Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 28. mai 1974. Tveir sýningargestir horfa inn f Cosmos, verk Jóns Gunnars. t bakgrunni tvð málverk eftir greinar- höfundinn, Tryggva Ólafsson. A gólfi til vinstri verk Þórs Vigfússonar: EimreiO. meb minjum úr danska flotanum. Inni i forhúsinu má heyra (af segulbandi) kórsöng karla og fag- urgala isl. stjórnmálamanna, sem hástemmdri röddu þylja ætt- jaröarljóð. SiOan lúðrablástur með tiiætluðum vindhviðum i hljóðnemann. Fjallkonan tekur andköf. I þessum sal hefur Gylfi Gislason fyllt allt af 17. júni- stemmningu, i máli og myndum. Gylfi lýsir deginum i 12 linuteikn- ingum og stækkuðum ljósmynd- um af fréttum reykviskra dag- blaða, fyrir og eftir afmælisdag Jóns forseta. I miðjum salnum er eins konar Austurvöllur i vasaút- gáfu, með viðeigandi stéttarhell- um og grasi. Þegar þessi skans er yfirstig- inn eru sýningargestir orðnir kimnir á svipinn. Þessu næst tek- ur við þeim aðalsalur sýningar- innar (miðskipið). A endagafli, sem er veggflötur framan við kórinn, hanga ofin teppi Hildar Hákonardóttur, stærstu verk sýn- ingarinnar. Fyrir innan, i kórnum sjálfum, eru rúmlega 20 litskrúð- ug verk islenskra náttúrulista- manna. I þverskipi kirkjunnar er víðfeðm deild (á sýningunni) með Komdu og skoðaðu í.... Sýnendur taka mið af mörgu, og „listastefnur” eru margar. Hér er um auðugan garð að gresja. Sýnd eru málverk, „objektar”, huglæg list (concept art), ljósmyndir, teikningar, skúlptúr, vefnaður, (ein) vatns- litamynd m.m. Sýningin kemur greinilega flatt upp á marga sýn- ingargesti. Enda stingur hún svo sannarlega i stúf við fyrri sýning- ar i krikjunni, fjölbreytileg i fyllstu merkingu þess orðs. Að- sókn hefur verið afargóð, ekki sist vegna staðsetningar kirkjunnar i borginni. Skoðanir sýningargesta á fyrirbærinu hafa verið jafn- margar og þjóðerni þeirra, sam- kvæmt gestabókinni. Stefnur... Ytri þjóðareinkenni myndlistar Vesturlanda haf dofnað jafnt og þétt i áratugi. Hér er aðeins átt við efnisheild,ytri likama hennar. Framlag Súmmara hér undir- stirkar þessa staðreynd, enn einu íslensk list Sýningin „ISLANDSK KUNST, H2O” opnaði hér i Khöfn þ. 29. mars i sólskini og bliðu, að við- stöddum fjölda af boðsgestum, dönskum listamönnum, borgar- fulltrúum m.m. Sýningarstaðurinn er Nikolaj- kirkja, vestan við Kóngsins nýja- torg hér i borg. Kirkjan er reynd- ar byggð upphaflega til vegsemd- ar dýrlingi sæfara, heilögum Nikulási. Hér hefur siðar verið hleypt af fyrstu þrumuprédikun- um siðaskiptanna i Danmörku. Kirkjan brennur, nema turninn, fyrir um 180 árum. Núverandi kirkja, endurbyggð, ber háa spiru ofan á kirkjuturninum. Spiruna gaf bjórbruggarinn Carl Jacob- sen, en hún gnæfir enn yfir ná- grennið. Núverandi notkun guðs- hússins er i þvi fólginn, að Khafn- arborg heldur hér sýningar á nú- timalist. Sýnd er hvers kyns dönsk, en einnig erlend myndlist. öll innrétting á kirkjunni er hag- kvæm og hentug i hvivetna, jafnt veggrými sem lýsing og annað starfseminni lútandi. Opnunin Sýningin var opnuð i viðhafnar- sal kirkjunnar af menningar- borgarstjóra Khafnar, sem sagði nokkur sósialdemókratisk orð, en nærstaddir skoluðu þeim niður með sjerrii úr plaststaupum. Danska skáldið Jörgen Bruun