Þjóðviljinn - 21.07.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.07.1974, Blaðsíða 1
i ÞJOÐVIUINN Sunnudagur 21. júlí 1974—39. árg.—129. tbl. APOTEK OPIO ÖLL KVÖLD TIL KL. 7, NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2. SUNNUDAGA MILU KL. 1 OG 3 ! SlMI 40102 ÞAÐBORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON Myndir þessar voru teknar á Seyöisfiröi i gærmorgun. Til vinstri sést landhelgisbrjóturinn C.S. Forester leggja að bryggju, og á myndinni tii hægri má glöggt greina kúlnagötin á skut skipsins (Ljósm. GIsli Sigurðsson). Ætlaði að láta sökkva frekar en að stöðva Varðskipsmenn voru einarðir og öruggir, en Taylor féll á eigin þvermóðsku Gisli Sigurðsson, fréttaritari Þjóðviljans á Seyðisfirði, skrifaði eftirfarandi frásögn af töku breska landhelgisbrjótsins C.S. Forester, og er frásögnin byggð á viðtali Gisla við Höskuld Skarp- héðinsson skipherra á Varðskip- inu Þór. — Þann 19. júli kl. rúmlega 6 að morgni kom varðskipið Þór að breska skuttogaranum C.S. For- ester austsuðaustur af Hvalbak 1,5-1,6, sjómilur innan við gömlu 12 milna fiskveiðimörkin. Gaf varðskipið strax stöðvunarmerki, hljóðmerki og flaggmerki, auk þess sem reynt var að ná sam- bandi við skipið gegnum talstöð. Togarinn sinnti þessu engu og sigldi fyrst i austur, og er talið að hann hafi þá hoggið af sér botn- vörpuna, og sigldi siðan i suðaust- ur. Rétt fyrir kl. 7 var skotið fyrsta púðurskotinu. Þá svaraði loks skipstjóri togarans sem reyndist vera hinn frægi Richard Taylor og sagðist aldrei mundu stööva skipið.Skammt frá var breska eftirlitsskipið Hausasem er skut- togari en útgerður sem eftirlits- skip Breta hér við land. Samband var haft við Hausa og skipstjórinn beðinn um að hafa bætandi áhrif á Taylor og bent á þá hættu sem skipverjar togarans væru i ef skjóta þyrfti föstum skotum. Eft- irlitsskipið reyndi án árangurs að koma vitinu fyrir Taylor, Kvaðst hann aldrei mundu gefast upp en bað eftirlitsskipið að fylgja sér eftir, þvi hann vildi ekki láta bjarga sér um borð i varðskipið ef togaranum yrði sökkt. Sinnti engum fortölum Kl. 8 var skotið föst', skoti framan við skipið til áréttingar kröfunni um að stöðva. Togarinn sinnti þessu engu, og eltinga- leiknum var haldið áfram með 13 milna hraða. Stefna togarans var þá 145 gráður eða á stefnu rétt sunnan við Færeyjar i áttina að Pentli.Varðskipsmenn eltu siðan skipið ánfrekariaðgerða fram að hádegi. A meðan var reynt með öllum ráðum að fá skipstjórann til að taka sinnaskiptum og stöðva skipið. M.a. mun hafa ver- ið reynt að ná sambandi við út- gerðarstjórn togarans á Eng- landi, allt i þvi skyni að reyna að koma i veg fyrir að gripa þyrfti til Framhald á 17. siðu. Margfaldur lögbrjótur — og málvinur Morgunblaðsins Robert Taylor skipstjóri á C.S. Forester er án efa fræg- asti „viðskiptavinur” islensku iandhelgisgæslunnar og hefur sýnt fádæma óbilgirni og hrottaskap gagnvart islenskri löggæsiu. Fjórum sinnum hef- ur hann sætt opinberri ákæru hér á