Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 14. mai 1974.ÞJÓDV1LJINN — SÍÐA 15 SJÓNVARP KLUKKAN 21.00: Ritstjórar rífast Stjórnmálaviðhorfið heitir umræðuþáttur, sem i kvöld verður á dagskrá sjónvarps- ins. Ólafur Ragnarsson, dag- skrármaður mun stýra þess- um þætti, en þeir sem hann reynir að hafa heimil á i um- ræðunum eru stjórnmálarit- stjórar dagblaðanna. ,,Það er ætlunin að ræða stjórnmálaviðhorfið nú eftir þá atburði sem orðið hafa i pólitikinni — og fá menn til að spá nokkuð um næstu fram- KLUKKAN 21.50: Einar og skýrslan Heimshornið verður á dag- skránni i kvöld, og ber þar sitthvað á góma sérfræðing- anna: Fréttamennirnir allir, Björn Bjarnason, Árni Berg- mann, Haraldur Ólafsson og Jón Hákon Magnússon munu ræða við Einar Ágústsson ut- anrikisráðherra um skýrslu hans um utanrikismál, sem hann hefur gefið Alþingi. Þessi skýrsla utanrikisráð- herra kom út i april s.l. og i henni gerir hann grein fyrir ýmsu þvi sem athyglisvert verður að teljast varðandi samskipti Islands við aðrar þjóðir. Haraldur Ólafsson mun sið- an fjalla nokkuð um stöðu Nixons Bandarikjaforseta eft- ir siðustu samviskuhreinsun hans —stöðu hans sem forseta og hugsanlega framtið sem sliks. Árni Bergmann ræðir siðan við Rússa nokkurn, Ivanov að nafni, og ætla þeir að spjalla saman um viðhorf Sovét- manna til alþjóðamála af ýmsu tagi. tið”, sagði Ólafur Ragnarsson i stuttu viðtali við Þjóðviljann. ,,Ég reikna með að stjórn- málaritstjórar dagblaðanna fimm viti sitthvað um stjórn- málaviðburði og hreyfingar innan flokkanna — jafnvel meira en einstakir þingmenn, og þess vegna geti þeir rætt um þessi mál af meira innsæi en flestir.” — Og þú ert ekkert hræddur um að þátturinn fari úr bönd- unum, leysist upp i rifrildi og slagsmál? „Nei — en þátturinn verður stuttur, aðeins fjörutiu minút- ur — en vonandi skemmtileg- ur.” Og ekki er að efa að leiðara- höfundar dagblaðanna reyni að klekkja hver á öðrum, þeir eru a.m.k. i talsverðri æfingu i þeirri göfugu iþrótt að skatt- yrðast og vega hver annan með röksemdum,— ^ iLú Cr hinum nýja teiknimyndaflokki sjónvarpsins um afkomendur Fredda Tinnusteins og Barneys. KLUKKAN 20,30: Ungir steinaldarmenn Steinaldartáningarnir heitir nýr, bandariskur teikni- myndaflokkur, sem þeir hjá sjónvarpinu hafa komið hönd- um yfir og ætla að hefja sýn- ingar á i kvöld. Steinaldartáningar þessir eru afkomendur þeirra frægu figúra, Barneys og Fredda Flintlsteins.sem frægir hafa verið sem sjónvarpshetjur og teiknimyndagarpar. Nú eru börn Fredda og sam tiðarmanna hans hins vega vaxin úr grasi og beinist sviðs ljósið að þeim — Freddi oj Barney og þeirra kerlinga koma litt við sögu, þótt reynd ar bregði þeim fyrir. F'yrsta myndin i þessun flokkir heitir Listakonan Vala og kemur á skjáinn i kvöld. KÁSSAST U PP Á FÖÐURBANANN í löngu blaðaverkfalli reyndi mjög á færni og hug- myndaauðgi þeirra útvarps- og sjónvarpsmanna — og verður varla annað sagt en rikisfjölmiðlinum hafi bæri- lega tekist að fjalla um