Hansen mælti fyrir munn sýn- enda. Lýsti hann kynnum sinum af íslandi, landi og þjóð, — jörð- inni,hafinu og birtunni. Að lokum las Jörgen frumsamið ljóð ort i tilefni opnunardagsins og þar með var sýningin ölium opin. Að þvi búnu var gengið niður i sýningarsalina, sem eru forhús, miðskip og þverskip krikjubygg- ingarinnarr Nú fór að tinast fólk inn af Strikinu til þess að skoða þetta fyrirbrigði sem kenndi sig við VATNH. Ýmsir gestanna komu gönguþreyttir úr mannþrönginni utan af malbikinu. Liklega komu aðrir vegna skerandi vorbirtunn- ar sem stakk i augu þeirra og þá jafnvel I leiðinni til að njóta svala múrsteinskirkjunnar. Þessi traustbyggia kirkja er sem sé ramminn utan um fyrsta viðkomustað farandsýningarinn- ar H20, sem er skipulögð af SÚM. Aðdragandi Farandsýningin ,,-tsl. list, H20” hefur notið styrks frá Listasjóði Norðurlanda. Skilyrði fyrir slik- um stuðningi er, að sýningin nái til a.m.k. þriggja Norðurlanda. Sjóðurinn greiðir flutning milli sýningarstaða, sýningarskrá, o.fl., en hér i Danm. lætur sem sé Khafnarborg i té kirkjuna, alger- lega ókeypis. Framkvæmd sýningarinnar hefur hvilt á stjórn SÚM, en sér i lagi Hildi Hákonardóttur, sem hefur unnið gott verk, málefninu til farsældar. Einnig hefur Maj Britt Imnander, forstjóri Nor- ræna hússins, verið ómetanleg stoð varðandi milligöngu við Listasjóð Norðurlanda m.m. Súmmarar eru i mikilli þakkar- skuld við hana. Það er einnig ár- angur starfs hennar og annarra vinveittra aðila sem verður til sýnis á Norðurlöndum næstu mánuði. Sýningin er komin hingað i boði Khafnarborgar, þ.e.a.s. menn- ingarsjóðs borgarinnar. Ráðgef- andi aðili fyrir sjóðinn i þessum málum er Samband myndlistar- mahna i Danm.. Sambandið tekur afstöðu til þess, hverjir sýna i krikjunni og þá hvað, en bygging- in, sem er eign borgarinnar sjálfrar, komst i gagnið sem sýn- ingarhús fyrir tæpum áratug. Ein af ástæöunum fyrir þessu sýningar-tiltæki borgaryfirvald- anna er að bæta fyrir gamla yfir- sjón, þar sem borgin hefur látið undir höfuð leggjast að byggja safn yfir list samlimans. Hér hef- ur einkaaðili skotið þeim ref fyrir rass, er hann byggði Louisiana- safnið á norðanverðu A-Sjálandi. Sem nærri má geta liggur þetta safn á besta úrvali alþjóðlegrar nútfmalistar i landinu. TRYGGVI ÓLAFSSON skrifar fréttabréf frá Kaup- mannahöfn 17. júnf Er inn kemur i fordyri kirkj- unnar tekur á móti gestum ryðg- uð fallbyssa, sem hefur tæplega neitt táknrænt gildi, þvi hún til- heyrir safni uppi á kirkjuloftinu yfir 45 verkum, ástam sérstöku- framlagi Harðar Ágústssonar, sem er samstæður flokkur ljósmynda af islenskum torfbæj- um. Hér i þverskipinu eru einnig sýndar litskuggamyndir, allan daginn, af fyrri starfsemi SÚM o.fl. Jafnframt eru sýndar 3 isl. kvikmyndir, tvisvar á dag. Kvik- myndirnar eru: Maður og verk- smiðja, eftir Þorgeir Þorgeirs- son, „Hopp”, eftir Þorstein Jóns- son, og Surtseyjarmynd Ósvalds Knudsen. h2o Reynt hefur verið frá upphafi að sameina sýninguna undir þema, sem er vatn-H20. Þessi til- högun er liklega bæði styrkur og veikleiki, varðandi heildarsvip sýningarinnar. Margt veldur þessu. Ýmsum sýnendum er mis- lagið að vinna eftir þema. Náttúrulistamennirnir sýna sum- ir hina blautu