Þjóðviljinn - 21.07.1974, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.07.1974, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. júll 1974. hægt að halda þaðan án þess að hafa ekið „fram í fjörð”, eins og Eyfirðingar segja, þ.e. að aka fram fjörðinn, helst að vestan- verðu, fram að Möðruvöllum „frammi i firði” og siðan út dal- inn að austanverðu. Þannig næst nokkuð góð heildarsýn yfir þetta mikla landbúnaðarhérað, og við getum á leiðinni skemmt okkur við aö rifja upp fornfræg bæja- nöfn. Við sleppum þvi hér að tala sér- staklega um Akureyri — náttum okkur þar á tjaldstæðinu eða á einhverju hótelanna. Og enn er rétt að itreka, að þótt við stefnum að þvi að æða burtu úr höfuðstað Norðurlands i fyrramálið, þá er það svo sannarlega þess virði að gleyma þessari ferðaáætlun og eyða hér einum degi, helst fleir- um, og kanna mannlif hér, söfn og næsta umhverfi. Akureyri — Skagafjöröur — Reykjavík Þessi áfangi gæti reyndar allt eins heitið Akureyri—Reykjavik, þvi að viðbúið er að mjög margir hringvegarþeysaranna hafi kannað Norðurland öllu betur en Suðausturland og Austfirði, og vilji þvi halda til Reykjavikur i einum spretti frá Akureyri. En margir munu þó ætla sér að kanna Eyjafjarðarsýslu ræki- lega. Og þá er að aka sem leið liggur fram Kræklingahlið i Hörgárdal — og annað hvort fram öxnadal og yfir öxnadalsheiði i Skagafjörð, eða um Galmar- strönd, Árskógsströnd fyrir mynni Svarfaðardals gegnum Dalvik og um ölafsfjörð út á Siglufjörð yfir Lágheiði. Reyndar þurfum við að leggja á okkur nokkurn krók til að komast á Siglufjörð — en sá krókur er vel þess virði, þvi Siglufjörður er fag- ur staður og forvitnilegur fyrir margra hluta sakir. Þessi gamli sildarnær er nú mjög að lifna við, eftir að stjórn- völd beittu sér fyrir endurbygg- ingu atvinnutækja byggðarlags- ins — nú blómstrar þar mannlif og athafnagleði i stað atvinnu- leysis og drunga sjöunda áratugs- ins. Frá Siglufirði ökum við um Fljótin, það fræga aðsetur mestu skiðakappa landsins, og við ökum um Hofsós inn á Sauðárkrók. Og nú er rétt að slá botn i leið- arvisi þennan — svo ófullkominn sem hann er, þvi það væri ósann- gjarnt gagnvart fögrum sveitum Skagafjarðar, Húnavatnssýslu og Borgarfjarðar, að telja upp það sem gleður augað við þjóðveginn — sérhvert það atriði, sem stað- næmst yrði við, ætti i raun skilið nákvæma umfjöllun i löngu máli. Og ef við brunum þjóðveginn yfir Holtavörðuheiði um Borgarfjörð til Reykjavikur, þá verðum við að lofa sjálfum okkur nýjum leið- angri fljótlega um inndali hérað- anna, um Snæfellsnes- og Hnappadaissýslu, Dalasýslu og Vestfirði. En að sinni þökkum við samfylgdina. „Það vekur líka furðu hve smá- smugulegir þið eruð” Formaður félags íhaldsstúdenta ritar lœrifeðrum sínum í hópi VL-manna Markús K. Möller, formaður Stúdentafélagsins Vöku, sem er samtök þeirra stúdenta við Háskóla Islands, er fylgja Sjálf- stæðisflokknum að málum, hefur óskað eftir að dagblöðin birtu opið bréf frá honum til fimm háskóla- kennara, sem stóðu að undir- skriftasöfnun VL manna