Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 14. mai 1974. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 13 þar sem nóg var af simum sem hægt var aö hringja júr. Ég komst inn á bar fyrir lokun, pantaði whiský og lét skipta pundseðli. Með vasann fullan af smámynt fór ég skömmu siðar inn i sima- klefa og upphóf miklar hring- ingar. Það er ástæðulasust að fara út i smáatriði. Sem blaðamaður vissi ég hvar upplýsingar var að fá. Aður en pundið mitt var uppurið var ég búinn að fá öruggar upp- lýsingar um að Róbert hefði i fyrrakvöld farið fra Lundúna- flugvelli með flugvél til Parisar. Og til Parisar ætluðu Ned og Myra i brúðkaupsferð. Róbert hafði farið einn. Ég gekk heim, tók tvær svefn- töflur og fór i rúmið. Þegar ég vaknaði var sólin farin að skina inn um gluggann en það var mjög árla morguns. Móðir min var ekki enn komin á fætur, svo að ég skildi eftir miða til hennar og bað hana að skila til þeirra á blaðinu að ég kæmi ekki i dag. — Hafðu engar áhyggjur, skrifaði ég. — Ég fer að ráðum þinum — geri eitt- hvað i málinu. Ég náði i fyrstu morgunlest. t Euston neyddi ég sjálfan mig til að fara inn i veitingasalinn og fá mér morgunmat. Ég átti langan dag framundan. Fyrsta mál á dagskrá var að taka leigubil út til Hampstead, endaþótt ég vissi að það væri timasóun. Frú Sienkiewicz var kolringluð og enskan hennar af þeim sökum hreinasta hrogna- mál. Ég varð að bregða fyrir mig fingramáli og mimuleik, munn- lestri og fjarhrifum til að veiða uppúr henni það litla sem hún vissi. Án þess að mæla orð hafði Róbert þotið út úr húsinu með ferðatösku i hendinni og hafði skellt á eftir sér. Klukkutima seinna hafði hún heyrt Pepinu kjökra og hún hafði farið upp til að athuga hvort hún gæti nokkuð gert. En hún var varla komin upp stigann, þegar Pepina ruddist framhjá henni án þess að sjá hana og hljóp út á götu. Hún hafði verið flóandi i tárum og ékki i neinni yfirhöfn. Frú Sienkiewicz hafði tekið þetta rólega og farið niður i herbergi sitt aftur. Þau hefðu trúlega rifist og myndu sættast aftur fyrir kvöldið. Þvi fyrr sem þau gætu gift sig, þvi betra. — Þér hafið þá látið hana fara? spurði ég. — Voruð þér kannski vön þvi að þau rifust? En hún hristi höfuðið. Hún vissi ekkitil þess að þeim hefði nokk- urn tima sinnast áður. Hún hafði aldrei fyrr séð Pepinu með tárin i augunum (mér fannst hún segja ,,tjöru i augunum” og i svip sá ég eitthvert ógnarslys fyrir hugar- sjónum minum). — Heyrið mig nú, þetta er mjög áriðandi, sagði ég. — Herra og frú Lamb fóru hvort sina leið. Ég á við Róbert og Pepinu. Þau eru sem sé ekki saman núna. Ég veit hvar hann er — hann er i Paris — og nú verð ég að komast að þvi hvar hún er. Reynið að hugsa yður um. Hafið þér nokkra hug- mynd um hvar hún getur verið niðurkomin? En það var tilgangslaust. Ég sá á henni að hún var ekki að leyna neinu: hún mundi einfaldlega ekki eftir nokkrum sköpuðum hlut. Pepina átti enga kunningja i nágrenninu — reyndar ekki i allri London. Hún kunni næstum ekkert i ensku: hana langaði til að læra hana en Róbert hafði engan sérstakan áhuga á þvi. Það hentaði honum betur að hún væri áfram italskt náttúrubarn. Já, ég gat svo sem imyndað mér það. Þvi likari sem hún varð öllum hinum, þvi siður gat hann litið á hana sem leikfangið sitt, „furðu- verk” sem hann hefði flutt með sér frá meginlandinu til að hafa i húsinu til áréttingar þvi, hve vel hann kynni að meta einfalda og óbrotna náttúru. Þannig var sem sé hægt að meðhöndla fólk og nú mátti sjá afleiðingarnar. Reyndar hafði maður eins og Róbert engar áhyggjur af sliku. Lifið var grimmilegt við hann og honum fannst ekki nema eðlilegt að það væri lika grimmilegt við aðra. — Kærar þakkir, frú Sienkie- wicz sagði ég og gekk burt. Ég gekk eftir götunni, beygði fyrir horn, gekk skáhallt yfir litið torg og var staddur fyrir utan lög- reglustöðina i hverfinu. Það var ennþá morgunn. Varðstjórinn sem ég sneri mér til, var þvi