Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 28. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5 Góður sigur í Kópavogi Rætt við Olaf Jónsson t Kópavogi bætti Alþýðu- bandalagið við einum fulltrúa og hefur nú þrjá bæjarfulltrúa. G-listinn fékk 1476 atkvæði, en Alþýðubandalagið og Félag ó- háðra kjósenda fékk árið 1970 1252 atkvæði. Þarna hefur Al- þýðubandalagið styrkt mjög stöðu sina, en sambræðsla SFV og Framsóknar mistekist, þvi sá listi fékk 3 fulltrúa, en hafði vænst þess að Hulda Jakobs- dóttir kæmist að sem fjórði full- trúi. Þjóðviljinn snéri sér til ólafs Jónssonar sem var i efsta sæti á G-lista, og spurði hann um úr- slitin Ólafur sagði: — Ég er mjög ánægður með þessi úrslit og vil nota þetta tækifæri til að þakka starfsliði G-listans fyrir hið árangursrika starf, þvi unnið var sérstaklega vel að þessum kosningum. Við háðum málefnalega en nokkuð harða kosningabaráttu. Þessi sigur okkar hlýtur að þýða verulega breytta stefnu og breytt viðhorf i bæjarmálum i Kópavogi. Þetta er vissulega góður sigur, þvi nú stóð Alþýðu- bandalagið formlega eitt að framboði. Það hefur komið i ljós, að þeir ágætu samstarfs- menn sem ætið hafa unnið með okkur studdu nú framboð Al- ólafur Jónsson þýðubandalagsins af fullum heilindum, þó þeir væru ekki formlegir aðilar að þvi. — Hvað fannst þér athygiis- verðast við úrslitin? — Það var athyglisvert i Kópavogi, ekki siður en annars staðar, að Samtökin eru rúin fylgi og þeim mun ánægjulegra er það i Kópavogi, þvi þar fylgdu þau framboði sinu eftir með óvenjulega rætnum mál- fiutningi. — En verður einhver breyting á stjórn bæjarins? — A þessú stigi er litið hægt að segja um það, en ótvirætt er, að þetta þýðir breytta stjórnhætti i bæjarmálum i Kópavogi. Fólk vill skýrari línur milli hœgri og vinstri Kosningaúrslitin eru greinileg fylgisaukning við Alþýðubanda- lagið og gefa visbendingu um á- framhaldið i þingkosningunum ef við getum fylgt þessu eftir, sagði Soffia Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins á Akureyri. Við höfum aukið við okkur hér á Akureyri frá siðustu kosning- um og ég tel árangurinn eins góðan og við gátum búist við. Við erum þvi heldur hress yfir úrslitunum að þvi leyti sem að okkur snýr, enda var vel unnið, góður hugur i fólki og mun létt- ara fyrir fæti en siðast. Akaf- lega margt nýtt fólk kom til að vinna fyrir okkur bæði fyrir kosningar og á kjördag. Hitt finnst okkur herfilegt, að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi koma út með 5 fulltrúa og slæmt að Framsókn skyldi tapa full- trúa hér. Mig grunar að kratar hafi kosið ihaldið i stórum stil og það er eftirtektarvert, að J- listamenn, sem töldu 4. mann- inn i baráttusæti, fengu aðeins 927 atkvæði saman, þ.e. minna atkvæðamagn hvor aðili en Al- þýðubandalagið hafði við sið- ustu kosningar. Það er greinileg þróun um allt land, að samfylkingarstefna þeirra mistekst. Augsýnileg til- hneiging er ákveðinn straumur til Alþýðubandalagsins og það leynir sér ekki, að fólk vill ákveðnari stefnu og skýrari lin- ur milli hægri og vinstri, en þeir flokkar, sem geta i hvorugan fótinn stigið, fara illa útúr þessu. —vh Soffia Guðmundsdóttir Glœsileg útkoma sagði Ólafur Guðmundsson 2. maður á lista Alþýðubandalagsins í Grundarfirði — Það er ekki hægt annað en vera ánægður, sagði ólafur Guðmundsson 2. maður á lista Alþýðubandalagsins i Grundar- firði, en þar vann flokkurinn stórsigur cins og viðar, en fylgisaukning Alþýðubanda- lagsins á Grundarfirði var um 50%. — Við fengum nú 97 atkvæði, en fyrir fjórum árum fengum við aðeins 64 atkvæði og þetta er i þriðja sinn sem Alþýðubanda- lagið býður fram i Grundarfirði. Þetta er óneitanlega mjög glæsileg útkoma, sagði Ólafur. Við höfðum fyrir einn fulltrúa og nú vantaði okkur aðeins 12 atkvæði til að bæta öðrum manni við. Þann mann hefðum við fengið frá ihaldinu. — Það einkennilega við þess- ar kosningar er það, að Fram- sóknarflokkurinn fær ekki nema 66atkvæði nú, en var með um 80 atkvæði siðast. Það liggur þvi alveg