Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 28. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 KOSNINGAÚ RSLITIN Hér fara á eftir tölur um úrslit í öllum þeim sveitar- félögum sem kosið var f á sunnudaginn var. Getið er allra framboða/ yfirleitt þó án þess að nefna lista- bókstaf þeirra. heldur er látið nægja að tilgreina heiti flokks eða framboðs. Næst á eftir er tala at- kvæöa, sem listinn hlaut, og fjöldi kjörinna fulltrúa. (Tölur í svigum eru frá kosningunum 1970). Mikið er um samsteypur, einkum í kauptúnahreppum, og kann að vera að ekki hafi alltaf tekist að spá rétt í það, hvað sambærilegt er á milli kosninga. Fyrsta framboðið sem tilgreint er á hverjum stað er framboð Alþýðubanda lagsins og árangur þess, eða þá þess framboðs sem Alþýðu- bandalagið studdi. Reykjavík Alþýðubandalag 8.512 og 3, 18,2% (7.167 og 2), Framsókn 7.641 og 2, 16,4% (7.547 og 3), Sjálfstæðis- flokkur 26.973 og 9, 57,8% (20.902 og 8), J-listi Alþýðuflokks og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna með yfirlýstum stuðningi Möðruvellinga 3.034 og 1, 6,5% (Alþýðuflokkur 4.601 og 1, SFV 3.196 og 1 eða samtals 7.797 og 2). Frjálslyndur flokkur 541 atkvæði, 1,2% (Sósialistafélag Reykjavik- ur 456 atkv.). Auðir 453, ógildir 82 (au. og óg. 539). Kusu 47.322 eða 89,2% (sama hlutfall). Kópavogur Alþýðubandalag 1.476 og 3 (Félag óháðra og Alþýðubandalag 1.252 og 2), Alþýðuflokkur 446 og 1 (493 og 1, Sjálfstæðisflokkur 1.965 og 4 (1.521 og 3), I-listi Framsóknar og SFV 1.403 og 3 (Framsókn 881 og 2, Samtök frjálslyndra 615 og 1 eða samtals 1.496 og 2). Auðir 81, ógildir 39 (au. og óg. 66). Kusu 5.410 eða 85% (88%). Bæjarfull- trúum var fjölgað úr 9 i 11. Hafnarf jörður Alþýðubandalag 533 og 1 (391 og 0), Framsókn 699 og 1 (556 og 1), Sjálfstæðisflokkur 2.264 og 5 (1.697 og 4), Óháðir 1.122 og 2 (1.019 og 2). Kusu 5.604 eða 89,1%). Bæjarfulltrúum var fjölg- að úr 9 i 11. Seltjarnarnes Vinstri menn 234 og 1, Framsókn 197 og 1 (sameiginlegt framboð vinstri manna 312 og 2), Sjálf- stæðisflokkur 782 og 5 (587 og 3). Kusu 1.236 eða 90,2% (88,1%). Fulltrúum var i sambandi við kaupstaðarréttindi fjölgað úr 5 i 7. Grindavík Framsókn og vinstri menn 203 og 2 (Framsókn ein 182 og 2), Al- þýðuflokkur 217 og 2 (218 og 2), Sjálfstæðisflokkur 277 og 3 (160 og 1). Kusu 707 eða 91,5% (93,6%). Fulltrúum var i sambandi við kaupstaðarréttindi fjölgað úr 5 i 7. Kef lavík Alþýðubandalag 289 og 1 (283 og 1) , Alþýðuflokkur 729 og 2 (637 og 2) , Framsókn 767 og 2 (860 og 3), Sjálfstæðisflokkur 1.043 og 4 (828 og 3). Kusu 2.865 eða 89% (92%). Akranes