Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 28. mal 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Guðmundur vann opna N oregsmeistaramótið Sævar Bjarnaspn skrifar um skák 37. Dg3 38. Hxd6 Bh4! (Ekki verra en hvað annað. Best hefði verið að lina þjáningar sinar og gefast upp.) 38. ... Bxg3 39. Hxc6 Bxc6 40. Bxg3 Hcl gefið. (Frekari barátta er vonlaus, 41 Kgl Bb5,) Guðmundur Sigurjónsson er nú nýkominn heim frá 2 mótum i Noregi. Hann tefldi fyrst á alþjóð- legu skákmóti i Óslo og þar lenti hann i 4. sæti, á eftir Hiihner V- Þýskalandi, Westerinen Finn- landi og ögaard Noregi. Siðan lá leið hans til Gaupsdals þar sem opna Noregsmótið fór fram. Á þvi móti tefldu margir bestu skák- menn Norðurlanda, en Guðmund- ur var harður i horn að taka og sleppti aðeins einu jafntefli i 8 umferðum. Glæsilegur árangur hjá Guðmundi. Röð efstu manna varð annars þessi: 1. Guðmundur Sigurjónsson 7 1/2 v., 2.-4. Rajna Ungverjalandi, Rantanen Finnlandi og Kristian- sen Noregi 7 v. t dag skulum við lita á 2 skákir frá þessum mótum. Hin fyrri er tefld i siðustu umferð opna mótsins og varð Guðmundur að vinna þá skák til þess að tryggja sér sigurinn, og hin seinni er við Islendingabanann Ogaard sem tefldi hér á alþjóðlega mót- inu i febrúar og reyndist þá is- lensku skákmönnunum erfiður ljár i þúfu. Hvitt Filipowicz Póllandi Svart Guðmundur Sigurjónsson Sikileyjarvörn 1. e4 2. Rf3 3. d4 4. Rxd4 5. Rc3 c5 d6 cxd4 Rf6 a6 (Najdorf-afbrigðið, eitt mest rannsakaða afbrigðið af öllum skákbyrjunum) 6. f4 Rbd7 7. Bc4 (Algengari leikir eru 7. Rf3 eða 7. Bd3.) 7. ... b5 8. Bb3? (Guðmundur gagnrýndi þennan leik og áleit að eftir 8. Bd5 Rxd5, 9. Rxd5 (hótar að vinna drottn- inguna með 10. Rc6.) 9. Bb7, 10. f5 Re5 væri staða hvits sist verri.) 8. ... Bb7 9. De2 Dc7 10. 0-0 e6 11. a3 Rc5 12. Khl? (Hér var e5 betri leikur þvi hvitur fær ekki nein sjáanleg hættuleg færi fyrir peð sitt.) 12. ... Rcxe4 14. b4 bxc4 15. Bxc4 Be7 16. Be3 0-0 (Svartur er sælu peði meira.) 17. Hfcl Dd7 18. b4 Bf6 19. Bd3 e5 20. fxe5 Bxe5 (1 þessari stöðu leynast margir skemmtilegir möguleikar, t.d. ef hvitur leikur 21. Hfl, þá á svartur snotra drottningarfórn 22. Dh3!! 23. gxh3 Rf2 + , 24. Kgl Rh3 mát.) 21. Bgl Hfe8 22. Hel Rc3 23. Dh5. (Þetta er allt og sumt sem hvitur fékk fyrir peðið, máttleys- isleg máthótun!) 23. ... g6 24. Dh4 Rd5 (Svartur hefur auga með hvita peðameirihlutanum á drottning- arvæng, og þarf þess vegna engar áhyggjur að hafa á mótspili; vinningurinn er aðeins tæknilegt atriði.) 25. Bf2 Rf4 26. Bfl Ilac8 (Siðasti maðurinn i spilið og nú hefst lokaatlagan.) 27. Hacl Re6 28. Hcdl . Da4 29. Rxc6 Hxe6 30. Hd3 Bf6 (Á uppskiptum hagnast aðeins svartur.) 31. Df4 Hxel 32. Bxel Be5 33. Dd2 Hc2 34. Ddl Dc6 (Skotmarkið er g2) 33. Dg4 h 5 36. Dg5 Bf6! Hin skákin er stutt og sýnir hún að þótt Ogaard sé besti skákmað- ur Noregs i dag, þá fékk hann samt of marga vinninga á móti landanum i siðasta Reykjavikur- móti. Þess má einnig geta að Guðmundur vann Norðmanninn Terje Wibe sem tefldi útvarps- skákina við Gunnar Gunnarsson i 13 leikjum! Hvitt: Leif Ögaard Svart: Guðmundur Sigurjóns- son Kóngsindversk vörn. 1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 0-0 5. 