Þjóðviljinn - 26.08.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.08.1981, Blaðsíða 5
Miövikudagur 26. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — StDA 5 Margt bendir til þess aö at- buröir fyrri viku yfir Sidra-flóa við strendur Libiu hafi siöur en svo komið bandarikjamönnum á óvart, og jafnvel gert ráö fyrir þeim af hálfu pentagonmanna og Reagan-stjórnarinnar. Raunar fer tvennum sögum af gangi mála. Samkvæmt upplýs- ingum kana réðust tvær libiskar orrustuflugvélar af sovéskri gerö („SU-22”) að tveimur bandarisk- um F-14 orrustuflugvélum þar sem vestanvélarnar voru að löngu tilkynntum æfingum yfir alþjóðlegu hafsvæði. Libiumenn skutu fyrirvaralaust að banda- risku vélunum, sem svöruðu i sömu mynt, og lauk leiknum með þvi að libisku vélarnar voru skotnar niður við mannbjörg. Libiumenn segja þessar tvær flugvélar sinar hafa verið á venjubundnu eftirlitsflugi i libiskri lofthelgi er þær koma að átta bandariskum vélum, og hafi flug libisku vélanna verið truflað af tveimur hinna bandarisku. Libisku flugmennirnir gáfu hin- um bandarisku viðvörun um tal- stöð og báðu þær að hverfa á brott hið snarasta, en þegar þvi var ekki sinnt skutu libiumenn að annarri vélanna, hæfðu og fór hún i sjóinn. Flak hennar var siðar dregið á land að sögn libiumanna, og sýnt i libiska sjónvarpinu. Að niðurskotinni bandarisku vélinni hafi þær sjö sem eftir flugu ráðist að libiumönnum og borið þá ofur- liöi. Ráðamenn i Tripoli og Washington hafa siðan skipst á mótmælaorðsendingum um þriðja aðilja og ásakað hvorir aðra um árásargirni, ögranir og ósannsögli-af atburðarás. Banda- riskir herráðamenn neita þvi staðfastlega að hafa misst flugvél i átökunum, en annarsstaðar er hyllst til að taka mark á þeim fullyrðingum libiuta.lsmanna, — flugvélarmissir er álitshnekkur fyrir bandarikjaher innávið, en þar er nánast litið á svonalöguð átök sem iþróttaleik með þjóð- heiður að veði. Skammt er að minnast ófara árásarinnar til gislabjörgunar í tran, sem rúði Carter fylgi, og enn má rifja upp sjóorrustuna við strendur Kambodiu i tið Fprd-stjórnar- innar, en i henni biðu bandarikja- menn miklu meira tjón en upp- haflega var látið i veðri vaka i Washington. öðrum en norðurameriskum þjóðrembingsmönnum og áhuga- mönnum um orrustugetu ein- stakra flugvélagerða má þó i léttu rúmi liggja hvort úrslit skot- hriðarinnar við Libiustrendur eru 2-0 eða 2-1. Landhelgi Landhelgismál koma hinsvegar mikið við sögu, og sumir frétta- skýrendur hafa tengt skothriðina við afstöðu kana á hafréttarráð- stefnunni sem nú er að fara útum þúfur af þeirra völdum. Sidra-fló- inn er umdeilt hafsvæði. Libiu- menn lýstu einhliða yfir lögsögu sinni á svæðinu árið 1974, en þá lögsögu hafa önnur riki verið treg að viðurkenna, þar á meðal bandarikjamenn, sem visa til hefðar um að flóar breiðari en 24 sjómilur skuli teljast alþjóðlegt hafsvæði. Sidra-flóinn er 275 sjó- milur. Það má minna á að Faxa- flói er um 91 sjómila frá Gerðum aö Hellnum og teldist þvi alþjóð- legthafsvæði ef sömu rökum væri beitt. Bandarikjamenn halda jafn- framt enn i regluna um 3 sjómilur sem mörk landhelgi, en Libia hefur lýst yfir 12 sjómilna land- helgi annarsstaðar en á Sidra-flóa, sem þeir telja, einsog áður segir, vera innhaf sitt. Þannig snýst þetta mál form- lega um lögsögu á Sidra-flóanum, en að atburðirnir hafi gerst þar virðist eitt af fáu sem libiumenn og bandarikjastjórn virðást geta komið sér saman um. En málið hefur fleiri hliðar. Flugvélarnar bandarisku tóku þátt i mikilli æfingu 6. flota bandarikjamanna, sem fer fram i Sidra-flóanum. Flotamenn bandariskir höfðu þrábeðið Carter-stjórnina um að fá að halda slikar æfingar, en hún þæft málið. Akvörðun um æfingarnar var siðan eitt af fyrstu forseta- verkum Reagans, og fylgir það sögu, að hann hafi um leið kastað hnútum að fyrri forseta