Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. mai 1974. LEIF NORMAN ROSSE GULL- HANINN En afi, hvar skyldi gröfin hans vera? Hann fyrirfannst hvergi i lýsingu pabba á jólaheimsókn finu kvennanna, hann var ekki nefndur einu orði. Nú var ég sannfærður. Ég þjáðist ekki af minnisleysi, ég mundi allt skýrt og greinilega, bæði nýtt og gamalt. Það var pabbi sem af einhverjum ástæðum hafði aldrei talað um föður sinn. Ef til vill hafði hann dáið þegar pabbi var kornungur, og hann hafði aldrei þekkt hann. Hafði hann kannski verið sjómaður? Eða höfðu þeir kannski verið óvinir, var það skýringin? Eða hafði hann gert eitthvað af sér og hafði setið i fangelsi? Eða...? Ég varð að komast að þessu, ég gat ekki lifað svo alla ævi að vita ekki hver föðurafi min var. Nú hafði ég þó allavega gamla heimilisfangið fjölskyldunnar, einhvern tima hlaut hann að hafa búið með þeim. Nafnið hans hlaut að standa i manntalinu eða i ein- hverri kirkjubók, ef til vill i sam- bandi við skirn Charlottu eöa pabba? 1 skrifstofu kirkjunnar fékk ég óvæntar upplýsingar: Konurnar tvær lágu i sömu gröf, henni var ennþá haldið við — og ég fékk að vita i hvaða átt ég skyldi halda til að finna hana. Með hægð gekk ég eftir malarstignum i áttina þangað. En hvers vegna þessi eftirvænt- ing? Ég gekk undir gömlum kastanium semvofu skuggsælar i siödegissólskininu, milli fagur- grænna grasflata og vel hirtra grafa — ég hefði átt að róast. En þess i stað óx eirðarleysi mitt þvi meira sem ég nálgaðist gröf sem mokað var ofaní fyrir manns- aldri, beinagrindur tveggja kvenna sem ég hafði aldrei séð. Gamalt kerlingarhró sat upp við eina gröfina og svaf með bláa sprautukönnu fyrir framan sig. Ég ætlaði að ganga varlega fram- hjá hennni án þess að vekja hana, en i sömu svifum sá ég nöfnin höggvin i ferhyrndan grástein og ég snarstansaði. Þarna lágu þær, amma min og dóttir hennar, ein- mitt þar sem gamla konan hafði fengið sér blund. Um leið opnaði hún augun og horfði á mig, með tómlátu múmiuandliti. Ég gat ekki með góðu móti rekið kerlu burt, þvi heilsaði ég vingjarnlega og sagðist vera að leita að tiltek- inni gröf, það væri vist þessi ef mér skjátlaðist ekki. Ég laut nær og byrjaöi að lesa áletrunina upphátt. — Þetta er gröfin hennar Bellu, já, það hefur hún verið i mörg ár, og hennar Lottu lika. Ertu með blóm handa þeim? Það var undr- un i hlátri gömlu konunnar. —■ Þetta er i fyrsta skipti i þrjátiu ár sem nokkur hefur komið hingað með blóm. — Eigið þér við að þér hafið þekkt hana, þekkt þær? Aldrei á ævinni hafði ég orðið jafnhissa. — Þekkt Bellu, já, mikil ósköp, engin þekkti hana betur en ég. Hún var vinkona min alveg siðan við bjuggum i Vikinni; ég hjálpaði henni að mata apakött- inn, hann var svo skemmtilegur. — Apaköttinn? — Já, apaköttinn hennar Bellu, eða öllu heldur hans pabba hennar, hann sat á lirukassanum, hann var svo góður og skemmti- legur. Ég hef aldrei vitað eins skemmtilegan apakött. Svona lagað gerist ekki i al- vöru, sagði ég við sjálfan mig. Af einskærri tilviljun hafði ég farið hingað og þá hitti ég einmitt ljós- lifandi persónu, sem hafði þekkt ömmu mina þegar hún var ung. En sú gamla sagðist eiga heima þarna i grenndinni og kæmi i garðinn á hverjum einasata góð- viðrisdegi allt sumarið, það hefði hún gert i fjöldamörg ár. — Þessi gröf er eiginlega garðholan min, sagði hún og brosti svo að skein i gisin tannbrotin. — Garðholan? — Já, garðholan min, endurtók hún. — Ég kem hingao og laga svolltið til hjá þeim, það er gaman að geta nostrað eitthvað fyrir aðra. Það var vandalaust að fá gömlu konuna til að tala, ekkert vildi hún frekar en tala um gamla daga. Þótt hún hefði ekki hug- mynd um hver ég var lét hún dæluna ganga um allt mögulegt og orðin streymdu frá henni eins og niðandi straumur. Ég skaut bara inn einni og einni spurningu til að fá svör við þvi sem mig langaði mest til að vita. Og hún sagði frá lirukassamanninum frá Italiu sem var faðir Bellu og hafði verið listamaður i sirkus, þangað til hann hrapaði og eyðilagði á sér bakið, frá móðurinni sem var linudansmær og stakk af með loftfimleikamanni, frá Lottu em dó af barnsförum aðeins sextán ára, frá fólki sem ég hafði aldrei heyrt nefnt og stöðum sem ég hafði aldrei séð, frá Klingenberg og Tivoli þar sem hún hafði sjálf unnið i eldhúsinu og Bella hafði dansað þar. Já, seinna kom hún lika I eldhúsið. Og allt það sem hún sagði kom heim við það sem ég vissi þegar. Hún hlaut að hafa þekkt föðurömmu mina. En um leið gaf hún mér alveg nýja mynd af henni. Hún breytti um svip, þessi fátæka og vinnusama kona sem ég þóttist þekkja af