Þjóðviljinn - 21.07.1974, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.07.1974, Blaðsíða 9
Sunnudagur 21. júll 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 g SÍDARI HL UTI ^HRINGFERÐALAGS Sl. sunnudag hófum við hringferðalag, og nú heldur blaðamaðurinn áfram að aka hringinn og spjallar i léttum tón um það sem fyrir augu ber og hug- renningar sinar á hinni löngu leið. Ferðalagið hefst á Höfn i Hornafirði, gjörið svo vel: Höfn — Hérað Nú eigum við fjórða áfangann framundan — þ.e. þau okkar sem ætla sér að aka allan hringinn, og halda áfram frá Höfn i Hornafirði norður fyrir, en vilja ekki snúa við og fara aftur um öræfin yfir nýju brýrnar á Skeiðarársandi. Og fjórði áfanginn verður vænt- anlega nokkuð strangur, þvi að við miðum við að nátta okkur á Héraði, eða einhvers staðar nærri þvi, t.d. á Neskaupstað eða við Eskifjörð ef við verðum seint fyrir i kvöld. Við kippum upp tjaldinu i rauðabitið um morguninn (eða greiðum hótelreikninginn, þvi i Höfn er nýlegt og glæsilegt hótel) og yfirgefum fljótlega þann fagra stað, Höfn i Hornafirði. Við beygjum til vinstri og tök- um stefnuna upp á Almanna- skarð, og þar er strax ástæða til að stansa við, stiga út úr blikk- beljunni og njóta útsýnis. Reyndar er ekki mikið að sjá framundan, miðað við þau undur sem gefur að lita að baki bilnum. Næst okkur er Hornafjörðurinn og upp af honum Hornafjarðar- fljót umvafið grænum sveitum, Nesjunum og Mýrunum — og svo endalaus strandlengjan, eyði- sandar klofnir sundur af jökul- fljótum. Og suðurjarðar Vatna- jökuls vekur eflaust kulvisum hroll. öræfajökull, hæstur is- lenskra fjalla, gnæfir svo yfir öllu saman eins og stoltur leiðtogi. Vegurinn stefnir siðan fram Skarðsdal, sem er eins og svo margir dalir á Islandi tryggilega varinn hrikalegum fjöllum á báð- ar hendur. Dalurinn opnast siðan á vinstri hönd og við sjáum örlitið inn i afdal nokkurn, sem heitir þvi frumlega nafni Endalausidalur. Til hægri er hins vegar vegar- nefna að bænum Syðra-Firði og niður i Papós, þar sem fyrrum var helsti verslunarstaður Suður- Múlasýslu. Undirlendi er hér ekki mikið, en við getum beðið róleg, þvi að brátt taka við blómlegri sveitir — kirkjustaðurinn Stafafell er aust- an Jökulsár i Lóni. Reyndar mun fróðum ferða- görpum þykja það hart að bruna hér á 70 km hraða eftir þjóðvegin- um, og láta sér ekki til hugar koma að gægjast inn i þann stór- fenglega öræfaheim sem Jökuls- áin brýst niður i gegnum — en við setjum bara upp hundshaus hringvegargarpsins og stigum jafnvel ögn fastar á bensingjaf- ann. Og það er kannski ekki öllum sáluhjálparatriði að berja ör- æfadýrðina augum. Þjóðvegurinn liggur lika um fagrar sveitir, dal- verpi og sjávarbakka. Við ökum yfir Lónsheiði, sund- urskorna af þröngum dölum og þegar hún er að baki, þá erum við komin i Alftafjörð, kirkjustaður- inn Hof blasir við. Og það er væntanlega óþarfi að minna menn á að fjörðurinn á hægri hönd er Álftafjörður, en þegar við komum fyrir Mel- rakkanes, horfum við á Hamars- fjörð. Svo til beint út af Mel- rakkanesi er svo Papey með dul- arfulla sögu, sögu, sem forn- leifafræðingar reyna að ráða i með uppgreftri i eynni. Kannski finnst einhverjum, að leiðin framundan sé tilbreyting- arsnauð — en