Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ÞriOjudagur 28. maí 1974. Þingmenn stjómarflokkanna voru áberandi hræddir Rœtt við Asmund Sigurðsson, fyrrverandi alþingismann, um atburðina 30. mars 1949, þegar Islandi var bolað inn i Nató Einn þeirra er staddir voru i Alþingishúsinu hinn örlagaríka dag 30. mars 1949 var Ásmundur Sig- urðsson, sem þá sat á þingi af hálfu Sósíalistaflokks- ins sem landkjörinn þing- maður. Þjóðviljinn sneri sér til Ásmundar og spurði hann nokkurra spurninga varðandi þessa atburði, sérstaklega hvernig þeir hefðu komið fyrir sjónir þeim, sem staddir voru í Alþingishúsinu — Stjórnarflokkarnir ætluðu sér að ljúka afgreiðslu málsins á kvöldfundi kvöldið áður, sagði Asmundur, — en þáverandi for- seti Sameinaðs Alþingis, Jón Pálmason,mun hafa neitað þvi að láta ganga frá þessu á nætur- fundi. Þessvegna var þetta ekki afgreitt fyrr en á venjulegum þingfundartima. En þegar svo fundur hófst, var samankominn við Alþingishúsið fjöldi manns, þvi að út hafði verið gefin fregn. miði, þar sem fólk var hvatt til þess að koma niður á Austurvöll og sjá til þess að Alþingi hefði starfsfrið. Ég vissi til dæmis til þess að ein gömul kona, komin á sjötugsaldur eða meira, labbaði alla leið hér austast úr bænum til þess að verja Alþingi. Þetta til- tæki forustumanna stjórnarflokk- anna að senda út drefiimiða og hvetja fólk til að fjölmenna að Al- þingishúsinu var næsta undar- legt, þvi að auðvitað hlaut mikill mannsöfnuður að hafa i för með sér stóraukna hættu á átökum. Lögreglan spýtti gasi um allar götur —• Og lögreglan? — Þinghúsið var orðið fullt af lögreglumönnum og hjálpar- mönnum þeirra strax nokkru áð- ur en fundur byrjaði. Þegar fund- ur var hafinn, eða skömmu siðar, fór að bera á ólátum úti fyrir, en þau færðust fyrst fyrir alvöru i aukana er lögreglan og hjálparlið hennar gerði útrás. Þá fyrst hófst grjótkastið að ráði, og var grjóti kastað i gluggana og inn um þá. Svo þegar komið var nokkuð langt fram á fundartimann, var farið að beita táragasi til þess að dreifa mannfjöldanum. Óg það var ekki nóg með það að táragas- inu væri beitt meðan á fundinum stóð, eða þangað til mestallur mannfjöldinn var farinn, heldur ók lögreglan út um allar götur frameftir kvöldi og spýtti gasi hvar sem fólk sást samankomið. — En fundinum hefur verið framhaldið, þrátt fyrir lætin? — Já, hann hélt áfram. Og þeg- ar atkvæðagreiðslu var lokið, var orðið heldur ömurlegt um að lit- ast inni i þinginu. — Og un\ræður voru harðar? — Það voru yfirleitt þingmenn Sósialistaflokksins, sem helst beittu sér gegn samningnum, en af hálfu forsvarsmanna inngöng- unnar i Atlantshafsbandalagið var litið um ræðuhöld. Þeir forð- uðust að tala mikið, og var sú varkárni þó enn meira áberandi siðarmeir, eftir að búið var að kalla herinn inn i landið tveimur árum siðar. Þá var málið aðeins lagt fyrir sem gerður hlutur á haustþinginu. Þegar Jón sneri sér til veggjar — Það varð frægt er i ljós kom að styttan af Jóni Sigurðssyni i þingsalnum hafði snúist til veggj- ar, er Nató-samningurinn hafði verið samþykktur. Morgunblaöið kenndi þér um að