frásögn- um pabba. — Hún var svo falleg hún Bella, það var ólánið hennar, karl- mennirnir voru alveg vitlausir i hana, sagði sú gamla. — Hún hefði getað lifað góðu lifi, ef hún hefði ekki staðið i þeirri trú að þessi gullhani myndi giftast henni. Hann útvegaði henni lika Ibúð, fina ibúð i Vatland. Já, það var meðan hún gekk með hann Andreas, honum fannst það vist nógu slæmt að hafa barnað hana i tvigang. Ég hjálpaði henni að hlaða vagninn þegar hún flutti úr Vikinni og ég sagði það við hana. Bella, sagði ég, geröu þér engar gyllivonir, þú veist hvað þessir finu herrar vilja með stúlkur eins og þig, sagði ég. En Bella vildi ekki hlusta á mig, og svo fór allt i vitleysu auðvitaö. Ef hún heföi bara... — Hver var þessi gullhani? greip ég fram i..— Var hann svona rikur? Hún leit undrandi á mig: — Hann hét það, Gyldenhahne. Hann sem var pabbi krakkanna hennar, hann sem fór til Ameriku. — Vitið þér hvenær hann dó ? spurði ég. LANDSBANKI ÍSLANDS FÁSKRÚÐSFIRÐI Opnum útibú miðvikudaginn 29. mai Afgreiðslutimi mánudaga til föstudaga kl. 9,30 til 12,30 og 13,30 til 15,30. Simi 02-127. Jafnframt hefir bankinn tekið við starfsemi Sparisjóðs Fúskrúðsfjarðar. Útibúið annast öll innlend og erlend bankaviðskipti. LANDSBANKI ÍSLANDS Þriðjudagur 28. mai 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.). 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Bessi Bjarnason byrj- ar að lesa söguna ,,Um loft- in blá” eftir Sigurð Thorla- cius. Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða Morgun- poppkl. 10.25. Tónleikarkl. 11.00: Boyd Neel stjornar hljómsveit sem leikur Con- certo grosso i F-dúr op. 6 nr. 2 eftir Handel/ Belgiska hljómsveitin leikur Diverti- mento I H-moll eftir Loeill- et/ Gerard Souzay syngur gömul frönsk lög/ Hartford- sinfóniuhljómsveitin leikur tvær ballettsvitur eftir Gluck-Mottle 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan: ,,Vor á bilastæðinu” eftir Christi- ane Kochefort. Jóhanna Sveinsdóttir þýðir og les (2). 15.00 Miðdegistónlcikar: Is- lensk tónlista. Pianósónata op. 3 eftir Árna Björnsson. Gisli Magnússon leikur. b. Lög eftir Skúla Halldórsson. Sigurveig Hjaltested syngur með pianóundirleik höfund- ar. c. Rapsódia fyrir hljóm- sveit op. 47 eftir Hallgrim Helgason. Sinfóniuhljóm- sveit Islands leikur: Páll P. Pálsson stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.25 Popphornið. 17.10 Tónleikar. 17.40 Sagan: „Fjölskyida min og önnur dýr” eftir Gerald Durrell.Sigriður Thorlacius les þýðingu sina. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldSins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar 19.35 Bókaspjall Umsjónar- maður: Sigurður A. Magnússon. 19.55 Lög unga fólksins Sverr- ir Sverrisson kynnir. 20.55 A vettvangi dómsmál- anna. Björn Helgason réttarritari talar. 21.20 A hvitum reitum og svörtum. Guðmundur Arn- laugsson flytur skákþátt. Þar verður rætt við Friðrik Ólafsson og minnst Guð- mundar S. Guðmundssonar skákmeistara. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „Eiginkona í álögum” eftir Alberto Moravia. Margrét Helga Jóhanns- dóttir les (6). 22.35 Harmónikulög. Myron Floren leikur 23.00 A hljóðbergi. „Spé og spádómar” — Tom Lehrer enn. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 28. mai 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og augiýsingar. 20.30 Skák. Stuttur, banda- riskur skákþáttur. Þýðandi og þulur Jón Thor Haralds- son. 20.40 Það eru komnir gestir. Ómar Valdimarsson tekur á móti þremur alþingismönn- um, Helga Seljan, Karvel Pálmasyni og Vilhjálmi Hjálmarssyni, i sjónvarps- sal. Upptakan var gerð 7. mai s.l. 21.40 Heimshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur um erlend mál- efni. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. Atökin á Norður-irlandi Fyrrihluti: Kaþóskir i Bel- fast. Bresk fræðslumynd um baráttuna milli kaþólskra manna og mót- mælenda á Norður-írlandi. t þessum hluta myndarinnar er fjallað um málið, eins og það horfir við frá sjónarhóli kaþólskra, en i siðari þætt- inum eru skoðunum mót- mælenda gerð sömu skil. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. Dagskrárlok. SÓLÓ- eldavélar Framleiði SÓLó-eldavélar af mörgum stærðum og gerð-. um, —einkum hagkvæmar fyrir sveitabæi, sumarbústaöij og báta. — Varáhlutaþjónusta — Viljum sérstakiega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði. ELDAVÉLAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR H.F. KLEPPSVEGI 62. — SIMI 33069. Bókhaldsaðsloð með tékkafærslum r.fl5LJNAÐARBANKINN V^A/ REYKJAVÍK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.