Þjóðviljinn - 21.07.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.07.1974, Blaðsíða 6
6 SÍÐA —JÓOVILJINN Sunnudagur 21. júU 1*74. DIOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fr^ttastióri: Eysteinn Þorvaldsson Ritstjórn, afgrelösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) iPrentun: Blaöaprent h.f. BEINU SKATTARNIR LÆKKA Skattskráin i Reykjavik kom út nú fyrir helgina, og um þessar mundir er fólk um land allt að fá i hendur skattseðla sina. Þetta er fyrsta skattálagningin eftir þær breytingar, sem gerðar voru á skattalög- um i vetur i samræmi við samkomulag rikisstjórnarinnar og verkalýðshreyfing- arinnar. Með þeim lögum voru tekjur rik- isins af tekjuskatti lækkaðar um milli 40 og 50%, sem þýðir hátt i þrjá miljarða króna. Beinir skattar eru þvi i ár mun lægri hjá öllum almenningi, en verið hefði sam- kvæmt þeim skattalögum, sem i gildi voru á siðasta ári, og gerðu þau þó ráð fyrir vægari skattheimtu á almenningi heldur en skattalögin,sem viðreisnarstjórnin setti i lok ferils sins, en aldrei komu til framkvæmda, vegna valdatöku vinstri stjórnarinnar. Persónufrádráttur er nú kr. 238.000,- fyrir einstakling, kr. 355.000,- fyrir hjón og kr. 50.000,- fyrir hvert barn á framfæri. Á skattgjaldstekjur frá 0-100.000.00 krónur leggst nú 20%, á skattgjaldstekur milli 100.000,-og 200.000.-kr. koma 30% á skattgjaldstekjur yfir 200.000,- 40%. Til að létta skattbyrði á láglaunafólki var siðan sett i lögin i vetur sérstakt ákvæði um almennan skattafslátt, sem allir fá samkvæmt sömu krónutölu, hvort sem tekjur eru miklar eða litlar. Þessi af- sláttur nemur hjá einstaklingi kr. 11.000,-, hjá hjónum kr. 18.500,- og siðan kr. 3.300,- fyrir hvert barn á framfæri. Þá er einnig i lögunum fra þvi i vetur sérstakt ákvæð um greiðslu til þeirra aðila, sem hafa svo lágar tekjur, að þeir hefðu samkvæmt eldri skattalögum átt að greiða annað hvort engan tekjuskatt eða lægri tek juskatt en nemur hinum almenna tekjuafslætti. Éinstaklingur, sem engan tekjuskatt hefði samkvæmt eldri lögum, fær þá beinlinis greiddar hjá rikinu kr. 11.000,- og hjón kr. 18.500,-, þ.e. þá upphæð sem nem- ur hinum almenna skattaafslætti. Væri tekjuskatturinn hins vegar einhver samkvæmt eldri lögum, en hinsvegar t.d. innan við kr. 11.0000,- samt hjá einstakl- ingi, þá fá menn greiddan mismuninn, og borga engan tekjuskatt. í Reykjavik einni eru það nær 20 þús . manns, sem njóta slikrar greiðslu frá rik- inu. Þarna ber sem sagt nýrra við, þegar rikið fer að borga mönnum út öfugan skatt, i stað þess, að menn borgi rikinu, og heitir slikt trúlega á máli Morgunblaðsins að efnt sé til veisluhalda fyrir óverðuga, eins og sama blað kenndi, þegar núver- andi rikisstjórn lét það verða eitt sitt fyrsta verk að stórhækka tryggingabætur gamals fólks og öryrkja. Rétt er að rif ja hér upp nokkur dæmi um það, hvað tekjuskattur manna lækkar, vegna lagasetningarinnar i vetur og er þá i öllum dæmunum gert ráð fyrir, að frá- dráttur annar en persónufrádráttur nemi kr. 100.000,-. 1. Hjón með þrjú börn og 800 þús. kr. i brúttótekjur á fyrra ári lækka um kr. 60.200,- 2. Hjón með tvö börn og 700 þús. kr. i brúttótekjur á fyrra ári lækka um kr. 47.800,-. 3. Hjón með fjögur börn og eina miljón i brúttótekjur á siðasta ári lækka um kr. 71.200,-. 