stjórn- málaátök liðandi stundar. Beint útvarp af Alþingi, þann dag er Björn Jónsson áð- ur samgöngu- og félagsmála- ráðherra tilkynnti af rúm- stokknum, að hann væri hætt- ur að stjórna, var sérlega eft- irminnilegt. Þeir Gylfi, Hannibal og Bjarni tókú sig til og frömdu pólitiskt sjí'/smorð — og sjálfsmorðin þau voru einkar áhrifamikil vegna þess sem á eftir kom, þegar fréttamenn og visir fréttaskýrendur reyndu að þjarma betur að fumandi pólitikusum — kannski var Landshorn á föstudaginn ánægjulegast, það fannst a.m.k. klerkinum sem orti: i sjónvarpinu sá ég margan álfinn, og senn er öllu vanur lýðurinn, en fyndnast var að horfa á kvigukálfinn kássast upp á föðurbana sinn. Og reyndar er ástæðulaust um að ræða, þótt stöku sinnum taki stjórnandi þáttar ákveðna afstöðu gegn viðmælanda sin- um, einkum þó þegar viðkom- andi stjórnendur eru beinlinis valdir út frá einhverjum póli- tiskurn forsendum. Einmitt vegna þessa, kemur það dulitið spánskt fyrir sjón- KLUKKAN 19.30: Bókakynning Sigurðar A. Magnússonar verður á dag- skrá útvarpsins i kvöld. Sig- urður ætlar að fjalla um tvær bækur að þessu sinni — hann ræðir við Óskar Halldórsson bókmenntafræðing um bók ir, að einum þáttastjóra er vikið frá vegna pólitiskrar af- stöðu i þætti, en öðrum ekki. Eigi alls fyrir löngu var dr. Ingimar Jónsson með þátt i sjónvarpi og fjallaði sá þáttur aðallega um gróflega mis- notkun Gisla Halldórssonar, forseta borgarstjórnar og for- seta tSt á aðstöðu sinni. Dr. Ingimar tók afstöðu gegn Gisla i umræðuþætti — og var látinn hætta þáttum sinum fyrir vikið. —GG Jóns Dan, „Atburðirnir á Stapa”, og siðan ræðir hann við Ólaf Hauk Árnason áfeng- isvarnaráðunaut um bók Hilmars Jónssonar bókavarð- ar i Keflavik, „Fólk án fata”. „Fólk án fata” og „Atburðirnir á Stapa” Minnsta tveggja hreyfla flugvélin Frönsk hjón hafa unnið að þvi undanfarin tvö ár að smiða minnstu tveggja hreyfla flugvél heims. Flugvélin var skirð „Cri-Cri”. Hún er 390 sentimetrar á lengd, og vegur tóm 63 kiló. Vængina má leggja saman og pakka vélinni inn í kassa og aka með hana um allar trissur aftan i bil. Jómfrúrferðin tók tuttugu minútur, en enn á eftir að gera tilraunir með aukið fiugþoi áður en vélin kynni að verða fjöldaframleidd. Verslun ein i Kiel var svo iila sett gagnvart bilastæðum, að grip- ið var til þess ráðs að flytja viðskiptavinina til og frá næstu bila- stæðum með þessum kláf sem sést á mj ndinni. Lausn á pólitískum vanda tslenzkir knattspyrnu- áhugamenn fá ekki að sjá hinn léttleikandi þeysa um velli landsins i sumar. Einn af lesendum þess ágæta breska vikublaðs Observer hefur loks fundið lausn á pólitiskum vandamálum landsins. Hann seg- ist lengi hafa velt hlutunum fyrir sér og komist að þvi að „það er alltaf stjórnarandstaðan sem veit öll svör við vandamálum okkar”. Þessvegna spyr hann hvort það sé ekki ráðlegt að „fela þeim flokki stjórnarmyndun sem tapar i kosningum”. SÍÐAN Umsjón: GG og SJ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.