Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 28. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 sé mestmegnis enn á Hagalln- unni. Arnar Herbertsson er á mörk- um hinna fyrrnefndu og málar- anna. Hann sýnir eins konar áþreifanlegar útgáfur af eigin ævimyndum • og teikning- um.imyndunar-fóstur úr gipsi, meö efnis- og eðlifræðilegum skýringartexta. Þorbjörg Hökuldsdóttir sýnir spil, teiknuð og gerð með ýmsu móti. Mynd- irnar á spilunum eru hreinlega af öllum sköpuðum hlutum. Sýning- argestir geta lagt margslunginn kapal úr myndspilum Þorbjarg- ar. Haraldur Guðbergsson sýnir kritarteikningar, t.d. mynd af draug við sjávarsiðuna, en hann sýnir einnig vel þekktar myndir úr Þrymskviðu. Eyborg Guð- mundsdóttir sýnir abstraktmál- verk af rétttrúuðustu gerð. Vil- hjálmur Bergsson sýnir 5 geim- málverk. Hjá Eyborgu og Vil- hjálmi engin úrkoma og ekkert VATN. Hringur Jóhannesson og undir- ritaður sýna samtals 8 málverk sem sýna vötn og úthaf. Jóhanna ólafsdóttir, Leifur Þorsteinsson og Gunnar S. Guðmundsson sýna list-ljósmyndir skyldar þema sýningarinnar. Þór Vigfússon sýnir skúlptúr, eimreið er dregur um gólf örkina hans Nóa. Aöalsalur sýningarinnar. Náttúrulistamenn t aöalsal. Verk Sigurlaugar Jónsdóttur. Málverk eftir Stefán Stórval Jónsson. Náttúrulist er afskaplega hug- ljúfur hluti þessarar sýningar. Hér er að finna húmor og hlýju, sem þeir setja fram i einlægni. Stefán Stórval Jónsson hefur til að bera einstæða, óspillta nátt- úrutilfinningu. Skilningur hans á landinu, húsdýrum, fuglum og öðru á viðavangi kemur fram með grófum hætti. En sjarmi Ste- fáns kemur til manns sem krass- andi ferskleiki i tjáningarmáta. Sigurlaug Jónasdóttir lýsir at- vinnuháttum á Islandi, frá sjávarsiðunni, söltun á kofu, fisk- vöskun, spýtingu á skinni o.fl. Þá er tsleifur Konráðsson aldeilis frambærilegur, i sinum einlægleika. Sennilega er hér afargott úrval af sjávar- og fulga- myndum hans. Sýningargestum virðist liða vel i návist þessara listamanna, sem miðla eins konar heimþrá til áhrofandans, heimi útróðraþorpsins og sveitabónd- ans. 1 teppum Óskars Magnús- sonar má sjá svanavötn m.m., en einnig myndir af Bólu-Hjálmari, Matthiasi og Stalin. Þessi þrenn- ing hangir inni við kórinn i krikj- unni. Inni I kórnum sjálfum eru teppi Óskars, málverk Stefáns Stórvals ásamt myndum Sigur- laugar Jónasdóttur. Þorpin tvö Kanadiskur prófessor i að ráða fjölmiðla, Mac Luhan að nafni, segir, að þvi viðtækari sem fjöl- miðlar verði, þeim mun meira þjappist heimsmyndin saman. Otkoman verður stórt þorp. Setj- um að svo sé. I dag búa Islending- ar i tveim þorpum, ef svo má segja. Or öðru þorpinu koma mann- eskjur sem aldurs sins vegna hafa lifað hluta af lifi sinu i þorp- inu, hvar linnulausir, fjarsendir hvatar, rafeindamyndir og þess háttár, eru stór hluti útsýnisins. — Hér standa margir Súmmargr. önnur kynslóð hefur alist upp i hinu þorpinu, fæðingarstaðnum, fiskiþorpinu, milli fjalls og fjöru, þar sem stundum komu erlend skip. — Hér eru náttúrulista- mennirnir. Þannig eru náttúrulistamenn- irnir baksýn hins fyrra, hins sundurleita hluta sýningarinnar. Spil Þorbjargar Höskuldsdóttur. Það hefur verið skemmtilegt verk að kynna myndlist I jafn þakklátu umhverfi og kirkjan er. Þar að auki er uppsetning á sýn- ingum eins konar lyftistöng fyrir félagsskapinn SÚM. Meðlimirnir búa á við og dreif og hittast helst aðeins til að setja