Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 15
Þriftjudagur 28. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Borga 5 miljónir dollara fyrir að sýna kvikmynd! Kvikmyndin A hverfanda hveli hefur fært Metro Gold- win Mayer gifurlegar tekjur gegnum árin. Myndin var gerö áriö 1939 og kostaði þá 3,9 miljónir dollara, en brúttó- tekjur af myndinni eru nú 77,9 miljónir dollara. Nú hefur sjónvarpsfyrirtæk- ið NBC-TV keypt rétt til að sýna myndina einu sinni i sjónvarpi árið 1976 og greiðir fyrir það 5 miljónir dollara! Talsmaður sjónvarpsfyrir- tækisins segir, að sýning myndarinnar verði liður i 200 ára afmæli Bandarikjanna. Tvær aðrar myndir hafa fært framleiðendum sinum meiri brúttótekjur en Á hverfanda hveii, eru það Guftfaftirinn og Tónaflóft. Svo bregöast krosstré... Sally Cooper, ung Lundúna- stúlka, var handtekin með miklum fyrirgangi, þegar hún brá fyrir sig þeirri iþrótt sem nú nýtur vaxandi vinsælda: að gera skyndiútrás út á götur stórborga án þess að hafa spjör á kroppnum. Fyrst beit lögregluhundur hana i rassinn og siðan var hún gripin án allr ar miskunnar, eins og myndin sýnir. Englendingar eru yfir- leitt mestu hundavinir, en nú brá svo við að lesendur Daily Mirror, sem frá þessu máli skýrir, tóku mjög eindregna afstöðu gegn hundinum og með stúlkunni. Svo bregðast krosstré... SALON GAHLIN — Nú, já, enska og esper- anto og svoddan nokkuft, en peningar eru nú samt það eina tungumál sem menn skilja um allan heim. Helgi Seljan Vilhjálmur Hjálmarsson SJÓNVARP I KVOLD KLUKKAN 20’40: SKEMMTILEGIR ÞINGMENN Helgi Seljan, Vilhjálmur Iljálmarsson og Karvel Pálmason, þessir snargáfuðu og skemmtilegu þingmenn, verða i sjónvarpsþætti i kvöld — það er þátturinn Það eru komnir gestir, sem hér um ræðir, og stjórnandi hans er Ómar Valdimarsson. Þjóðviljinn spurði Ómar, hvort ekki stæði til að þessi þáttur hans væri til skemmt- unar — eða hvernig datt þér i hug að fá þingmenn til þin? Veistu, það er svo merki- legt, að þessir þrir eru alveg rifandi skemmtilegir menn. Ég varð bara alveg hissa. Það er annars stórskritið að þeir skuli vera þingmenn. En þeir hljóta bara að finna eitt- hvað skemmtilegt út úr þeim starfa. Karvel Pálmason Vilhjálmur segir svo skemmtilegar sögur. Karvel er lika skemmtilegur, og svo er hann Helgi Seljan alveg dæmalaus húmoristi. En leyfist þessum mönnum að koma fram á svo viðkvæm- um timum? Nú nálgast þing- kosningar. Já, það var erfitt að finna þættinum stað i dagskránni. Helgi Seljan var i framboði i bæjar- og sveitarstjórnar- kosningunum, og þvi varð að biða með að sýna þáttinn fram yfir þær. Og framboð til þing- kosninganna verða held ég að vera ákveðin á miðvikudag- inn, og þvi var þriðjudags- kvöldið eiginlega eini nothæfi dagurinn, þvi eflaust eru þeir allir nú á kafi i framboðsmál- um. Og hvaða kúnstir gera svo þingmennirnir i kvöld? Ýmislegt. Þeir syngja t.d. allir ljómandi vel. —GG kvöld klukkan 21,40: Tító, Spínóla og fleiri Heimshorn verður á dag- skrá sjónvarpsins i kvöld. Þegar Þjóðviljinn ræddi við stjórnanda þáttarins, Jón Há- kon Magnússon, hafði hann ekki endanlega gert sér grein fyrir hvernig þátturinn yrði, enda hafði Jón vakað kosn- inganóttina i sjónvarpssal og hafði litt hugað að alþjóða- málum. Þrennt er þó ákveðið með Heimshornið: Árni Bergmann fjallar um Titó og horfur i júgóslavneskum stjórnmál- um. Titó og kommúnistaflokkur hans stendur nú á timámót- um. Bæði er það, að flokkurinn þarf nú að ihuga sinn gang, og svo hitt, að Titó gerist nú nokkuð gamlaður; væntanlega styttist nú mjög i hérvist hans og hvað tekur þá við? Haraldur ölafssonmun taka Miðausturlöndin fyrir og ræða nokkuð um þróun mála i þvi heimshorni — og viðburðir gerast þar nú svo ört, að ef- laust getur duglegur frétta- Spinola skýrandi haldið áfram i það endalausa að velta hlutunum fyrir sér og hlustendum. Björn Bjarnasonætlar siðan að spjalla um Portúgal og ný- lendur þeirra. Eftir að Spinola hratt af stóli fólanum Caetena, hafa vonir vaknaö i Titó brjóstum margra sem portú- galskir hermenn hafa þjakað undanfarna áratugi. Sennilega verður eitthvað fleira á boðstólum hjá heims- hyrningum i kvöld, en i gær- dag var ekki fyllilega ljóst, hvað það yrði. —GG Skipasmiðurinn stóð sig best Breska kosningakerfið gerir smærri flokkum næstum þvi ómögulegt að koma mönnum á þing — nerna þeir höfði sér- staklega til uppruna ibúanna i kjördæmum, t.d. Wales eða Skotlands. Kommúnistaflokk- ur Bretlands, sem á einna mest fylgi meðal kolanámu- manna, skipasmiða og málm- smiða, bauð fram i 44 kjör- dæmum i siðustu kosningum. Fékk hann ekki nema tæp 33 þúsund atkvæði. Yfirleitt fengu frambjóðendur 1—4% atkvæða i sinum kjördæmum, en langmest þó James Reid, foringi skipasmiða i Gl'asgow. Hann fékk 5.928 atkvæði i sinu kjördæmi eða 14,6% atkvæða. Hér er Reid i kosningaslag. thc thrwt-day Wéefc, SÍÐAN Umsjón: GG og SJ NYTSAMUR FRÓÐLEIKUR Um það bil sem menn hafa náð 55 ára aldri, hafa þeir eytt 3.350 klukkustundum i að raka sig, eða 470 vinnudögum. Hefði sá sami meðalmaður aldrei rakaö sig,værihverthár. i skeggi hans 8,4 metrar á lengd. BURTSÉÐ FRA ÞVI... Ég hefi ekkert á móti karl- mönnum, ég vil bara ekkert hafa saman við þá að sælda. Rauftsokkablaftift danska — Róleg, Anna min, ég er al veg aft koma! — Viftkennum þeim hagfræfti, og siftan fara þeir heim og margfalda oliuverftift.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.