Þjóðviljinn - 21.07.1974, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 21.07.1974, Blaðsíða 19
Sunnudagur 21. júll 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19 Hvað gerði Súkarnó? Útgáfufyrirtæki eitt i London bað nýlega Dewi Sukarno, hina 33 ára gömlu eiginkonu Sukarnos, hins sálaða forseta Indónesiu, opinberlega af- sökunar. Frúin fékk afsökunar- beiðnina, vegna þess að fyrir- tækið gaf út ævisögu þeirrar frægu gleðikonu, Normu Lewj og i bók hennar kvaðst Norma eitt sinn hafa legið undir Sukarno, forseta, er hann var i heimsókn i London. Norma þessi Lewy, einhver frægasta skyndikona Breta- veldis eftir að hún kippti póli- tiskum fótum undan lávörðun- um Lamdon og Jellicoe fyrir skemmstu, telur sér það til vegsauka i ævisögu sinni, að hafa verið eftirsótt af pólitikus- um. Útgefendur bókarinnar eru Blond and Briggs ltd. og bókin heitir „Ég, Norma Lewy” (I, Norma Lewy) — ef menn vilja ná sér i eitt eintak. Frú Súkarnó fór i mál við Blond og Briggs, og þeir urðu að yiðurkenna fyrir rétti, að Súkarno heitinn tyllti aldrei tá á göfuga jörð Bretadrottningar. Reytum gæsirnar! Hann flaug milli manna á búnaðarþingi fyrir nokkru þessi: Tveir bændur deildu hart um landamerki jarða sinna, eins og oft er hér á landi. Loks var illska þeirra orðin slik, að þeir töluðust ekki við nema með hnefunum. Báðir ákváðu þá að láta dómstóla skera úr um deilumálið. Annar bóndinn steöjaði til Reykjavikur og hitti lögfræðing. Sá hlustaði á mál bónda, en sagði svo: Þetta er rakið mál, sem þú vinnur lik- lega. Þvi miður hef ég svo mikið að gera núna, að ég verð að visa þvi frá mér — en ég skrifa hér meðmælabréf til kunningja mins. Hann mun án efa taka málið að sér. Og lögfræðingur- inn fékk bóndanum bréf. Bóndi gekk af stað til næsta lögfræð- ings, en á leiðinni flaug honum I hug, að kannski hefði bölvaður granni hans verið á undan. Hann opnaði bréfið fullur grun- semdar. Þar stóð: Tvær gæsir flugu til bæjarins. Tek að mér að reyta aðra, sendi þér hina. Og bóndi rauk heim, sýndi grannanum bréfið, og sættir tókust. SALON GAHLIN — Það verður vart annað sagt um æsku okkar tima en hún haldi vöku sinni — einkum þó um nætur. MOSKÓVÍTAR í RIGNINGU Veðrið hefur oftlega komið Moskvubúum á óvart i vor og sumar. A miðju vori, þegar hitinn var orðinn mikill og allt stóð I blóma, skall skyndilega á snjókoma og fólk varð að taka vetrarfötin fram aftur. 1 júni voru þrumuveður tiö, þung ský voru lágt á lofti og vatnsmiklar skúrir dundu á götum borga og höfðum Moskóvita. Einn daginn var rigningin þvllik, að á nokkrum timum féll jafnmikið úrkomumagn og yfirleitt kemur á hálfum mánuði. Vatnið flæddi um göturnar og inn I kjallara Um skeið stöðvaðist öll uniferð um götur og fólk varð aö vaða elginn upp að hnjám til að komast leiðar sinnar. HEILSUGÆSLUSTÖÐ í HÁFJÖLLUM Þessi sérkennilega tjaldbúð er staðsett 1.680 metra yfir sjávarmáli I Tian-Sahn fjöllum I Kirghisiu i Sovétrikjunum. Tjaldbúðin er nýlega reist, en hún er engin venjuleg hirðingjabúð, heldur heilsugæslu- stöð, sem fólk úr ýmsum hornum Sovétrikjanna heimsækir, ferðamenn jafnt sem þeir sem þangað fara samkvæmt læknisráði. t þessum tjöldum eru 46 gistihús, 11 heilsugæsulustöðvar, 69 hvildarheimili og 9 ferðamannamiðstöðvar. APN-fréttastofan, sem sendi okkur þessa mynd, segir,að stöðugt fjölgi þeim sem vilji eyða frldögum slnum I þessum tjaldbúðum, og smám saman er verið að færa út kvlarnar, vlkka umfang starfscminnar. 