Alþýðubandalag, Samtök frjáls- lyndra og vinstri og Frjálslyndur flokkur 381 og 1 (Alþýðubandalag 307 og 1 og Frjálslyndir 264 og 1). Alþýðuflokkur 388 og 2 (388 og 2). Framsókn 512 og 2 (481 og 2) og Sjálfstæðisflpkkur834 og 4 (618 og 3) . Alls kusu 2.165 eða tæp 86%. (91%). Bolungarvík Jafnaöarmenn, samvinnumenn og óháðir 204 og 3 (Framsókn 71 og 1, óháðir 48 og 0 og vinstri 75 og 1). Sjálfstæðisflokkur 244 og 4 (241 og 5). Alls kusu 467 eða 89% (90,7%). isafjörður Alþýðubandalag 163 og 1 (147 og 1) . Framsókn 176 og 1 (141 og 1). Sjálfstæðisflokkur 647 og 4 (572 og 4) og jafnaðarmenn og óháðir 493 og 3 (Alþýðuflokkur 260 og 1 og Samtök frjálslyndra og vinstri 343 og 2). Alls kusu 1.514 eða 85,6%. Sauðárkrókur Framsókn og Alþýðubandalag 420 og 3 (Framsókn 352 og 3 og Al- þýðubandalag 79 og 0). Alþýðu- flokkur 126 og 1 (126 og 1) og Sjálfstæðisflokkur 365 og 3 (291 og 3). Alls kusu 942 eða 90,8% (96,1%). Þá var kosið um það hvort opna skyldi áfengisverslun á staðnum en þvi var hafnað með 446 atkv. en 341 voru með þvi. Sigluf jörður Alþýðubandalag 270 og 2 (321 og 3) . Alþýðuflokkur 270 og 2 (244 og 2) . Framsókn 291 og 2 (263 og 2) og Sjálfstæðisflokkur 320 og 3 (317 og 2). Alls kusu 1.171 eða 91% (88,2%). ólafsfjörður Vinstri menn 303 og 4 (Alþýðu- flokkur 108 og 1. Framsókn 123 og l'og Alþýðubandalag 86 og 1) og Sjálfstæðisflokkur 283 og 3 (251 og 4, missir meirihlutann). 591 kaus eða 93,4% (93%). Dalvík Alþýðubandalag 63 og 1 (Alþýðu- bandalag, Alþýðuflokkur og SFV 148 og 2), óháðir kjósendur 72 og 1. Sjálfstæðisflokkur 124 og 1 (156 og 2) og Framsókn og SFV 312 og 4 (Framsókn 192 og 3). Alls kusu 579 eða 88,3% (82,7%). Akureyri Alþýðubandalag 695 og 1 (514 og 1) , Framsókn 1.708 og 3 (1.662 og 4) . Sjálfstæðisflokkur 2.225 og 5 (1.589 og 4) og Alþýðuflokkur og SFV 927 og 2 (Alþýðuflokkur 753 og 1 og SFV 727 og 1). Alls kusu 5.685 eða 85,5% (87,7%). Húsavik Alþýðubandalagið og óháðir 239 og 2 (óháðir 125 og 1 og sameinað- ir kjósendur 286 og 3). Framsókn 318 og 3 (230 og 2). Sjálfstæðis- flokkur 213 og 2 (144 og 1) og jafn- aðarmenn 263 og 2. (Alþýðuflokk- ur 177 og 2). Alls kusu 1.054 eða 86,4% (96,3%). Seyðisf jörður Óháðir, Alþýðubandalag og Al- þýðuflokkur 163 og 3 (Alþýðu- bandalag 45.og 1, óháðir 135 og 3 og Alþýðuflokkur 83 og 2). Fram- sókn 140 og 3 (66 og i). Sjálfstæðis flokkur 100 og 2 (89 og 2) og Framboðsflokkur 48 og 1. Alls kusu 464 eða 92% (89%). Þá voru einnig greidd atkvæði um hvort áfengisútsölu staðarins skyldi lokað og voru 86 samþykkir en 306 mótmæltir þannig að ekkert verð- ur af lokun. Neskaupstaður Alþýðubandalag 