saman sýning- ar sem þessa. Vatnið hefur sam- einað hugmyndir sýnenda, enda er það okkar ær og kýr, okkar olia, eins og Magnús Kjai^tansson sagði á ráðherrafundinum I vet- ur. — Merkilegt má þó heita, að enginn skuli hafa gert verk um þorstann!!! Hann getur þó veriö skyldur vatni!! Khöfn i april 1974. < I I I Hilmar Ingólfsson í Garðahreppi: - Einn gegn j fjórum I íhaldsmönnum Hilmar Ingólfsson kennari var kjörinn fulltrúi Alþýðubandalags- ins i hreppsnefnd Garðahrepps. Iireppsnefndin er mynduð af fimm mönnum, og eftir kosningar standa málin þannig, að Ihaldið ræður fjórum, en Alþýðubanda- lagið einum. Úrslitin verða að teljast hag- stæð fyrir Alþýðubandalagið, einkum þegar þess er gætt, hve vænan skerf Alþýðubandalagið fékk af atkvæðafjölguninni. íhaldið fékk alls 962 atkvæði, en vinstri flokkarnir, þ.e. Alþýðu- bandalag, Framsókn og kratar fengu samtals 605. Ihaldið fær fjóra fulltrúa, en vinstri flokkarn- ir aðeins 1. Þessi staðreynd er óneitanlega undarleg, en Alþýðubandalagið hefur barist fyrir þvi að fulltrúum I hreppsnefnd yrði fjölgað i sjö. Gegn þvf stendur ihaldið og sýnir vel lýðræðisást þess flokks. — Okkar stefna hér er alveg ljós, sagði Hilmar Ingólfsson. Og i hreppsnefndinni mun ég halda fram þeirri stefnu, sem forveri minn, Hallgrimur Sæmundsson, hafði markað. Úrslit þessara kosninga benda annars mjög til þess,aðnú verða vinstri menn að sameinast undir merki flokksins. Ég veit til, að af hálfu Alþýðu- flokksins hér fór fram viðtæk kosningasmölun og hann fékk þó nokkur atkvæði — sem öll féllu Borgarnes: Alþýöubandalagið felldi íhaldsmann Halldór Brynjúlfsson, Borgar- nesi, sagði að hann hefði ekki nema gott eitt um kosningaúrslit- in að segja. — Okkur tókst að koma að manni og fella þriöja mann i- haldsins. Það var okkar stærsti draumur. — Fenguð þið meira af atkvæð- um en þið áttuð von á? — Þetta var svipað og við bjuggumst við. — Var ekki fólk hissa á úrslit- unum? — Jú, úrslitin i Reykjavik komu mjög á óvart. Við getum verið ánægðir Alþýðubandalags- menn þegar á heildina er litið. — Ætlið þið ekki að taka strax til starfa fyrir alþingiskosning- arnar? — Að sjálfsögðu, og stefnum að dauð og voru aöeins ihaldinu til góða. — Hvernig list þér á að setjast i hreppsnefnd einn gegn fjórum i- haldsmönnum? — Það list mér vel á. Og mun- urinn er nú ekki svo ýkja mikill. Einn gegn fjórum ihaldsmönnum — það er ekkert. Og ég vil loks benda á, að sigur ihaldsins, aukning úr þremur fulltrúum i fjóra, er varla telj- andi. Þeir fá aðeins eðlilegan hluta af atkvæðaaukningunni. Þeirra sigur byggist á dreifingu atkvæðanna á hina flokkana. — GG Húsavík: Komum vel út úr é þessum kosningum Jóhanna Aðalsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, Húsavik, sagðist vera ánægð með úrslitin. Alþýðu- bandalagið var óþekkt stærð, þar sem það bauð fram með I- lista siðast. — Ég tel að við höfum komið mjög vel út úr þessum kosning- um. — Var ekki fólk hissa á úrslit- unum? — Fólk hér var mjög óánægt með sigur ihaldsins, en hitt er annað, að þessi úrslit ættu að kenna vinstra fólki lexiu, en hve- nær við skiljum þá lexiu til fulls get ég ekki sagt að svo stöddu. — Og nú er kosningabarátta áfram? — Já, og við erum vongóð um góðan árangur og litum björtum augum fram. Hér á stjórnin trausta fylgismenn, hér fengu Framsóknarmenn þrjá menn og við tvo. — sj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.