miður ekkert tima- bundinn. Auk þess hafði hann trú- lega lesið þaö i einhverri bókar- skruddu, að eldklár lögreglu- þjónn svari aldrei spurningu án þess að kynna sér gaumgæfilega alia málavöxtu. Ég var ekki búinn að bera fram erindið, þegar hann greip fram i fyrir mér til að fá upplýsingar um hver ég væri. Þegar við vorum búnir aö afgreiða það mál og gátum haldið áfram, gat hann ekki heldur á sér setið. — Biðið andartak. Þér segið að þessi kona sé horfin, sagöi hann og hélt hann væri glöggskyggn á svipinn. Hann minnti á baðmottu. — Já, ég segi það, og það er staðreynd. Hún hefur verið að heiman i næstum þrjá — — Við komum siðar að þvi hve langt er siðan. Við þurfum að fá ýmislegt á hreint fyrst. Þér segið að bæði konan og maðurinn hennar séu horfin? Rétt var það að ég hafði talað um Róbert sem mann Pepinu: hann hefði lika getað verið það þegar hér var komið, ef hann hefði kært sig um. Ég gat svo sem gert mér i hugarlund allt klúörið, ef ég bæri við að reyna að útskýra sambandi þeirra. — Má ég heyra hvaða ástæður þér hafið til að ætla, að hjónin hafi ekki farið burt saman á fullkom- lega eðlilegan hátt? hélt hann áfram og horfði hvasst á mig. Ég sá að þetta var vonlaust. En ég varð að þrauka i fáeinar minútur ennþá. Ég fór að hugsa um allar lögreglustöðvarnar i London, alla simana, alla tal- stöðvabilana, alla stóru og sterku lögregluþjónana með flautur og vasabækur. Dæmalaust væri það nú auðvelt fyrir þá aö hafa upp á henni ef mér tækist að vekja áhuga þeirra. — Tja, það tekur of langan tima að útskýra hvers vegna ég er viss um að hún er----byrjaði ég. En hann greip aftur fram i. — Andartak, herra minn, sagði hann og lyfti visifingri. Ég þagnaði samstundis, en hann saeði hins veear ekki neitt. Hann rótaði i vasanum eftir gleraugna- húsunum, fann þau, tók þau upp, opnaði þau, tók fram gleraugun og fór að láta þau á sig. Mér fannst þetta taka tiu minútur. Trúlega gleymdi hann stundum hvar eyrun á honum voru. Löngu áður en hann ákvað að opna munninn, vissi ég aö orustan var töpuð. Hann var oröinn fúll út i mig og það var timasóun að vera lengur i návist hans. — Þér segist ekki geta útskýrt grun yðar, vegna þess að það taki of— langan— tima.byrjaði hann og siðustu þrjú oröin mælti hann af svo miklum þunga að það var eins og hann væri aö fleygja múr- steinum ofaná tærnar á mér. — Leyfist mér að spyrja, hvaö þér eigið eiginleg við? Hvað álftið þér ,,of langan tima”? Tiu minútur? Hálftima? Þér komið hingað og farið fram á að hafin verði leit, en það er timafrekt fyrirtæki og kostar býsnin öll af peningum skattborgaranna og þegar ég spyr yður — Undir venjulegum kringum- stæðum aðhyllist ég almenna kurteisi, en þennan dag var ég óþolinmóður. Ég var á leið til dyra áður en hann var búinn að ljúka mlali sinu. — Komið hingað, hrópaði hann illilega þegar hann sá mig hörfa. — Þvi miður, sagði ég. — Ég neyðist til að fara. Ég er með peninga skattborgaranna á elda- vélinni og ég er hræddur um að þeir sjóði uppúr og þeir eyðileggi gólfteppið. Ég stóð úti á götu og hérna var London, hér var England, hér var allur heimurinn og einhvers staðar var Pepina og átti sér engan vin að halla sér að. Jú, það átti hún núna. Hún átti mig! Hvaða möguleika hafði stúlka, sem kunni litiö i ensku og hai'ði unnið fyrir sér með þvi aö vinna á hóteli? Heureka! Ég sá leigubil, hrópaði og veifaði, settist upp i og þaut af stað. Leigubillinn stansaði ég æddi út, borgaði, ég var kominn á leiðarenda. Soho! ,,Soho” var eitt sinn veiðihróp, segja lærðir menn. Mig langaöi til að taka undir það. Þreytan var öll á bak og burt og ég var i hörku- stuði. Söguþráöurinn gerist æsi- spennandi. Jói Shaw lögreglu for- ingi, hin skæra stjarna hjá Scotland Yard! Gamli blóð- hundurinn kominn á slóð- ina. Hann ræður gátuna i einu snarkasti. Nú þarf aöeins að veiða fisk'inn i netið. Stúlkan er auðvitað einhvers staðar i Soho. liún vinnur á itölskum veitinga- stað. Gátan er leyst, hann þarf bara að lita inn i alla italska Lausn á krossgátu I = N, 2 = Æ, 3 = Ð, 4 = 1, 5 = B, 6 = A, 7 = T, 8 = U, 9 = R, 10 = Ú, II = S, 12= V, 13 = A, 14 = E, 15 = F, 16 = L, 17 = P, 18=0, 19 = M, 20 = K,21 = Þ,22 = Ó,23 = Ý, 24 = D, 25 = 0, 26 = H, 27 = G, 28 = Y, 29 = 1, 30= É. BRÚÐKAUP Laugard. 