4. Barnlaus hjón með kr. 900 þús. i brúttótekjur á fyrra ári lækka um kr. 55.400,-. Þannig mætti halda áfram, að rekja, en slikt er óþarft, þvi að skattseðlarnir s jálfir tala sinu máli. Hver veit nema það verði þvi ýmsir, sem taka undir með bilstjóranum, sem sagði þegar hann fékk upp skattinn sinn niðri i Hafnarbúðum á föstudaginn: ,,Ef ég hefði vitað þetta, hefði ég sko aldeilis ekki kosið Sjálfstæðisflokkinn.” VIÐ HYLLUM ÁHÖFNINA Á VARÐSKIPINU ÞÓR 1 gær gerðist sá ánægjulegi atburður i fyrsta sinn siðan landhelgin var stækkuð i 50 milur fyrir tæpum tveimur árum, að is- lenskt varðskip færði breskan landhelgis- brjót til hafnar. Breski togarinn Forester undir skip- stjórn manns, sem margdæmdur er fyrir landhelgisbrot hér á íslandi, var staðinn að ólöglegum veiðum, og það meira að segja innan gömlu 12 milna markanna, út af Hvalbak. Það var varðskipið Þór, sem eftir lang- varandi eltingarleik stöðvaði togarann með föstu skoti i vélarrúmið, setti menn um borð og færði hann til Seyðisfjarðar. Skipherra á Þór er Höskuldur Skarp- héðinsson. Með töku þessa togara hefur verið sann- að, að varðskipsmenn okkar geta haft i fullu tré við hina erlendu ránsmenn á ís- landsmiðum, en um það voru ýmsir farnir að efast, þar sem svo langt er um liðið sið- an erlendur togari hefur verið tekinn. Þetta er sérstakt fagnaðarefni fyrir alla þá, sem jafnan hafa kvatt til þess, að er- lendum veiðiþjófum væri engin linkind sýnd. Þjóðhátið fer i hönd. Til hennar ganga menn glaðari og uppréttari eftir þetta af- rek Höskuldar skipherra og manna hans. Þjóðviljinn hyllir áhöfnina á Þór og þakkar drýgða dáð. Þjóðin öll fagnar sigri varðskipsmanna. Þeirra sigur er okkar sigur. OG SKÚRIR SKIN Nú eru Reykvikingar búnir að fá tilkynningar frá Gjaldheimt- unni um það hversu háan skatt þeim beri að greiða I ár, og reyndar hafa fleiri landsmenn einnig fengið að vita hið sama. Að likindum verður öllum skatt- greiöendum orðiö þetta ljost sfðast i næstu viku. Ef til vill er það einkenni á við- brögðum manna við skattseðlin- um þetta árið, að menn gjóa ekki illyrmislegum augum á hann heldur brosa við honum. Þetta á mannfólkið þvi að þakka, að slíku moldviðri hefur verið þyrlað upp undangengin misseri yfir skatt- píningu, skattaáþján og óáran alls konar af þessum sökum, að búist var við einhverju ægilegu. Hins vegar spjaraði rikisstjórnin sig einkar vel i skattamálum og gerði tam. breytingu á skattalög- gjöfinni eftir áramótin siöustu, sem meöal annars valda þvi, að skattar á lágtekjufólki og mið- lungstekjufólki eru nú lægri en þeir hafa lengst af verið. Helstu breytingarnar, sem rikisstjórnin lét gera á skattalög- unum voru þær, að bilin milli skattaþrepanna voru lengd, og fyrsta þrep hækkað. Þá var álagningarprósentan lækkuð. Nú greiðast til dæmis 20% i tekjuskatt af allt að 100 þúsund krónum, en var 25% af fyrstu 64 þúsundunum. Nú greiðast 30% af 100-200 þúsund krónum, skatt- skyldum tekjum, en var við siöustu álagningu 35%, af tekjum frá 64 þús. að 96 þús. 44% skyldi samkvæmt lögunum greiðast af skattskyldum tekjum yfir 96 þúsundum, en nú á aö greiða 40% af skattskyldum tekjum yfir 200 þúsund. Þetta er samkvæmt yfir- lýsingu rikisstjórnarinnar um skattamál. Þá var persónufrádráttur hækkaður verulega: fyrir ein- staklinga úr 185.600 I 238 þúsund, fyrir hjón úr 281.600 I 338 þúsund og fyrir hvert barn undir 16 ára aldri á framfæri framteljanda hækkaði frádrátturinn úr 38.400 I 46.200 krónur. Endurgreiðsluskattur! Ein meginbreyting, sem gerð var á skattalögunum er enn óupp- talin. Hún er sú, að vegna hækkunar söluskatts, skal dregið frá skatti hvers einstaklings 11 þúsund krónur: frá skatti hjóna 18.500 krónur, og 3.300 krónur fyr- ir hvert barn