Þjóðviljinn - 26.08.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.08.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN MiBvikudagur 26. ágúst 1981 í & Mannskapurinn uppskveraður til myndunar, með Loömund tignarlegan ibaksýn. — Ljósm.: eng. Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vesturlandi: NORÐUR KJÖL „Hvað er þetta KEA skilti að gera hérna’’ varð einum að orði I sumarferö Alþýðubandaiagsins á Vesturlandi. Þá þótti mönnum orðið langt i Kerlingarfjöll, og farnir að imynda sér villur mikl- ar og hrakninga á Kili eða jafnvel norðar. En auðvitað fannst áfangastaöur að lokutn, þótt áliðið væri orðið. Sumarferðir Alþýöubandalags- fólks i hinum ýmsu kjördæmum eru fastur liður orðnar, og svo er einnig um sumarferð Alþýðu- bandalagsins á Vesturlandi. Hún Yngstu þátttakendurnir. Kvennafans á Hveravölium. Þetta hefði Magnús sálarháski kosið fremur guös blessun. er að þvl leiti frábrugðin flestum öörum slikum aö hún er miöuö viö mikiö feröalag, oft bæöi langt og strangt. Er þóalltaf skemmtilegt. Að þessu sinni var farið i Kerl- ingarfjöll og siðan norður af Kili ofan i Húnavatnssýslu og heim. Dvalið var i Kerlingarfjöllum rúman dag, en að öðru leyti verið á fartinni. Meöan ekiö var héldu menn uppi þjóölegum söng, leir- kveöskap nföskældum (að mati þeirra er fyrir nlöinu uröu) og svo auövitaö þvi aö fróöur maöur þuldi upp örnefnin og hæö þeirra yfir sjávarmáli. Semsagt hefö- bundin sumarleyfisferö, og ein- mitt þess vegna ákaflega skemmtileg. Fastur liöur I feröum þessum er ákvöröun um hvert fara skuli aö ári, og er þaö gert meö atkvæöa- greiöslu, aö undanförnum opin- berum áróöri og svo makki manna á milli. Hressilega er rif- ist um val á staö hverju sinni. Næsta sumarferö Alþýöu- bandalagsins á Vesturlandi verð- ur farin I Skaftafell. Fararhelgi hefur enn ekki verið ákveðin. Hér fylgja meö nokkrar myndir úr för þeirra „rauöliöanna aö vestan”. Norrænir endurskoð- endur á ráðstefnu: Hlutdrægni og gæða- eftirlit meðal mála Löggiltir endurskoðendur frá Danmörku, Islandi, Noregi, Svi- þjóö og Finnlandi sitja ráöstefnu I Helsinki þessa dagana og fjalla um mál, sem tengjast starfi þeirra. Norrænar endurskoðun- arráöstefnur eru haldnar fimmta hve't ár til skiptis á Norðurlönd- um siðast árið 1976 á Islandi. Að þe-au sinni taka um 380 endur- skoðendur þátt i ráöstefnunni, sem haldin er i FinlandiaJiúsinu i Helsinki. Frá Islandi munu 15 löggiltir endurskoðendur sækja ráðstefnuna. Störf og staða endurskoðenda hefur breyst verulega undanfarin ár á öllum Norðurlöndunum, jafnframtþví sem afstaða ýmissa þrýstihópa til endurskoðunar hef- ur breyst. Jafnvel stjórnvöld hafa nú meiri áhuga á endurskoðun en áður segir i frétt frá endurskoð- endum. Sem dæmi má nefna að endurskoöunarnám hér á landi hefur verið fellt inn i Viðskipta- deild Háskóla íslands og kröfur þannig stóraukist. A hinum Norð- urlöndunum hafa einnig verið gerðar umtalsverðar breytingar á endurskoðunarnámi. Menntun- armál eru stöðugt til unif jöllunar hjá félögum endurskoðenda á Noröurlöndum. Undanfarið hefur endurskoðun jafnvel verið grund- völlur umræðna hjá almenningi (sbr. súrálsmálið). 011 þessi mál og fleiri verða rædd á ráðstefnunni, þám. við- kvæm vandamál, td. hvort starf endurskoðanda sem ráðgjafa og sem óháðs endurskoðanda rekist á hvað varðar hlutdrægni og um „gæðaeftirlit” meö störfum end- urskoðenda, — hvernig skal það framkvæmt og af hverjum? Umferðin á árinu: Fleiri óhöpp, færri slys Heildartala umferðaróhappa var i júlflok komin I 4413 á móti 3932 árið 1980, eða 481 fleiri. Slys meö meiöslum eru þó færri þetta áriö eöa 270 á móti 295, af þeim voru dauðaslys 17 til júliloka sl. ár, en 7 á sama tima nú. Meiri- háttar slösun varð á 130 vegfar- endum fyrstu sjö mánuöina nú á móti 189 á sama tíma i fyrra. Bara I júlimánuði þetta ár urðu 629 umferöaróhöpp, þar af 70 slys með meiðslum og eitt banaslys. Hjólreiðaslysum I umferðinni hefur fjölgað mjög meö sumrinu og urðu slik slys með meiðslum 17 i júlimánuöi, en 18 framaö þvi fyrstu sex mánuöi ársins. Ferðamenit: Fleiri en í fyrra Straumur ferðamanna til Is- lands á þessu ári er talsvert meiri enifyrra og höföu ilok júlikomiö til landsins meö skipum og flug- vélum frá áramótum 45.966 út- lendingar, þaraf 18.154bara i júli, en á sama tima komu 38.597 Is- lendingar heim, — 11.455 i jiili — þe. alls komu 84.563. 1 fyrra komu á sama tima sam- anlagt 77.489 til landsins, 42.065 útlendingar og 35.424 Islendingar. Sem áöur koma flestir útlend- inganna frá Bandarikjunum, Vestur-Þýskalandi og Bretlandi, en áberandi er hve mikiö af Frökkum kemur hingaö i sumar- leyfi þetta árið, nær jafnmargir og stundum fleiri Dönum i sama mánuði.Fjöldi Bandarikjamanna gefur tæpastrétta mynd af feröa- mönnum til Islands, þarsem all- flestir þeirra stansa vart, en eru á leiö til meginlands Evrópu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.