ljóst fyrir að nokkrir Framsóknarmenn fara yfir á i- haldið. Þetta eru hægri Framsóknar- menn sem verið hafa i sam- starfi við ihaldið sl. 4 ár og fara nú alveg yfir. Það er einmitt þetta fylgi sem tryggir ihaldinu 3 menn og meirihluta. Hefðu þessir Framsóknarmenn skilað sér til sins flokks hefði ihaldið Mun betra en maður þorði að vona sagði Skúli Alexandersson, efsti maður á lista AB í Neshreppi utan Ennis — Þetta er mun betra en við bjuggumst við, jafnvel þeir bjartsýnustu voguðu sér ekki svona hátt, sagði Skúli Alex- andersson oddviti i Neshreppi utan Ennis, efsti maðurinn á lista Alþýðubandalagsins þar, sem vann frægan sigur i kosn- ingunum á sunnudaginn. — Fyrirfjórum árum fengum við 49 atkvæði, en nú 70, menn mega vera ánægðir með slikt, sagði Skúli. Okkur vantaði ekki nema 5 atkvæði til að taka mann af ihaldinu. — Þið eruð þá liklega bjart- sýnir á komandi þingkosning- ar? — Já, já, við erum það auð- vitað, það er byr fyrir Alþýðu- bandalagið hér. Þá gefur það auga leið að þessi mikla fylgis- aukning hjá okkur er dómur fólksins á störf okkar að sveit- armálefnum hér. — Var létt yfir mönnum á kosningaskrifstofunni hjá ykkur á kjördag? — Já, það var mjög létt og gamah að starfa. Það var mikið af ungu fólki með okkur og þá er alltaf gaman að starfa. — Hvert er þitt álit á þvi Skúli, að Alþýðubandalaginu virðist ganga verst þar sem það er i samkrulli með öðrum flokk- um? — Þessi sameiningarpólitik Skúli Alexandersson er greinilega röng. Einangrun- arstefnan gegn okkur er ekki lengur til. Alþýðubandalagið er orðið það sterkt allsstaðar að það á ekki að vera með neitt samkrull við aðra flokka, heldur bara standa eitt sér. Það gefur besta raun eins og dæmin sanna. —S.dór Vinnandi fólk stóð að þessum sigri sagði Baldur Björnsson, Fáskrúðsfirði ekki fengið hreinan meirihluta. — Hvernig leggjast þá þing- kosningar i ykkur eftir mánuð? — Þetta lofar góðu. íhaldið heldur aldrei þessu fylgi við þingkosningar, það liggur ekk- ert nærri. Og það sem er ef til vill athyglisverðast við þessar kosningar fyrir okkur er að við eigum um helming af þeim kjósendum sem nú kusu i fyrsta sinn. Það var gaman að koma á kosningaskrifstofuna og sjá allt þetta unga fólk að störfum. Það er vissulega byr hjá Alþýðu- bandalaginu hér sem annars staðar. —S.dór Af mörgum góðum sigrum Al- þýðubandalagsins i sveitar- stjórnarkosningunuin sl. sunnu- dag var sigur þess á Fáskrúðs- firði sennilega sá óvæntasti. Þar hefurAlþýðubandalagið ckki boðið fram fyrr, en gerði sér nú litið fyrir og fékk 3 menn kjörna sem þýðir það að Alþýðubanda- lagið cr þar nú stærsti flokkur- inn. Við snérum okkur i gær til efsta manns á lista AB, Baldurs Björnssonar, og spurðum hann fyrst hvort þessi sigur hefði ekki komið þeim á óvart. — Jú, vissulega gerði hann það. Sigurinn varð stærri en við bjuggumst við. Maður fann það þó, að Alþýðubandalagið hafði mikið fylgi hér, og við þóttumst öruggir um 2 fulltrúa en að sá þriðji komst inn kom okkur á óvart. — Hvað veldur þessum stór- sigri ykkar? — Fyrst og fremst það, að fólk hér er orðið leitt á að biða eftir þvi, að tekið sé tillit til fé- lagslegra þarfa þess hér á staðnum. Slikt hefur verið látið kyrrt liggja af þeirri hrepps- nefnd sem hér hefur verið sl. 4 ár. Og það er alveg greinilegt að fólk treystir okkur best til að gera betur i þeim efnum en ver- ið hefur. — Var létt aö starfa hjá ykkur á kjördag? — Já, það var mjög létt að starfa. Hjá öllum almenningi var mikill áhugi fyrir listanum okkar og unga fólkið stóð með okkur að miklum meirihluta. Við fundum þarna að hinn al- menni borgari stóð með okkur, og má þvi segja að það hafi ver- ið vinnandi fólk hér á staðnum sem stóð að þessum sigri okkar. Viðmunum i framtiðinni leggja höfuðáherslu á aö málin verði leyst á félagslegum grundvelli, en ekki alltaf með einkahags- muni i fyrirrúmi. Fulltrúar AB i hreppsnefd Fá- skrúðsf jarðar eru: Baldur Björnsson, Þorsteinn Bjarnason og Þóra Kristjánsdóttir. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.