undir 16 ára aldri á framfæri skattgreiðenda. Og til þess að reka endahnút hér á, var það einnig sett i lög, að heföi fólk ekki fengið þann tekju- skatt samkvæmt lögunum, sem giltu þar til breytingarnar tóku gildi, sem frádráttarupphæðinni nam, greiðir rfkisssjóöur fram- teljandanum fé , I stað þess að framteljandi greiði fé I rikis- sjóð. Ef tekiö er eitt dæmi, litur það þannig út. Hjón með þrjú börn, sem ekki hefðu greitt neinn tekjuskatt fyrir árið i ár, samkvæmt eldri skatta lögum, skulu fá greitt úr rikis- sjóði krónur 18.500 að viðbættum 3.300 krónum þrisvar sinnum, eða samtals 28.400 krónur. Þannig greiðir rikissjóður 19.256 fram- teljendum i Rvik nú um 193 milj. kr. af þessum sökum. tJr skattskránni Skattaskráin er að mörgu leyti forvitileg bók. Þar má meðal annars lesa það, að Reykviking- arjeinstakl., greiða rétt tæpar 35 miljónir i kirkjugarðsgjöld, en rúmar 47 miljónir I kirkjugjöld. Fleiri einstaklingar i Rvik greiða kirkjugjöld en nokkurn annan skatt, eða 36.173 einstaklingar. Ef viö þær tölur, sem hér voru nefndar um greiðslur til kirkjugarða, er bætt þeim upp- hæðum, sem félög og fyrirtæki greiða, hækka tekjur kirkjugarð- anna um tæpar 11 miljónir, en fyrirtæki og félög virðast ekki greiða nein kirkjugjöld. Þá er þaö og athyglisvert, að eignaskattur einstaklinga i Rvik er aöeins um 4 miljónum króna lægri en eignaskattur fyrirtækja, en samtals greiða einstaklingar og fyrirtæki i Rvik rúmlega 223 miljónir I eignaskatt. Heildarskattlagning á út- lendinga, sem tekjur höfðu i Rvik áriö 1973, var tæplega 42 miljónir króna, en Islenskir einstaklingar og fyrirtæki á sama stað greiða rúmlega 12,2 miljarða.þegar allir skattar eru taldir og saman- lagðir. Láglaunamaðurinn Sá maður, sem blað alþýðunnar i landinu, Alþýðublaðið, útnefnir sem skattakóng er Pálmi Jósson I Hagkaupum. Hann greiðir i samanlögð gjöld 5 miljónir 478 þúsund krónur. En þar með er ekki öll sagan sögö. Pálmi þessi hefur sultarlaun, er reyndar láglaunamaður eða þvi sem næst. Otsvarið hans er nefni- lega ekki nema 76 þúsund, sem bendir til þess, að hann hafi undir 800 þúsund krónur i árslaun. Það hlýtur að vera bölvað að greiða tæplega fimm og hálfa miljón i skatt af 800 þúsundum. Hins vegar hefur kollegi Pálma, kaupmaðurinn Rolf Johansen, um eitthundrað og áttatiu þúsund krónum lægra i heildargjöld, en hins vegar um tiu sinnum hærri laun, ef marka má útsvarsgreiðslu hans, en hann greiðir I útsvar 749 þúsund krón- ur, sem þýðir að hann hafi 7 og hálfa miljón krónur i árslaun eða 625 þúsund á mánuði. Þannig hefur Rolf á einum mánuði næst- um eins mikil laun og Pálmi á ári. Frádráttur i lagi Bjarni er maður nefndur. Hefur hann i skattskrá aukastafinn I, og er Agústsson og býr að Kvisthaga 25. Sá greiðir 1 miljón 846 þúsund krónur i heildargjöld, og er talinn vera 38. i röð hæstu skattgreið- enda i borginni. En sá hefur frádráttinn i lagi. Þvi þrátt fyrir upphæð gjald- anna greiöir hann ekki eina einustu krónu i tekjuskatt. Þvi miður er ekki ljóst hvort hann fær endurgreitt úr rikissjóði nokkur þúsund krónur eins og áður er sagt frá að gert er við þá,sem lægstar hafa tekjurnar,en sann- arlega er'astæða til að miskunna sig yfir slikan mann. Birtir til hjá Þorbirni i Borg Þvi miður er ekki hægt að ti- unda allar fréttirnar úr þeirri ágætu bók, skattskránni, hér og nú. Vonándi gefst timi og rúm til frekara yfirlits siðar. En af gleðitiðindum þaðan Framhald á 17. siðu. Úr skattskránni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.