Þjóðviljinn - 21.07.1974, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 21.07.1974, Blaðsíða 17
Sunnudagur 21. jtiH 1974. ÞJÓDVILJINN — StÐA 17 Sigurjón Framhald af 3. siðu. Tilbreyting í hausum Á vinnustofu Sigurjóns horfa allmörg andlit, sem hann hefur mótað i leir, á gestina. Við spyrj- um, hvort hann geri mikið af mannamyndum. — Ætli ég hafi ekki gert hátt i 200 hausa. Mér finnst mikil til- breyting i að gera mannamyndir annað slagið. Hér áður fyrr hafði ég mikið gagn af þessu. T.d. þeg- ar ég var úti i Danmörku. Það gat bjargað við bágbornum fjárhag að gera einn haus eða svo. Hér er til dæmis mynd af Einari Olgeirssyni. Ég hafði gaman af að gera þá mynd, enda er Einar stórfróður maður. — Gerirðu mannamyndir hér í vinnustofunni? — Já, ég læt menn taka sér sæti á þessum palli, og Sigurjón sýnir okkur pall, sem unnt er að snúa á alla vegu. — Svo verð ég að reyna að vera skemmtilegur, svo að fyrirmyndin sofni ekki. Það getur orðið býsna erfitt að gera hvort tveggja isenn, móta andlitsdrætti i leir og finna upp nýjar og nýjar skemmtisögur. Ég steypi alla mína hausa sjálf- ur I gips, enda lærði ég til þess verks i byrjun náms mins i Kaup- mannahöfn. Lærði fyrst húsamálun Við förum nú með Sigurjóni út i garð og virðum fyrir okkur högg- myndir hans með stórbrotna Laugarnesfjöruna i bakgrunni. Ég kynntist snemma Laugar- nesinu, segir Sigurjón. Ég lærði húsamálun hjá Einari Gislasyni i Brennu og vann oft við að mála holdsveikraspitalann, sem hér stóð, á sumrin. Ég útskrifaðist sem málara- sveinn frá Iðnskólanum 1927. Þetta var eina leiðin fyrir mig til að komast út til náms. Þó dugðu ekki peningarnir, sem ég hafði safnað mér, nógu lengi. Á miðjum öðrum vetri talaði ég við prófess- orinn minn og segi: — Ja, nú verð ég þvi miður að hætta. Hann vildi fá að vita ástæðurnar og sagðist ætla að athuga málið. Siðan fór •hann i sendiráðið og talaði við Svein Björnsson, en hann hafði samband við Krabbe, og mér var hjálpað um peninga. Seinna gerðist ég aðstoðarmað- ur prófessors mins og enn siðar, á striðsárunum, gerði ég myndir fyrir opinbera aðila i Danmörku og var þá sæmilega settur fjár- hagslega. Þetta voru tvær heljar- stórar granitmyndir, einlO tonn á þyngd, sem nú standa framan við ráðhúsið i Vejle. Faðmlögin Þessi mynd heitir faðmlögin, segir Sigurjón og bendir okkur á höggmynd af tveimur verum i innilegum farðmlögum. — Hún er jafngömul veru íslands i Nato. Þú ert enn býsna róttækur i skoðunum á þjóðfélagsmálum, spyrjum við. Já, ég gekk i kommúnistaflokk- inn úti i Danmörku 1939, og þar kynntist ég mörgum frábærum mönnum. Þá var býsna heitt i kolunum, Finnagaldurinn stóð sem hæst. Ég fylgist alltaf með hvað er að gerast i pólitikinni. Annars hef ég aldrei kunnað við myndlistina i Sovét, segir Sigur- jón, þegar við förum að ræða um, að hér áður fyrr hafi kommún- istaflokkarnir mænt einum of mikið til austurs. — Þetta voru steindauðar myndir hjá þeim. Það var eins og þeir hefðu ekki tima til að sinna alvarlegri mynd- list. Þetta var allt i stil við mynd- skreytingar i vikublöðum á borð við Hjemmet og Familie Journal. Langur vinnudagur Nú var kominn timi til að kveðja, og Sigurjón gekk með okkur út á hlað. Við spyrjum, hvaða stórverkefni séu á döfinni. Ég hef ekkert stórt á prjónun- um fyrir utan minnismerkið um Jón konferensráð. En ég hef alltaf nóg að gera. Helst vil ég vera að dútla eitthvað alla tið. — Það er þá langur vinnudag- urinn hjá þér, spyrjum við. Já, ég hugsa, að margur iðnað- armaðurinn yrði