hafa snúið styttunni viö, ef ég man rétt. — Ég var alsaklaus af þvi. Ekki. vil ég nú samt fullyrða að um yfirnáttúrlegan atburð hafi hér verið að ræða, heldur grunar mig að hér hafi verið að verki einn starfsmanna þingsins, sem hafi viljað forða styttunni frá skemmdum, meðan mestu átökin stóðu yfir. Hins vegar átti ég fullkomlega sök (ef sök skal kalla) á þvi, að sú fræga mynd, sem allur gaura- gangurinn varð út af, birtist i Þjóðviljanum. Þvi það var ég, sem nokkru eftir að fundinum skipulögð, og að þið þingmenn Sósialistaflokksins væruð þar með i ráðum? — Ég held nú varla að þeir hafi búist við svo miklu, en ég gæti trúað að þeir hafi óttast að slæmir atburðir gerðust ef átökin kæm- ust á það stig að ráðist yrði inn i húsið, þótt svo að það væri ekki fyrirhugað. Sá ótti stjórnarliða hafði sýnt sig áður, er þrir ráð- herrar fóru til Ameriku vegna Nató-samningsins og komu aftur i lögreglufylgd. Þjóðviljinn mun á ncestunni birta efni, þar sem þessir atburðir verða rifjaðir upp lauk, fór með ljósmyndara blaðs- ins inn i þinghúsið, og þá tók hann bæði þessa mynd o.fl. Og ekki skal ég neita þvi, aö ég skemmti mér vel við að sjá, hve mikla gremju það vakti hjá þeim mönn- um, er hér voru að láta undan bandariskri ásælni, að þetta litla en þó táknræna atvik skyldi hafa verið fest á ljósmyndafilmu framtiðinni til sýnis. Hræddir ráðherrar i lögreglufylgd — Hvernig var hugarfarið inn- anhúss, hjá ykkur þingmönnun- um? — Þingmenn stjórnarflokk- anna voru áberandi hræddir, og allur viðbúnaður benti til þess að þeir óttuðust innrás i húsið. En það var aldrei reynt að ráðast inn, og ég er þess fullviss að þeir, sem að mótmælunum stóðu, höfðualdrei hugsað sér neina inn- rás. — Heldurðu að forustumenn stjórnarflokkanna hafi gert ráð fyrir að innrás i húsið hefði verið — Nú vitum við að stjórnar- flokkarnir flögguðu rússagrýl- unni sem mest þeir máttu i þessu tilefni. Höfuðástæðan samábyrgð borga ra stétta r i nna r — Heldurðu að hræðslan við Rússa hafi verið raunverulega ástæðan til þess að þeir vildu endilega keyra tsland inn i Nató? — Ég held að höfuðástæðan að baki hafi verið samábyrgð borg- arastéttarinnar. Forustumönnum hennar hefur fundist hún þurfa þess við, valdaaðstöðu sinni til tryggingar, að ísland væri í sam- floti með svokölluðum frjálsum þjóðum. En þá var líka kalda striðið komið i algleyming, og áróðurinn um að rússnesk innrás i Vestur-Evrópu væri yfirvofandi hafði sin áhrif á viðhorf fjöl- margra, þótt þeir, sem raunhæft litu á málin, ættu erfitt með að skilja hvernig Sovétrikin ættu að treysta sér i strið við öll Vestur- lönd, annað eins feikna afhroð og Sovétmenn guldu i heimsstyrjöld- inni. Það þurfti ekki nema smá- ræði af heilbrigðri skynsemi til þess að átta sig á þvi, hvilik fjar- stæða þetta var. En sömu við- horfin er enn að finna hjá þeim, sem vilja halda bandariska hern- um hér. Þótt öldur kalda striðsins hafi lægt, eru fundar upp aðrar röksemdir. Ég vil ekki heldur taka fyrir að ótti við viðskiptal. þvinganir af hálfu Vesturveldanna hafi ráðið einhverju um afstöðu sumra, sem studdu inngönguna í Nató. Einn