þó þræðir vegurinn fræga staði. Við ökum fyrir Hamarsfjörð og út á Djúpavog, siðan inn fyrir all- an Berufjörð, fram á Berunes, fyrir Streitishvarf og fram að Heydölum. Nú er um tvær leiðir að velja. önnur er eflaust styttri og á þessum árstima greiðfær. Breiðdalsheiði er forvitnileg, hafi maður ekki farið hana áður, en hinu er ekki að neita, að það er gaman að þræða firðina allt til Neskaupstaðar, og eflaust hafa einhverjir hugsað sér að slá upp tjaldi i Norðfirði, t.d. inni i Fannadal. Við skulum þvi reikna með að aka út á Breiðdalsvik, fyrir- Kambsnes og fram með Fá- skrúðsfirði, og kannski gerum við stuttan stans á Búðum. Siðan fer nú að siga mjög á siðari hluta þessa áfanga,- við ökum fyrir Vattarnes og sjáum Skrúðinn úti i hafsauga ef Austfjarðaþokan fræga hefur ekki lagst að, og þeg- ar að Búðareyri kemur, er enn um tvokosti að velja. Annar er sá að drifa sig strax upp i Hérað, til Egilsstaða, og nátta sig þar — en hinn að aka inn á Eskifjörð, það- an jafnvel yfir Oddsskarð niður i Norðfjörð, og dveljast þar næstu nótt. Við setjum mönnum engin fyrirmæli hér, en miðum við að vera stödd á Egilsstöðum fyrir hádegi á morgun. lú Ef bílinn bilar, hvert á þá aö snúa sér? Við báðum FtB að gefa okkur skrá yfir bilaverkstæði úti á landi, sem menn geta snúið sér til ef þeir eru i vandræðum, og fer skráin hér á eftir: Hveragerði Bifreiða- og hjólbarðaþjónusta Bjarna Snæbjörnssonar, Breiðu- mörk, simi 99-4134. Selfoss Gúmmivinnustofa Selfoss, Austurvegi 58, simi 99-1626. Opið 10—7 um helgar. Hvolsvöllur Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Rangæinga, simi 99-5114. Opið um helgar i flestum tilfellum. Hrunamannahreppur Bilaverkstæðið Flúðum. Hannes Bjarnason, Varmalandi. Simi um Galtafell. Borgarnes Bifreiðaþjónustan Borgarbraut. Slmi 93-7192 Bæjarsveit Vélaverkstæði Simonar Aðal- steinssonar. Simi um Varmalæk. Kallmerki M-1080. Reykholtsdalur Bifreiðaverkstæði Guðmundar Kjerúlf. Litla-Hvammi, simi um Reykholt. Kallmerki M-170. Vegamót, Snæfellsnesi Bifreiðaverkstæðið Holt, Einar Halldórsson, simi um Hjarðar- feli. Víðidalur, Húnavatnssýslu Vélaverkstæðið Viðir, Halldór Jóhannesson, simi um Viðigerði. Kallmerki H-29 Sigluf jörður Smurstöð ESSO, Magnús Guðbrandsson, simi 96-71259. Ólafsfjörður Bifreiðaverkstæði Ólafsfjarðar, Skúli Pálsson, simi 96-62277. Dalvík Bifreiðaverkstæði Daivikur, simi 96-61123. Akureyri Skodaverkstæðið Akureyri, Kald- baksgötu llb, simi 96-12520. Bif- reiðaverkstæðið Vikingur, Furu- vöilum 11, simi 96-21670. Kópasker Bifreiðaverkstæði Kaupfélags N- Þingeyinga, simi 96-52124. Þórshöfn Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Langnesinga, simi 61. Vopnafjörður Bifreiðaverkstæði Björns Viglundssonar, simi 70. Egilsstaðir Vélaverkstæðið Vikingur, simi 97- 1244 Eftirtaidar kranaþjónustur veita skuldlausum félagsmönnum FIB 15% afslátt: Málmtækni h.f. Súðarvogi 28-30, simar 36910 og 84139. Kallmerki R-21671 og Kranaþjónusta MM h.f. Eyrar- vegi 33, Selfossi. Simar 99-1131 og 99-1527. Kallmerki x-1537. Neskaupstaður Þessu tii viðbótar bendum við á bifreiðaverkstæðið Bifreiðaþjón- ustuna á Neskaupstað, Eirikur Asmundsson, sima 7447 og 7317 (heima).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.