16. feb. voru gefin saman i Dómkirkjunni af séra Þóri Stephensen Margrét Lilja Guðmundsdóttir og Olfar Pálmi Hillers. Heimili þeirra verður að Heiðmörk 3, Selfossi. Ljósmyndastofa Þóris. Laugardaginn 9. mars voru gefin saman i Laugarneskirkju af séra Grimi Grimssyni Þórunn Sigurðardóttir og Gunnar Gunnarsson. Heimili þeirra verður að Unnarbraut 28, Sel- tjarnarnesi. Ljósmyndastofa Þóris. Þriðjudagur 14. mai 7.00 Morgunútvarp. Veður-- fregnir kl. 7.00, 8,15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7,30, 8,15 (og forustugr. dagbl.), 9.15 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Oddný Thorsteinsson les framhald „Ævintýris um Fávis og vini hans” eftir Nikolaj Nosoff (20). útvarp vegna unglingaprófs i dönskukl. 9.00. Morgunleik- fimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli atriða. Morgunpopp kl. 10.25 Morguntónleikar kl. 11.00: Felix Ayo og I Musici leika tvo árstiðakonserta eftir Vivaldi, ,,Vorið” og „Sumarið” / William Bennett, Harold Lester og Denis Nesbitt leika Sónötu i h-moll fyrir flautu, sembai og viólu da gamba eftir Hándel/ Agustin Anievas leikur á pianó Tilbrigði og fúgu eftir Brahms um stef eftir Handel. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Éftir hádegið-Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30. Siðdegissagan: „Hús málarans” cftir Jóhannes Helga.Óskar Halldórsson les (4). 15.00 Miðdegistónleikar: islensk tónlist a. Sónata fyrir fiðlu og pfanó eftir Fjölni Stefánsson. Rut Ingólfsdóttir og Gisli Magnússon leika. b. „Alþýðuvisur um ástina” eftir Gunnar Reyni Sveins- son við texta eftir Birgi Sigurðsson. Söngflokkur syngur undir stjórn höfundar. c. „Ólafur Liljui'ós”, ballettmúsik eftir Jórunni Viðar. Sinfóniu- hljómsveit Islands leikur: Páll P. Pálsson stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir) 16.25 Popphorniö. 17.10 Tónleikar. Til- kynningar. 18,45. Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Bókaspjall . Umsjónar- maður: Sigurður A. Magnússon. 19.55 Lög unga fólksins.Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir 21.00 Á vettvangi dóms- málanna . Björn Helgason hæstaréttarritari talar. 21.30 A hvitum reitum og svörtum. Guðmundur Arn- laugsson flytur skákþátt. 22.00 Fréttir 22,15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Éiginkona i álögum” eftir Alberto Moravia. Ragnhildur Jóns- dóttir islenskaði Margrét Helga Jóhannsdóttir leik- kona les (3). 22.35 Harmonikulög . Jo Ann Castle leikur. 23.00 A hljóðbergi. „Vitis- vélin”, leikrit eftir Jean Cocteau: —siðari hluti.Með aðalhlutverk fara Margaret Leighton, Jeremy Brett, Alan Webb, Patrick Magee og Diana Cilento. Leikstjóri er Howard Sackler. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 20.00 Veður og auglýsingar. 20.30 Steinaldartáningarnir. Nýr, bandariskur teikni- myndaflokkur i framhaldi af myndunum um F’red Flintstone og félaga hans. Nú eru börn Freds og sam- tiðarmanna hans vaxin úr grasi, og um þá ungu og uppvaxandi kynslóð fjallar þessi myndaflokkur. 1. þátl- ur. Listakonan Vala. Þýð- andi Heba Júliusdóttir. 21.00 Stjórnmálaviðhorfið. Umræðuþáttur i sjónvarps- sal. Umsjónarmaður ólafur Ragnarsson. 21.40 Skák.Stuttur, bandarisk- ur skákþáttur. Þýðandi og þulur Jón Thor Haraldsson. 21.50 Heimshorn. Frétta- skýringaþáttur um erlend málefni. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. Iiagskrárlok. fu. Nýkomin indversk bómullarefni og mussur i miklu úrvali. Jasmin Laugavegi 133 fSí BLAÐBERAR óskast i Reykjavik, á Seltjarnarnesi og i Kópavogi Þjóðviljinn, simi 17500.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.