Þjóðviljinn - 26.08.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.08.1981, Blaðsíða 1
ÞluDVIUINN Miðvikudagur 26. ágúst 1981 —187. tbl. 46. árg. Gífurlegur áhugi á loðdýraeldi: 40 ný leyfi veitt í juní Fyrsta síldín í reknet Gissur hviti fékk fyrstu siidina i reknet á þessari vertiö i fyrrinótt i Bakkaflóa, samtais 50 tunnur. Síldin vár mjög mögur og léleg og verður þvi likast til frvst i beitu. Gissur hviti er eini rekneta báturinn, sem kominn er á miðin en reknetavertiðin hófst formlega 20. ágúst s.I. 65 bátar hafa leyfi til rekneta- veiða samtals 18 þús. lestir, en vertiðin stendur til 20. nóvember. Hringnótavertiðin hefst 20. september n.k. en kvótanum, sem er 24.500 lestir, verður skipt á milli 95 báta. Undirbúningur fyrir sildar- söltun er nú á lokastigi viðast hvar á Austfjörðum. Astvald Valdimarsson söltunarstjóri hjá Kaupfélaginu á Höfn i Hornafirði, sagði i samtali við Þjóðviljann I gær að þeir væru tilbúnir til að taka á móti síld til söltunar strax eftir helgina. „Ég er bjartsýnn á vertiðina, það verður mikið um sild, en ég er hins vegar ekki eins bjartsýnn á sölu á þessari sild. Það er mikill munur frá þvi i fyrra gagnvart Sovétmönnum. Höfum aðeins selt þeim 100 þús. tunnur á móti 160 þús i fyrra og Finnum 20 þús. nú, en 30þús. i fyrra. Þá er ennþá allt óklárt með samninga við Svia.” 1 fyrra voru saltaðar rúmar 26 þús. lestir hjá Kaupfélaginu en að sögn Astvalds er ætlunin að salta helmingi meiri sild á þessari vertið. 90 manns munp vinna við sildarsöltun hjá Kaupfélaginu auk þess sem mikiö er saltaö hjá söltunarstöbinni Stemmu. Engir aðkomubátar eru enn komnir til Hornafjarðar vegna rekneta- veiðanna,heldur biða þeir eftir að sildin gangi sunnar og fitni. 19 bátar veröa gerðir út á sildveiðar frá Hornafiröi á vertiðinni. — lg. Guðrún Gisladóttir. Salka Valka í Iðnó: Guðrún lelkur Sölku Guðrún Gisladóttir leik- kona, hefur fengið það hlut- verk að leika Sölku Völku i leikgerð sem leikhús- stjórarnir Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson i Iönó eru nú að vinna að. Stefnt er aö þvi að frumsýna Sölku Völku á 85 ára afmæli Leikfélags Reykjavikur i byrjun næsta árs. Sjá viðtal við Stefán Baldursson á bls. 2. ________ „Við erum búnir að fá einn, en hann er svo iitill að við sýnum þér hann ekki”, sögðu þeir félagar Guðni H. Sigurðsson t.v. og Hrafn Agústsson. Þeir voru að færa sig á milli veiöisvæða i Hólmsá, þegar ljósmyndari Þjóðviljans — gel, rakt á þá I gær. Fjöldi manns var við stangveiðar i Hólmsá I gær. 4,76% gengislækkun krónunnar í dag: A ekki að koma iteinum / a ovart Breytir ekki áformum um að verðbólga haldist við 40% markið frá upphafi til loka árs, segir Ragnar Arnalds fjármálaráðherra Meðalgengi erlendra gjaldmiðla hækkar um 5% i dag/ en það hefur í för með sér 4.76% gengislækk- un krónunnar. Þessu meðalgengi verður haldið óbreyttu næstu mánuði að öllu óbreyttu. Einungis ein gengisbreyting hafði áður orðið á árinu og var meðal- gengi krónunnar því aðeins 3.85% lægra en það var i upphafi árs fyrir gengis- breytinguna i gær. Til samanburðar má geta þess að á árinu 1979 hækkaði gengi erlendra gjaldmiðla gagnvart islensku krón- unni umtæp27% og á árinu 1980 um 54%. „Þessi gengisbreyting er i fullu samræmi við þá efnahagsáætlun sem rikisstjórnin gerði i upphafi árs”, sagðu Ragnar Arnalds fjármálaráðherra i gær. „Við höfum gert ráö fyrir henni i okkar spám og þvi hefur hún ekki áhrif á þau áform aö halda verðbólg- unni i 40% frá upphafi til loka árs.” Fjármálaráðherra minnti á þá ákvöröun stjórnarinnar frá sl. áramótum að stöðva gengissigið og halda genginu sem stöðugustu. „Auövitað var öllum ljóst að genginu yrði ekki haldið óbreyttu út árið meðan verðgildi krón- unnar rýrnaði um 40% af völdum verðbólgu. Eftir 5 mánaða gengisfestingu var gengið fellt um tæp fjögur prósent i maílok, og boðað aö svipaöa leiðréttingu þyrfti að gera siðasti hluta sumars. Þessi leiörétting reynd- ist þeim mun meira aðkallandi þar sem að gengi evrópskra gjaldmiðla hefur fallið mjög verulega i sumar, t.d. sterlings- pundið um 5.5% frá 1. júni og flestar aðrar Evrópumyntir um 1 til 2%.” Ragnar kvað það sem rekiö hefði mest eftir væri slæm staða margra iðngreina sem raunveru- lega fengju færri krónur fyrir hverja