Þjóðviljinn - 21.07.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.07.1974, Blaðsíða 7
Sunnudagur 21. júll 1974. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7 Gulgowski kemur til Islands Gulgowski meö konu sinni Anne Berit og dótturinni Tale. Hér í blaðinu var ekki alls fyrir löngu skýrt frá því að pólverji nokkur, Wojcieck Gulgowski, hefði í hyggju að setjast að hér á landi. Nú er það í sjálf u sér ekki í frásögur færandi. En því komst mál hans á síður blaðanna að hann var í vor dæmdur í Noregi f yrir undirbúning að njósnum fyrir pólsku leyniþjónust- una. Til stóð að reka Gulgow- ski úr landi en af því varð ekki og honum leyfð áfram búseta í Noregi. í millitíð- inni hafði hann sótt um landvistarleyfi hér á landi og fengið jákvæðar undir- tektir. Nú bendir allt til þess að hann ætli að setjast hér að og í eftirfarandi grein sem Erik Lie hefur sent blaðinu er greint frá ástæðunum fyrir því að hann vill flytjast hingað. Akvörðun pólverjans Wojcieck Gulgowski um að flytja frá Nor- egi er mjög eðlileg afleiðing þess álags sem hann hefur orðið að þola undanfarna mánuði. Þann 26. april sl. var Gulgowski dæmdur i 120 daga fangelsi fyrir undirbúning að njósnum — ekki fyrir njósnir. Litil rök virðast hniga að þessum dómi og gefur hann nokkuð kúnstuga mynd af norsku réttarfari. Forsaga málsins nær allt aftur til ársins 1965. Þá var Gulgowski trúlofaður norskri stúlku. Árið eftir giftu þau sig og sótti hann þá um leyfi til að fá að flytjast til Noregs. Pólsk yfirvöld synjuðu honum en samtimis var gefið i skyn að þetta væri þó hugsanlegt, —■ ef hann ynni dálitið fyrir land sitt i leiðinni. Gulgowski skildi strax að hér var um njósnir að ræða og hafnaði boðinu. Brátt varð honum þó ljóst að ef hann ætti að eygja nokkra möguleika á að ná fund- um konu sinnar yrði hann að taka upp samstarf við pólsk yfirvöld. Eftir að hafa fengið ákveðna fjárupphæð hjá leyniþjónustunni og kominn til Noregs sendi hann heim nokkrar einskisverðar upplýsingar. Þessar upplýsingar höfðu alls enga þýðingu og á þeim er ekki hægt að byggja neina refsiheimild. í Noregi fékk Gulgowski heimsókn pólskra sendiráðsstarfs manna og jafnframt hafði norska leynilögreglan gætur á honum. Eftir fund hans með sendiráðs- mönnunum gaf hann sig fram við lögregluna. Eftirleikurinn var tafarlaus handtaka og ákæra fyrir njósnir. Meðan hann sat i gæslu- varðhaldi frá þvi i desember i fyrra fram i mai i vor féll dómur- inn um fjögurra mánaða fangelsi. „Ég kem ekki auga á nein rök fyrir þessum dómi” segir Gulgowski „rétturinn dæmdi mig fyrir áætlarnir sem pólska leyniþjónustan hafði á prjónun- um. Eg neitaði allan timann að verða að óskum þeifra.” Einnig má benda á að dómurinn byggir á atburðum sem urðu i Póllandi en ekki i Noregi. En það er ekki bara að Gulgowski finnist hann hafa feng- ið óréttláta meðferð. Norðmenn eru mjög gjarnir á að lita á hann sem njósnara. Að nokkur munur sé á undirbúningi að njósnum og njósnunum sjálfum virðist ekki komast inn hjá fólki. Þetta van- traust hefur orsakað mikið sál- rænt álag á Gulgowski og fjöl- skyldu hans að undanförnu. Vantraustið lýsir sér ekki bara i þvi að hann sé grunaður um njósnir heldur stafar það lika af þvi að hann er útlendur. Og i þriðja lagi er hann starfsmaður við tölvudeild háskólans i Bergen en þar er um þessar mundir verið að vinna að verkefni fyrir flota- stöðina við Hakonsvern, þ.e.a.s. verkefni sem snertir Nató. En staðreyndin er sú að Gulgowski starfar ekkert að þessu verkefni sem að auki er ekki stimplað sem leyndarmál af hálfu hernaðaryfirvalda. Vantraustið virðist þvi byggja eingöngu á upplýsingaskorti og misskilningi. ' Gulgowski hefur nú sótt um eins árs leyfi frá starfi sinu við háskólann i Bergen. Vegna þess sem á undan hefur gengið finnst honum best að yfirgefa landið meðan öldurnar lægir. Vissulega hefur Inger Louise Valler dómsmálaráðherra veitt honum dvalarleyfi áfram i land- inu en aðstæðurnar skapa samt hjá honum þörf fyrir að koma sér burt. Meðan beðið var eftir þessu dvalarleyfi frá dómsmálaráðu- neytinu gerðist það að verjandi hans og vinir sóttu um dvalarleyfi fyrir hann i ýmsum löndum þar sem hætta var á að hann yrði framseldur pólverjum. Island varð fyrst til að svara. — íslendingarnir hafa verið mér mjög velviljaðir og sagt að við værum velkomin, segir Gul- gowski. Þegar öll formsatriði eru komin i lag förum við. Mér hefur skilist að góðir atvinnu- möguleikar séu þar fyrir hendi en etv. erfiðara með útvegun húsnæðis. En við sjáum nú til. Það verður gott að breyta um umhverfi. (ÞH snaraði) Hann þoldi ekki vantraust norsks almennings sem leit á hann sem njósnara þótt sannað sé að svo er ekki Áður flaug hugurinn og iarfuglarnir. Nú fljúgum við suður —Isól og hvíld. Þangað sem hugurinn leitar í skammdeginu. Fíeiri og fleiri átta sig á hve einstök tæklfœri bjóðast Tfu til að njóta sumatblíðu, hressingar og skemmtunar meðan veturinn ríkir hérfmorðrL Eftir sex tíma þotuflug í hásuður erum við komin til Kanaríeyja úti fyrir Afríkuströndum._________________ Við höfum íslenska fararstjóra á Gran Canaria og sjö mismunandi gististaðHirað velja um í 15 eða 22 daga: Flognar verða ferðir frá októberlokum til miðs maí. , ____ HJÁ SKRIFSTQFUM FLUGFÉLAGANNA OG UMBÖÐSMÖNNUM ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.