Þjóðviljinn - 21.07.1974, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 21.07.1974, Blaðsíða 18
18 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. júll 1974. Gamalt land 17 Skáldsaga eftir J.B. Priestley Fyrir nokkrum mánuðum laum- aðist slúöurdálkahöfundur frá einu sunnudagsblaðinu inn i eina veisluna,en Crike gróf samstund- is upp eitthvað misjafnt um hann og eyðilagði fyrir honum fréttina. Crike verður þarna i kvöld. Hann kemur i gervi biskups. Ef ég fæ tækifæri til, ætla ég að leita ráða hjá honum i sambandi við hann pabba þinn. barna hætti Crike til aö tilkynna öðrum ökumanni, sem Tom vissi ekki til að hefði gert neitt af sér, að hann væri blóðlatur djöfuls aumingi. Eftir það þaut AUerton-Fawceiinn urr- andi og hvæsandi eftir röngum kanti,og það var ekki fyrr en þeir voru aftur komnir á réttan vegar- helming, að Tom var I skapi til að tala. — Ég verð að játa að mér leist bara vel á sjálfan mig i gervinu, sagði Tom. — En samt skil ég ekki hvernig þú og hitt fólkið nennir að standa i þessu. Og reyndu ekki að telja mér trú um það, Chas, að það sé af vorkunn- semi við veslings gömlu konuna. — Nei, fjandinn fjarri mér! En þetta er brandari. Og Bassenth- waite gamli, sem veit allt um mat og vfn og þarf ekki að telja skild- ingana ber fram afbragðs kvöld- verð — biddu bara og sjáðu. Og þótt kvenfólkið sé alltaf i minni- hluta, þá er ég illa svikinn ef þarna verða ekki ein eða tvær skærlegar skvisur, belgfullar af kampavini, sem vilja heldur koma með þér i leiðangur um húsið en standa malandi i setu- stofunni. Og ef þér list á ein- hverja, þá skaltu bara gefa mér merki og ég get sagt þér hvert þú átt að fara með hana. Já — og ef hún er lafði Betty eöa hennar náð Phyllis Bláblóð, þá berðu ekki við að andmæla þvi. Við göngum öll upp i leiknum. bað er liður i brandaranum. — Eg skal reyna að muna það. En heyrðu mig, Chas, það þarf þó liklega að elda og framreiða þennan frábæra málsverð. — Hafðu engar áhyggjur. Allir vita hvað á spýtunni hangir og Trask og Bassenthwaite hafa stjórn á öllu. Og gleymdu þvi ekki að strax og við komum inn i húsið, þá er ég Ashtreeplace lávarður og þú Sir Thomas. — Og spæjarinn Crike er bisk- up. Hvaða biskup er hann? — Man það ekki. Kannski I Parkhurst. Jæja, nú beygjum viö og þá verðum við komnir eftir tlu minútur. Heimreiðin var áreiðanlega hátt i kilómetra að lengd. Risa- stórt húsið sem steig upp úr grænu laufþykkninu virtist milli- stig milli skrauthýsis og kastala, með veröndum og turnum. A hlaðinu stóðu fjölmargir bilar, allt frá fornlegum Rollsum og niöur i þrihjóla smábfl, og fleiri voru að koma. Tigulegir og skrautbúnir menn voru að ganga upp þrepin aö aðaldyrum, og hér i og þar sást glitta i silki og satin. Ef til vill var þetta skripaleikur eöa brandari, en samt fannst Tom þegar hann var á leið upp þrepin ásamt Chas, að þetta væri örugg- lega glæsilegasta veisla sem hann heföi tekið þátt I. Alls staðar var Ijósadýrð. I anddyrinu voru tveir einkennisklæddir þjónar.og þegar Tom elti Chas yfir salinn og beygði til hægri, þá kom hann auga á einn stórfenglegasta mann sem hann hafði augum litið, klæddan eins konar einkennis- búningi úr svörtu flaueli, með gullfesti og með gullbryddað spjald milli handanna. — Góða kvöldið, Bassenth- waite, sagði Chas með viðeigandi yfirlæti sem Asthreeplace lávarð- ur. — Gott kvöld, lávarður minn. Og gott kvöld, Sir Thomas. Ég kynni lávarðinn fyrst, Sir