höfuðskepnu, aðrir ekki, enda var ekki brýnt fyrir þeim að fylgja þemanu. Þar að auki er hugtakið vatn jafnvel of viðtækt (og nærtækt?), a.m.k. fyrir börn eyþjóðarinnar, sem alltaf á gnægð af heitu og köldu vatni. Titillinn gerir samt gagn út á við og eitthvað verður barnið að heita. Sýningarskráin, sem reyndar er sjálfstætt verk, myndabók, gerir þemanu lang- best skil. Hér hafa allir sitt ,,á þurru”, ef svo má segja. Ekki má gleyma formála Guð- bergs Bergssonar i sýningar- skránni. (Guðbergur sýnir einnig 5 „objekta”. Formálinn er vafa- laust sá langbesti, er nokkur sýn- ingarskrá á vegum SÚM hefur haft upp á að bjóða. Hann er gott tilhlaup til að skilgreina fyrir- brigðið SÚM jafnvel þótt formál- inn sé bundinn þeim einstaklingi er skrifar hann. Hægtværi að taka formálann (og sýninuna um leið) til umræðu á enn breiðari grundvelli. Að þessu sinni verður að nægja að lýsa heildarsvip og einstaklings- bundnu framlagi sýnenda. Efni sem þetta mætti þó skýra frá sögulegu ekki siður en félagslegu sjónarmiöi. Sýningarskráin,. Myndabókin um vatnið,er föl hjá Galleri SÚM, Vatnsstig 3 B, Rvik! sinni. Fljótt á litið má ætla.að út- lendir straumar séu búnir að gegnumsýra þá isl. listamenn, sem hafa lifað og tjáð sig i þétt- býli iðnaðarþjóðfélaga V- Evrópu. Þegar litið er til þess arna, þá kemur hið gagnstæða i ljós. Listamennirnir tjá allir til- finningar sinar og hugsanir gagn- vart landinu, — að visu á nokkuð nýstárlegan hátt. Sjónarhorn þeirra eru þrælislenskt, enda af- komendur islensks umhverfis. Bakhjarl þeirra allra er sá sami. Ahrif iðnaðarmassands eru ef til vill fólgin i vali ýmissa Súmmara á „tæki” til að koma tilfinning- unni fram. Sig. Guðmundsson, Kristján Guðmundsson, Hreinn Friðfinnsson, Magnús Tómasson, Jón Gunnar Arnason og Ólafur Lárusson miðla (tregakenndri?) tilfinningu gagnvart náttúrunni. Þetta þýðir að náttúran hefur haft grundvallarleg áhrif á þá. Verkið „Cosmos” eftir Jón Gunnar er myndaruna um geim og tima, hringrás, byggð upp á ljóskópium af Vestmannaeyjagosinu. Sig. Guðm. og Kr. Guðm. og Hreinn sýna hnitmiðaðar ljósmyndir, „imynd” um' jörðu og vatn. Hreinn er sá 'eini er sýnir vatns- litamynd. Óvenjuleg mynd af Þingvallavatni úr lofti. Persónulega sýnist undirrituð- um votta fyrir myndrænni tilfinn- ingu hjá þessum mönnum, sem var að finna i myndum þýsku rómantikeranna á siðustu öld (Munchen og Dusseldorf-skólar). Hið þjóðsagnakennda, skáldlega, jafnvel dulræna, eða hjátrúar- fulla fær gildi aftur I nýju formi, i þeim tilgangi að taka afstöðu til hverfuls veruleika. Uppfinning hugarflugsins sem andstæða flat- armáls-hugsunarinnar. Þessi verk eru þó heilmikið bóklegs eðl- is, enda fylgja gjarnan skýring- artextar við hvert verk. Þeir sem eru þreyttastir á mál- verki og höggmyndagerð fram- kvæma einfaldlega verk sin eftir eigin geðþótta. Hvað sem um þessa „tilraunadeild” má segja, þá má vera að hér sé að^finna klmið að fjölærri jurt i isl. mynd- list jafnvel þó hún virðist sumum vera illgresi i kálgarði abstrakt- listarinnar. 1 stuttu máli sagt er þessi „concept-art” ekkert nema náttúrutilfinning ungra manna erlendis. Ekki er þeim um að kenna, þó mannskapurinn á Fróni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.