Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 28. mai 1974. ÍWmm ■ Kappiö var stundum meira en forsjáin hjá tBK á lokaminútum leiksins. Hér ætluöu tveir IBK-menn aö vinna sama verkið og afleiöingin var sú aö KR tókst aöbjarga. íslandsmeistararnir vanmátu KR-inga — og töpuðu fyrir þeim 0:1 í skemmtilegum leik Jafnvel svo leikreynt lið sem ÍBK/ leikreyndasta lið 1. deildar, getur flaskað á þvi að vanmeta and- stæðinga sina. Þetta sá maður í leik þeirra við KR sl. laugardag er fram fór á þungum og slæmum Laugardalsvellinum. KR- ingar höfðu mikla yfir- burði í fyrri hálfleik og skoruðu þá sigurmarkið# en i þeim síðari, þegar KefIvíkingarnir sáu að alvaran blasti við þeim og þeir fóru að taka á honum stóra sínum, var það orðið of seint; KR-ingar vörðust með „kjafti og klóm" og tókst að halda hreinu marki sínu þótt oft munaði litlu að iBK tækist að jafna. Ég hefði satt að segja ekki trúað þvi að óreyndu að Kefl- vikingarnir flöskuðu á svo auðveldu atriði sem vanmat á andstæðingi er. Maður hefur að visu ár eftir ár séð sterk lið gera þetta þegar andstæðingurinn er fyrirfram talinn veikar, en þegar leikmenn með jafn mikla leik- reynslu og IBK-leikmennirnir eiga i hlut hélt maður að þetta gæti ekki komið fyrir. KR-ingarnir ætluðu greinilega að selja sig dýrt i þessum leik, minnugir reiðilesturs þjálfara sins eftir leikinn við IBA á dögunum. Þetta bar þann árangur að KR náði yfirtökum i fyrri hálfleik og var mun hættu- legri við markið en hið værukæra IBK-lið. Strax á 6. minútu kom eina mark leiksins. KR-ingar sóttu upp hægri kantinn og gefið var vel fyrir markið frá hægri. Jóhann Torfason Isfirðingurinn i KR- liðinu fylgdi vel eftir og fékk boltann einn og óvaldaður innan vitateigs og átti afar auðvelt með að senda hann i netið, án þess að borsteinn Ólafsson kæmi nokkrum vörnum við, 1:0. Og áfram héldu KR-ingar að sækja en tókst samt ekki að skora fleiri mörk. Keflvikingar áttu upphlaup við og við, nokkur þeirra hættuleg, eins og til að mynda á 25. minútu, þegar KR- ingar björguðu á linu. I siðari hálfleik dofnaði nokkuð yfir leiknum framan af. En svo var eins og Keflvikingarnir áttuðu sig á þvi að sigurinn kæmi ekki að sjálfu sér og tóku að herða róðurinn. KR-ingar áttu hvað eftir annað i vök að verjast, en inn vildi boltinn ekki. Mikil taug- aveiklun var yfir KR-Iiðinu siðustu 15 minútur leiksins og oftast litil hugsun á bakvið það sem leikmenn voru að gera. Það eitt að verja fengið forskot komst að. Kannski ekki óeðlilegt, en minna erfiði hefði það nú samt kostað að leika jafn skipulega og skynsamlega og i fyrri hálfleik. Miðað við gang leiksins var sigur KR sanngjarn. Liðið var mun betri aðilinn i fyrri hálfleik og þótt IBK-menn tækju sig nokkuð á i siðari hálfleik náðu þeir sér samt aldrei verulega á strik. Mennirnir á bak við þennan sigur KR voru þeir Haukur og Björn Ottesen, Olafur Ólafsson og siðast en ekki sist baráttu- maðurinn Jóhann Torfason, sem