Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 16
UOÐVIUINN Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöldsimi blaðamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Þriðjudagur 14. mal 1974. Kvöld-, nætur- og helgidaga- varsla lyfjabúða f Reykjavik 10.-16 mai verður i Ingólfs- apóteki og Laugarnesapóteki. Slysavarðstofa Borgarspitálans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Mynd af aðalfyrirsögn Alþýðublaðsins á föstudag. Lúalegar árásir áforseta Islands Fjöldi fólks hafði samband við Þjóðviljann um helgina og taldi að blaðið ætti að krefjast þess að stjórnarandstaðan og Hannibal bæðu forseta Islands afsökunar á þeim ummælum sem fram hafa komið um embættisfærslu hans I tengsl- um við þingrofið. Er þessari kröfu hér með komið á fram- færi, og undir hana tekur Þjóðviljinn heilshugar. Það voru stjórnarandstöðu- blöðin fyrstu eftir lok prent- araverkfallsins sem gáfu til- efni til þessarar kröfu hér að ofan, en þó tók steininn úr i forustugrein Morgunblaðsins á laugardaginn. Um það mál er fjallað i forustugrein Þjóð- viljans i dag, auk þess sem Magnús Kjartansson ræddi þessi mál i ræðu sinni á bar- áttufundi Alþýðubandalagsins sem haldinn var i Háskólabiói á laugardaginn og sagt er frá annars staðar á siðunni. Lúalegar árásir 1 ræðu sinni á fundinum i Háskólabiói sagði Magnús Kjartansson um þetta mál: ,,1 gær gerðust þau tiðindi i fyrsta skipti i sögu lýðveldis- ins að hafnar voru lúalegar árásir á forseta Islands og höfðu bæði Morgunblaðið og Alþýðublaðið þær eftir Hannibal Valdimarssyni. Aðalfyrirsögn Alþýðublaðsins i gær hljóðaði svo: „Forseta Islands bar að veita svigrúm til meirihlutastjórnar”. Hér er þvi haldið fram, að forseti Is- lands hafi misbeitt valdi sinu, hann hafi ekki rækt skyldur sinar við stjórnarskrá og lög islenska lýðveldisins. Um þennan siðlausa málflutning þarf ég ekki að fara neinum orðum, ég veit að þjóðin sjálf mun svara fyrir dr. Kristján Eldjárn, sem að allra dómi hefur rækt störf sin af ein- stakri prýði, samviskusemi og virðuleik og verið þjóð sinni til sóma i hvivetna”. Undir þessi orð ræðumanns var tekið á fundinum með langvarandi lófataki. Þjóðin mun svara fyrir forseta, sem að allra dómi hefur gegnt embœtti sínu af einstakri prýði, samviskusemi og virðuleik Enn deilt um afsögn Brandts BONN 13/5 — Meðan kanslara- efnið Helmut Schmidt undirbýr myndun nýrrar stjórnar i Vestur- Þýskalandi á grundvelli stefnu- skrár hinnar fyrri, heldur áfram kappræðu um afsögn Willy Brandts og svo það, hvernig hún er notuð i pólitisku tafli. Brandt lýsti þvi yfir i ræðu i Vestur-Berlin á laugardag, að hann væri að visu enginn engill, en samt væri ekkert það i einka- lifi sinu sem hefði gefið ástæðu til gagnrýni. Þetta er svar við ýmsu fleipri i vesturþýskum blöðum um kvennafar Brandts. Brandt bætti þvi viö, að i gangi væru öfl sem vildu eyðileggja hann og flokk hans. Um leið ásakaði hann austurþýska flokksforingjann Er- ich Honecker fyrir að hafa sent á sig njósnara, en lét þess um leið getið að þetta mætti ekki spilla starfi að bættri sambúð austurs og vesturs. Sjálfur hélt Honecker þvi fram i ræðu á sunnudag, að áfram yrði að halda samstarfi við Vestur- Þýskaland. Virtist ræðan beinlin- is hvatning til eftirmanns Brandts. Friðrik í 4. Eftir 5 umferðir á skákmótinu á Kanarieyjum er Quinteros frá Argentinu efstur með 4 vinninga, en Friðrik er i fjórða sæti með 3 vinninga. Hann hefur aðeins teflt fjórar skákir. / Meirihluti Bandaríkjamanna: Nixon úr embætti NEW YORK 13/5 Um 53% af Bandarikjamönnum vilja að Nixon forseti segi af sér eða að honum verði Róttækur prestur myrtur BUENOS AIRES 13/5 — Þekktur vinstrisinnaður kaþólskur prest- ur var skotinn til bana á kirkju- tröppum i höfuðborg Argentinu i gær. Presturinn, Carlos Mujica, var einn af helstu fulltrúum sam- takanna Prestar með Þriðja heiminum i Argentinu. Mujica var ráðherrasonur, en gegndi prestskap i einu af ömurlegustu