hissa, ef hann vissi, hversu langur vinnudagur- inn er hjá manni. Að svo mæltu kvöddum við Sig- urjón, og hélt hver i sina átt. Hann hefur án efa tekið til við að móta hugmyndir sinar i mynd, ljósmyndarinn fór inn i dimma myrkrastofu til að framkalla það, sem hann hafði fest á filmu, en blaðamaðurinn settist niður við ritvél sina og horfði á sólskinið gegnum glerrúðu og var ekki i vafa um, að menn á borð við Sig- urjón ólafsson myndhöggvara ættu öfundsvert hlutskipti. ó.P. Dómur Framhald af 8. siðu. upplesið, hvar inni hann uppá- stendur, að þessara delinqventa sök til endalyktar gangi, svo sem þau hafi (eftir eigin meðkenn- ingu) enn að nýju að blóð-skömm opinber orðið....” Nú taka dómendur til að spyrja sakafólkið, Jón fyrstan. Er hann spuröur I hverju viðurkenning hans á þessu síðara broti hafi ver- ið fólgin. Jón segir, „að sýslumaður. Hans Wium hefði sagt sér, að systir hans, Sunnefa, hefði að nýju lýst hann föður að þvi barni, hvar uppá hann segist svarað hafa: „Það mun verða svo að vera, ef hún hefur lýst þvl, en ég er ekki farinn að trúa þvi, að hún hafi gjört það.” ” „Aðspurður, hv'drt hann vissi sig öldungis frían fyrir að hafa drýgt blóðskömm og holdlegt samræði með Sunnefu, síðan hans og hennar barneign hefði I fyrra sinn opinber orðið. Og var hann fyrir réttinum hið frekasta mögu- legt var áminntur að segja sann- leikann. Svaraði: Að hann fyrir Guði og sinni samvizku vissi sig vera frían þar frá.” Hver var faðirinn? Þegar Sunnefa kemur fyrir réttinn, játar hún, að hafa lýst bróður sinn föður að slðara barn- inu, en segist hafa gert fyrir hræðslu sakir við Wlum sýslu- mann. Hann hafi sagt henni, að þetta brotið væri ekki verra hinu fyrra. „Aðspurð, hvör þá væri faðir að hennar barni. Hún svarar: „Eng- inn annar en sýslumaður Hans Wlum, og ég lýsi hann föður að þvi.” Alvarlega áminnt af réttin- um að segja sannleikann — sagð- ist fyrir Guði ekkert annað sann- ara vita, en hún nú sagt hefði.” Enn eru formgallar á má'li Wi- ums og skikkar lögmaður hann þvl að greiða 6 rikisdali til Hörgs- lands hospitals (holdsveiki). Sýslumanni hafði láðst að koma með réttarskjölin til alþingis. Liflátsdómur Dómendum er nokkur vandi á höndum I máli þeirra systkina. En þau hafa játað fyrra brotið og lögmaður kveður upp dóm I þvl: „Systkinin Jón Jónsson og Sunnefa Jónsdóttir, sem að blóð- skömm og barneign sln á miðlum hafa 1739 opinber orðið og þann glæp svo vel fyrir héraðs er þess- um lögþingis-rétti laus, liðug og óneydd meökennt, hafa bæði for- brotiö sitt llf, og skal þvi nefndur Jón með öxi hálshöggvast, en konan Sunnefa I vatni drekkj- ast....” En lögmaður er slður en svo miskunnarlaus. Hann skýtur máli þeirra til konungs og vlsar til þess, hve ung þau voru, „þá þau þessi stór-glæpur henti, bæði van- vitug”. Og á meðan hans Majestets allranáðugasta reso- lution (ákvörðun) er ei þar upp á fengin, skulu þau haldast sem fangar sýslumanns. Málið dregst enn á langinn Svo virðist sem þau systkin hafi veriðnáöuð af konungi,a.m.k. eru þau ekki liflátin. En það átti eftir að dragast lengi að síðara barns- málið yrði tekið fyrir. Þaö er ekki fyrr en 1752, að nefndardómur dæmir Hans Wium frá embætti fyrir hirðuleysi og af- glöp. Aftur á móti vann hann þá synjunareið að þvi, að hann væri ekki faðir slðara barns Sunnefu. A alþingi 1756 játar svo Jón Jónsson, að hann sé einnig faðir siðara barns systur sinnar, en Sunnefa stendur föst á þvi, að fað- irinn sé enginn annar en sýslu- maður Wium. Vorið 1757 vildi það Wium til happs, að Sunnefa dó, enda var þess nú skammt að biða, að nið- urstaða fengist I málinu. 