19. SÍÐAN Umsjón: GG Jafnrétti kynjanna á Kúbu Havana, 19/8 — Kúbanskir icarlmenn verða i framtiðinni að sætta sig við að ganga aí neimilisverkum til jafns vi? siginkonur sinar. Nú eru ný fjölskyldulög i undirbúningi á Kúbu, og eru lög þessi mikið rædd á fundum stéttarfélaga, útifundum og reyndar alls staðar þar sem fólk hittist á Kúbu. Nýju fjölskyldulögin á Kúbu eiga að koma i staðinn fyrir gömul og löngu úrelt lög, sem iita á karlmanninn sem foringja og yfirvald fjölskyld- unnar. Þessi gömlu lög tóku Kúbanir i arf frá Spánverjum. Þótt breyting á högum kúb- önsku konunnar hafi orðið mikil frá þvi byltingin hélt innreið sina á Kúbu árið 1959, hefur karlmaðurinn samt get- að litið á sig sem „forréttinda- pung” eftir sem áður. Kúbanskir karlmenn eru gamaldags i viðhorfum gagn- vart störfum og stöðu konunn- ar, og þess vegna býst rikis- stjórnin við mótmælaöldu vegna nýju laganna. Karl- menn lita á sig sem tekjuafl- ara heimiiisins, alveg eins og þeir álita að konan eigi að vinna á heimilinu og ekki ann- ars staðar. Áður var hjónabandið eins konar einhliða samningur karlmannsins við konuna, þar sem tekið var fram að konan ætti að vera karlmanninum undirgefin. Nýja lagafrum- varpið reiknar með þvi, að hjónaband sé samband karls og konu sem ákveðið hafa að búa saman. Gömlu lögin verða numin úr gildi, og til að ganga i hjónaband þarf engin gögn eða réttindi önnur en að geta sýnt fram á að maður sé ekki giftur fyrir eða sé löglega skil- inn. Giftingaraldur súlkna verður lækkaður niður i 16 ár og giftingaraldur karla miðaður við 18 ár. Undan- þágur má veita i sérstökum tilvikum. Með nýju lögunum verður fólki gert auðveldara að ganga i hjónaband, en hins vegar verða skilnaðarlögin mjög þrengd — þannig að erfiðara verður fyrir kúbönsk hjón að skilja, heldur en verið hefur hingað til. Sú ráðstöfun stjórnvalda er til komin vegna þess að hjónabönd hafa enst afar illa á Kúbu — skilaðartalan er svo há, að margir óttast að hjóna- bandið, þetta ævagamla fyrir- komulag á sambúð karla og kvenna, gangi úr sér — verði ella einskis virði sem uppeldisstofnun. Skilnað- artalan óx hraðfluga eftir byltinguna 1959. Nýju fjölskyldulögin reikna með aukinni aðstoð til heimil- anna, svo og auknum stuðningi við þau heimili, þar sem bæði foreldrin vinna utan heimilis. Sú aðstoð verður aðallega i formi fleiri barna- heimila. Sem fyrr segir er þetta lagafrumvarp nú mikið rætt á Kúbu, og áður en lögin verða staðfest, verður tekið mið af óskum manna um breytingar á þeim. Allir þegnar Kúbu hafa leyfi til að leggja fram breytingartillögur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.