forustumanna Framsóknar- flokksins hafði siðar við mig i einkaviðtali, orð, sem bentu i þá átt. — Svo var þvi statt og stöðugt iofað að við skyldum lausir við alia hersetu á friðartimum, en við sósialistar héldum þvi fram frá upphafi að það loforð væri litið að marka; hér væri verið að opna dyrnar fyrir erlendum her. Og það sýndi ig strax tveimur árum siðar, 1951... Vildi íhaldiö 99 ára samning? — Orðrómur hefur verið uppi um að innan Sjálfstæðisflokksins hafi verið talsvert fylgi fyrir þvi að verða við beiðni Bandarikj- anna um þrjár herstöðvar til niu- tiu og niu ára,sem borin var fram 1943. — Það mun óhætt að fullyrða að viss vilji var fyrir hendi hjá sterkum aðilum innan flokksins til að taka þvi tilboði, en andstað- an gegn sliku var of sterk meðal þjóðarinnar til að óhætt þætti að láta það koma fram. Ýmsir hinna yngri af forustumönnum Sjálf- stæðisflokksins, svo sem Gunnar Thoroddsen og Sigurður Bjarn- ason, mótmæltu þvi þá harðlega i ræðum að nokkru sinni yrði geng- ið að kröfum Bandarfkjanna um herstöðvar á Islandi. Þeir höfðu um það all-stór orð, en efndirnar urðu þeim mun aumari. En orð þessara manna urðu til þess, að fjölmargir órbreyttir sjálfstæðis- menn komust á þá skoðun, að flokkurinn væri yfirhöfuð á móti erlendum herstöðvum á Islandi. — Svo var farið á bakvið ráð- herra Sósialistaflokksins i ný- sköpunarstjórninni, þegar Kefla- vikursamningurinn var gerður 1946? Gengið framhjá Hermanni — Já, þá úm haustið, þegar þing kom saman, var búið að Asmundur Sigurðsson ganga frá þéim Samningi að ráð- herrum sósialista fornspurðum, og lýsti Brynjólfur Bjarnason þvi þá yfir að grundvöllur stjórnar- samstarfsins við Sjálfstæðis- flokkinn og Alþýðuflokkinn væri brostinn. Þegar ný stjórn var svo mynduð, hefði verið eðlilegast að leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sem þá var Hermann Jónasson, hefði fengið gott ráðrúm til þess að mynda nýja stjórn. En sú varð ekki niðurstaðan, heldur fól þá- verandi forseti Stefáni Jóhanni Stefánssyni stjórnarmyndun, sem honum tókst eftir langa mæðu, þrjá mánuði að mig minn- ir. Það vekur athygli i þessu sam- bandi að Stefán Jóhann var talinn mjög eindreginn fylgjandi „vest- ræns samstarfs”, en það var Her- mann Jónasson ekki um þær mundir. — Þá hafa Nató-sinnar ekki talað um þjóðaratkvæði? — Nei, þeim sem fyigjandi voru samningnum datt áreiðan- lega ekki i hug að bera þetta undir þjóðina, enda er ég sannfærður um að samningsfrumvarpið hefði verið kolfellt ef svo hefði verið gert. Þannig voru viðhorfin þá. — Nokkuð fleira, sem þú vildir taka fram i lokin? — Það er náttúrlega fjölmargt fleira, sem um þetta má segja og ekki getur komist fyrir i stúttu viðtali. En af þvi að ég er nú að verða gamall maður, þá vil ég gjarnan bæta þvi við,að ég held að ég eigi þá ósk heitasta, aö mega lifa það, að allur her verði brott héöan fyrir fullt og allt, og ísland losni úr hernaðarbandalaginu Og mætti þar með rætast ósk skáldkonunnar Huldu i lokaerindi hins gullfagra hátiðaljóðs hennar, ortu i tilefni lýðveldisstofnunar- innar 1944. „Svo aldrei framar fslands býggð sé öðrum þjóðum háð.” —DÞ Stúdentar vilja að honum sé boðið til íslands Kemur Dutschke til starfa hér? 1. Stúdentaráð, á fundi sinum 26. april, lýsir yfir andstöðu sinni við þær tilraunir danskra stjórn- valda að flæma Rudi Dutschke úr landi. Stúdentaráð lýsir yfir samstöðu sinni með baráttu danskra stúd- enta fyrir þvi að tryggja Dutschke starfsaðstöðu þar i landi og fordæmir allar tilraunir til pólitiskra ofsókna gegn honum jafnt sem öðrum. 