sem kórónaði klæki forsætisráðherr- ans.” Eins og hver maður sér er hér um ákaf- lega lúalega árás að ræða á æðsta embættismann þjóðarinnar sem sjálfur ber enga ábyrgð á stjórnarathöfnum, eða eins og segir i 11. grein stjórnarskrárinn- ar: „Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum”. í 13. grein segir ennfremur: „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum ’ ’. Hér fer þvi ekkert á milli mála um á- byrgð forseta íslands um leið og augljóst er að hann hefur enga aðstöðu til þess að svara þessum lúalegu ásökunum. Dr. Kristján Eldjárn var þjóðkjörinn forseti, með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Þá — fyrir f orsetakosningarnar 1968 — ætluðu valdaklikurnar i toppstöðum þjóðfélags- ins að koma sér saman um það fyrir fram án þess að nokkru sinni kæmi til kasta þjóðarinnar hver yrði forseti íslands. En þjóðin fékk kost á þvi að velja og úrskurð- ur hennar var mjög eindreginn og ótvi- ræður. Það eru meðal annars sárindi yfir þessum úrslitum kosninganna 1968 sem nú eru að brjótast fram i átakanlegum heiftarflogum nokkurra stjórnmála- manna, sem óttast úrskurð þjóðarinnar, en kjósa að ráða ráðum sinum i skúma- skotum valdabraskaranna. í ræðu sem Magnús Kjartansson flutti á sóknar- og baráttufundi Alþýðubandalagsins i Há- skólabiói á laugardaginn benti hann á það að margt er likt með ástandinu nú og 1968. Nú — eins og þá — ætluðu nokkrir valda- braskarar að ráða ráðum sinum án þess að þjóðin fengi að koma þar nærri i al- mennum kosningum. Nú — eins og þá — eru þeir sem ætluðu að spila valdapóker- inn sárir yfir þvi að það tókst ekki og þjóð- in fær að kjósa. Nú — eins og þá — eru lin- urnar skýrar i stjórnmálunum. Nú þarf að fara fram samskonar upþgjör i hugum allra þeirra þúsunda og aftur þúsunda sem þá sneru baki við vinnubrögðum valdabraskaranna. Þessar almennu staðreyndir stjórnmál- NÓG AÐ VERA LÆS Vert er að benda á að þingrofið er að sjálfsögðu fullkomlega samkvæmt gild- andi lögum og stjórnarskrá lýðveldisins. Það þarf engan sérfræðing, heldur aðeins læsan mann, til þess að sjá það. 1 23. grein stjórnarskrárinnar stendur skýrum stöf- um: „Forseti lýðveldisins getur rofið Al- anna taka nú á sig æ skýrari mynd. 1 forsetakosningunum 1968 var kosið 30. júni. Nú á að kjósa til alþingis nákvæm- lega sex árum siðar, 30. júni. Nú þurfa kjósendur allir að hrista af sér ok vana- hugsunar og fyrirframútreikninga kald- rifjaðra stjórnmálamanna. Nú eiga allir að gera upp málin sjálfir á heiðarlegum grundvelli þeirrar meginstaðreyndar að þjóðin fái um langa framtið að lifa laus við hernám og hernaðarbandalög, laus við stórfyrirtæki i eigu útlendinga, — sem sjálfstæð menningarþjóð sem af reisn og djörfung tekst á við vandamál liðandi stundar sem og framtiðarverkefni. En i framhaldi af þvi sem sagt var i upp hafi um þær árásir á forseta íslands sem birst hafa siðustu dagana er vert að kref j- ast þess að þeir sem fyrir þeim hafa haft forustu árásarmanna biðji forseta lands- ins afsökunar á aðdróttunum sinum. Það er ekki drengilegt að ráðast á embættis- mann eins og forseta Islands sem ekki hefur tækifæri til að svara fyrir sig. Þeir sem þannig hegða sér ættu að sjá sóma sinn i að biðjast afsökunar. Þá mundi veg- ur þeirra meiri. þingi og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 2 mánuðir eru liðnir frá því er það var rofið, enda komi Alþingi saman eigi siðar en 8 mánuðum eftir að það var rof- ið”. Hér þarf ekki frekari vitna við. Stjórnarskráin er skýr. Kaup ríkisins á vátryggingum: Meginstefna að kaupa lögskyldar tryggingar Fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og hagsýslustofnun, hefur gefið út reglur um kaup rikisins á vá- tryggingum, og taka þær gildi 1. júní nk. og ná til ailra rfkisstofn- Alþýðubandaiagið er búið að koma sér upp kosningaskrif- stofufn viða utan Reykjavik- ur. Hér fara á eftir slmanum- er á kosningaskrifstofunum i nokkrum kaupstaðanna: ana og rikisfyrirtækja, segir I fréttatilkynningu frá ráðu- neytinu. Reglur þessar eru settar til þess að samræma kaup rikisins á