511 og 6 (390 og 5) . Framsókn 159 og 1 (155 og 2). Sjálfstæðisflokkur 168 og 2 (199 og 2) , jafnaðarmenn 81 og engan (77 og engan) og ungir kjósendur 6 og engan. Alls kusu 937 eða 97% (96,2%). Eskif jörður Alþýðubandalag 121 og 2 (117 og 2). Alþýðuflokkur 68 og 1 (76 og 1). Framsókn 127 og 2 (110 og 2) og Sjálfstæðisflokkur 148 og 2 (122 og 2). Alls kusu 486 eða 85,1% (87,6%). Vestmannaeyjar Alþýðubandalag og Framsókn 510 og 2 (Alþýðubandalag 543 og 2 og Framsókn 468 og 1), jafnaðar- menn 715 og 3 (526 og 2) og Sjálf- stæðisflokkur931 og 4 (1.017 og 4). Alls kusu 2.298 eða 80% (93,9%). Samdgerði (Miðneshr.) Frjálslyndir kjósendur 127 og 1, (67 og 1), Sjálfstæðisflokkur 196 og 2 (98 og 1), óháðir borgarar og alþýðuflokksmenn 190 og 2 (óháð- ir borgarar 195 og 2, alþýðu- flokksmenri og óflokksbundnir kjósendur 91 og 1). Kusu 526 eða 91% (90,7%). Garður (Gerðahr.) Frjálslyndir kjósendur 97 og 1 (107 og 2), sjálfstæðismenn og aðrir frjálslyndir kjósendur 224 og 4 (204 og 3), framfarasinnar 54 og 0. Kusu 382 eða 93,4% (93,8%). Njarðvíkur Alþýðubandalag 93 og 1 (84 og 1), Alþýðuflokkur 137 og 1 (169 og 2), Framsókn 94 og 1 (119 og 1), Sjálfstæðisflokkur 422 og 4 (293 og 3). Kusu 746 eða 83,6% (88,1%). Garðahreppur Alþýðubandalag 220 og 1 (169 og 1) , Framsókn 201 og 0 (175 og 1), Sjálfstæðisflokkur962 og 4 (653 og 3), jafnaðarmenn 184 og 0 (Al- þýðuflokkur 134 og 0). Kusu 1.615 eða 91,3% (90,7%). Mosfellssveit Vinstri menn og óháðir 300 og 3 (óháðir kjósendur 222 og 2, fram- farasinnaðir kjósendur 76 og 1), Sjálfstæðisflokkur 307 og 4 (162 og 2) . Kusu 625 eða 94%. Hrepps- nefndarmönnum hefur verið fjölgað úr 5 i 7, og hreppurinn jafnframt færst i tölu kauptúna- hreppa. Aður kosið i júni, eins og i öðrum sveitahreppum. Borgarnes Alþýðubandalag 107og 1 (58og 0), Alþýðuflokkur 110 og 1 (113 og 1), Framsókn 266 og 3 (238 og 3), Sjálfstæðisflokkur 220 og 2, (195 og 3). Kusu 717 eða 93,6% (93,9%). Hellissandur Alþýðubandalag og óháðir 70 og 1 (49 og 1), Alþýðuflokkur 58 og 1 (52 og 1), Framsókn 45 og 1 (51 og 1) , Sjálfstæðisflokkur 75 og 2 (96 og 2), óháðir framfarasinnar 35 og 0. Kusu 291 eða 87,7% (86,3%). ólafsvik Almennir borgarar 371 og 4, Sjálf- stæðisflokkur 159 og 1. (Sjálfkjör- ið 1970). Kusu 94,1% Grundarf jörður Alþýðubandalag 97 og 1 (64 og 1), Framsókn 66 og 1 (124 og 2), Sjálfstæðisflokkur 178 og 3 (149 og 2) . Kusu 355 eða 90% (96,9%). Stykkishólmur Vinstri menn 229 og 3, Sjálf- stæðisflokkur 321 og 4 (181 og 3. Arið 1970 fengu önnur framboð: Alþýðubandalag 80 og 1, Alþýðu- flokkur 76 og 1, Framsókn 93 og 1, Óháðir 73 og 