0-0 d(> 6. d4 C5 7. Rc3 Rc6 8. d5 Ra5 9. Rd2 e5 10. a3 bO 11. b4 Rb7 12. Bb2 Re8 (Þetta er allt samkvæmt bók- inni.) 13. e4 f5 14. cxf5 gxf5 (Af hverju drepa hér með peði? Ég leyfi mér að vitna i stórmeist- arann David Bronstein: ,,Sér- hvert sovéskt skólabarn veit að það á að drepa með peði á f5 i kóngindverskri vörn”.) 15. Dc2 Bd7 16. b5 (Þessi áætlun hefur verið tefld af hvitum siðan 1956 er fræg skák Donner-Botvinnik var tefld með sömu áætlun, en timarnir breyt- ast.og þetta er talið of hægfara i dag. Eins og þessi skák teflist kemst áætlunin ekki að, en hún er i stuttu máli þessi: Rb3, a4, a5, axb6 og sókn á a-linunni.) 16. ... Dg5 17. f4 Dh6 18. Rdl Rf6 19. Re3? (Sér ekki hótun svarts.) 19. ... Rh5! Flokkurinn hefur týnst milli stóru fylkinganna Ekki cr vafi á, að linurnar I is- lenskum stjórnmálum hafa skýrst i þessum kosningum, sagði Bjarni Guðnason, formaður Frjálslynda flokksins, þegar Þjóðviijinn talaði við hann i gær. Það cr fyrst og fremst þingrofið, sem liefur valdið þessu og þarna liafa verið dregnar markalinur, sem liafa skipt pólitisku fiokkun- um i tvo hópa. Sjálfstæðisflokkurinn er ótvi- rætt sigurvegari i kosningunum og ég vil skýra það aðallega á tvennan hátt: Annarsvegar með glundroða hjá flokkunum, sem hefur ýtt mörgum manninum til þeirra, og hinsvegar tel ég að stjórn efnahagsmálanna, verð- bólgan og verðlagsmálin hafi lika skapað óróa hjá fólki. Svo er ég ekki frá þvi, að varnarmálin hafi átt sinn þátt i stuðningnum við Sjálfstæðisflokkinn, a.m.k. i Reykjavik. Það er ljóst af úrslitunum, að Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki Bjarni Guðnason fengiðhljómgrunn, sem skýra má m.a. með þessum skörpu linum i pólitikinni og þingrofunum. Þessi striði straumur til Sjálfstæðis- manna i Reykjavik hefur valdið þvi, að nýr flokkur á sér erfitt uppdráttar, enda sýnist mér, að bæði Alþýðuflokkurinn og SFV hafi misst 5000 atkvæði yfir til Sjálfstæðisflokksins. Eitt vil ég leggja áherslu á i þessu sambandi: Frjálslyndi flokkurinn, sem skipar sér á vinstri kant og er félagshyggju- flokkur, hefur gagnrýnt stjórnina fyrir að láta reka á reiðanum i efnahagsmálum, en þar með lent á milli stóru fylkinganna i stjórn- málunum. Hann hefur ekki getað látið til sin heyra, þannig að fólk tæki eftir, eða með öðrum orðum bókstaflega týnst milli fylking- anna i þessum kosningum. —Mun Frjálslyndi flokkurinn eftir sem áður bjóða fram til þings, einn eða i samvinnu við aðra? — Ég vil ekki láta uppi mina persónulegu skoðun að svo stöddu, en i kvöld verður haldinn flokksstjórnarfundur, þar sem menn munu meta útfrá þessum niðurstöðum, hvað gert verður. —vh Guðmundur Sigurjónsson ögaard (Peðið á f4 fellur óbætt vegna þess að Re3 er óvaldaður.) 