2. Fari svo, að Dutschke verði visaö úr landi, skorar Stúdenta- ráð á islensk stjórnvöld að hlutast til um að honum verði boðin starfsaðstaða hér á landi og ís- lendingar leggi þannig skerf af mörkum til verndunar mannrétt- inda. Greinargerö: Rudi Dutschke var einn af leið- togum stúdenta i Vestur-Berlin i pólitisku andófi þeirra vorið 1968. Afturhaldssöm blöð, einkum hringur Axels Springer, reyndi að æsa til almennrar sefasýki gegn stúdentum, með þeim afleiðing- um m.a. að geðveill maður skaut Dutschke og særði hann nær til ólifis. Eftir langa sjúkrahúslegu sótti Dutschke um landvistarleyfi i Bretlandi, þar sem hann taldi sig ekki óhultan i Þýskalandi. Fékk hann leyfið með þvi skilyrði að hann skipti sér ekki af stjórnmál- um þar i landi. Þó svo að hann stæði við skilmála þá sem honum voru settir, visaði breska stjórnin honum úr landi i árslok 1970. Sótti Dutschke þá um landvistarleyfi I Bandarikjunum og hafði fullan rétt til þess, þar sem kona hans er bandariskur rikisborgari. Var honum samt sem áður synjað um beiðni sina. Dutschke fékk stöðu sem að- stoðarkennari við Háskólann i Arósum og hefur dvalist þar siðan við kennslu og fræðistörf. En i september siðastliðnum kvaddi útlendingaeftirlitið danska hann á sinn fund og krafðist þess að hann gerði grein fyrir afkomu- möguleikum sinum. Kom þá i ljós að Dutschke hafði fjárhagslegt bolmagn til að dveljast þar til i mái 1974, og var honum gert að endurnýja umsókn sina um dval- arleyfi þá. Arósarháskóli veitti siðan Dutschke styrk til fræðistarfa, en þá skeði það að kennslumála- ráðuneytið danska synjaði stað- festingar. Bar það fram þá ástæðu að Dutschke væri ekki danskur rikisborgari og væri ekki pólitiskur flóttamaður og gæti þar af leiöandi ekki notið sömu rétt- inda og danskir rikisborgarar. Þessi staðhæfing er vægast sagt furðuleg i ljósi æviferils Dutschke og hljóta þessar aðgerðir að túlk- a§t sem enn ein tilraun til póli- tiskra ofsókna. Stefnir þvi allt að þvi að Dutschke verði sendur til Þýskalands nú i mai, þar sem hans biður óvissa og hætta á morðtilraunum, enda nafn hans orðið þekkt þar sem tákn fyrir vinstri andstöðu. Verndun mannréttinda er mál- efni allra þjóða. Frá öllum lönd- um bárust mótmæli við meðferð sovéskra valdhafa á Solsénitsyn, og er ekki siður ástæða til að mót- mæla þeim ofsóknum á hendur róttækum vinstri mönnum, sem eiga sér stað viða um lönd. Hér- lendis komu upp raddir þess efnis að bjóða Solsénitsyn landvist, og er öllu rikari ástæða til slikra að- gerða i máli Rudi Dutschke, þar sem hann á i fá hús að venda og nýtur ekki stuðnings neinna vold- ugra aðila.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.