Þjóðviljinn - 21.07.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.07.1974, Blaðsíða 5
Sunnudagur 21. jtili 1874. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Alþjóðavinnumálaþing- 2. Alyktun um mannréttindi og réttindi stéttarfélaga I Chile. 3. Alytkun um greiöslu kostnaöar vegna fulltrúa á Alþjóöavinnu- málaþingum. 4. Alyktun um aö boöa til alþjóöa- þings um atvinnumál, tekjuskipt- ingu, félagslegar framfarir og al- þjóölega miölun vinnuafls. 5. Alyktun um umhverfismál vinnandi fólks. Islenska sendinefndin sat hjá i atkvæöagreiöslu um tillöguna varöandi Israel en greiddi at- kvæöi meö tillögunni um gagn- rýni á ntlverandi valdhafa í Chile, segir í frétt frá félagsmálaráöu- neytinu. Eins og málum er nó háttaö veröur hvert aöildarriki aö greiöa allan feröa- og dvalarkostnaö fulltrúa sinna á Alþjóðavinnu- málaþinginu, sem jafnan er hald- iÖ í Genf. Aöstaöa rikja til þess aö sækja þingiö er þvi æriö misjöfn. Málgagn Gaullista hœtt Málgagn Gaullista, daglbaðiö ,,La Nation”, sem hefur túlkaö skoðanir Gaullista- hreyfingarinnar siðan 1962, er nú hætt aö koma út. Þetta dag- blað náöi aldrei verulegri út- breiöslu i Frakklandi og var þvi alltaf háð fjárframlögum, sem valdamenn i hópi Gaullista létu i té. Nú hafa þá „Giscardistar” kippt öllum grundvelli undan útgáfu þess meö þvi að stööva fjárframlög og sýnir þaö aö þeir eru staöráönir i aö ganga milli bols og höfuðs á Gaullistahreyfingunni sem sjálfstæðri stjórnmála- hreyfingu. ið var haldið í n p jrenf lslensku fulltrúarnir á ráöstefnunni. Frá vinstri: Ólafur Jónsson, Snorri Jónsson, Jón S. ólafsson og Einar Benediktsson. Dagana 5.-25. júnf s.l. var 59. þing Alþjóöavinnumálastofnun- arinnar háö I Genf i Sviss. Samkvæmt stofnskrá Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar ber hverju aðildarriki aö senda fjóra fulltrúa til Alþjóöavinnumála- þings. Skal einn þeirra tilnefndur i samráöi viö aöalsamtök at- vinnurekenda og annar I samráöi viö aöalsamtök verkalýösins i landinu. Þá er aöildarrikjum og heimilt innan vissra takmarka aö tilnefna varamenn og og ráöu- nauta hinum skipuðu aöalfulltrú- um til aðstoöar og ráðuneytis. Alls sátu þetta þing yfir 1400 manns frá 119 rikjum. Fulltrúar Islands á þinginu voru Einar Benediktsson sendi- herra, Jón S. ólafsson, skrifstofu- stjóri I félagsmálaráöuneytinu, Ólafur Jónsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands lslands og Snorri Jónsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Islands. Alþjóöavinnumálastofnunin var sett á fót aö lokinni heims- styrjöldinni fyrri. Á þessu siöasta þingi var gerö samþykkt um leyfi frá störfum meö launum til náms, en meö þvi er átt viö þaö, aö verkamenn geti átt kost á þvl aö afla sér nokkurr- ar fræöslu og starfsþjálfunar um tiltekinn tima meö hæfilegum kaupgreiöslum. Þá var gerö samþykkt um varnir gegn hættu á sýkingu af krabbameini við vinnu. Auk þeirra dagskrármála þingsins, sem ákveöin eru fyrir- fram, er heimilt aö leggja fram tillögur til þingsályktunar, enda berist þær tilteknum tima fyrir þingsetningu. Sérstök nefnd fjall- ar um slikar tillögur. Á þinginu komu fram 27 tillögur, til álykt- unar, en þeim fækkaöi I 17, þar sem ýmsar þeirra voru sama eöa svipaös efnis og voru þvi samein- aöar. Meö atkvæöagreiöslu voru svo fimm af þessum tillögum valdar til umræöu og voru þær sam- þykktar meö nokkrum breyting- um og afgreiddar sem þings- ályktanir, en þær eru þessar: 1. Alyktun um misrétti og brot á réttindum og frelsi stéttarfélaga, sem israelsk stjórnvöld fremja i Palestinu og öörum hersetnum arabiskum landsvæðum. Sala minnispenings Þjóbhá- tíðarnefndar 1974 er hafin. Söluna annast bankar og helstu mynt- salar. Fornar vættir og landnáms- eldur prýða peninginn, s.em hann- aður er af Kristínu ÞorkelsdóttUr teiknara. Peningurinn er 7 cm i þvermál, hátt upphleýptur og þykk- ur. Slegnar voru tvó þúsund samstæðúr af silfur- og bronspen- ingi, sem kosta kr. 18.000,00, og ellefu þúsund eintök af stökum bronspeningum á kr. 1.900,00. Hver peningur er númeraður. Pen- ingarnir eru seldir í öskjum, og fylgir hverri þeirra smárit, sem gerir grein fýrjr landvættum ís- lands og útgáfu peningsins. ^ 'm&d ... 'Tif IfiSSPfial 11 eð 26/7 takmarkast samstæðum við þrjár

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.