11. júli sama ár kveður yfirdómur upp þann úrskurö, að Jón sé sekur og skuli hann afhöfðast. Dóminum var þó skotið til konungs, og I árs- lok 1758 breytti konungur dauða- dómnum i llfstlðar þrælkunar- vinnu I Friðrikshafnarkastala. Sýslumaður Wium undi ekki dómsniðurstöðunni 1754, og skaut hann máli sinu til hæstaréttar. Þar var hann I mal 1756 sýknaður af öllum ákærum. Tók hann þá aftur við embætti sinu og slapp við allar sektir. Sunnefumálið hefur orðið mörgum Islendingnum hugstætt, enda jafnast það á við reyfara nútímans, hvað spennu snertir. Enn veit enginn með vissu, hvort Sunnefa hafði á réttu aö standa. Þvl er öllum frjálst að ráða þá gátu, hverjum á sinn hátt. Hér hefur mál þetta verið rakið til að gefa lesendum blaðsins örlitla nasasjón af, hvers konar efni tveggja alda gamlar alþingis- bækur hafa að geyma. Skattskráin Framhald af bls. 6. látum við þó eina fljóta með hér. Þar er að segja frá kaupmanni einum hér I borg, sem amk. árið 1972 greiddi ekki eyrir I útsvar, og fáar krónur i önnur opinber gjöld. Þjóðviljinn gerði á sumri 1972 nokkra grein fyrir bágindum manns þessa, en hér er á ferðinni Þorbjörn Jóhannesson, sem kenndur hefur verið við Borg, en það er kjötbúðin hans. Arið 1973 hefur verið gott ár I versluninni Borg, þvl nú greiðir Þorbjörn samtals I gjöld 2 miljón- ir 287 þúsund krónur. Og það sem meira er, að þessi maður, sem svo bága afkomu haföi fyrir svo stuttu slðan, hefur haft um 3 miljónir I tekjur á slðasta ári, þvi tekjuskatturinn er 992 þúsund krónur og útsvarið 299.400 krónur. Til hamingju, Þorbjörn! -úþ Kýpur Framhald af 1. siðu. byssubát var sökkt út af borginni. Tyrkir hófu atlöguna með stór- skotahríð á borgina af sjó, auk þess sem flugvélar þeirra réðust að herbækistöðvum Kýpur- Grikkja. Þegar eftir innrásina hófust bardagar milli griskættaðra manna og tyrkneskættaðra I Nikosiu og var samkvæmt bresk- um heimildum byrjað að skjóta frá tyrkneska borgarhlutanum. Geisuðu þar enn harðir bardagar er slöast fréttist. Erlendir frétta- menn urðu varir við að tyrkneskir fallhlífahermenn skipulögðu tyrkneska borgarbúa til orrust- unnar.Beitt er vélbyssum og sprengjuvörpum og á hálftima fresti renna tyrkneskar orrustu- flugvélar sér yfir borgina og ráð- ast að stöðvum Kýpur-Grikkja með skothrlð og sprengjum. Er- lendu fréttamennirnir, sem sam- ankomnir eru á hóteli nokkru I borginni, segja,að hundruð tyrk- neskra hermanna sæki nú I áttina til griska borgarhlutans. Eldar loga vlða I Nikosiu og meðal ann- ars stóðu aðalbækistöðvar kýp- rlska þjóðvarðarliðsins I björtu báli eftir loftárásir Tyrkja. Það var sem kunnugt er þjóðvarðar- liðið og foringjar þess frá gríska hernum, sem framkvæmdu valdaránið fyrir fimm sólar- hringum. Sfðustu fréttir herma að bar- dagar hafi lognast út af við Kýr- enlu, en tyrkneskar flugvélar halda þó ennþá áfram loftárásum þar um slóðir. Grlska stjórnin gaf I morgun út tilskipun um allsherjarhervæð- ingu og fyrr hafði verið tilkynnt að langar lestir skriðdreka, bryn- vagna, flutningabila og sjúkra- bíla væru á leiðinni til landamæra Grikklands og Tyrklands I Þrakiu. 1 Aþenuborg gengu kvik- sögur um að til vopnaviðskipta milliherja þessara tveggja Nató- rikja myndi koma þá og þegar. Svo er að heyra að tyrkneska stjórnin hafi endanlega ákveðið innrásina i nótt, eftir að Joseph Sisco, aðstoðarutanrikisráðherra Bandarikjanna, kom til Ankara frá Aþenuborg með þau skilaboð að griska stjórnin hafnaði þeirri kröfu Tyrkja að beita áhrifum sinum til þess að valdaræninginn Sampson yrði settur af og Maka- rlos erkibiskup settur á ný inn i forsetaembætti. 