Thom- as. Bassenthwaite gekk siðan fáein viröuleg skref fram á viö, gaf frá sér hóstakjölt sem var með ein- dæmum virðulegt og tilkynnti sfð- an hljómmikilli röddu: — Lafði min — Ashtreeplace lávarður, stórriddari af Bathorðunni, ridd- ari af konunglegu Viktoriuorð- unni, stórriddari af hinni fornu Bjarnarorðu. Og siðan heyrði Tom sjálfan sig kynntan: — Sir Thomas Adam- son, riddari af orðu heilags Mika- els og Georgs, stórriddari bresku heimsveldisorðunnar og skutil- svein af hinni fornu Gullarnar- orðu. Hann þokaði sér aö geislandi eöalsteinahrúgu og stóð siðan yfir hönd konunnar sem djásnin bar, lafði Ellowstone, sem reynd- ist vera þrekvaxin en ákaflega mjóslegin I andliti. Hún tinaði höfðinu sifellt — eins og höfuðið vildi vera allt annars staðar. Mannsöfnuðurinn sem hann kom nú inn i, var geysilega virðulegur. Verið var að bera fram sherry og ýmiss konar hanastél, og tekið var við glösum og þau tæmd með ögn meiri hraða en tiökaöist I fin- ustu veislum. Stofan var mjög stór og allt i henni var stórkost- legt: sófar sem hefðu sem best getað rúmað sex rida, skrautker sem fjóra hefði þurft til að lyfta, stofublóm sem hefðu sómt sér vel i frumskógi og ljós sem nægt hefðu til að lýsa upp heilan flug- völl. bessi stærð á öllum hlutum ásamt öllum þessum litskrúðugu borðum, stjörnum, oröum, heiðursmerkjum, gaf til kynna að brátt yrði tjaldið dregið frá i einu af stærstu óperuhúsum heims: það vantaði aðeins áttatiu manna hljómsveit aö leika for- leikinn, en samt mátti heyra tón- list einhvers staðar aö. Tóm vildi ógjarnan virðast taugaóstyrkur eða utanveltu og reyndi þvl að drekka á viö hvern annan og slok- aði I sig þrjá rótsterka martini- kokkteila, og siðan kynnti Ashtee- place lávarður hann fyrir greifafrú, tveimur snotrum náð- um, allmörgum aðalsmönnum og flotaforingja sem var moldfullur, og fljótl. fór Tom að finna vel á sér. Crike, sem var stór og lura- legur maður með annað augað hálflukt og vatnsósa, lét sig ekki vanta í gervi biskupsins af Murchester. Með tigulegu lát- bragði tilkynnti Bassenthwaite hennar náð, löfðum og lávörðum o.s.frv. að matur væri framreidd- ur. Mikil og hraðskreiö halarófa stikaði rösklega yfir anddyrið. bað voru nafnspjöld við borðið, sem var hið lengsta sem Tom hafði nokkru sinni séð og raunar dýrleg sjón. Chas hafði haft rétt fyrir sér um hæfileika Bassen- thwaites sem veislustjóra. Byrjað var á styrjuhrognum, reyktum laxi, gæsalifrarkæfu, siðan tók við sjóbirtingur með grænni sósu, lambshryggur með nýjum kart- öflum og dvergbaunum — mat- seðillinn var á ensku,ekki frönsku — og þar voru talin upp fleiri vin en Tom kannaðist við. Hann sat á milli annarrar af ungu „náðun- um”, þeirrar með stutta nefið, grænu augun og flissiö, og Shutt- ers nokkurs lávarðar, sem var grófgerður i svip og fasi, hrjúfur aöalsmaður, þótthann bæri mikið af orðum. (Andstætt flestum karlmönnunum var hann ber- sýnilega ekki leikari,og Tom taldi liklegt að hann væri einhver frændi Bassenthwaites að norðan). Biskupinn af Murchest- er mælti fram borðbænina, og þrátt fyrir hálflukt og skringilegt augaö I Crike, stóð hann sig með prýöi. Tom bætti isköldu vodka meö fyrsta réttinum og siðan sherrýi með súpunni við rununa af kokkteilum sem fyrir voru. Honum fór fljótlega að finnast að það væri dálitið ankanalegt, þótt indælt væri, að hann skyldi sitja þarna I stað þess að vera að reyna að leita að föður sinum. Shutter lávarður gerði aðeins hlé