Þjóðviljinn - 26.08.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.08.1981, Blaðsíða 3
Mibvikudagur 26. ágúst 1981 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 3 Heyfengurinn Betri en á horfðist Þjv. lcitaði til Matthiasar Egg- ertssonar ritstjóra Freys hjá Búnaðarfélaginu, til að forvitnast um heyskaparhorfur. Matthías, sagði að mönnum virtist að vel hefði farið ef miðað væri við útlit og horfur sl. vor. Þó væru vissir staðir sem heíðu farið illa út úr votvi-ðrasamri tið. Það væru Skagafjörður og aðliggjandi dalir austan og vestan. Eiiuiig væri bágt ástand af sömu sökum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Kalskemmdirnar væru náttúr- lega töluverðar, en á kalsvæðun- um hefði sprottið furðanlega þar sem ekki kól. Þaðer dikisprettu- leysi á því sem að lifði. Verst var kalið, i uppsveitum Suöurlands. Enþó að hafi kalið viða um land- ið, þá eru menn svo vanir kali sums staðar að þaö verður engin frétt. E n þegar kelur i stórum stil á Suðurlandi þá er það mikil frétt þvi það er svo fátitt. Sagði Matthias, að hann hefði fréttað hey væritilsölu áótrúleg- ustu stöðum, t.d. á Austurlandi. Ekki taldi Matthias li'klegt að mikið yrði um heymiðlanir i ár. Það væriá stundum hagkvæmara að fækka búfé um tima heldur en að kaupa hey langt að. Flutnings- kostnaður hefur aukist svo á sið- ustu árum að menn eru farnir að afskrifa heyflutninga i miklum mæli. Matthias sagðist hafa heyrt að verðið væri 1.40 - 1.50 krónur á kilóið af heyi i sumar. — óg Aðalfundur Skógræktarfélags s Islands Skoðaðir „bænda- skógar” Um siðustu helgi var aðal- fundur Skógræktarfélags tslands haldinn i héraðsheimQinu Vala- skjálf I Egilsstaðakauptúni. Fundurinn hófst á laugardags- morgun en lauk seinnipart mánu- dags. Hlé var þó gert á beinum fundarstörfum á sunnudaginn. Var þá ferðast um Fljótsdals- hérað, litið á ,, bændaskógana” þar og helstu „sögustaðina” i llallormsstaðarskógi. Þangað komu til móts við fundarfólkið 35 eyfirskir bændur, sem áhuga höfðu á þvi að sjá og fræðast um „bændaskóga” Fljótsdælinga. Deginum lauk með borðhaldi og skemmtilegri kvöldvöku, sem Austfirðingar önnuðust. Fundurinn afgreiddi allmargar ályktanir, sem si'öar verður greint frá, sem og fundinum að öðru leyti. Hin aldna kempa, Þórarinn Þórarinsson, fyrrum skólastjóri á Eiðum, var kjörinn heiðursfélagi Skógræktarfélags- ins, en Þórarinn hefur i áratugi staðið i fylkingarbrjósti islenskra skógræktarmanna. Sérstök viöurkenning var og veitti Páli Guttormssyni á Hallormsstaö, en hann mun trúlega eiga lengstan starfsaldur að baki við skógrækt þeirra manna, sem nú starfa að þeim malum. Ur stjórn Skógræktarfélags Is- lands áttu að ganga aö þessu sinni þeir Jónas Jónsson og Bjarni Helgason. Voru þeir endur- kjörnir. Fjölgað var i stjórninni úr 5 mönnum i 7 og komu þau nú inn til starfa þar Hulda Valtýs- dóttir, Reykjavik og Kjartan Ólafsson, Selfossi. Fyrir eru i stjórninni Oddur Andrésson, Ólafur Vilhjálmsson og Kristinn Skæringsson. í varastjóm var kjörinn Asgrímur Halldórsson en auk hans skipa hana Bjarni Bjarnason og Álfur Ketilsson. — mhg Kristján Benediktsson Sigurjón Pétursson Björgvin Guðmundsson Borgarfulltrúar Framsóknar og Alþýðuflokks: Lýsa stuðningi við kaup 20 leiguibúða Nú er unnið að þvi á vegum Reykjavikurborgar að kanna grundvöll fyrir kaupum á 20 ibúð- um á almennum markaði og breyta I leiguhúsnæði á vegum borgarinnar. Það var Bygginga- sjóður borgarinnar sem fór fram á leyfi til þessara kaupa og er ákvörðunar af hálfu borgarinnar að vænta innan skamms. Þetta húsnæði kæmi til viðbótar þvi leiguhúsnæði sem þegar hefur verið tekin ákvörðun um að hefja byggingu á og er hugsað sem lið- ur i að leysa húsnæðiskreppu þá sem rikir i borginni nú á haust- dögum. Þjóðviljinn hafði i gær samband við fulltrúa flokkanna i borgarstjórnarmeirihlutanum og spurðist fyrir um afstöðu þeirra til málsins. Kristján Benediktsson borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins kvaðst fastlega gera ráð fyrir að Framsóknarflokkurinn myndi styðja þetta mál, ,,þaö fer að sjálfsögðu eftir þvi hvort nánari könnun leiðir i ljós að það teljist skynsamlegt.” Um það hvort hann teldi að unnt væri að ganga lengra og festa kaup á meira hús- næöi en þessum 20 ibúðum sagði Kristján að þaö bæri að hafa i en telja ekki grundvöll fyrir frekari kaupum nú huga að fjármagn borgarinnar til þessara nota væri takmarkað og yrði aö hafa það til hliösjónar. ,,Við I meirihlutanum höfum lagt megin áherslu á uppbygg- ingu Verkamannabústaðanna og uppbyggingu húsnæðis fyrir aldr- aða og það ber að hafa i huga að það er einnig liður i að losa um húsnæöi á leigumarkaði.” ,,Það hefur litið verið gert i þvi af hálfu borgarinnar i' langan tima þar til nú, að byggja upp leiguhúsnæði. Það hefur verið tal- ið að flestir hefðu ráð á að eignast húsnæði á þeim kjörum sem þar er boðið upp á. Það er hins vegar orðið ljóst að þetta leysir ekki vanda allra og að borgin þarf að hafa leiguhúsnæði i nokkrum mæli til ráðstöfunar. En fram- kvæmdirnar við Verkamannabú- staðina hafa tekið til sin bæði fjármagn og mannafla og það er þvi miður þannig að ekki verður allt gert i einu.” Kristján kvaðst hingað til hafa verið andvigur þvi að borgin tæki upp sérstaka húsnæðismiðlun og væri sú skoðun óbreytt. Hann kvaðst telja að með þvi móti væri hætta á að borgin drægist inn i mál leigutaka og leigusala sem einhvers konar stuðpúði en það væri ekki æskilegt fyrir borgina. Kristján kvaðst að lokum vilja gera aðumtalsefni ákveöinn mis- skilning sem hefði verið ráðandi i umf jöllun fjölmiðla um húsnæðis- mál undanfarið. Tala þeirra sem væru á biðlista hjá Félagsmála- stofnun Reykjavikur væri ekki aö öllu marktæk um það hversu margir væru húsnæðislausir i borginni. Hluti þeirra sem á list- unum væru byggju í eigin hús- næöi þar væri um að ræða aldrað fólk sem hefði þörf á þvi að flytj- ast i' annars konar og verndað húsnæði. Björgvin Guðmundson annar fulltrúa Alþýðuflokksins iborgar- stjórn sagði að Alþýðuflokkurinn Framhald á bls. 14. Sigurjón Pétursson: Mun vart stranda á Alþýðubandalaglnu Eini flokkurinn sem vill leigumiðlun á vegum borgarinnar næði i þessu skyni þegar neyðar- Það mun vart stranda á Al- þýðubandalaginu þegar þetta hefur verið kannað nánar og til- laga Byggingasjóðsins kemur til afgreiðslu i borgarstjórn, sagði Sigurjón Pétursson forseti borg- arstjórnar, um hugmyndina að kaupum á 20 ibúöum til að breyta ileiguhúsnæði.Hins vegar er hús- næöisvandinn þannig vaxinn að liann verður ekki leystur með skyndiaðgerðum, sagði Sigurjón. Stefna fyrri meirihluta i þess- um efnum var sú að það væri al- gert neyðarúrræði aö leigja og það tekur tima að byggja upp leiguibúðakerfi sem kemst út fyr- ir það að vera neyðarúrræði. Að þvi hefur hins vegar veriö unnið i tiö þessa meirihluta. Það eru eng- ar skyndilausnir, heldur er verið að byggja upp kerfi sem eyöir þessum vanda og nú eru að hefj- ast framkvæmdir við fyrstu al- mennu leiguibúöirnar sem Reykjavikurborg byggir i áratug. — Er ekki ástæöa til þess að ganga lengraog kaupa fleiri ibúð- un er ég hræddur um. Hvort ibúðirnar eiga að vera fleiri en 20vilég ekkert um segja fyrr en þetta hefur verið kannað nánar. Þegar við kaupum eldri ibúöir i þvi skyni aö leigja þær út höfum viö ekki aukiö við húsnæð- iö i borginni, heldur fækkað þeim ibúðum sem eru i sölu og hugsan- legu eru setnar af leigjendum og fjölgað þeim ibúðum sem eru i leigu. Æskilegast er auövitaö að auka ibúðafjöldann svo allir eigi kost á húsnæði. En það er að minni hyggju rétt- lætanlegt að kaupa gamalt hús- Sigurður vill leigumiðlun I Alþýðublaðinu i gær er birt viðtal viðSigurðE. Guömundsson framkvæmdastjóra Húsnæðis- stofnunar rikisins um húsnæðis- mal i Reykjavik. Sigurður lýsir þar þvi yfir að hann telji að Reykjavikurborg beri að setja á stofn leigumiðlun. Um þetta efni hafa alloft verið fluttar tillögur af hálfu Alþýðubandalagsins