i vetur. Bréfið er alllangt og sér Þjóð- viljinn ekki ástæðu til að birta það i heild. Formaður Vöku ber lof á prófessorana fyrir framtak þeirra við undirskriftasöfnunina, en þegar kemur að kærumálun- um á hendur stúdentum, blaða- mönnum og rithöfundum þá vakna áhyggjur Vökustúdentsins. Um þau efni segir Markús Möller i niðurlagi bréfs sins til háskólakennaranna: „Þessar málsóknir eru heldur ekki vel fallnar til að kynna al- menningi málin. öðru nær. Þær gefa Þjóðviljaklikunni og fylgi- fiskum hennar kjörið tækifæri til að slá ryki i augu fólks með of- sóknahjali og ritskoðunarþvætt- ingi. Mönnum blöskra lika fjár- kröfur ykkar, sem ekki verður séð að þjóni tilgangi. Ykkur þykir e.t.v. sem ansdstæðingar ykkar muni vera tilfinninganæmastir i buddunni og læri lexiuna best i gegnum hana. Þar gæti ég tæp- lega samsinnt ykkur. Það vekur lika furðu hve smá- smugulegir þið eruð, að tina til hverja hnútu, sem að ykkur var kastaö, hversu lifilf jörleg og langsótt sem hún kann aó vera. Slikar aðfarir eru broslegar, og ef nokkuð þá vekja þær andúð. Auk þess hafið þið þar til nýlega gert ónóga grein fyrir málstað ykkar og ekki ansað róginum. Ef ósann- indin fá að hljóma nógu oft i friði, kemur þar, að þau virðast trúleg. Þessi kenning var að visu ekki fundin upp á Þjóðviljanum, en engu að siður er vanhugsað að svara ekki grófum og itrekuðum ásökunum um óheiðarleg vinnu- brögð. Þótt þið vitið sjálfir hvern- ig málum er háttað og teljið hent- ast að fela þau dómstólunum, þá ber mönnum sem fást við stór- pólitisk verkefni lýðræðisleg skylda til að sjá um, að almenn- ingur fái sannar fregnir af at- burðum. Sé þessa ekki gætt, er grundvellinum kippt undan heil- brigðri skoðanamyndun. Michel Poniatovsky innanrikis- ráðherra Frakklands kom yfir- mönnum frönsku rannsóknarlög- reglunnar mjög á óvart nýlega, þegar hann fyrirskipaöi aö allar spjaldskrár yfir róttæka vinstri menn skyldu eyðilagðar. Siðan 1968 hefur lögreglan fylgst mjög vandlega með öllum samtökum, sem grunuð eru um að vera vinstri sinnuö, og gert spjaldskrá yfir alla menn sem koma nálægt þeim. Hafa sumir efast um að þessar aðgerðir lög- ÞRANDHEIMI — Fimm þús- und ára gömul málverk i helli I Þrændalögum hafa upplitast og eyðilagst vegna þess að sett hafa verið rafmagnsljós I hellinn. Tæknifræðingur einn, Alf So- land, skýrði frá þessu I blaða- grein eftir að hann hafði farið nið- ur i hellinn og tekið eftir þvi að málverkin voru orðin miklu óskýrari en þau voru á nýlegum ljósmyndum. Hann fór þá að at- huga málið og komst þá að þvi að sterk birta frá rafljósum sem komiðvarfyrir til að auðvelda al- menningi aðgang að hellinum, hefur eyðilagt litina, sem gerðir eru úr blöndu af ýmsum jarðefn- um og dýrablóði. Þessi hellamálverk voru máluð á yngri steinöld eða snemma á bronsöld, og varðveittust þau óskemmd i þúsundir ára vegna Af þessum orsökum verð ég að lýsa yfir óánægju vegna þeirrar stefnu, sem þið hafið tekið.” reglunnar séu fyllilega i sam- ræmi við stjórnarskrána. Eyðilegging þessara spjald- skráa er þáttur I framkvæmd kosningaloforða Giscard d’Estaing um að hætta ýmsum vafasömum aögerðum fyrirrenn- ara sinna eins og simhlerunum og sliku. En vikubl. Le Nouvel Observateur benti þó á að örlög spjaldskránna skiptu litlu máli lengur, þvi að það er nefnilega búið að setja þá alla inn á raf- eindaheila... þess að i hellinum var jafnt lofts- lag — og myrkur. 