Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 16
DiúÐvnnNN Þriðjudagur 28. mai 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöldsimi blaðamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Helgar-, kvöld- og næturvarsla lyfjabúða i Reykjavik 24.-30. mái er i Laugavegs- og Holtsapóteki. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Bresjnéf vill vináttu Egypta Bresjnéf og Nixon til Egypta- lands? KAIRÖ 25/5 — Talið er að Leónid Bresjnéf, formaður Kommún- istaflokks Sovétrikjanna, muni heimsækja Egyptaland i næsta mánuði og eiga viðræður við Sadat forsætisráðherra. Fremur kalt hefur verið með Sovétum og Egyptum undanfarið, en Bresjnéf hefur hvað eftir annað látið i ljós i bréfum til Sadats ósk um hlýja sambúð. Geta Egyptar varla kvartað yfir þvi að vera afskiptir af stórmennum um þessar mund- ir, þvi að heyrst hefur að Nixon ætli einnig að heimsækja þá og helst um sama leyti og Bresjnéf. Chirac forsœtis- ráðherra Frakka PARÍS 27/5 — Jacques Chirac, fjörutiu og eins árs gamall gaull- isti, var i dag skipaður forsætis- ráðherra Frakklands i stað Pierre Messmers. Chirac var inn- anrikisráðherra I stjórn Mess- mers og er hann yngsti forsætis- ráðherra, sem Frakkar hafa nokkurntima haft yfir sér. Hann er sagður dæmigerður teknó- krati, en var jafnframt mjög harður fylgismaðurutanrikis- stefnu de Gaulles. Fréttamenn lýsa honum sem frekum og orð- ljótum, og Ertl, landbúnaðarráð- herra Vestur-Þýskalands, ofbauð einu sinni svo orðbragðiö hjá Chirac að hann ráðlagði honum að leita sem snarast til geðlæknis. Barist 40 km frá Saigon SAIGON 27/5 — Saigon-stjórnin hefur nú viðurkennt að Þjóðfrels- isfylkingin hafi á valdi sinu svæði aðeihs fjörutiu kilómetra norður af höfuðborginni, og geisa nú bar- dagar á þeim slóðum. Thieu for- seti Saigonstjórnar hefur rekið einn nánustu ráðgjafa sinna, Nguyen Van Ngan, og er sagt að hann hafi vérið flæktur i „hneyksli” i sambandi við varnir yfirráðasvæða stjórnarinnar i ós- hólmum Mekong. Ekki er tekið fram i fréttinni hverskonar hneyksli þetta hafi verið. Undarleg kosningaúrslit — sögðu vegfarendur í bliðviðrinu í gær Þjóðviijamenn gengu um göturnar i veðurbliðunni i gær og tóku vegfarendur tali, spurðu þá hvernig úr- slit borgarstjórnar- kosninganna og reyndar kosninganna á öllu landinu, kæmu þeim fyrir sjónir. Flestir voru á þvi, að hægri öflin hefðu þjappað sér til sins heima — til Sjálf- stæðisflokksins — raunverulega hefðu atkvæði stjórnarand- stöðunnar færst á einn stað, kratarnir kusu i- haldiö. Nú er vist endalaust hægt að velta fyrir sér tölum og endalaust hægt að geta sér til um hvar atkvæði manna liggja, en eitt er þó vist, að Möðru- vellingar, kratar og frjálslyndir og Sam- Magnús tökin hafa fengið eft- irminnilegan rass- skell. En við skulum heyra hvað viðmæl- endur sögðu: Magnús Árnason: Alþýðubandalagið kom vel út úr þessum kosningum, en þessi sigur Sjálfstæðisflokks- ins verður að teljast undarleg- ur. Fólk hefur tekið mið af landsmálunum — og þá ber að taka eftir þvi, að Alþýðu- bandalagið hélt sinu. Pétur Sigurbjörnsson. Þetta er vitanlega ógurleg upplausn á vinstri vængnum. Maður vonar bara I lengstu lög að Sjálfstæðisflokkurinn tapi þessu öllu aftur I þing- kosningunum. Sæmundur Guðvins- son: Eiginlega varð