Kópavogi 91-41746 Hafnarfirði 91-53640 Akranesi (eftir kl. 19) 93-1630 Siglufirði 96-71294 Akureyri 96-21875 Húsavik 96-41139 Neskaupstað 97-7571. vátryggingum og meðferð þeirra mála, en engar fastar reglur hafa gilt þar um. Það er meginstefna reglnanna, að rikisstofnanir og rikisfyrirtæki skuli aðeins kaupa lögskyldar tryggingar. Til skýringar skal þess getið, að með lögskyldum tryggingum er átt við i þessu sambandi brunatrygging- ar fasteigna og ábyrgðartrygg- ingar bifreiða og flugvéla. Rikis- stofnunum og ríkisfyrirtækjum er óheimilt aö gera eða endurnýja vátryggingarsamninga, nema með þeim undantekningum, sem I reglunum greinir. Það liggur að baki þessu meginsjónarmiði, að rikið sé það stór aðili, að það þurfi ekki að kaupa tryggingar fyrir tjónaáhættu sina, heldur eigi Litlu munar í Frakklandi PARIS 13/5 — Skoðanakannanir sýna, að mjög mjótt er á munum milli forsetaefnanna Giscard d’Estaings og Mitterands. Fyrir helgi var Mitterand i fyrsta sinn kominn yfir andstæðing sinn, hafði þá stuðning 51% þeirra sem voru vissir I sinni sök. Nokkru siðar urðu þeir hnifjafnir, en eftir sjónvarpskappræður þeirra hefur Giscard sótt aftur á og er meö 51,5% fylgi. TILKYNNING um álagningu aðstöðugjalda í Reykjanesumdæmi 1974 öll sveitarfélög I Reykjanesumdæmi nema Bessastaða- hreppur og Kjósarhreppur.hafa ákveðið að innheimta að- stöðugjöld á árinu 1974 skv. heimild I V. kafla laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962 um aðstöðugjöld. Gjaldskráhvers sveitarfélags liggur frammi hjá umboðs- mönnum skattstjóra og viðkomandi sveitar- og bæjar- stjórnum og heildarskrá á skattstofunni I Hafnarfirði. Hafnarfirði, I mai 1974, Skattstjórinn I Reykjanesumdæmi. Kosningaskrifstofur AB utan Reykjavíkur hugsanleg tjón að vera i sjálfsá- hættu rikisins. Ýmsar undantekningar verða gerðar fyrst um sinn og nokkrum flokkum trygginga haldið óbreyttum. Má þar t.d. nefna, að Áburðarverksmiðja rikisins og Sementsverksmiðja rikisins munu tryggja áfram með óbreyttum hætti, hið sama á einnig við um skip rikisins og tryggingar vegna ákvæða i kjara- samningum. Munu þessir og fleiri flokkar trygginga verða teknir til sér- stakrar athugunar og siðan ákveðið, hvort þeir verði keyptir áfram. Verði einhverjum þeirra haldið áfram, kemur til álita að safna þeim saman i trygginga- flokk hjá einum aðila eða bjóða þá út Við framkvæmd reglnanna falla niður svo dæmi sé tekið allar brunatryggingar á innbúi, húf- tryggingar (kaskó) á bifreiðum, alls konar ábyrgðartryggingar o.fl. Gert er ráð fyrir, að þegar tjón verður, sem áöur var tryggt fyrir, verði það greitt af rekstrar- eða framkvæmdafé viðkomandi stofnunar. Sé um að ræða stærra tjón en svo, að það verði bætt með þeim hætti, er gert ráð fyrir, að tjónið verði bætt með aukafjár- veitingu úr rikissjóði. Nýlendur Portúgala: Nýja stjórnin er grunuð um græsku LORENCO MARDUES 13/5 Æðsti inaður portúgalska hersins, Fransisco da Costa Gomes, hefur endurtekiö tilmæli sln tii þjóð- frelsishreyfinganna i nýlendum Portúgala, að þær leggi niður vopn og starfi sem pólitiskir flokkar. Hann hefur og heitið þvi að Portúgalir muni ekki leita hernaðaraðstoðar I Suður-Afrlku. Þjóðfrelsishreyfingarnar hafa hingað til tekið dræmt undir þessi boð og einkum hefur Frelimo i Mozambik hert beinlinis á hern- aðaraðgerðum sinum. Hinsvegar hefurhreyfingin PAIGC i Guineu- Bissau lýst þvl yfir, að hún sé reiðubúin til að semja að þvi til- skyldu að Portúgalir viðurkenni rétt nýlenduþjóðanna til algjörs sjálfstæðis. Loftárásir á Líbanon JERÚSALEM 13/5 tsraelskar orrustuflugvélar gerðu i dag loft- árásir á Suður-Libanon og segja þarlend yfirvöld að fjórir óbreytt- ir borgarar hafi týnt lifi. Israels- stjórn sat á sérstökum fundi i dag til að ræða siðustu tillögur Sýr- lendinga um aðskilnað herja landanna i Golanhæðum, en þær hafði Kissinger utanrikisráð- herra með sér frá Damaskus i gær. Tekið var á móti Kissinger með kröfugöngu um 500 manna sem mótmæltu þvi, að hluta Golan- hæða yrði skilað aftur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.