1 greininni sagði Alf Soland að sérfræðingar yrðu nú að taka afstöðu til þess hvort það sé yfirleitt ráðlegt að setja upp rafmagnsljós i hellinum og hvort ekki sé unnt aö draga úr þeim og búa þannig um þau að þau valdi ekki skaða. Það þarf lika að rannsaka hvort eyðileggingin sé orðin svo mikil að ekki sé unnt að gera við málverkin. Það er þvi miður ekki einsdæmi þegar hellir finnst með fornum málverkum að menn séu svo áfjáöir i að græða á þvi að selja mönnum aðgang að honum að þeir gæti þess ekkert hvort mál- verkin séu i hættu. Þannig stór- skemmdust t.d. hin frægu mál- verk i Laxcaux-helli i Suður- Frakklandi. Spjaldskrár um rót- tæklinga eyðilagðar Steinaldar málverk skemmast REYKJAVÍK ÞJÓÐHÁTÍÐ 3.-5. ÁGÚ5T 1974 LEIKHÚS, SÝNINGAR OG HLJÓMLEIKAR Leikfélag Reykjavíkur: Opið í allt sumar. Sunnudag 21. júlí kl. 20.30: Fló á skinni. Þriðjudag 23. júli kl. 20.30: islendingaspjöll. Miðvikudag 24. júlí kl. 20.30: Kertalog. Fimmtudag 25. júlí kl. 20.30: Selurinn hefur manns- augu. Föstudag 26. júlí kl. 20.30: Fló á skinni. Laugardag 27. júlí kl. 20.30: íslendingaspjöll. Miðvikudag 31. júlí kl. 20.30: Fló á skinni. Fimmtudag 1. ágúst kl. 20.30: Islendingaspjöll. Föstudag 2. ágúst kl. 20.30: Islendingaspjöll. Sunnudag 4. ágúst kl. 20.30: islendingaspjöll. Þjóðleikhúsið: Fimmtudag 25. júli kl. 20.00: Eg vil auðga mitt land. Föstudag 26. júlí kl. 20.00: Jón Arason. Laugardag 27. júlí kl. 20.00: Ég vil auðga mitt land. Miðvikudag 31. júlí kl. 20.00: Jón Arason. Fimmtudag 1. ágúst kl. 20.30: Litla flugan í Leikhús- kjallara. Fösludag 2. ágúsl kl. 20.00: ÞjóBdansalélagiB. Laugardag 3. ágúst kl. 20.30: Litta llugaa í Leikhús- kjallara. Sunnudag 4. ágúst kl. 20.00: Ég vil auðga mitt land. Þriðjudag 6. ágúst kl. 20.30: Lítla flugan i Leikhús- kjallara. Miðvikudag 7. ágúst kl. 20.00: Jón Arason. Miðasala opin frá 20. júli kl. 13.15—20 Simi 1-1200. KjarvalsstaSir: - v ---- ■ . ■ ui . i iti iiiaöymiiy yhr próun islenzkrar myndlistar frá upphafi. Opin dag- lega kl. 15—22 og á laugardögum og sunnudögum kl. 14—22. Sýningunni lýkur 15. ágúst. Kammersveit Reykjavlkur heldur hljómleika á Kjar- valsstöðum sunnudaginn 4. ágúst kl. 17.00 Einsöngvari: Elisabet Erlingsdóttir. Þjóðdansafélag Reykjavíkur: 2. ágúst föstudag kl. 20.00 í Þjóðleikhúsinu. Dansar: Sigriður Valgeirsdóttir. Tónlist: Jón Ásgeirsson. Dansfólk úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. í Fossvogsskóla: 1. og 2. ágúst kl. 16.00—22.00. Sýnishorn af vinnu nemenda úr sögu þjóðarinnar f 1100 ár. , j í Laugardalshöll: 25. júlí—11. ágúst. Þróunarsýning atvinnuveganna. Þjóðhátiöarnefnd Reykjavíkur 1974

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.