Þjóðviljinn - 21.07.1974, Síða 20

Þjóðviljinn - 21.07.1974, Síða 20
f ÞIOÐVIUINN Sunnudagur 21. júli 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöldsimi blaöamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Kvöld-, nætur- og helgarvarsla lyfjabúöa i Reykjavlk 19,—25. júli veröur I Austurbæjarapóteki og Borgarapóteki. Tannlæknavakt fyrir skólabörn i Reykjavik er i Heilsuverndarstööinni I júli og ágúst alla virka daga, nema laugardaga, kl. 9-12 f.h. Slysavaröstofa Borgarspitalans ,er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstööinni. Simi 21230. Þetta starf er en erfitt mjög Rústirnar sjást grcinilcga á þessari mynd,sem tekin er fyrir nokkrum dögum. áhugavert Dúkkan, eöa hvaö nú á aö kalla þetta leikfang, er taliö vera frá land- námsöld. Hún fannst viö uppgröftinn i sumar. efst öskulag frá Kötlugosi.síöan um 1500, og viröist sem ekki hafi verið byggt þarna eftir þaö, en undir þessari ösku koma svo rúst- irnar allt aftur á 10. öld i ljós. — Ef þið hefðuð nægilegt fé, mannskap og tima, hvað telur þú að það tæki langan tima aö fullrannsaka þetta svæði? — Það er ekki gott að segja til um þaö, en ekki minna en 4 ár i viðbót, það tel ég aö sé algert lágmark. — En þið teljið ykkur sem sagt geta glatt Reykvikinga með þvi að þarna sé komin byggð Ingólfs? — Nei, það segi ég ekki.en allavega er þarna fundin byggð frá hans tima og ekki ólíklegt að hann og hans fólk hafi búið þarna, eða mjög nærri,að minnsta kosti. — Og nú stendur til að halda fund norrænna fornleifafræðinga og safnamanna á næstunni, til undirbúnings uppgreftri I Græn- landi? — Já, það er rétt, það á að funda i Grænlandi og maður biður spenntur eftir þvi að farið verði að grafa upp i Eystribyggð i Grænlandi. Þegar það hefur verið gert eru nefnilega komnir þrir mjög mikilvægir punktar 1 sam- bandi við rannsóknir fornleifa- fræðinga á byggðum norrænna manna. Þetta eru auðvitað Island, Nýfundnaland og svo Grænland. Það verður mjög svo fróðlegt að bera saman þessar rannsóknir(þegar þar að kemur. — Að lokum^Else, hvað verðið þið lengi að enn við rannsóknir i Suðurgötu? — Ja, allavega f sumar og næsta sumar, það er tryggt, en um framhaldið veit ég ekki. Hins vegar munum við ekki grafa neitt meira i Aðalstræti að óbreyttum aðstæðum. — Mér hefur likað þetta afar vel, og starfið hefur verið skemmti- legt og mjög áhugavert, en það er einnig erfitt. Ég hef nú fengist við fornleifauppgröft og rannsóknir siðan 1942, en aldrei komist i jafn erfitt starf og þetta. — Og hver er ástæðan fyrir þvi? — Astæðurnar eru marg- víslegar, en ein aðalástæðan fyrir þvi hve erfitt er að rannsaka þær húsarústir semþarna hafa komið I ljós eru torfveggirnir.sem húsin eru byggð úr. Fyrir bragðiö verður svo ósköp litið til að styðjast við. Þá hefur veðrið, að visu ekki i sumar, en undanfarin sumur, verið okkur mjög erfitt. Sifelldar rigningar eru með þvi versta sem hægt er að fá við þess- ar rannsóknir. I sumar hefur aftur á móti veriö mjög hagstætt veöur og enda miklu betra að starfa. — Hvað telurþú merkilegast af þvi sem þarna hefur komið i ljós? • — Það merkilegasta er auðvit- að að vissa er fyrir þvi, að þarna er að finna bæjarstæöi frá landnámsöld. Þeir eru ekki margir staðirnir á Islandi þar sem húsarústir, sem örugglega eru frá landnámsöld, hafa fund- ist. Þær húsarústir.sem viö höfum fundið þarna,eru frá þvi i kring- um árið 900, eða um það bil. En merkilegasti hluturinn sem viö Myndir og texti S.dór sagði Else Nordahlfornleifafræðingur um uppgröftinn á landnámsbænum í Suðurgötu Það fer vart milli mála, að fátt hefur vakið meiri athygli i Reykjavík og verið jafn oft í fréttum undanfarin 3 sumur og fornleifauppgröfturinn í Suðurgötu og Aðalstræti. Áhugi manna hér á landi fyrir niðustöðunum hefur verið mikill, enda lifa Islendingar mikið í for- tíðinni að sögn útlendra manna sem hér gista og kynnast landi og þjóð. En hvað um það, við þennan uppgröft hefur margt mjög merkilegt og fróðlegt komið í Ijós. Sænski forn- leifaf ræðingurinn Else Nordahl hefur stjórnað þessum uppgreftri frá byrjun. Þetta er fjórða sumarið sem hún vinnur við hann, og við snerum okkur til hennar og báðum hana segja okkur undan og ofan af því sem í Ijós hefur komið þarna og hvernig verk þetta hefur verið og hvernig henni hefur likað starfið. höfum fundið tel ég vera öxina sem við fundum I fyrra. Það er mjög góöur gripur, og er öruggt að öxin er siðan á 10. öld. Þá eru glerperlurnar m sem við höfum fundið nokkuð af þarna.einnig merkilegir hlutir. Þær hafa bæði veriðmeð gulli og silfri innani, og við höfum fundið eitthvað af þeim 1972, 1973 og i ár. Þá hefur og ýmislegt annað smávegis fundist þarna, og allt teljum viö það merkilegt og kærkomna hluti. — I Suðurgötu hefur komið i ljós að byggt hefur verið á sama staðnum öld eftir öld, — hve langt fram nær þetta? — Jú,þetta er rétt, að þarna hefur verið byggt á sama staðnum allt frá landnámsöld og fram til 1500,eða um það bil. Ekki er vist að þarna hafi alltaf verið ibúðarhús, en greinilega ein- hverjar byggingar alltaf. En i Aðalstræti er ekki að finna neitt^ nema frá landnámsöld. Annars þyrftum við að vikka uppgröftinn mikið bæði i Suðurgötu og i Aöal- stræti,til að komast betur niður 1 þessu. Viö þyrftum til að mynda að fá að grafa gamla kirkjugarð- inn i Aðalstræti upp, ef fá á fullkomna mynd af þessu, en auðvitað verður það ekki gert. Eins standa hús fyrir frekari rannsóknum i Aðalstrætinu. En i Suðurgötunni fundum við

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.