Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 28. mai 1974.|þJóÐVILJINN — SÍÐA 3 YIÐ ERUM í SÓKN Þjóðviljinn átti i gær stutt við- tal við Ragnar Arnalds formann Alþýðubandalagsins I tilefni kosningaúrslitanna. Við báðum hann fyrst að segja álit sitt á kosningaúrslitunum i heild. — 1 heildarúrslitum kosning- anna er athyglisverðastur sá mikli tilflutningur sem orðið hefur á atkvæðafylgi frá Alþýðu- flokknum og SFV til Sjálfstæðis- flokksins. Fylgisaukning Sjálf- stæðisflokksins virðist vera ein- göngu á kostnað þessara flokka. Hvað snertir Alþýðubandalag- ið, þá er útkoman i heildina tekið góð og sums staðar ágæt. I fjórum stærstu kaupstöðum landsins er um verulega fylgisauknir.gu að ræða hjá Alþýðubandalaginu, og á þessum stöðum hefur flokkurim fengið þrjá nýja fulltrúa kjörna. Að visu er útkoman aðeins lakari á örfáum stöðum, en það breytir ekki þvi, að heildarmyndin er mjög hagstæð. 1 Neskaupstað voru úrslitin með sérstökum glæsibrag fyrir Alþýðubandalag- ið, og viða annars staðar var um ágæta sigra að ræða. — Áttirðu ekki von á betri út- komu á Siglufirði? — Jú, miðað við þá gjörbylt- ingu sem orðið hefur i atvinnulifi Siglufjarðar á tima vinstri stjórn- arinnar, hefði mátt ætla að Al- þýðubandalagið kæmi sterkt út úr kosningum þar. En úrslitin á Siglufirði hafa jafnan verið mjög tvisýn. Siðast unnum við þar með fárra atkvæða mun þann mann sem við töpuðum núna. Brott- flutningar úr bænum hafa verið miklir og tilflutningur af nýju fólki, og slikt getur að sjálfsögðu valdið nokkrum sveiflum. — Foringjar Sjalfstæðisflokks- ins telja árangur sins flokks stafa af óánægju með rikisstjórnina. — Ég tel það fráleitt að túlka úrslitin á þann veg að þau séu áfall fyrir núverandi rikisstjórn. Framsóknarflokkurinn hefur að visu tapað nokkru fylgi, en at- kvæðaaukning Alþýðubandalags- ins gerir meira en að vega á móti tapi þeirra. Aðalniðurstaða kosninganna er augljóslega sú, að kjósendur eru andvigir þvi að reynt sé að koma upp ýmis konar smáflokkum til vinstri. bað blasir lika við hverj- um manni með heilbrigða skyn- semi að slikir vinstrisinnaðir smáflokkar verða fyrst og fremst til þess að létta róðurinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ef um hefði verið að ræða al- þingiskosningar i þetta sinn, hefðu atkvæðatölur J-listans (kosningabandalags Alþýðu- flokks og SFV með stuðningi Möðruvellinga og Magnúsar Torfa) ekki nægt til að fá mann kjörinn i Reykjavik, jafnvel þótt atkvæðamagni Frjálslynda flokksins væri bætt i pottinn. bað er þvi vægast sagt mikil óvissa rikjandi um framtiðartilveru Al- þýðuflokksins, en hann verður einhvers staðar að fá kjördæma- kosinn mann, ef hann á ekki að þurrkast út af alþingi. bað kann svo að fara að það verði aðeins þrir flokkar á aiþingi eftir kosningarnar i næsta mán- uði: Alþýðubandalagið, Fram- sóknarflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn. betta gerir linurnar i islenskum stjórnmálum miklu skýrari en nokkru sinni fyrr. Og i þessari tvisýnu baráttu sem nú stendur milli hægri og vinstri á þjóömálasviðinu, mega vinstri menn ekki láta eitt einasta at- kvæði fara til spillis, heldur verða þeir að kappkosta að gera Al- þýðubandalagið, forystuaflið á vinstra væng stjórnmálanna, sem allra sterkast. — Hvað viltu segja flokks- mönnum að lokum? — Ég vil þakka Alþýðubanda- lagsmönnum um allt land fyrir ötult starf fyrir þessar nyafstöðnu kosningar. bað starf hefur viðast hvar skilað ágætum árangri. Við erum i sókn, þvi getur enginn neitað, en ekki mun af veita að við herðum róðurinn enn frekar ef við eigum að tryggja áframhaldandi vinstri stefnu i landinu. Alþýðubandalagið ótvírætt forustuafl vinstrimanna Kosningasigur íhaldsins er uggvekjandi Þjóðviljinn sneri sér til Magnúsar Kjartanssonar og bað hann segja nokkur orð um kosn- ingaúrslitin. Magnús kvaðst vilja leggja aðaláherslu á þrjú atriði: 1 fyrsta lagi hefur Alþýðu- bandalagið sannað hversu traust og samstætt afl það er. Þar er um að ræða ótvírætt forustuafl vinstri manna i stjórnmálaátökunum sem fara munu fram. Á vegum Alþýðubandalagsins hefur hin raunverulega sameining gerst, sameining fólksins um öflugan flokk. Úrslit kosninganna stað- festa þá þróun sem hefur verið að gerast siðustu árin. Framundan eru hörð stjórn- málaátök. í þeim átökum eiga vinstrimenn aðeins eitt vopn: Al- þýðubandalagið. 