fyrir Lega Sidra-flóa, eða Syrte-flóa, sem hann er einnig kallaður. Heiti fló- ans virðist á reiki i vestrænum fjölmiðlum, enda úr arabisku. Landhelgisbrot eða geðveiki Gaddafis? Loftorustan við Líbíu kom könum ekki á óvart linku við libiumenn, — linku sem hætt væri við að túlkuð yrði sem viðurkenning á eignarkröfum Libiu á Sidra-flóa þegar frá liði. Sett á svið Hið kunna bandariska frétta- blað „Newsweek” hafði haft eftir heimildum i Pentagon og Hvita húsinu vikuna áður en æfingarnar hófust að þar væri litið á flotaað- gerðirnar sem próf („test”) á libiumenn, og Gaddafi ofursta, leiðtoga þeirra, og franska stór- blaöið „Le Monde” segir að utan- rikisráðuneytið bandariska hafi á laun beðið starfsmenn banda- riskra oliufyrirtækja i Libiu að halda vöku sinni, þvi að sitthvað væri i undirbúningi („quelque chose se préparerait”). Staðhæfingu „Newsweek” var mótmælt af bandariskum tals- mönnum, en margt fleira bendir til þess, að kanar hafi hérumbil sett flugorrustuna yfir hinum um- deilda flóa sjálfir á sviö. Viðbrögð þeirra eftir atburðina einkennd- ust þannig af stakri rósemd, og Geðheilsa Gaddafis Stefna libiustjórnar undir for- sæti Gaddafis ofursta hefur hins- vegar farið mjög fyrir brjóstið á bandarikjamönnum, og raunar fleiri vörðum hins óbreytta ástands. Libia hefur stutt upp- reisnarhreyfingar grannlanda án tillits til annarra hagsmuna en þeirra og sinna eigin. Þeir hafa ma. stutt palestinu- menn einna hugheilast araba- rikja, skipt sér af borgarastyrj- öldinni i Tsjad með herliði, reynt að sameinast Súdan, boðið egypt- um uppá sameiningu og eftir vestursveiflu Sadats og Ca- mp-David samkomulag hans við kana og israelsmenn veitt and- stöðuöflum innan Egyptalands þann stuðning sem þeir hafa mátt. Libiumenn reyndu enn- fremur að forða einræðisherran- um Idi Amin frá falli og hin opin- bera ástæða Giscards d’Estaing fyrrum Frakklandsforseta fyrir innrás sinni i Miðafrikulýðveldið voru aukin tengsl Bokassa keis- Bandarisk F—14 vél. Fór 2—1 eða 2—0? sett i samhengi, ef skoðaðar eru forsendur hennar: þriðjaheims- sósialismi, arabisk, þjóðernis- stefna, áköf islamstrú og oliu- auður. CIA: drepa! Bandarikjastjórn Reagans hefur nú tekið upp mjög harða stefnu gegn libiumönnum, og eru atburðirnir yfir Sidra-flóa senni- lega aðeins undanfari frekari - átaka, leynilegra eða ekki. Gaddafi hefur lýst þvi yfir, að kanar hyggi á innrás i Libiu, og þótt fæstir taki fullt mark á þeim ummælum, hefur það vakið nokkra forvitni, að fyrir tæpum mánuði kom bandarisk þingnefnd að sögn blaðanna „Newsweek” og „Washington Post” i veg fyrir áætlun CIA-Ieyniþjónustunnar um að steypa af stóli núverandi stjórnvöldum i Libiu, og var einn liður þeirrar áætlunar að ráða Gaddafi ofursta af dögum. Viðbrögð við loftorrustunni yfir Sidra-flóa hafa verið af ýmsum einkar hliðstæð framferði banda- riska flotans við Libiustrendur. Harðlína gegn þriðja heiminum? Arabariki hafa brugðist ókvæða við þessum atburöum, og áteija bandarikjamenn harðlega. I þeim hópi eru jafnvel þau arabariki sem talin eru einna höllust undir vesturheimska stórveldiö, svo sem Kúvæt og emirsku fursta- dæmin. önnur þriðjaheimsriki sæmilega óháð könum hafa yfir- leitt siglt i kjölfar araba gegn Reaga n-stjórninni. Enda er ekki auðvelt aö sjá annað með serkneskum gleraug- um en að ögranir bandarikja- stjórnar við Libiu séu jafnframt igrip i innanrikismál arabarikja, en þau telja sig gjarna eina heild þrátt fyrir allar deilur. Flugvél af gerðinni SU—22, sem libiumenn fá frá Sovét. pað er einkar eftirtektarvert, að forsetanum sjálfum var leyft að sofa úr sér erilþreytuna, og ekki tilkynnt tiðindin fyrr en hann vaknaði sex timum siðar. Reagan hefur siðar sagt blaðamönnum að hann hafi gefið skipun um æfing- arnar beinlinis til að ögra libisk- um réttarkröfum, og til að sýna, að „Bandarikin hafa styrk til að standa við orð sin”. 