fátækrahverfum borgarinnar. Hann hafði oft setið i fangelsi fyrri herforingjastjórnar fyrir samúð með vinstri sinnuðum ungum Perónistum, en þeir hafa mjög verið ofsóttir að undanförnu af hægrisinnum i sömu hreyfingu. stefnt fyrir landsdóm. Að- eins 38% telja að hann eigi að halda áfram í forseta- embætti. Eru þetta niðurstöður skoðana- könnunar sem bandariska viku- ritið Time birti i morgun. Hefur staða Nixons enn versnað eftir að birtar glefsur úr viðtölum hans við samstarfsmenn sina fyrrverandi um Watergatemáliö. Nixon hefur, segir blaðið, glat- að veigamiklu vopni i viðleitni sinni að sleppa við dóm. Hér er átt við ótta meirihluta almenn- ings við að slik málssókn yrði stórslys fyrir Bandarikin. t nóv- ember í fyrra játuðu 61 % af þeim sem spurðir voru slikan ótta, en i sl. viku voru þeir aðeins 38%. M.ö.o.: „alit er betra en Nixon” er orðin afstaða hreins meirihluta landsmanna og vel það. Edward Kennedy, einn af helstu leiðtogum Demókrata, sagði i ræðu i Chicago á sunnu- dag, að Watergatemálið væri al- varlegasta brot gegn trúnaði al- mennings sem framið hefði verið i sögu þjóðarinnar. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið Reykjaneskjördæmi. Ikvöld, þriðjudag kl. 9 e.hvhefst fundur i kjördæmisráði Alþýðubanda- lagsins i Reykjaneskjördæmi. Fundurinn er haldinn i Góötemplarahús- inu i Hafnarfirði. DAGSKRA: 1. Kosning kjörnefndar fyrir alþingiskosningar þann 30. júni 1974. 2. Stjórnmálaviðhorfið og kosningabaráttan. 3. önnur mál. Dragið hann fyrir dóm — slikar kröfur verða æ algengari hvar sem Nixon bregður fyrir Nýtt úr kosninga handbókinni Engar kosningar fara fram I 5 af þeim kauptúnahreppum þar sem Ibúar hefðu að öðru jöfnu átt að hafa kost á þvi að velja hreppsnefnd 26. mai. Astæðan er sú, að aðeins einn listi hefur kom- ið fram, og er hann þvi sjálfkjör- inn að réttum lýðræðisregium. í 3 hreppum kom ekki fram neinn iisti, og fer þar þvi fram óhlut- bundin kosning. Þessar upplýsingar fékk blaðið hjá Fjölvis, en nú er verið að búa kosningahandbók Fjölviss til prentunar og kemur hún á mark- að í vikunni. A Djúpavogi hafa framsóknar- menn lengi farið einir meö öll völd i hreppsnefndinni, en að þessu sinni tókst samkomulag með þeim og alþýðubandalags- mönnum, og buðu þeir fram sam- eiginlegan lista, sem varð sjálf- kjörinn. Eru á þeim lista 2 fulltrú- ar frá Alþýðubandalaginu. List- ann (og þar með hina nýju hreppsnefnd skipa: ólafur Björgvinsson, Eysteinn Guðjóns- son, Ragnar Kristjánsson, Asgeir Hjálmarsson og Már Karlsson. A Hofsósi hefur yfirleitt aldrei komið fram neinn listi og kosning þvi verið óhlutbundin. Hrepps- nefndina skipuðu ýmsir mætir menn sem hafa notið trausts i kauptúninu, en ýmsum þótti samt kominn timi til þess að fara að breyta til og ögra valdi „gömlu mannanna”. Nokkrir framfara- sinnaöir kjósendur, sem nefna sig svo, skutu þvi saman i lista og báru hann fram seint að kvöldi þess dags þegar framboðsfrestur rann út. Varð engum vörnum við komið og listinn þvi sjálfkjörinn. Nýja hreppsnefndin er skipuð eftirtöldum: Gisli Kristjánsson, Björn Ivarsson, Gunniaugur Steingrimsson, Einar Einarsson, Vilhjálmur Geirmundsson. — Sagan segir að sumir þessara nýju manna, sem tókst að fara svona leynt með framboð sitt, hafi verið ná-venslaðir hinum gömlu. Kosningaþátttaka á Hofs- ósi var 40% við seinustu kosning- ar. Sjálfkjörið er ennfremur i Höfnum, i Súðavik og á Þórshöfn. A tveim siðasttöldu stöðunum var svo einnig 1970, en I Höfnum hafði verið óhlutbundin kosning. Óhlutbundin kosning fer nú fram á Hólmavik (hafði verið sjálfk jörið 1970), á Hvamms- tanga og i Hrisey. Ótrúlega mikill fjöldi manna er i framboði á ýmsum hinna smærri staða, ef miðað er við ibúatölu. Á Reyöarfirði eru t.d. 22% atkvæðisbærra manna á þeim 6 framboðslistum sem i kjöri eru. Þar eru nefnilega 386 manns á kjörskrá, en 85 einstakl- ingar bjóða sig fram. hj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.