1 Washington og i aðalstöðvum Nató I Briissel eru menn að ærast af áhyggjum yfir þvl að þetta geti leitt til þess að Tyrkir segi sig úr Nató, en vitað er að samúð Sovétmanna er með Tyrkjum. Fastaráð Nató hefur svo til látlaust setið á fundum slð- an innrásin hófst, og mun við- leitni þess i bráðina beinast I þá átt að reyna að hindra að vlga- ferlin breiðist út. Breska stjórnin hefur lýst yfir megnri vanþóknun sinni á aðgerðum Tyrkja, en breska herliðið á Kýpur hefur enn ekki blandað sér I bardagana. Vitað er að hæði Bandarlkjamenn og Bretar hafa herflota til taks við Kýpur, ásamt með land- göngusveitum og flugliði. Tyrkneski herinn er um það bil þrefalt öflugri en sá griski, en báðir eru herirnir þrælvopnaðir allrahanda nýjustu vigvélum frá Nató og þá einkum Bandarlkjun- um. 1 herjum Tyrkja eru samtals nærri hálf miljón manna, auk þess sem þeir geta með litlum fyrirvara kvatt út mikið af vara- liði. Eitthvað fimmtánhundruð til tvö þúsund erlendir ferðamenn eru taldir vera á Kýpur, flestir frá Vesturlöndum og margir frá Norðurlöndum. Getur tafist að koma þeim frá eynni, þvi að Tyrkir hafa gert flugvöllinn við Nikosiu ónothæfan með sprengju- árásum. Þar réðust þeir meðal annars að norskri flugvél, sem var á leið með norska hermenn heim frá Austurlöndum nær, og löskuðu hana verulega. Siðustu fréttir fra Nikoslu hermdu,að fulltrúar Sameinuðu þjóðanna reyndu að koma á vopnahléi á þeim grundvelli að Nikosia yrði lýst óvarin borg og að kýpriska þjóðvarðarliðið héti þvi að ráðast ekki á Kýpur-Tyrki. Reuter-frétt hermir að þjóðvarð- arliðið muni að öllum likindum hafna þeim kostum. Tyrkir kalla innrás sina á Kýp- ur lögregluaðgerðir til þess að steypa af stóli ólöglegri stjórn, og visa I þvi sambandi á samning Bretlands, Grikklands og Tyrk- lands um skipan mála á Kýpur. Ætlaði að sökkva Framhald af 1 siðu vopna. Skipstjóranum var ræki- lega bent á að hann tæki á sig al- varlega ábyrgð ef skjóta þyrfti á skipið. En Taylor var hinn vig- reifasti og sagði eftirlitsskipinu að hann léti frekar skjóta skipið i kaf en að gefast upp, þvi að hann hefði fjórum sinnum tapað mál- um fyrir landhelgisgæslunni og þætti sér nóg um. Rétt eftir hádegi fór varðskipið mjög nærri togaranum og skaut fjórum lausum skotum m.a. á brúna. Siðan var aftur gefin við- vörun og varðskipið tilkynnt Taylor með festu að nú yrði skotið föstum skotum, og um leið var hann beðinn að flytja allan mann- skap togarans fram i skipið þvi að skotið yrði á skipið aftan til. Þá var enn brýnd fyrir honum sú hætta sem hann setti skipshöfn sina I með þvi að sinna ekki kröf- unni um að stöðva skipið. Auk þess var honum bent á fjárhags- legt tjón útgerðarinnar ef skipið yrði skotið niður og atvínnumissi margra sjómanna ef skipið fær- ist. Taylor flutti nú mannskapinn fram I skipið en sýndi enga til- burði til stöðvunar. Föst skot Um hálffjögurleytið var skotið föstu skoti yfir togarann og þar næst þremur skotum föstum. Skotið var aftan til yfir skipið um afturgálgann. Kl. rúmlega fjögur var honum svo sýnd full alvara, og fyrsta skotið lenti I skipið aft- antil. Fór skotið I gegnum siðuna og upp um dekkið þvi að velting- ur var. Þá var skotið i gegnum varahlera, og þvi næsta var skot- ið i gegnum bakborðshliðina, og fór það skot i gegnum vatnstank- inn. Alls var skotið 10 föstum skotum, en úrslitaskotið