einingu selda úr landi en þær fengu um sl. áramót. Laun heföu á sama tima hækkað um 24% frá áramótum til september. Staðan hjá þessum iðngreinum væri i raun enn verri en þessar tölur bæru vott um, þvi að svo óhönduglega hefði til tekist að af- urðalánin eru mjög oft bundin við gengi Bandarikjadollars, sem hefur hækkað svo gifurlega sem raun bæri vitni, en framleiöslan væri á hinn bóginn mest seld I evrópskri mynt. „Það er enginn vafi á þvi að ef gengisbreytingin hefði átt að taka mið af þörfum iðnaðarins ein- vörðungu heföi gengislækkunin orðið lOtil 12%. Hinsvegar er ljóst að vegna sjávarútvegsins á þessi gengisbreyting að duga i nokkra mánuði,” sagði fjármála- ráðherra að lokum. — ekh Fréttatilkynning Seðlabankans — síðu 14 Gifurlegur áhugi er meöal bænda, einkum á Noröur- og Austuriandi á refarækt og veitti landbúnaöarráðuneytið nýlega 40 ieyfi til stofnunar refabúa. Annar eins fjöidi liggur fyrir óafgreidd- ur. Loðdýraeldi er nýtilkomiö hérlendis og eru nú 7 refabú starf- rækt og 4 minkabú. Haukur Jörundsson, skrifstofu- stjóri I landbúnaðarráðuneytinu sagði i gær aö ráðuneytið vildi fara frekar hægt i sakirnar og einkum væri það tvennt sem at- hugað væri áður en leyfi væru veitt. 1 fyrsta lagi gerum við kröf- ur um að menn hafi kynnt sér þetta vel, sagði Haukur, þvi refa- ræktin er mjög ólik hinum hefð- bundnu búgreinum og i öðru lagi hvetjum við til þess að menn slái sér saman eða semji við frystihús um að framleiða matinn ofani refina, þvi það er allt of dýrt fyrir hvern og einn að koma sér upp eldhúsi og geymslum undir mat- inn. — Hvaöa skýringar eru á þess- um mikla áhuga á refarækt? Er þetta arðvænleg búgrein? Aðalskýringin er sú að þaö er verið að takmarka mjög fram- leiöslu i hinum hefðbundnu bú- greinum, á mjólk og kjöti, og þvi eru bændur sem sækja um leyfi látnir ganga fyrir öðrum, sagði Haukur. Hann sagöi að það væri litil reynsla komin á arðsemi bú- anna ennþá .og það sem menn hefðu fyrir sér væri fyrst og fremst samanburður við ná- grannalöndin. Aö sumu leyti höf- um við betri aðstæöur, sagði hann, þannig er fóðrið til dæmis mun ódýrara. A hinn bóginn eru þær erfiðari vegna þess hvað hús- in þurfa aö vera miklu vandaðri hér á landi vegna veðra. — En hvað meö aörar aukabú- greinar? Nokkrar umsóknir hafa borist um svonefndar ullarkaninur eöa angórakaninur og væntanlega verður sett á stofn eitt slikt bú i tilraunaskyni og þá i sóttkvi fyrsta hálfa áriö. Tilraunir hafa verið gerðar með æðarvarp heima við bæi en það tekur nokk- urn tima að sjá árangur þeirra en þar er við þessa plágu, vargfugl- inn að etja og það er vandamál sem taka þarf á, sagöi Haukur. Hann sagði ennfremur að mikill áhugi væri meðal bænda á laxa- eldi og reyndar væri engin hætta á þvi að bændur björguðu sér ekki þó skorin væri niður framleiðsla á kjöti og mjólk. Garðyrkjan væri einnig að færast i vöxt, bæði yl- rækt og útirækt og hestamennska og skógrækt færu vaxandi lika. — AI Ná herlög yfir tíkina? Stokksnestík gerir usla í fé Hundahald getur viðar verið vandamál en i þéttbýli. 1 siöustu viku varö bóndinn á Horni fyrir baröinu á fylgitik ameriskra hermanna frá herstööinni á Stokksnesi. Tikin ónáöaöi fé Hornsbóndans Sigurjóns Sigurðssonar. Torfi Þorsteinsson á Haga, sagði okkur þessa sögu i gær: - Abúendur á Horni hafa haft mikil óþægindi af hundahaldi ameriska hersins. Hermenn fara reglulega i gönguferðir til að viöra sjálfa sig og hundinn. Hornsvik heitir austan við her- stööina, þar austan til i vikinni er gamalt herstöðvastæði sem heitir Hafnartangi. Þar upp af heita Kambar, þar sem Banda- rikjamenn byggöu skála þegar á striðsárunum. Þarna voru grunnar af fornum verstöðvum sem bandarikjamenn rifu niður á sinum tima og byggðu skála. 1 siðustu viku fóru þeir austur i víkina með tikina sina. Er skemmst frá þvi að segja nema féð sem þarna var rann undan tikinni og amerisku her- mönnunum heim að Horni. Sigurjón á Horni brást ókvæða við og mun hafa látið yfirvöld vita. Núer spurningin hvaða lög ná yfir tikina og hennar fram- ferði. Er hún undir lögsögu Friðjóns Guðröðarsonar sýslu- manns i Austur-Skaftafellssýslu eða lögreglustjórans á Kefla- vikurvelli? Nema amerisk her- lög nái yfir tikina. -óg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.