Þjóðviljinn - 21.07.1974, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 21.07.1974, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 21. júll 1974. VERZLIÐ í DOMUS Búsáhöld, garðhúsgögn, gastæki, ferðatöskur, svefnpokar, bakpokar, vindsængur, islenzk og sænsk tjöld, ferða- og iþróttafatnaður, ferðaskór i úrvali og margt fleira til ferðalaga og útilifs. 10% AFSLÁTTUR AFÖLLUM TJÖLDUM útivistarmerki Hér eru nokkur merki, sem Náttúruverndarráð lætur setja upp í þjóðgörðum, á friðlýstum stöðum, fólkvöng- um og útivistarsvæðum, þar sem þörf gerist. Það er von ráðsins, að fólk kunni að meta þá leiðbeiningu, og fari að þeim tilmælum, sem í þeim felast. (X! L>l L á m X a L 'Zd Gönguleið Gangið ekki hér Reiðstígur Umferð með nesta bönnuð ^ L * > P L J 1 'P ^ Lj Ökuleið Akstur bannaður Bílastæði Leggið ekki hér A L J rr > A ' ^ r — ^ •jp Tjaldstæði Tjaldið ekki hér Vatnsból Mengað vatn r r ' é. r«, r É n wc Eldstæði Kveikið ekki elda Þurrsalerni Vatnssalerni ■ 0 1 ■ r i f • m ' \ Upplýsingar Hætta Athyglisverður Merki Náttúru- staður verndarráðs Náttúruverndarráð r Auglýsingasiminn er 17500 MÚÐViUINN Pólska alþýðulýðveldið þrjátíu ára Þjóðdansaflokkur frá Tatra-fjöllum, skammt frá landamærum Póllands og Tékkóslóvakfu. Á morgun minnast Pólverjar þess, að þrjátiu ár eru liðin frá upphafi pólska alþýðulýðveldis- ins. Stofnun Alþýðulýðveldisins var verk neðanjarðarhreyfingarinnar gegn Þjóðverjum á strlðsárun- um. Hún stofnaði leynilega pólskt þing i janúar 1944, en 21. júli það ár myndaði þingið stjórn, sem nefnd var Þjóðfrelsisnefnd Pól- lands, og var staðsett I Lublin i Vestur-Póllandi, á landsvæði, sem þá hafði verið frelsað undan oki nasista. A þeim tima var pólsk útlagastjórn við lýði i Lond- on, en hún átti i hörðum deilum við Sovétstjórnina um austur- landamæri Póllands. Hélt hún fast við þau landamæri, sem ver- ið höfðu fyrir styrjöldina, en Sovétstjórnin bauð að landamær- in skyldu i framtiðinni miðast við hina svonefndu „Curzon-linu”, sem dregin var eftir tungumálum og skildi að pólskumælandi og rússneskumælandi lönd. 1 desember 1944 lýsti Þjóð- frelsisnefnd Póllands yfir, að hún teldi sig bráðabirgðastjórn lands- ins, og viðúrkenndi Sovétstjórnin hana þegar. A Yaltaráðstefnunni samþykktu stórveldin, að austur- landamæri Póllands skyldu mið- uð við Curzonlinuna, og eftir að bráðabirgðastjórnin hafði verið útvíkkuð viðurkenndu stórveldin hana sem ríkisstjórn Póllands i júli 1945. Um leið fékk landið aðild að Sameinuðu þjóðunum. Hinnar nýju stjórnar beið geig- vænlegt starf við að endurreisa landiö, þvl að sennilega beið eng- in þjóð eins mikið afhroð I heims- styrjöldinni og Pólverjar. Mest áhersla var lögð á iðnvæðinguna, og bar það m.a. þann árangur, að Pólverjar eru nú meðal tiu mestu skipasmiða heims og fjórðu I röð- inni af skipaútflytjendum. Pólverjar eru meðal mestu skipasmiöa veraldar og hafa þeir m.a. nýlega smiðað nokkra skuttogara fyrir islendinga. Þessi mynd er frá skipasmlöastöö I Szczecin.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.