Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 14. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Um 25 þús. lestir enn óseldar af loðnumjöli 30-40% verðlækkun hefur orðið á loðnu- mjölisiðan í haust Enn eru óseldar hér á landi um 25 þúsund lestir af loðnumjöli/ en áætluð heildarframleiðsla á lið- inni vertíð var 67 þúsund lestir af mjöli. Mjög erfið- lega gengur að selja fiski- mjöl um þessar mundir og kemur þar margt til. t fyrsta lagi hefur ansjósu-veiði Perúmanna gengið mun betur en búist var við og mjölframleiðsla þeirra þvi mikil, og lækkar verðið á markaðnum töluvert. Eins hef- ur verð á sojabaunamjöli lækkað verulega, og hefur það mikil áhrif á verð fiskimjöls, þar eð það er notað jöfnum höndum á móti fiskimjöli. Eins er svo það, að verð á fiskimjöli var orðið svo hátt i haust að notendur þess höfðu minnkað hlutfall þess i blöndunum vegna verðsins. Segja má að um verðhrun hafi verið að ræða á fiskimjöli i ár, þar eð það hefur lækkað um 30 til 40% siðan i nóvember/desember sl. en þá var verð þess það hæsta sem það hefur orðið. Helstu kaupendur loðnumjöls héðan eru Pólverjar, sem keyptu af okkur 17 þúsund lestir i vetur, en 25 þúsund lestir hafa verið seldar til eftirtalinna landa: Finnlands, Bretlands, Júgóslaviu og A-Þýskalands. Enn er allt i óvissu um sölu á þeim 25 þúsund lestum sem til eru i landinu, og sagði Sveinn Björns- son i viðskiptamálaráðuneytinu að sem stæði væri markaðurinn mjög tregur, en hann var samt ekki svartsýnn á að takast myndi að selja þetta magn sem eftir er. -S.dór Þrjú skip sdj a síld í Danmörku A laugardaginn seldi Heiga 2. 133,6 tonn af sfld i Hirtshals, en allur aflinn lenti i bræðslu. Verðið var 995.845 kr., eða 7,45 kr. með- alverð. Þá seldi Guðmundur RE á laugardaginn i Skagen 172,6 tonn fyrir kr. 3.896.079 (meðalverð 22,57) og 16,9 tonn i bræðslu (meöalverö 6,68). I gær seldi Guðmundur RE i Hirtshals 85,4 tonn fyrir kr. 2.488.320 (meðalverð 29,14) og Helga 2. seldi 60,8 tonn fyrir kr. 1.913.774 (meðalverð 31,48) og 3,4 tonn i bræðslu (meðalverð 6,02). Börkur NK seldi i Skagen 80,3 tonn fyrir kr. 2.440.080 (meðal- verð 30,39) og i dag mun Börkur selja 200 kassa af sild til viðbótar. Talið er að nokkur skip til við- bótar séu að búa sig út til veiða i Norðursjó. Dregið hefur yerið i happdrætti MHÍ Dregiö hefur verið i happdrætti námsferðasjóðs Myndlista og handiðaskóla tslands. Vinningar komu á eftirtalin númer: 1. vinningur númer 1947, 2. 1058, 3. 623, 4. 2142, 5. 1717, 6. 257, 7. 2011, 8. 503, 9. 237, 10. 2108, 11. 1308, 12. 375, 13. 1921. Vinninga má vitja á skrifstofu skólans milli kl. 3 og 5 e.h. simi 19821. Fólk aö skoða finnskt raðhús I Mosfellssveit. Þetta eru snotur hús fyrir minni fjölskyldur. í öllum finnsku húsunum er saunaherbergi. Hvað vill fólk gefa fyrir Viðlagasjóðshúsin ? Viðlagasjóður hefur auglýst nokkur hús til sölu á Stór-Reykja- víkursvæðinu og á Nes- kaupstað og æskir til- boða sem eiga að hafa borist fyrir 19. mai. Við fengum þær upplýsing- ar hjá Viðlagasjóði í gær, að sennilega yrðu seld ein 15 hús í Garða- hreppi/ en það eru finnsk hús, um 120 fer- metrar, og fylgir þeim bílskýli og útigeymsla. Þá er talið að seld verði ein 10 finnsk raðhús í Mosfellssveit, en þau hús eru um 94 fermetr- ar. Ekki er vitað hve mörg hús verða til sölu i Breiðholti eða Kópavogi, þar sem Viðlaga- sjóður hefur ekki fengið fulln- aðarvitneskju um framtiðar- ætlun þess fólks sem i þeim húsum býr. Það vakir fyrst og W. ' aKTB.'' Sænsku húsin i Breiðholti falla að smekk mjög margra. Austur- hliðar þessara húsa hafa ekki alveg staðist þolraunina og munu framleiðendur ganga betur frá þeim i sumar, en ábyrgö fylgir öllum húsunum, a.m.k. til eins árs. fremst fyrir Viðlagasjóði að fá fram verðhugmyndir þeirra, sem áhuga hafa á að kaupa þessi hús i framtiðinni. Uti á landi hafa verið seld milli 40—50 hús. Fast verð var sett á húsin, eftir að tilboð höfðu borist, óg var það 4,1 miljón fyrir 116 fermetra hús og 4.3 miljónir fyrir 126 fer- metra hús. Þetta