1). Kusu 566 eða 90% (94,2%). Patreksf jörður Alþýðuflokkur, Framsóknar- flokkur og SFV 223 og 3 (Alþýðu- flokkur 135 og 2, Framsókn 110 og 2), Sjálfstæðisflokkur 172 og 3, ó- háðir 69 og 1 (72 og 1). Kusu 486 eða 89,8% (92,0%). Bildudalur Óháðir 91 og 3, lýðræðissinnar 63 og 2. (önnur framboð voru 1970: Frjálslyndir 68 og 2, óháðir 90 og 2, frjálslyndir framfarasinnar 34 og 1). Kusu 164 eða 79% (89,2%). Þingeyri Vinstri menn 98 og 3, Sjálfstæðis- flokkur 48 og 1 (58 og 2), óháðir 54 og 1. (önnur framboð 1970: Framsókn 54 og 1, óháðir 30 og 1, sjómenn og verkamenn 36 og 1). Kusu 204 eða 83,2% (78,7%). Flateyri Alþýðubandalagið studdi ekkert framboð. Sjálfstæðisflokkur 87 og 2 (106 og 3), Framsókn og vinstri menn 66 og 2, Frjálslyndir vinstri menn 57 og 1 (vinstri menn 90 og 2). Kusu 217 eða 84,4%. (79,1%). Suðureyri Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Framsókn 132 og 3 (Alþýðu- bandalag 50 og 1, Alþýðuflokkur 49 og 1 Framsókn 61 og 1), Sjálf- stæðisflokkur 125 og 2 (88 og 2). Kusu 262 eða 92,5% (92,3%). Blönduós Vinstri menn og óháðir 172 og 2 (Framsókn og óháðir 157 og 2, frjálslyndir 46 og 0), Sjálfstæðis- flokkur 178 og 3 (160 og 3). Kusu 361 eða 80,6% (91,5%). Skagaströnd Alþýðubandalag 62 og 1 (35 og 1), Alþýðuflokkur 51 og 1 (57 og 1), Framsókn 66 og 1 (50 og 1), Sjálf- stæðisflokkur 74 og 2 (104 og 2), ungir framfarasinnar 36 og 0. Kusu 299 eða 90% (84,9%). Raufarhöfn Alþýðubandalagið 87 og 2 (88 og 2) , Framsókn 38 og 1, Sjálfstæðis- flokkur 59 og 1, óháðir 44 og 1 (sameiginlegur listi óháðra 112 og 3) . Egilsstaðir Alþýðubandalagið 105 og 1 (43 ogO), Framsókn 163 og 2 (161 og 3), Sjálfstæðisflokkur 66 og 1 (49 og 1), óháðir 68 og 1 (53 og 1). Kusu 405 eða 90,8% (94%). Reyðarf jörður Alþýðubandalagið 82 og 2 (57 og 1), Sjálfstæðisfélag Reyðfirðinga 69 og 1 (76 og 2), sjálfstæðismenn utan flokka 38 og 1, óháðir 50 og 1 (47 og 1), framsóknarmenn utan flokka 38 og 0 (64 og 1), framfara- sinnar 77 og 2 (79 og 2). Varpað var hlutkesti milli H og L-lista, og kom upp hlutur H. kusu 359 eða 91,4% (93,9%). Fáskrúðsf jörður Alþýðubandalag 137 og 3 (bauö ekki fram siðast). Framsókn 126 og 2 (101 og 2) og Sjálfstæðis- flokkur 87 og 2 (77 og 2). 1970 báuð verkalýðs- og sjómannafélag staðarins fram K-lista og hlaut 104 atkvæði og 2 menn kjörna, einnig buðu óháðir fram I-lista og fengu 35 atkv. og 1 mann. Alls kusu nú 359 eða 88,3% (83,5%). Stöðvarf jörður Fráfarandi hreppsnefnd 112 og 4 og félagshyggjumenn 39 og 1. 1970 var kosning óhlutbundin. 