Þjóðviljinn - 21.07.1974, Page 3

Þjóðviljinn - 21.07.1974, Page 3
Sunnudagur 21. jilll 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Steypumót at minnismerki um Jón konferensráö. — Hér er ég meö gamlan borðhníf úr sænsku gæöastáli, sagöi Sigurjón. — Ég erföi hann. Þaö gat enginn etiö með þessu, þetta er svo beitt. Sigurjón ólafsson viö módel af minnismerki um Jón konferensráö Eiriksson. SIGURJON OLAFSSON Fremst á Laugarnesi í Reykjavík stendur hús Sigurjóns Ölafssonar myndhöggvara. Laugar- nesið á sér margbrotna sögu. Eitt sinn var það höf- uðból. Síðar var reist þar biskupsstofa úr steini. Á tímum bresks hernáms fylltist Laugarnesið af bröggum, sem reyndar stóðu þar lengi eftir að all- ir hermenn voru farnir úr þeim. Nú eru allir braggar farnir og samkvæmt nýj- ustu áætlunum á Laugar- nesið að verða að mestu leyti óbyggt svæði. Er ósk- andi að því verði ekki breytt í þaulskipulagðan skrúðgarð með tilheyrandi rétthyrndum blómabeðum og þráðbeinum gangstíg- um. Á dögunum gerðum við okkur ferð fram í Laugar- nes og spjölluðum nokkra stund við Sigurjón Ólafs- son, myndhöggvara. 30 ára lýðveldl inu láe« feykilega langar myndir Sigurjón tók á móti okkur á koPar 1 trégrindum. hlaðinu og lék á alls oddi. A hlað- — Ja, hér sjáið þið bestu fjár- Gosiö. Þessi mynd var ásamt fleiri fslenskum listaverkum valin sem sýnishorn um abstrakta myndlist Islenska I ritiö L’art abstrait 39—70. festingu Reykjavikurborgar. Koparinn hefur margfaldast I verði frá því hann var keyptur. Annars er þetta minnismerki um 30ára lýðveldi á tslandi. Það á að reisa þettainnivið Kringlumýrar- braut, þar sem nýja leikhúsið og fleiri hús eiga að risa. Myndin á að standaútii vatni og speglast i vatnsfletinum. — Þú vinnur mikið i kopar núna. — Ég gerði það, en duftið og brælan af logsuðunni fara svo fyr- ir brjóstið á mér. Það stóðst á endum, þegar ég var búinn með þessa mynd i vetur, þá fór ég á spitala með andarteppu. — Varstu lengi á spitala? — Ég var þar um einn og hálfan mánuð. Ég var m.a. skorinn upp i nefi og ennisholum, þvi ég var al- veg hættur að finna lykt. Þegar ég kom út, hafði ég svo mikið lyktar- skyn, að ég gat eiginlega hvergi verið fyrir ýmiss konar þefjan. Já þetta kemur svona yfir mann með árunum. Ég er kominn með ofnæmi fyrir hinu og þessu. Tóbakið tek ég þó i nefið, hvað sem tautar og raular. Minnismerki um Jón konferensráð — Hvað ertu að gera núna, Sigurjón? — Núna vinn ég mest i plast. Ég er til dæmis núna að gera stórt minnismerki um Jón Eiriksson konferensráð. Ég bý til negatíft mót i plast. Þegar búið verður að koma þvi fyrir á staðnum, verður hellt i það steypu. Þetta er eigin- lega nýjung hjá mér, þvi að þessi mynd á að standa frjáls. Aður hef ég unnið svona myndir i plast fyr- ir Landsvirkjun og fleiri, en þær hafa verið steyptar i veggi. Ég gerði fyrst módel i tré. Það var ekki fyrr en löngu eftir að ég var búinn að gera módelið, að ég tók eftir þvi, að þetta voru eins og tvær skeifur. Þú veist, að Islendingar hengja alltaf upp skeifur, þannig að táin snýr upp, liklega af þvi þeir nenna ekki að reka nema einn nagla i vegginn. Danir láta aftur á móti tána alltaf snúa niður. Ekki veit ég nú, hvort þarna er fundin skýringin á mismunandi lifshamingju Dana og Islendinga. En Danir gerðu Jón Eiriksson að konferensráði, Islendingar voru honum aftur á móti margir furð- anlega mótsnúnir. En hvað með það, það er þægi- legt að eiga við plastið, og þvi fylgir ekki þetta fina ryk, sem fer svo illa i brjóstið á mér. Holskef lan Við göngum nú með Sigurjóni til vinnustofu hans. Þar er margt að skoða. Auðsjáanlega hefur Faömlögin. Myndin er jafngömui veru tslendinga I Atlantshafsbanda- laginu. Hún er i eigu Listasafns rikisins, en þaö hefur engan stað fyrir hana. Reyndar sómir hún sér vei i garðinum hjá Sigurjóni. hann verið að móta heljarstór stykki af einangrunarplasti, steypumót fyrir myndina um Jón konferensráð. Við komum auga á ljómandi fallegt módel úr tré og spyrjum Sigurjón, hvað þarna se á ferð- inni. Þetta er módel að mynd, sem nú stendur suður með sjó við Stapa. Konan min fann reyndar ágætt nafn á hana um daginn, Holskefla. Það á nú siöur en svo illa við á þessum siðustu og verstu timum i pólitikinni. Annars voru Færeyingar að spyrja mig um daginn, hvort ég vildi reisa fyrir þá minnismerki um drukknaða sjómenn. Ég sendi þeim mynd af Holskeflunni. svo að þeir gætu séð, hvernig myndir minar væru. Ég hélt kannski þeir væru á höttunum eftir einhverju natúralistisku verki. Þeir skrif- uðu mér á ný, og spurðu, hvort ég vildi koma og kikja á aðstæður. Færeyingar eiga sjálfir ágæta myndhöggvara, t.d. Janus Kam- ban, en hann gerir natural mynd- ir. Annars tók ég fyrir löngu siðan þátt i samkeppni um minnis- merki um drukknaða sjómenn i Færeyjum. Ég held þátttakendur hafi verið einir 70. Ég fékk önnur verðlaun. Framhald á 17. siðu. LITIÐ VIÐ í LAUGARNESI i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.