Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 11
Bylting á AKRANESI? Enski þjálfarinn Kirby hefur gjörbreytt liði Akurnesinga ,,Þetta er uppþot, þetta er hreinasta bylting", tautaöi einn til ára sinna kominn Skagamaður, sem horfði á leik Akurnesinga gegn Akureyringum, sem fram fór á Skaganum sl. laugardag. Og það voru svo sannarlega orð að sönnu. Enski þjálfarinn Kirby hefur gert stóra hluti þarna uppfrá; breytingin á liði IA er mikil og góð. Akureyringar áttu ekkert svar við ákveðni og bará'ttug leði heima- rnanna. Þeir voru undir stöðugri pressu ailan leik- inn og i siðari hálfleik heyrði það tii undan- tekninga, ef þeir komust inn í vitateig andstæðing- anna. Skagamenn sóttu látlaust og samkvæmt gangi leiksins og tækifær- um hefðu sigurinn, 4-0, átt að vera enn stærri. Akurnesingum var ekki ætlaður feitur biti í sumar, með hliðsjón af getu liðsins i fyrra og svo nú í vor. En með svona áframhaldi munu allir spádómar falla, eins og raunar svo oft áður. Fyrri hálfleikurinn var þó öllu jafnari en sá siðari. LeikiB var á blautum og þvi fremur þungum grasvellinum og svo virtist, sem norðanmenn væru i mun minni úthaldsþjálfun en Akurnesingar. 1 leikhléi var staðan 2-0 fyrir heimamenn og i siðari hálfleik bættu þeir enn við tveimur mörk- um, þannig að lokastaðan varð 4- 0, öruggur og sannfærandi sigur. Fyrsta markið kom á 15. min. Þar var Teitur Þórðarson að verki, en hann komst i frian sjó inni i vitateignum og var þá ekki að sökum að spyrja. Leikurinn jafnaðist þá nokkuð og um stund sóttu Akureyringar til jafns á við 1A. En á 41. min, kom annað mark og þá var það Matthias, sem skaiiaði mjög failega eftir fyrirgjöf frá Jóni Al- freðssyni. Þannig var staðan i leikhléi. í siðari hálfleik var um ein- stefnu að ræða, mörg tækifæri,en aðeins 2 mörk. Nokkrum sinn- um komust Akureyringar þó upp og áttu þá eitt skot i þverslána, sem hefði vissulega allt eins getað hafnað i netmöskvunum. En það voru heimamenn, sem héldu áfram að skora. Á 21. min. sendi Eyleifur fallegan bolta inn i vitateiginn til Teits, sem renndi boltanum framhjá markverði og varnarmönnum (sjá mynd). Staðan var orðin 3-0, og áhorf- endur heimtuðu enn fleiri mörk. Og eitt mark i viðbót lét ekki standa á sér. Teitur, sem átti þarna mjög góðan dag, braust inn eftir endamörkunum, gaf til Matthiasar, sem skoraði eftir klaufaleg varnarmistök Akur- eyringa. 4-0 var staðan og áhorfendur virtust orðnir sæmilega mettir. Mörkin urðu ekki fleiri, stórsigur var i höfn, sigur, sem gefur Akur- nesingum góð fyrirheit og hvetur þá til áframhaldandi baráttu á sömu braut. Matthias og Teitur voru óvenju friskir að þessu sinni, hvor þeirra skoraði 2 mörk og skiluðu einnig af sér ágætri vinnu allan leikinn. Það er raunar erfitt að segja að einn hafi verið öðrum óvenju friskari, liðiö i heild kom mjög á óvart. —gsp Teitur Þórðarson skorar hér þriðja mark 1A. Hann fékk sendingu frá Eyleifi,og þrátt fyrir nokkuö þrönga aöstööu lá boltinn i netinu. Sigurmarkið á síðustu mínútu Eyjamenn höfðu heppnina með sér og sigruðu Val 1:0 miðvarðar ÍBV, sem kominn var i sóknina. Friðfinnur átti mjög auðvelt með að renna boltanum i markið og sigur heimamanna varð staðreynd. Valsmenn voru að vonum sárir að tapa þessum leik, þarna á sið- ustu minútunni, en svona er knattspyrnan; enginn leikur er útkljáður fyrr en hann hefur verið flautaður af. Með þessum sigri hafa Eyja- menn, sem menn almennt bjugg- ,, . .. . ,, , urst við að yrðu nálægt miðju i valdsson, besti maður Vals-hös- þessu móti, skipaö sér á toppinn ms i þessum leik sem öðrum und- með Skagamönnum, með 3 stig anfarið, að skalla frá, en missti af eftir 2 leiki valsmenn aftur á boltanum og hann hrökk til Jóns móti sitja eftir með aðeins eiu Gislasonar, sem missti hann fyrir stig útúr tveim fyrstu ieikjum fætur Friðfinns Finnbogasonar sinum. Þaö er ekki sterkt til orða tekið að segja að heppnin hafi verið með Eyjamönnum í leik þeirra við Val, sem fram fór i Vestmannaeyjum sl. laug- ardag, fyrsti leikurinn sem fram fer í Vestmannaeyj- um síðan 1972. Leikurinn var allan timann jafn og frekar þófkenndur, en svo allt í einu á siðustu minútu hans náðu heimamenn að skora sigurmarkið. Leikur þessi var að mörgu leyti likur leik Vals og 1A viku fyrr eða „dautt jafntefli” eins og sagt er á skákmáli. Mikið var um miðjuþóf og'litið um upplögð marktæki- færi. Ef eitthvaö var, þá voru Eyja- menn nær sigri, en þó ekki svo að telja megi sigur þeirra sann- gjarnan. Þegar aðeins var ein minúta eftir af venjulegum leiktima og allir farnir að sætta sig við jafn- teflið var dæmd aukaspyrna á Val, á miðjum vallarhelmingi þeirra. Boltinn var sendur inn á vitateig. Þar ætlaði Jóhannes Eð- Brasilíumenn sigruöu 3:2 Heimsmeistararnir i knatt- spyrnu, Brasiliumenn, eru komnir til V-Þýskalands, cn þar munu þcir reyna aö verja titil sinn I næsta mánuöi þegar lokakeppni HM fcr fram. Og timann þar til loka- kcppnin hefst nota Brasiliu- menn til æfingaleikja, eins og raunar öll landsliðin sem verða með i keppninni. Um siöustu hclgi léku Brasiliumenn æfingaleik viö v-þýskt úrvalslið og sigruöu 3:2. Þctta erað visu ekki neinn stór-sigur, en sigur samt, og þegar þess er gætt að þarna var viö mjög sterkt úrvalsliö aö etja er þessi sigur Brasiliu- manna athvglisverður, en þeim er ekki spáö miklum frama i HM að þessu sinni. Sannleikurinn er sá að S- Amcriku-liöunum vegnar yfir- leitt ekki vel i HM þegar kcppnin fer fram I Evrópu. Eyjamenn voru heppnir aö ná báðum stigunum úr viöureigninni viö Val.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.