1 sömu svið- setningarátt benda þau ummæli utanrikisráðherrans Haig, að átökin mætti skilja sem merki af hálfu kana, og að þau „hefðu ekki komið á óvart”. Samskipti Bandarikjanna og Libiu hafa versnað mjög uppá siökastið, og voru þó ekki hlýleg fyrir. Það sem hingað til hefur einkum komið i veg fyrir að mis- kliðin brytist út i öðru en gagn- kvæmri fýlu eru oliuviðskipti rikjanna, en um 10% af oliuinn- flutningi Bandarikjanna kemur frá Libiu, og þar starfa bandarisk oliufyrirtæki með rúmlega 1200 bandariska starfsmenn. Libia er eitt nýrikra oliulanda, skortir sárlega tækniþekkingu til oliu- vinnslunnar, og hefur þvi nokkurt gagn af samvinnunni viö oliu- fyrirtækin. ara við libiumenn. Gaddafi ofursti hefur undanfarið hallað sér æ meir að rússum, og þegar atburðirnir urðu yfir Sidra-flóa var hann á ferð um helstu vina- riki sovéskra við Rauðahaf, Eþiópiu og Suður-Jemen. Utanrikisstefna Gaddafis er þannig litið skemmtiefni i utan- rikisráðuneytum, hvorki i Banda- rikjunum né grannlöndum Libiu. „Hægfara” grannriki eru hrædd við herstyrk Libiu, og jafnvel vin- veittir grannar einsog alsirmenn eru litt hrifnir af brambolti libiu- manna, þótt innanrikispólitik i þessum rikjum sé ekki ósvipuð. Alsirmenn einbeita sér hinsvegar að eigin uppbyggingu, og vilja sátt við önnur riki að mestu. Gaddafi er oft kynntur sem brjálæðingur i vesturblöðum, og utanrikisstefna Libiu talin óábyrg og óáreiðanleg. Nú má endalaust deila um geðheilsu þeirra sem ráða þjóðum, og skal ekki skorið úr um það á þessum vettvangi hvor er meiri kleppsmatur, Gaddafi eða ábyrgðarmaöur nýju nifteindasprengjunnar. En á það skal bent, án þess að dæma um að öðru leyti, að utan- rikisstefna libiumanna verður toga. Bandamenn kana i Vestur-Evrópu hafa farið sér hægt, en virðast flestir heldur ánægðir með hina hörðu linu Reagan-stjórnarinnar. Sovét- menn hafa mótmælt óvenju harð- lega. Israelsmenn og egyptar styðja bandarikjamenn hvorir á sinn hátt. Egypski forsetinn Sadat hefur látið útúr sér, að Gaddafi veröskuldi að vera drep- inn beri hann persónulega ábyrgð á atburðunum, sem Sadat túlkað óhikað sem libiska ögrun. Stuðn- ingur Sadats, við Reagan kom ekki á óvart, enda talið samhengi milli bandarisku flotaæfinganna og landæfinga egypta við libisk landamæri á sama tima. Viöbrögð israelsmanna hafa einnig verið mjög jákvæð i garð kana, og hafa blöð þar bent á, að þessir atburðir verða i sömu viku og Reagan aflétti þvi banni sem sett var á afhendingu banda- riskra flugvéla til Israel. Það var i Libanon á sett vegna loftárása israela á Beirút — og vegna ný- legrar loftárásar israelsmanna á kjarnorkuver i Irak, en sú árás, sem á sinum tima var fordæmd mjög af bandarikjamönnum, er einmitt af blöðum i Israel talin Aðrir þriðjaheimsmenn hafa afturámóti, opinberlega eða ekki, túlkað atburöina i og yfir Sidra-flóa sem tákn um breytta stefnu Bandarikjanna i samskipt- um við þriðja heiminn. Er könum það ekki til happs, að loftorrustan gerist á sama tima og tveimur ráðstefnum Sameinuðu þjóðanna lýkur án árangurs i baráttumál- um þróunarþjóða, nefnilega fyrr- nefndri hafréttarráðstefnu og ráðstefnunni um orkumál i Nairobi, og á báðum hafa Reagan-talsmenn verið þriðja- heimsþjóðum verst ljón i vegi. tslendingar telja sig langt frá vettvangi atburða af þessu tagi, jafnvel þótt hér dvelji fjölmenn deild sama hernaðarapparats og i stórræðum stendur við að salla niður eitt og annað um heims- byggðina. Það er þó kannski von til að islenskir ráöamenn taki undir hina varfærnu gagnrýni utanrikisráðherra hægristjórnar- innar i Astraliu, Tony Street, sem sagði, að atburöirnir sýndu nauö- syn þess að Bandarikin féllust á að taka þátt i samningum um haf- réttarmál (AFP, t)N ofl). — m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.