1 þeim verður tekist á um lifskjör fólksins i landinu, um herstöðvamálið, um sjálfstæði þjóðarinnar. t annan stað er ljóst, að glund- roði hefur hjálpað ihaldinu feiknalega. bessir hópar manna sem hafa verið að leika sér að þvi að ráðstafa kjósendum hafa hjálpað ihaldinu. Jafnframt stað- festa úrslitin að slikir hópar eiga sér engan grundvöll. Allt þetta voru spilaborgir sem ekki þola minnsta gust. En hið alvarlegasta við kosn- ingaúrslitin er sigur ihaldsins. Hann getur haft i för með sér á- kaflega hættulega þróun, áhrif á efnahag fólksins og kjör þess, ef Ihaldinu tekst að fylgja eftir i þingkosningunum þeim sigri sem nú hefur fengist. Almenningur i landinu þekkir viðreisnaraðferð- irnar og kenningar ihaldsins um hæfilegt atvinnuleysi, meira f jár- magn til atvinnurekenda og braskara, skeröingu á félagslegri þjónustu. Innan Sjálfstæðis- flokksins hefur eflst að undan- förnu litill hópur ofstækismanna, eins og menn þekkja frá Morgun- blaðinu og „Vörðu landi”. Vinstrimenn verða að átta sig á þvi að gegn þessu afli ihaldsins er aðeins eitt vopn til: Alþýðu- bandalagið. Alþýðubandalagið vantar nú ekki nema nokkur hundruð at- kvæði til þess að fá þrjá menn kjörna i Reykjavik i alþingis- kosningunum 30. júni og þvi sem á vantar getum við náð. Ég vil segja við fóik i fyllstu hreinskilni að ég óttast þennan árangur ihaldsins, og ég beini þvi til þjóðarinnar, og sérstaklega allra vinstri manna, að þeir ihugi alvarlega þann háska sem af sliku getur hlotist. Ihaldssamvinna Gylfa er að eyða Alþýðuflokknum Þjóðviljinn hafði saniband við Lúðvik Jósepsson sjávarútvegs- ráðherra i gær, cn hann var þá austur á Neskaupstað. l.úðvik lét svo um mælt um kosningaúrslit- in: Það athyglisverða við þessi kosningaúrslit er það, að Alþýðu- flokkurinn og sú stefna sem for- ysta hans hefur rekið er á góðri leið með að eyða flokknum og Al- þýðuflokkurinn að dragast inn i ihaldið. Sú stefna sem Gylfi Þ. Gislason hefur haft er að leiða til þess að flokkurinn verði búinn en ihaldið hirði atkvæðin. Langvar- andi stjórnarsamstarf og sam- staða i stjórnarandstöðu með ihaldinu, og það að Gylfi er á sömu nótum og á sömu beinu linu og formaður Sjálfstæðisflokksins, það leiðir til þess að kratarnir eyðast i hörðum átökum og ihald- ið hirðir atkvæðin. Anr.að athyglisvert við þessi úrsiit er það að vinstri afsprengin SFV, Möðruvallahreyfingin, Samtök jafnaðarmanna o.s.frv., eru engin heild, enginn stofn, ekk- ert sem heldur i áreynslu, en tvlstrast og sogast inn til ihalds- ins i meiriháttar átökum. Skýrast kemur þetta fram þar sem Sam- tökin unnu siðast frá ihaldinu t.d. á Akureyri og isafirði. Nú skilar þetta sér aftur til ihaldsins. Einn- ig má benda á, að hið stóra at- kvæðamagn ihaldsins i Reykjavik ásamt atkvæðamagni J-listans, það er sambærilegt við atkvæða- magn ihaldsins, Alþýðuflokksins og Samtakanna i borgarstjórnar- kosningunum 1970. Þetta þýðir að þetta hefur nú skilað sér lengra til hægri, en alltaf er verið að stokka I þessum sama stokk. Augljóst er að linurnar i stjórn- málúm eru að skýrast, höfuðfylk- ingarnar eru ihaldið annars veg- ar og Alþýðubandalagið og Framsókn hins vegar, þ.e. við sem héldum út i stjórnarsam- starfinu, en aukaflokkarnir eyð- ast. Ég legg áherslu á það, að þar sem átökin urðu skörpust um meirihluta ihaldsins i borgar- stjórn, þar er ekki hægt að taka mið af þeim úrslitum, þau eru ekki marktæk fyrir alþingiskosn- ingar. thaldið fær yfirleitt minna fylgi i alþingiskosningum i Reykjavik en i borgarstjórnar- kosningum, og það mun koma fram hjá hinum flokkunum. Ég tel höfuðeinkennið i þessum úr- slitum, að ihaldssamvinna krat- anna er að eyða Alþýðuflokknum, og ef svo heldur áfram, þá hirðir ihaldið Alþýðuflokksfylgið. Veil- an á vinstri kanti islenskra stjórnmála er Ihaldssamvinna Alþýðuflokksins. Ef hún heldur á- fram, þá hverfur flokkurinn af þingi. Þá er skýrt að þeir flokkar sem héldu út i stjórnarsamvinnunni halda sinum hlut, og Alþýðu- bandalagið kom mjög vel út viða um land, og ég er ánægður með úrslitin fyrir Alþýðubandalagið i Reykjavik. En nú verða þeir sem rofið hafa vinstri stjórn eða leikið fiflalæti fyrir Ihaldið eins og þeir Frjálslyndu, þeir verða að læra af reynslunni. hætta að þjóna ihald- inu. úrslitin ættu að vera þeim al- varleg áminning og hvati til að skipta um stefnu og það þá með nýrri forystu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.