mér mest um úrslitin á Sauðárkróki. En annars eru þetta undarleg úr- slit. Fylgishrun Framsóknar i Reykjavik og útþurrkun krat- anna bendir til hægrisveiflu. Þetta er kosning sem snérist Pétur um landsmálin — Varið land og það allt. Gunnar Kristjánsson: Mér list nú alveg sæmilega á þessi úrslit. Ég hef nú ekki sérstakt vit á pólitik, en ég hef trú á Óla Jó. Verst að hann verður tæpast I stjórn eftir næstu kosningar. Sjálfstæðisflokkinn? Nei, ég kaus hann ekki. Margrét Sveinbjörns- dóttir: Mér likar þetta bara vel. Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn núna, en hins vegar reikna ég ekki með að kjósa hann næst. Ég kýs nefnilega ekki alltaf sama flokkinn. Hallvarður Guðlaugsson: Með botnlausu hatri á Al- þýðubandalaginu hafa svo- kallaðir vinstri menn og Al- þýðuflokksmenn ekkert gert annað en ala upp atkvæði fyrir ihaldið. Ef við tökum Kópavog sem dæmi þá fór fylgistap Huldu og kratanna beint yfir á ihaldið. Allsstaðar sem Al- þýðubandalagið var i samfloti með öðrum tapaði það fylgi, en nær allsstaðar þar sem Al- þýðubandalagið bauð fram eitt sér hélt það velli eða jók fylgi sitt. Sæmundur Margrét Þingkosningar í Lúxembúrg: íhaldið stórtapaði Björn — kominn til kratanna Björn til krata Björn Jónsson, fyrrv. al- þingismaður Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna, hef- ur sagt sig úr þeim flokki og sótt um inngöngu I Alþýðu- flokkinn. I yfirlýsingu Björns er hann yfirgaf afkvæmi sitt, segir hann að fámennur hópur hafi náð völdum I SFV og spillt fyrir sameiningarstefnunni. Ekki er ljóst hvaða frama Björn stefnir á I röðum krata, og ekkert hefur frést af þvi hvort fóstbróðir hans, Hanni- bal, hyggist fara eins að og hverfa nú heim til föðurhús- anna eftir allróstursama úti- vist. LuXEMBuRG 27/5 — Tvö minnstu ríkin i Nató, ísland og Lúxem- búr, eiga það sameigin- legt að verulegar sveifl- ur urðu i kosningum hjá þeim i gær. Lúxembúrg- arar hafa það þó fram- yfir okkur að hjá þeim Breski að sér BELFAST 27/5 — Breska stjórnin hefur ákveðið að láta hermenn taka við olidreifingu I Norður-lr- landi, þar sem allt atvinnulif og starf er nú lamað af völdum verk- falls mótmælenda, sem staðið varð sveiflan til vinstri. Þar voru háðar þingkosningar, og varð ihaldsflokkur landsins, Kristilegir demókratar, sem verið hefur óslitið i stjórn frá þvi i fyrri heimsstyrjöld, fyrir miklum skakkaföllum, en flokkar sósial- ista og frjálslyndra unnu á að sama skapi. Kristilegir demókratar fengu að sögn 18 þingsæti, sósialistar 17 hefur i þrettán daga. Breska stjórnin ákvað að gripa til þessar- ar ráðstöfunar eftir að kaþólikkar hótuðu að draga sig úr út sam- steypustjórn Norður-írlands, svo fremi stjórnin i Lundúnum tæki og frjálslydir 14. Tveir aðrir flokkar, sósialdemókratar og kommúnistar, fengu fimm sæti hvor. Talið er liklegt að sósialist- ar og frjálslyndir myndi stjórn saman. Foringi Kristsdemó- krata, Pierre Werner, sem verið hefur forsætisráðherra siðan 1959, er að vonum næsta óhress yfir úrslitunum og lét svo um mælt að flokkur hans hefði alls ekki unnið til þeirra! ekki i taumana. öfgasinnaðir mótmælendur höfðu hótað breska hernum hörðu ef hann skipti sér af verkfallinu. Norður-Irland: herinn tekur olíudreifingu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.