Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. mai 1974. Mynd: Francisco Goya y Lucientes KENJAR Mái: Guðbergur Bergsson 46. Leiðrétting. „An leiðréttingar eða banna nær maðurinn engum árangri á neinu sviði. Og sérsviðið galdur krefst sér- stakra hæfileika, iðni, vits og ára, hlýðni og undirgefni við ráðleggingar hins mikilshæfa Seiðskratta, sem stjórnar námskeiðinu, Barahona”, segir P-handritið. Ekki veit ég, hvað Barahona merk- ir*í eða hvaða maður þaö var, nema orðið sé eins konar afskræming he- breska orðins barakah.en það merkir bæn til guðs. Ef sú skýring er rétt, þá er námskeiði Barahona hér snúið upp i samkomu trúvillinga. Maðurinn meö músarhöfuðið virðist vera að halda einhverja „nútimalega” Fjallræðu. Svipur hans er bljúgur og kristilegur, þegar hann er að setja ofan i við hár- kolluprýdda dómarann, sem stendur honum augliti til auglitis. Fjallið er i baksýn. Lýðurinn þyrpist um Músar- krist. Prumpandi púkar svifa eins og englar i loftinUj. ásamt öðrum furðu- verðum. Biðjandi fólkið grætur, horfir i gaupnir sér eða starir i trúarvimu út i bláinn. Mikil helgi hvilir yfir öllu, rökkur, en ljós og skuggar leika um myndina þannig, að Goya getur komið að og leikið sér að þrihyrningum. Tvær undarlegar persónur sitja fremst á myndinni, hvor i sinu horni. A aðra fellur ljós, en hin situr i skuggan- um. Báðar eru þær gyðinglegar á svip, eða múhameðskar. Kannski er Músarkristur að stjórna trúboðsnámskeiði og boðar svarta- galdur sinnar kristnu trúar. *Að visu er til portúgölsk listakona, sem heitir Barahona og málar göldr- óttar myndir, en hún fæddist árið 1945. ERLENDAR FRÉTTIR Norskur hluta- skiptasamningur Nýlega rakst ég á norskan hlutaskiptasamning sem tók gildi 1. janúar 1974. Samningurinn er landssa.nningur, gerður af skips- eigendum annars vegar og sjó- mönnum hins vegar, báðum fé- lagsbundnum i Noregs Fiskarlag. Samningur þessi er nokkuð sér- stæður og tel ég þvi rétt að segja frá innihaldi hans hér i þættinum. Það er þá fyrst til að taka, að útgerðarkostnaöur er greiddur af óskiptum afla. Til útgerðarkostnaðar telst: Mótorolia, smurolia, smurnings- feiti, hitagjafi til eldunar og upp- hitunar á mannaibúðum og fæði skipshafnar. Ennfremur pappirs- rúllur fyrir dýptarmæli, sima- leiga, simskeyti, sölukostnaður, beita, is, salt, linuábót og kaup matsveins. Á landróðrabátum er ennfremur greitt af óskiptum afla, hjálp við beitingu, slægingu, leiga á aðstöðu á landi og raf- magn. Þá reiknast lika til framleiðslu- kostnaðar álagður framleiðslu- skattur, gjald fyrir Dekka-miðun- arstöð og veiðarfæri sem tapast. Þegar svo búið er að greiða fram- angreindan útgerðarkostnað skiptist það sem eítir er af afla- verðmæti á eftirfarandi hátt: Samningur þessi nær ekki yfir linuveiðar sem eru vélvæddir með beitingarvélum eða úthafs- veiðar Norðmanna á fjarlægum miðum. Kolmunnaveiðar Norðmanna Þann 26. mars s.l. tilkynnti fiskileitarbáturinn Havdrömm að hann væri að yfirgefa kolmunna- miðin vestur af Bretlandseyjum og héldi tii Noregs með aflann, sem var 850 kassar af isuðum kol- munna og 2500 hektolitrar af kol- munna i niðurkældum geymi. Afl- inn átti að vinnast i manneldis- vöru i Eigersund. Um svipað leyti kom fiskileitarbáturinn Feiebas til Maloy með 750 kassa af isuðum kolmunna sem einnig átti að fara i manneldisvöru. Norðmenn eru nú að byrja tilraunir með'vinnslu á kolmunna, bæði i blokk svo og sem hakkaðan fisk. Kolmunninn sem kom að landi isaður i kassa úr framangreindum tveimur bát- um gekk til þessarar tilrauna- vinnslu. Hins vegar var kolmunn- inn sem kom til Eigersund i niðurkældum geymi notaður i til- raunamjölvinnslu til rnanneldis. Bátarafstærö 40—50fet Bátarafstærð 51—60fet Bátarafstærö 61—70fet Bátarafstærð 71—80fet Bátarafstærð 81—90fet Bátarafstærö 91—100 fet Bátar af stærö 100 fet og yfir Bátur Veiöarf. Skipshöfn 30% 8% 62% 32% 8% 60% 33% 8% 59% 34% 8% 58% 35% 8% 57% 36% 8% 56% 37% 8% 55% Appelsingul sjó- klæði skulu eingöngu notuð Þannig hljóða upphrópanirnar og áróðurinn fyrir þvi að norskir sjómenn skuli eingöngu kaupa og nota appelsinugul sjóklæði, þvi þau auðveldi leit að mönnum sem falla fyrir borð. Aö undanförnu hefur