með krafti sinum og harðfylgi smitaði útfrá sér. Aðeins Grétar Mgnússon og Einar Gunnarsson sýndu þann baráttuvilja sem einkennt hefur ÍBK-liðið i ein tvö ár. Aðrir leikmenn virtust kærulausir og menn eins og til að mynda Steinar Jóhannsson og Ólafur Júliusson sáust varla. —/S.dór Karl fór á fyrsta Vormót ÍR i frjáisiþróttum fór fram á Melavellinum I siðustu viku. í nokkrum greinum náöist mjög athyglisverður árangur, einkum þó i hástökki þar sem Karl West stökk 2,01 m. Veröur ekki annað sagt en aö þetta sé mjög góður árangur á fyrsta móti sumarsins. Þá náði Bjarni Stefánsson góöum spretti í 100 m hiaupi, hljóp á 10,7 sek. Sigurvegarar I öðrum greinum urðu Hreinn Halldórsson i kúlu- varpi, kastaði 17,48 m, og hann sigraði einnig i kringlukasti með Lykil- menn ÍBK báðir á sjúkra- lista Nú horfir heldur iila fyrir Kefivikingum, eftir að Einar Gunnarsson meiddist allmikiö I ieiknum gegn KR á iaugar- daginn. Einar var borinn af leikvelli á sjúkrabörum og ó- víst að hann geti leikið meö liðinu i næstu leikjum. Þar meö eru báöir lykiimenn ÍBK á sjúkralista, þeir Einar og Guöni Kjartansson, sem ekki mun leika meö liöinu fyrr en seint i júni I fyrsta lagi. Holland — Argentína 4:1 Nú eru þau liö, sem taka þátt i lokakeppni HM i knattspyrnu sem hefst I V-Þýskalandi i næsta mánuði, ÖII á kafi i lokaundirbún- ingi sinum fyrir keppnina og leika eins marga æfingaleiki og þau frekast fá. Um siöustu helgi léku Argen- tinumenn, sem komnir eru til Evrópu, landsleik við Hollend- inga I Hollandi. Heimamenn sigruöu 4:1. Fyrir Hollendinga skoruðu Neeskens úr viti á 30. mín Rensebrink á 3. min., Strik á 75. min og loks Haan á 77. min. Fyrir Argentinu skoraði Wolff á 33. min. 2. deild Völsungar, sem óvænt unnu stór-sigur yfir Armenningum i fyrsta leik sinum I 2. deildar- keppninni að þessu sinni, komu suður og léku gegn Haukum sl. laugardag i Hafnarfirði. Leiknum lauk með jafntefli 1:1. yfir 2 m. mótinu 50,60 m, Stefán Hallgrimsson sigraði i 110 m grindahlaupi, hljóp á 15,5 sek., Gunnar Páll Jónsson sigraði i 800 m hlaupi á 2:00,8 min. og Gunnar Snorrason sigraði i 3000 m hlaupi á 9:45,4 min. Hafdis Ingimarsdóttir sigraði i langstökki kvenna, stökk 4,94 m, Ingunn Einarsdóttir sigraði i 200 m hlaupi kvenna á 26,1 sek. og Ragnhildur Pálsdóttir sigraði i 800 m hlaupi á 2:21,4 min. Ásta B. Gunnlaugsdóttir sigraði i 100 m hlaupi á 13,3 sek. og Einar P. Guðmundsson sigraði i 400 m hlaupi sveina á 57,4 sek. Einar Gunnarsson kominn á sjúkraiista /»V staöan Eftir 3 leiki i l. deildarkeppninni um siöustu helgi hafa Skagamenn tekið forystuna i deildinni, en annars er staöan þessi: Akranes 2 110 4:03 Vestmanneaeyjar 2 1 1 0 2:1 3 Keflavik 2 10 1 2:2 2 KR 2 1 0 1 1:1 2 Akureyri 2 10 11:42 Valur 2 0 110:11 Vikingur 10 10 1:11 Fram 10 0 1 1:2 0 Markahæstu menn: Matthias Hallgrimsson 1A 2 Teitur Þóröarson ÍA 2 Steinar Jóhannsson IBK 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.