landi fyrir landhelgis- brot og likamsmeiðingar á löggæslumönnum. Þrisvar hefur hann verið dæmur og einu sinni sat hann á Litla- Hrauni. Fyrst var hann dæmdur árið 1960 fyrir land- helgisbrot á togaranum Oth- ello. Ari siðar stóð hann fyrir ofbeldi og uppivöðslu drukk- innar skipshafnar sinnar af togaranum James Barry á Isafirði. Þeir limlestu lög- regluþjón, og fyrir vikið var Taylor dæmdur til þriggja mánaða vistar á Litla-Hrauni. Honum var þó sleppt af mann- úðarástæðum rétt fyrir jól er hann hafði aðeins afplánað þriggja vikna fangelsisvist. En Taylor var .ekki af baki dottinn. Hann launaði mann- úðina með nýjum brotum. 1964 var hann enn ákærður fyrir landhelgisbrot, og aftur ári siðar er hann var með togar ann Peter Scott. Þá var hann dæmdur á Akureyri i 350 þús. króna sekt og 34 daga varð- hald. Var sett 900 þús. króna trygging fyrir sektinni og einnig var Taylor leystur frá fangelsisvisjinni með fé. I fyrra var Taylor orðinn forystumaður i samtökum yfirmanna á togurum i Hull. Kom hann sem slikur hingað til lands i fyrra og birtist m.a. i sjónvarpinu. Kvaðst'hann þá vera orðinn ráðsettur maður og hættur lögbrotum enda væri hann kominn yfir fertugt Þá má geta þess að Taylor er mikill málvinur Morgun blaðsins, og talaði hann oft máli breskra útgerðarhags muna i Morgunblaðinu um það leyti sem landhelgisdeilan stóð sem hæst á sl. ári. Kýpur: Tyrkir gera innrás Hörku bardagar í Nikósíu — Hætta á styrjöld Grikkja og Tyrkja — Valda ræningjarnir hafna sáttatilboði M E D I T E RR.A N E A N C.Andreas NIKOSÍU og viðar 20/7 — Klukk- an fimm i morgun eftir islenskum tima hófu Tyrkir innrás á Kýpur. Fimm þúsund manna lið gekk á land við hafnarborgina Kýrenfu á norðurströndinni, en þaðan eru aðeins tuttugu til þrjátiu klló- metrar til höfuðborgarinnar Nikosiu. Auk þess var fallhlifalið látið svifa til jarðar I Nikoslu sjálfri, og siðar hefur veriö til- kynnt að Tyrkir hafi vlðar sett lið á land á eynni, bæði af skipum og með þyrlum. Tyrkir viröast þeg- ar hafa náö Kýreniu á sitt vald og öllum tökum á þjóöveginum það- an til Nikoslu. t Nikosiu sjálfri geisa bardagar milli griskra og tyrkneskra borgarbúa og berjast tyrkneskir fallhllfahermenn með þeim siðarnefndu. Grlska stjórn- in hefur fyrirskipað allsherjar hervæðingu og safnar liöi að tyrk- nesku landamærunum, og er talin mikil hætta á að styrjöld milli Grikkja og Tyrkja brjótist út þá og þegar. Sampson, foringi vaidaræn- ingjanna á Kýpur, hét þegar eftir innrásina á alla griskættaða karla á eynni að verjast innrásar- hernum til siðasta blóðdropa. Samkvæmt tilkynningu valda- ránsstjórnarinnar skutu liðsmenn hennar fjórar tyrkneskar flugvél- ar niður yfir Kýreniu og grennd, og vitað er að tyrkneskum fall- Framhald á 17. siðu. Yialousa/^c*arPaMc Ayios Theocihoros _ , . __;lhou \ * >a pho 5 EpiskopL. ^ kou tóía*LiM ASS.9L Akrofclri Uppdráttur af Kýpur. Tyrkir gengu á land við Kýrenlu (Kyrenia) á norðurstöndinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.