156 manns kusu eða 92% (72%). Höfn í Hornafirði Alþýðubandalag 95 og 1 (91 og 1). Framsókn 209 og 3 (131 og 2) og Sjálfstæðisflokkur 208 og 3 (103 og 1) 1970 buðu óháðir fram H-lista sem hlaut 71 atkv. og 1 mann kjörinn. Alls kusu nú 527 eða 84,2% (84,8%). Stokkseyri Vinstri menn 68 og 2. Sjálfstæðis- flokkur 132 og 3 (105 og 3) og Al- þýðuflokkur, Framsóknarflokkur og óháðir 83 og 2 (1970 hlaut Al- þýðuflokkur 26 og 0. Framsókn 36 og 1 og frjálslyndir 98 og 3). Alls kusu 290 eða 93,2% (94,4%). Eyrarbakki Alþýðuflokkur, Framsókn og ó- háðir 86 og 2 (126 og 3). Sjálf- stæðisflokkur 139 og 3 (148 og 4) og óháðir 76 og 2. 310 kusu eða 92,8% (93,4%). Selfoss Alþýðubandalag 211 og 1. Fram- sókn 399 og 2 (þessir tveir flokkar buðu fram sameiginlega 1970 og hlutu 494 atkv. og 3 menn). Sjálf- stæðisflokkur 408 og 3 (352 og 2), óháðir 131 og 0 (247 og 2) og jafn- aðarmenn 218 og 1 (Alþýðuflokk- ur 115 og engan). 1.394 kusu eða 94;2% (93,3%). Óháðir lifðu 1 kjörtimabil á kosnað Sjálfstæðis- flokksins, en hurfu nú fyrir Vot- múlann! Hveragerði Samvinnumenn 174 og 2 (Alþýðu- bandalag 76 og 1, Alþýðuflokkur 37 og 0, Framsókn 102 og 1), Sjálf- stæðisflokkur 247 og 3 (164 og 3), óháðir 77 og 0. Kusu 574 eða 90% (89,2%). F ylgisaukning íhalds frá krötum Alþýðubandalagið hefur styrkt stöðu sína í Hafnarfirði Úrslitin i Hafnarfirði eru mjög athyglisverð fyrir Al- þýðubandalagið, sagði Ægir Sigurgeirsson, nýkjörinn full- trúi Alþýðubandalagsins i bæjarstjórn Hafnarfjarðar, cr við ræddum við hann i gær- dag. — Hefði fulltrúum ekki ver- ið fjölgað úr niu i ellefu, hefð- um við samt átt niunda mann, og kratarnir aðeins fengið einn mann. — Ertu þá ánægður með stöðu Alþýðubandalagsins i Hafnarfirði núna? — Já, þvi að það er ljóst að Alþýðubandalagið hefur styrkt stöðu sina hér töluvert. Úrslitin sýna lika að Alþýðu- flokkurinn tapar hér eins og annars staðar. Hans fylgi fær- ist allt yfir á ihaldið. Við bætt- um hins vegar 140 atkvæðum við okkur. Okkar viðbót er 36,1%. Tap kratanna er 24,7%. — Telurðu að þessar kosn- ingar hafi snúist um landsmál jafnt sem bæjarmálefni? — Já, ég held þær hafi ekki siður snúist um landsmál. Og i þvi sambandi er rétt að benda á, að fylgisaukning Sjálf- stæðisflokksins kemur öll frá krötunum. Sem er aftur enn ein áréttingin á, að Alþýðu- bandalagið er eini flokkurinn sem getur veitt viðnám gegn i- haldi. — Hvernig list þér svo á að setjast i bæjarstjórn i fyrsta sinn — sitja þá einn gegn fimm fulltrúum ihaldsins? — Mér list bara sæmilega á það. Vitanlega væri æskilegt að hlutföllin væru á hinn veg- inn, en það hlýtur að vera hægtað vinna með þeim. —GG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.