þetta mál verið kynnt i öll- um blöðum og útvarpi i Noregi. Þetta er stórmál, segja norskir fjölmiðlar, þvi með framkvæmd- inni eru likur á þvi að fjölda mannsllfa verði bjargað frá drukknun. Baráttan fyrir þvi að sjómenn noti eingöngu appelsinugul sjó- klæði I framtiðinni er nú hafin skipulega og af fullum krafti i Noregi. Þeir sem forustuna hafa I þessari baráttu eru norska slysa- varnafélagið, öryggismálastofn- un rikisins, siglingamálastofnun- in og sjómannasambandið. Ég vil beina þvi til hliðstæðra samtaka hér á landi hvort ekki sé timabært að hefja samskonar baráttu hér fiskímál ^eftir Jóhann J, E.. Kúldj fyrir þvi að sjómenn klæöist ein- göngu appelsinugulum sjóklæð- um. Norðmenn segja að þessi barátta sé hafin eftir að endur- teknar rannsóknir hafi leitt i ljós að þessi litur hafi yfirburði yfir alla aðra liti i þvi hvað hann sjáist betur. 11.4 1974 Vopnahlé á næstu grösum? Þann 12. mai s.l. var eftirfar- andi ályktun samþykkt sam- hljóða á almennum borgarafundi Valfrelsis. „Almennur borgarafundur Val- frelsis, haldinn að liótel Esju, sunnudaginn 12. mai 1974, bendir kjósendum á, i komandi kosning- um, aö notfæra sér þann rétt, sem þeir hafa, skv. 84. gr. kosninga- laganna, að strika yfir nöfn þeirra frambjóðenda, sem þeir hafna.” Y anræksla við dýra- flutninga Að gefnu tilefni viljum við benda þeim aðilum, sem flytja þurfa hesta og annan búpening i bifreiðum, á 4. gr. reglugerðar um meöferð búfjár við rekstur og flutning með vögnum, skipum og flugvélum. 4. gr. Þegar stórgripir eru fluttir með bifreiðum, skal leitast við að nota til þess yfirbyggðar eða yfirtjald- aðar bifreiðar, sem veiti gripun- um skjól og birgi þeim útsýn, en jafnframt skal þess gætt, að loft- ræsting sé nægileg. Nautgripi og tamin hross skal binda tryggilega með múlbandi meðan á flutningi stendur. Til þess að draga úr hálku, skal á- vallt strá flutningspall sandi, heyi, eða tréspónum. Meðan á flutningi stendur skal sérstakur gæslumaöur hafa eftiriit meö gripunum. Ef um einstaka gripi er að ræða, má flytja þá i traustum kössum eða básum. Hliðar slikra flutningsbása skulu sléttar og þétt klæddar, hæð eigi minni en 1,20 sm, nema fyrir ungviði, enda séu hliðar þá jafnan svo háar, að skepnan geti staðið eðlilega án þess að ná upp fyrir þær. Meðan á flutningi stendur skal skýla grip- unum, með seglum og ábreiðum. Þegar margir gripir eru fluttir i einu, má flytja þá i stium og skal velja saman i stiu gripi af svip- aðri stærð og aldri. Að vetrarlagi skal ávallt flytja gripi i yfirbyggðum eða yfirtjöld- uðum bifreiðum. Hrossum skal eigi ætla skemmri hvild en einn sólarhring að loknum flutningi með bifreið eða skipi. Hryssur og kýr, sem komnar eru að burði, má ekki flytja með skipum eða bifreiðum. (Frá Sambandi dýraverndun- arfélaga Islands) Erindrekar verndaðir Við sérstaka athöfn i aðalstöðv- um Sameinuðu þjóðanna i New York hinn 10. mai s.l. undirrituðu fulltrúar allra Norðurlandanna alþjóðasamning um ráðstafanir gegn glæpum gagnvart einstakl- ingum, er njóta alþjóðlegrar verndar, þar með töldum sendi- erindrekum. Samningurinn gerir v m.a. ráð fyrir saksókn gegn ætl- uðum brotamönnum og framsali þeirra. Samningurinn er liður i við- leitni rikja til að sporna við hryðjuverkum á alþjóðavett- vangi. Varð samkomulag um hann á siðasta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Jafnframt var þá samþykkt mótatkvæða- laust ályktun, þar sem skorað er á riki að gerast aðilar að samn- ingnum. Þurfa 22 riki að gerast aðilar, svo að hann öðlist gildi. Áður hafa Bandarikin undirrit- að samninginn. Prestur var handtekinn MOSKVA 20/5 — Leynilögreglu- menn höfðu með sér prest við rússneska rétttrúnaðarkirkju i bæ skammt frá Moskvu, skömmu eftir að hann hafði lýst þvi yfir, að hann ætlaði að ganga úr rússn- esku kirkjunni vegna afskipta guðleysingja af málum hennar. Presturinn hafði áður setið i pólitiskum fangabúðum. Arabar fram- leiða vopn KAIRO 22/5. — Arabalönd ætla að koma á fót samstarfi um fram- leiðslu á nýtiskuvopnum. Var þetta ákveðið á tveggja daga fundi innanrikis- og varnarmála- ráðherra Arabarikja i Kairó á þriðjudag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.