Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 1
ÞIOÐVIIIINN Þriðiudagur 28. mai 1974 — 39. árg. — 86. tbl. NIÐURSTAÐA KOSNINGANNA: ALÞÝÐUBANDALAGH) ER EININGARAFLIÐ en það er hætta til hœgri • Alþýðubandalagið bœtti við sig manni i borgarstjórn Reykjavikur • íhaldið með meirihluta atkvæða i kaupstöðunum samanlagt • Algert hrun Alþýðuflokksins og Samtakanna • Frjálslyndir iír sögunni Alþýðubandalagið bætti við sig þriðja borgarfull- trúanum í Reykjavik. Varð Alþýðubanda lagið eini minnihlutaflokkurinn sem bætti við sig frá siðustu borgarstjórnarkosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk hærra atkvæðahlutfall en nokkru sinni og sópaði til sín atkvæðunum sem Al- þýðuf lokkurinn og Samtök frjálslyndra og vinstri manna töpuðu. Frjálslyndi flokkurinn beið algert skipbrot og er nú úr sögunni. Mætti sú lexía verða skyldum öflum að kenningu næstu dagana, þegar framboðsfrestur er að renna út fyrir alþingis- kosningarnar. Á landsmælikvarða er staða Al- þýðubandalagsins sterk, það eyk- ur fylgi sitt eða heldur velli. Eru úrslitin i Neskaupstað sérstak- lega ánægjuleg, og flytur Þjóð- viljinn félögunum eystra heitar heillaóskir. Framsóknarflokknum tókst að blekkja til fylgis við sig hundruð kjósenda i Reykjavik allra sið- ustu dagana á þeirri forsendu að von væri til þess að koma þriðja Framsóknarmanninum i borgar- stjórn. Alþýðubandalagsmenn gerðu sér meiri vonir um fylgi i höfuðstaðnum en raun varð á, en þeir strengja þess heit að láta engar blekkingartilraunir milli- flokka hafa áhrif á vinstrimenn i þeirri kosningabaráttu sem er að hefjast fyrir alþingiskosningarn- ar. Hrun Alþýðuflokksins og Sam- taka frjálslyndra og vinstri- manna er algert. Þeir fá nú sam- anlagt aðeins brot af þvi fylgi sem annar aðilinn fékk i siðustu borg- arstjórnarkosningum. Sam- kvæmt yfirlýsingum talsmanna aðila er þessi „draumur” nú end- anlega úr sögunni, og er skipbrot þeirra félaga sameiginlegt með Bjarna Guðnasyni. Augljóst er af heildarúrslitum Myndin er tekin þegar lögreglan var búin að flytja fyrstu sendingarnar af atkvæöakössum frá kjörstöðunum og inn I leikfimisal Austurbæjar- skólans, en þar fór taining atkvæða I borgarstjórnarkosningunum fram. (Ljósm. AK) BREYTTIR SEÐLAR Ekki fleiri en vanalega Mikið um útstrikanir á Alfreð Það kom fram i kosningasjón- varpinu að nokkuð hefði verið um breytingar á seðlum, útstrikanir og tilfærslur. Við fengum þær upplýsingar hjá Gylfa Thorlaci- usi sem sæti átti i yfirkjörstjórn að ekki myndu liggja fyrir niður- stöður úr útreikningum á þessum breyttu seðlum fyrr en eftir næstu hclgi. Alls voru þetta rétt liðlega tvö þúsund seðlar sem breytt var og skiptust þeir þannig: B 415, D 1400, G 128, J 107 og V 14. Þessir seðlar hafa verið afhentir Sigur- karli Stefánssyni stærðfræðingi en hann hefur séð um að reikna út breytingar á seðlum fyrir kjör- stjórn i mörgum kosningum. Maður einn sem var við taln- kosninganna að ihaldið hefur nær alls staðar unnið á og er nú með meirihluta atkvæða i kaupstöðun- um i heild. Þcssi úrslit eru mjög alvarleg áininning til vinstri- manna um að efla flokk sinn Al- þýðubandalagið. Það er hætta til hægri, og við henni verður að sporna. Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins i Reykjavfk eru Sigurjón Pctursson, Adda Bára Sigfúsdótt- ir og Þorbjörn Broddason. Ann- ars staðar er sagt frá heild- arúrslitum borgarstjórnarkosn- inganna. inguna kvað þetta ekki óeðlilega mikinn fjölda af breyttum seðl- um. Hins vegar er það e.t.v. ein- hver visbending að B-listinn fékk rúmlega þrefalt fleiri breytta seðla en Gdistinn þó ekki hafi ver- ið mikill munur á fylgi listanna. Þarna vareinkum um að ræða út- strikanir á nafni annars manns á lista. Álfreðurs Þorsteinssonar. Var hann ýmist strikaður út eða færður neðar á listann. Ekki vildi heimild okkar úr talningunni meina að nein mark- viss stefna hefði rikt i breytingum á ihaldsatkvæðunum. Spurðum við hann hvort þar hefðu speglast deilurnarum Alberten hann kvað svo ekki vera. Hefur þarna verið um að ræða hinar fjölbrevtileg- ustu breytingar og tilfærslur. —ÞH Logi Kristjánsson, Neskáupstað, um úrslitin þar: FORDÆMI FYRIR VINSTRI MENN Úrslit kosninganna á Nes- kaupstað voru mikili sigur fyrir Alþýðubandalagið, sem fékk sex menn i bæjarstjórn af niu fulltrúum. i siðustu bæjar- stjórnarkosningum fékk Al- þýðubandalagið fimm fulltrúa, og lögðu hægri öflin i Neskaup- staö nú ntikla áhcrslu á að fella meirihlutann. Það fór hins vcg- ar á annan veg, ,,og við munum nú halda áfram á markaðri braut”, sagði Logi Kristjáns- son, bæjarstjóri, er Þjóðviljinn ræddi við hann, „höldum áfram félagslegri uppbyggingu”. — Hvernig skýrirðu þennan mikia kosningasigur Alþýðu- bandalagsins? — Þetta er áfellisdómur kjós- enda yfir ómálefnalegum mál- flutningi andstæðinganna. Ég á aðallega við einn ákveðinn að- ila, sem hefur ráðist að fyrir- rennara minum i bæjarstjóra- starfinu með persónulegu skit- kasti. Hér hefur sannast, að slikt á ekki upp á pallborðið. Þá vil ég og þakka velgengnina ó- rofa samstöðu' vinstri manna hér á Neskaupstað. Vinstri menn annars staðar á landinu ættu að ihuga úrslitin hér á Nes- kaupstað”. — Hvað viltu segja um úrslitin á landinu öllu? — Ég er sæmilega ánægður með útkomuna — það sýndi sig að Gylfi og Hannibal hafa stefnt að þvi upp á siðkastið að hlaða undir ihaldið. Vinstri menn ættu sannarlega að huga vel að þess- um úrslitum — og hafa Nes- kaupstað i huga, þegar næst verður kosið. Logi Kristjánsson hefur ekki lengi verið bæjarstjóri á Nes- kaupstað. Hann tók við af Bjarna Þórðarsyni, sem nú er verkamaður, og skipaði efsta sæti G-listans á Neskaupstað. Bjarni Kristinn Logi Sigrún Sigfinnur Nokkrar breytingar urðu á lista Alþýðubandalagsins á Nes- kaupstað frá þvi i siðustu kosn- ingum, og nú eru tveir nýir Al- þýðubandalagsmenn i bæjar- stjórninni. Fulltrúar Alþýðubandalags- ins á Neskaupstað eru: Bjarni Þórðarson, Kristinn V. Jóhannsson, Sigrún Þormóðs- dóttir, Jóhann K. Sigurðsson, Logi Kristjánsson og Sigfinnur Karlsson. —GG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.