i borgarstjórn en þær hafa ekki fengið hljómgrunn annarra flokka þar. 1 viðtölum hér i blaðinu i dag við fulltrúa Framsóknarflokks og Alþýöuflokks i borgarstjórn kemur hins vegar fram að hvorugur þeirra treystir sér tilað lýsa stuöningi viðþetta sjónarmið Sigurðar, ástand rikir ogþau rök mætti lika tina til að þannig yrði leigjendum á vegum borgarinnar ekki smal- að saman i ákveðin hús eða við ákveöna götu eins og hefur viljaö brenna við. En þetta kostar mikið fjármagn og sannleikurinn er sá að þóttkeyptar verði eldri ibúðir þá tekur það sinn tima að breyta þeimog rýma að ekki sé talað um ef keypt erskrifstofuhúsnæði iþvi skyni að breyta i ibúðir. Þetta yrði ekkert sem hægt er að ákveða i dag og gripa til á morg- un er ég hæíddur um. — Hvað um hugmyndina um leigumiðlun á vegum borgarinn- ar? Alþýðubandalagið hefur flutt slika tillögu, þ.e. að borgin ann- aðist sölu húsnæðis og leigumiðl- un jafnframt þvi sem hún legði mat á húsnæði, en Alþýðubanda- lagið var eini flokkurinn sem studdi það mál. Við höfum ekki flutt þá tillögu aftur einfaldlega vegna þess að við vitumað þaðer ekki marihluti fyrir hendi i borg- arstjórn Reykjavikur. Þcss má geta að í Þjóðviljanum á morgun verður birt ítarlegt við- tal við Sigurjón Pétursson um húsnæöismálin I borginni og stefnu meirihlutans í þeim efn- um. —j Fiskimáladeild al- þjóðasamtaka flutn- ingaverkamanna ITF fundar á íslandi Öryggis- mál sjó- manna og heilsu- gæsla i úag hefst að Hótel Loftleiðum ráðstefna Fiskimannadeildar al- þjóðasamtaka flutningaverka- manna ITF. Þetta er I fyrsta skipti sem samtökin þinga hér á landi og raunar f fyrsta sinn sem alþjóöa- samtök verkalýðsfélaga þinga á islandi. Sjómannasamband tslands hefur vcrið aðili að ITF frá árinu 1957, en áður var Sjómannafélag Reykjavfkur eitt og sér aðili aö samtökunum frá 1926. Ráðstefnu Fiskimannadeildar- innar sækja 25 fulltrúar frá 9 þjóðlöndum. Þá mun fram- kvæmdastjórn Sjómannasam- bandsins og formaður farmanna og fiskimannasambandsins sitja ráðstefnuna sem stendur i þrjá daga. Óskar Vigfússon formaður Sjó- mannasambandsins á sæti i aöal- stjórn ITF en það sæti skipar hann ásamt Oli Jacobsen for- manni Fiskimannafélagsins i Færeyjum. A siðasta þingi ITF hlutu þessi lönd sameiginlegan fulltrúa í stjórn samtakanna. Aður höfðu Danir farið með umboð fyrir Færeyinga og Islend- inga i stjórninni. Að sögn Hafþórs Rósmunds- sonar starfsmanns Sjómanna- sambandsins sem ásamt KrisUnu Friðriksdóttur hefur unniö aö undirbúningi ráðstefnunnar, veröa aðalumræöuefni hennar, öryggismál og heilsugæsla fiski- manna og einnig verður rætt um alþjóðlegar fiskveiðistefnur. „Hluti af starfi þessarar fiski- máladeildar ITF felst i þvi að safna gögnum frá öllum sínum aðildarfélögum um allt það sem viðkemur fiskimennsku. Undan- farið hefur einkum veriö unniö i aðbúnaðarmálum sjómanna, og raunar má segja aö þetta mikla starfsé réttaö byrja. Þær niöur- stöður sem hins vegar eru þegar komnar fram verða ræddar á ráðstefnunni. Þau gögn sem verða lögö fram frá okkur, eru að mestu leyti komin frá Siglingamálastofnun vegna þess aö Siglingamála- stofnun hefur unnið mikið starf i sambandi við allan aðbúnað og öryggi hjá sjómönnum. Ég held að þegar liggi fyrir einar 40 reglu- gerðir frá Siglingamálastofnun sem varða þessi efni” sagði Haf- þór. —lg. Danskir veiðiþjófar við lan Mayen Varðskip á leiðinni I gær sendu Norðmenn flugvél til að kanna veiðisvæðiö við Jan Mayen, þar sem dönsk loðnu- veiðiskip hafa verið að ólöglegum veiöum i norskri landhelgi. Ekk- ert sást til skipsferða fyrir þoku. Þrátt fyrir þrálátar óskir is- lenskra stjórnvalda hafa norskir enn engu svarað hvernig þeir hyggjast taka á athæfi þessara dönsku veiðiþjófa sem segjast veiöa á hafsvæði efnahagsbanda- lagsins. Þó er ljóst að Norðmenn hafa sent eitt af sinum varöskipum á miðin og verður það væntanlega komið þangað einhverntimann á morgun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.