á einkum við um sænsk og norsk hús sem seld voru i Keflavík, 27 talsins, og i Grindavik, 7 hús, á Akra- nesi og viðar. Allmikil seinkun varð á af- hendingu húsanna sem reist voru i Garðahreppi og Mos- fellssveit, húsin i Garðahreppi voru fimm mánuðum á eftir á- ætlun og fjóra mánuði á eftir áætlun i Mosfellssveit. Menn hafa spurt af hverju ekki var hætt við að reisa þessi hús hér og þau i þess stað reist i Vest- mannaeyjum. Astæðan er sú, að það var búið að úthluta hús- unum til f jölskyldna á þessum stöðum og fólk hafði undirrit- uð skjöl þess efnis. Yfirleitt stóðust áætlanir um byggingu húsanna ágætlega, nema á þessum tveimur stöðum. sj- Sennilega verða seld á nœstunni 15 hús i Garðahreppi og 10 hús i Mosfellssveit. Búið að selja milli 40-50 hús utan Stór-Reykjavikur FÍ fær fimmta fokkerinn Flugfélag Islands hefur nú keypt fimmtu Fokker Friendship skrúfuþotuna. Kaupin voru gerð með milligöngu norsks fjárfest- ingarfyrirtækis með ábyrgð Flugleiða hf. Kaupverðið var um 55 miljónir króna. A vélinni eru stórar vörudyr sem auðvelda vöruflutninga. Vélin verður skoð- uð næstu daga, og á komandi hausti verður hún máluð i litum félagsins. Gegn skerð- ingu vinnu- löggjafar Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt samhljóða á fundi sam- bandsstjórnar Alþýðusambands Islands hinn 10. mai 1974: ,,1 kjölfar þeirra löngu við- ræðna, er var undanfari nýrra kjarasamninga Alþýðusam- bandsfélaganna og vinnuveitenda til að knýja fram samninga, hafa vakist upp kröfur andstæðinga verkalýðshreyfingarinnar um endurskoðun á Vinnulöggjöfinni, sem hafi það að marki að tak- marka athafnafrelsi verkalýðsfé- laganna og þrengja kosti þeirra. Fundur Sambandsstjórnar Al- þýðusambandsins itrekar fyrri mótmæli verkalýðssamtakanna gegn öllum breytingum á Vinnu- löggjöfinni, sem gerðar væru án vilja og samþykkis verkalýðsfé- laganna.” ÖRNEFNIN SVÍÞJÓÐ, GAUTLAND Landfræðistofnun Stokkhólms- háskóla og Samfundet Sverige — Island, Stokkhólmi, buðu nýlega forstöðumanni örnefnastofnunar Þjóðminjasafns, Þórhalli Vil- mundarsyni prófessor, að halda fyrirlestur um skýringar sinar á nöfnunum Sviþjóð, Gautland og fleiri örnefnum. Fyrirlesturinn var fluttur i Landfræðistofnun Stokkhólmshá- skóla 29. f.m. og nefndist „Svears och götars konung”. (Frá örnefnastofnun Þjóð- minjasafns). RITHÖFUNDAR VILJA KJARASAMNINGA Nýtt stéttarfélag rithöfunda stofnað tslenskir rithöfundar hafa nú stofnað stéttarfé- lag. Undir lok rithöfunda- þingsins, sem stóð frá þvi á fimmtudag » siðustu viku og til sunnudagskvölds, var gengið formlega frá stofnun stéttarfélagsins, sem mun heita Rithöf- undasamband islands. Einstakir rithöfundar verða aðilar að félaginu, en ekki félög höfunda, eins og var með fyrra samband rithöfunda með sama nafni. Sigurður A. Magnússon var kjörinn formaður þessa nýja stéttarfélags, en aðrir i stjórn eru Ingimar Erlendur Sigurðsson, Ólafur Haukur Simonarson, Stefán Júliusson og Vésteinn Lúð- viksson. Varamenn eru Jenna Jensdóttir og Vilborg Dagbjarts- dóttir. Auk stjórnarinnar kusu rithöf- undar sér tólf manna bókmennta- ráð, sem á að gæta menningar- legra hagsmuna sambandsins, að þvi er Sigurður A. Magnússon tjáði Þjóðviljanum. — Þetta bók- menntaráð skipa fulltrúar hinna mismunandi greina bókmennt- anna, þ.e. fulltrúar ljóðskálda, sagnaskálda, leikritaskálda, þýð- enda og barnabókahöfunda. Fyrsta verkefni rithöfunda- ráðsins verður að ganga frá upp- lausn gamla rithöfundasam- bandsins og færa eignir þess yfir til nýja stéttarfélagsins — einnig að ganga frá drögum að lögum og móta stefnu félagsins fram að næsta aðalfundi, sem verður eftir eitt ár. Stjórn rithöfundasambandsins nýja mun nú snúa sér að þvi að semja við Rikisútvarpið, bókaút- gefendur og Rikisútgáfu náms- bóka um greiðslur til höfunda. Rithöfundaþingið, sem nú var haldið, samþykkti margar álykt- anir, sem sem um rithöfunda og fjölmiðla, rithöfunda og bókasöfn — en nánar segir frá þeim málum siðar. — GG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.