20. Hf3? exf4 21. Bxg7?? Dxg7. gefið. (Bæði hrókurinn á al og riddar- inn á e3 standa i uppnámi^og báð- um verður ekki bjargað.) Sævar Bjarnason Spáð fyrir um jarðskjálfta Sovésk blöð hafa skýrt frá þvi, að fimmta sjálfvirka jarð- skjálftastöðin hafi hafið reglulegt eftirlit með hegðun Klutsjev- keilunnar á Kam- tsjatkaskaga, sem er virkasta eldfjall i Asiu. Nú þegar geta visindamenn eldfjallafræðistofnunarinnar i Petropavlovsk-Kamtsjatski spáð fyrir um stund og styrk eldgos á Kamtsjatka. Fyrir nokkrum ár- um spáðu þeir nákvæmlega fyrir um eldgos eldfjallanna Bezjmjanni og Sjevelutsj. Stofnunin mun brátt hefja reglulegar jarðskjálftaspár. Eins og er spáir starfslið hennar með um 80% nákvæmni fyrir um meiriháttar jarðskjálfta, sem munu verða á næstu fimm árum. En þótt hægt sé að segja fyrir um jarðskjálftastaðinn mjög ná- kvæmlega er enn ekki hægt að segja það sama um jarðskjálfta- timann. Visindamenn sem starfa i öðr- um hlutum landsins hafa beitt annarri tækni við jarðskjálfta- spár. Meðal þeirra eru jarð- skjálftaleiðangrar jarðeðlisfræði- stofnunar sovésku visindaaka- demiunnar. Með hjálp sérstakrar orkustöðvar, sem staðsett er i norðurhliðum Péturs mikla fjalla, skrá þeir breytingar á raf- mótstöðu i berginu og spá þannig fyrir um jarðskjálfta. 1 fyrsta sinn i sögunni hefur stofnunin framkvæmt lóðréttar rafmæl- ingar á jarðskorpunni niður á 30- 40 km dýpt með þvi að nota mjög sterk raflost i þessu skyni. Asamt lausn annarra vandamála munu þessar tilraunir veita visinda- mönnunum upplýsingar um hegð- un sterkra jarðskjálfta. Með stefnusprengingum ákvarða visindamenn i Alma Ata stælingu bergs, sem ætið breytist i nánd við upptökustað yfirvof- andi jarðskjálfta. Sl. sumar skráði uppfinninganefnd á vegum sovéska stjórnarráðsins uppgötv- un visindamanna i Tasjkent og Moskvu. Þeir sýndu fram á, að hægt er að segja fyrir um jarð- skjálfta út frá breytingum á hegðun jarðvatns og gass sem hægt er að nota sem visbendingu um væntanlega jarðskjálfta. Þýðingu þessara rannsókna má skýra með þeirri staðreynd, að um fimmtungur Sovétrikjanna, eða sex sinnum stærra svæði en Japan, liggur á jarðskjálftabelti. 1948lagði jarðskjálfti Asjkjabad i rústir, og 1966 olli annar jarð- skjálfti gífurlegu tjóni i Tasjkent, höfuðborg Uzbekistan. Sovétrikin gera þvi mikið til þess að ná raun- hæfri tækni við jarðskjálftaspár. Slikar aðferðir verða að lokum fundnar. Nú þegar eru til ráð til þess að draga mjög úr eyði- leggingaráhrifum jarðskjálfta. Sovétrikin urðu fyrst i heimi til að skipta landinu niður i jarð- skjálftabelti. Nákvæmari jarð- skjálftabeltakort hafa verið gerð fyrir hættulegustu svæðin, eink- um með tilliti til stórra borga. Þau sýna stað og liklega styrk yfirvofandi jarðskjálfta og þau eru notuð við hönnun og byggingar allra bygginga á jarð- skjálftahættusvæðum. Þessi kort haíaþegar sýnt ágæti sitt, 1968, er annar sterkur jarð- skjálfti varð i Asjkabad, eyði- lagðist engin bygging, sem þar var reist eftir 1948. (APN) AUGLÝSINGA SÍMINN ER 17500 m. WDVIUINN Þökkum auðsýnda samúð við andiát og jaröarför foreldra okkar og tengdaforeldra, ömrnu og afa STEFANÍU SIGURÐARDÓTTUR OG GUÐMUNDAR HANNESSONAR Móhúsum Stokkseyri Kristin Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir Hulda Guðmundsdóttir Gunnar Guðmundsson Eva Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Brynieifur Jónsson Guðbergur Finnsson, Huida Gestsdóttir Rafn Magnússon

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.