lenti aft- antil við miðju. Guðjón Arngrimsson 3 stýrimaður var þá skyttan Fór það i gegnum skipið, rauf rafstraum sem stjórnaði skurði skrúfunnar svo að skipið fór i aft- urábak-skurð og stöðvaðist siðan. Auk þess rauf skotið rafmagn fyr- ir lensdælur svo að skipið gat ekki lensað lekann. Skömmu áður hafði togarinn snúið við I áttina til eftirlitsskipsins þar sem það hafði dregist nokkuð aftur úr. Sagðist Taylor þurfa að koma sjúkum manni yfir I skipið. Var mannaður gúmibátur frá togar- anum sem sigldi til eftirlitsskips- ins. Er báturinn kom að Hausa, reyndist hinn sjúki maður vera Taylor sjálfur sem ætlaði að laumast þarna um borð en var gerður afturreka. Togarinn tekinn Þá voru mannaðir tveir gúmi- bátar frá varðskipinu með 12 mönnum. Fóru þeir um borð I togarann og tóku þar öll völd. Ekki var nein fyrirstaða af hálfu skipshafnar togarans. Þeir sem fóruum borð I Forester voru undir stjórn Friðgeirs Olgeirssonar 1. stýrimanns sem var vopnaður skambyssu, en auk hans voru: Birgir Jóhannsson 2. stýrimaður sem klæddur var froskbúning, Guðjón Arngrimsson 3. stýrimað- ur sem var vopnaður skambyssu, Hjörleifur Pétursson bátsmaður vopnaður riffli, Benedikt Svavarsson 3. vélstjóri vopnaður riffli, Jóhann Einarsson 4. vél- stjóri, Leifur Guðmundsson bryti og hásetarnir Jóhann ólafsson, Jóhann Bjarnason, Þórður Einarsson. Ingólfur Helgason og Guðmundur Þórðarson. Voru þeir allir vopnaðir kylfum. Þegar varðskipsmenn komu um borð, virtist ástandið frekar slæmt vegna þess að dælur skipsins voru óvirkar. Þá voru fluttar fjórar dælur úr varð- skipinu I togarann. Tók aðeins tvær klukkustundir að dæla úr skipinu og þétta skotgötin. Var siðan siglt af stað til lands og sigldu yfirmenn af varðskipinu togaranum. Hér lýkur frásögn Höskuldar skipherra af atburðunum, en hin skelegga framganga hans og örugg stjórn við þessar alvarlegu aðstæður, hefur vakið mikla athygli. Fram til þessa hefur breskum landhelgisbrjótum ætlð tekist að sleppa undan islenskri löggæslu siðan fiskveiðilögsagan var stækkuð I 50 milur. Hörskuldur sagði fréttaritara Þjóðviljans að það væri alltaf al- vörumál og tæki á taugarnar að skjóta á mannað skip, enda hefði það verið forðast i lengstu lög. Skipshöfn Þórs hefði verið samhent og allt hefði tekist vel. Var með fullfermi Gisli Sigurðsson sagði að tals- vert af fólki hefði verið á bryggj- unni á Seyðisfirði þegar varðskip- ið kom með togarann þangað i gærmorgun. Þar voru komnir fulltrúar landhelgisgæslunnar og einnig Bragi Steinarsson fulltrúi saksóknara rikisins. Skýrslugerð I málinu er umfangsmikil, og ekki erbúist við að réttarhöld geti haf- ist fyrr en á mánudag. Þvi má bæta við að C.S. Forr- ester er 700 lesta 5 ára gamall skuttogari og hið mesta aflaskip. Skipið var búið að vera 12 daga að veiðum að þessu sinni og var á siðasta úthaldsdegi þegar það var tekið. Aflinn var orðinn rúmar 200 lestir, Ford hræddur um dótturina Gerald Ford, varaforseti Bandarikjanna.á dóttur eina, sex- tán ára að aldri og Súsönnu að heiti. Eftir þvi sem slúðurdálkahöf- undur þess virta blaðs.Washing- ton Post, segir, þá hefur Ford fengið her leyniþjónustumanna til að gæta öryggis stúlkunnar. Ford kallaði til leyniþjónustu- mennina vegna þess að margir álita Súsönnu Ford eftirsóknar- verða I augum mannræningja — svipuð manngerð og Patty Hearst, segja leynilöggarnir og passa telpuna vel. UH UL SKAHIGKIPIR I .1( 7) KCRNniUS JONSSOði rVXárk SKOLAVOROUSI ÍG 8 t m BANKASJR4U6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.