á áti og drykkju, sem hann lagði sig allan fram viö, til að muldra nokkur einsatkvæðisorð. Laglega „náð- in”, sem hét annars Dóra, fitlaði við gafflana sina og dreypti I til- raunaskyni á hinum ýmsu glös- um, reyndi aftur við vodkað eftir hvltvlnið og rauðvlnið, tók siðan fast um höndina á Tom undir boröinu og sagðist gera það til að stilla sig um að flissa. Réttirnir og vlnin komu og fóru. bá stakk fulli flotaforinginn upp á að drukkin væri konungleg skál. Lafði Ellowstone stóð tinandi upp frá borðum, og kvenfólkið fylgdi henni. Shutter lávarður nældi sér I fjóra vindla. Tom afþakkaði portvin en þáði konjak. Frá ridd- ara af orðu heilags Patreks og stórriddara af stjörnu Indlands heyrði hann tvær tviræðar sögur, sem Andrew Wentworth hafði áður sagt honum miklu betur. Sföan gengu þeir til fundar við kvenfólkið. Lafði Ellowstone sat með hirð sinni i setustofunni — og það var ofureölilegt, þótt hún virtist dálit- iö rotuð eftir hinn stórkostlega málsverð. Sir Thomas Adamson varð dálitið undrandi þegar hann sá aö ættingi hans Ashtreeplace lávarður var þar innsti koppur I búri, þótt hann tæki einnig eftir þvl að hin laglega „náðin” var innan seilingar við hann. Hann fann Dóru innst I salnum. Hún þóttist vera að rýna I nokkur geysistór og dökk málverk. — 011 dýrin á þessum myndum eru meö augu eins og manneskj- ur, sagði hún. — bað fer hrollur um mig. Hvað eigum við að gera núna? Ég hef aldrei komið hingað áður. — Ekki ég heldur. bað er hlýtt I veðri. Við gætum komiö út á sval- irnar. — Já, endilega, hrópaði hún. — Við gætum kelað svolitið. Mér datt það I hug undir borðum. En ekkert annað, skilurðu. Enga ágengni. Ég veit ekki hver þú ert, þaö er ekki óhætt.og ég vil ekki eyöileggja þennan kjól — ég á hann ekki. Og út fóru þau, og það var mjög notalegt á löngu, steinlögðu svöl- unum, þar sem þau spjölluðu á göngunni er keluðu dálitið þegar þau komu að dimma endanum. Dóra gafst upp við að halda áfram leikaraskapnum og sagði frá þvi að hún hefði haft nokkur smáhlutverk I kvikmyndum og léki nú forpokaðan ritara i einni af þessum sjónvarps-framhalds- myndum um njósnir, og hún væri svo hlaðin spenni og æsilegum viðburðum, að hún vissi varla sjálf hvað var eiginlega að gerast I henni og hvernig — það var eftir að hún byrjaði að snökta i slðasta kelerlinu — hún hefði orðið ást- fangin, væri ennþá ástfangin I þrælbeini sem væri svo óskaplega dásamlegur. bau voru trúlega búin að vera utan dyra I meira en klukkutima — og ýmsir voru þeg- ar að sýna á sér fararsnið — þeg- ar hann heyrði nafnið sitt kallað og um leið sá hann Chas birtast I ljósgeislanum frá setustofunni. — bú verður að hafa mig af- sakaðan, Dóra. Frændi minn er að kalla á mig. Við komum sam- an og kannski vill hann fara núna. — Jæja, ég er á förum hvort sem er. Og þakka þér fyrir hvað þú varst indæll. bú ert draumur. Og hún kyssti hann i skyndi og flýtti sér inn. Er yóur nokkuó aó VANBÚNAÐI ? Ef svo er, þá þurfið þér ekki annað, en að fara I TÓMSTUNDAHÚSIÐ hf. að Laugavegi 164, því satt bezt að segja, fáið þér ALLT í ferðalagið og útileguna þar að ógleymdu reyndu og lipru starfsfólki. Bílastæði?eru næg fyrir fjölda bifreiða og meira til. ÚTIGRILL SVEFNPOKAR TÖSKUR MATARÁHÖLD BAKPOKAR AUKAHLUTIR' VIÐ SÖGÐUM ALLT OG STÓNDUM VIÐ ÞAÐ: ELDUNARTÆKI VINDSÆN TJÖLD af öllum stærðum FERÐA VÖRUDEILD TÖMSTUNDAHCSIÐ h/f SÍMI 21901 LAUGAVEGI 164

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.