Þjóðviljinn - 26.08.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 26.08.1981, Blaðsíða 15
Miövikudagur 26. ágúst 1981 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 15 Strætó milli Breið- holts og Kópavog Lélegar sam- göngur Maður i Breiðholti, sem oft á erindi i Kópavoginn hafði samband við blaðiö og kvartaði yfir þvi hve strætósamgöngur þar á milli væru lélegar. Kvaö hann það valda sér mikilli tima- sóun að þurfa fyrst að fara niður á Hlemm úr Breiðholtinu til að taka siðan þar strætó i Kópa- voginn. Hvernig væri nú á 50 ára afmæli strætó og f95 ára afmæli borgarinnar aö koma á auknu samstarfi viö strætó i Kópavogi og létta ögn búraunir Breiðhyltinga sem þurfa að komast i Voginn, en hafa ekki efni á að taka þátt i vitfirringu einkabilismans. Hóltari. Samgöngur vantar milli Breiðholts og Kópavogs, bendir lesandi á I bréfi sinu. Hringiö i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendum Of fljótt grænu á A.S.leit inn á ritstjórnina og kvaðst vilja taka undir með öldruðum göngumanni sem kvartaði undan þvi i lesenda- dálkinum á miðvikudag i sið- ustu viku hve gagnbrautarljós- úr gult in, m.a. við Hringbraut breyttu fljótt úr grænu á gult. Sagði hún, að ekki væri ætlandi nema ungu fólki að hlaupa yfir götuna á þeim tima sem gefst eftir að stutt er á hnappinn og græna ljósið kemur þar til bilarnir fá forgang aö nýju og greinilega miðaö við, að bilaumferöin tefð- ist sem minnst. Það þarf ekki einu sinni aldr- aða til að knappt sé um timann, sagði A.S. og kvaöst hún sjálf vera farin aö forðast gang- brautirnar með ljósum og reyna aö krækja öðruvisi fyrir götuna, að visu lengri leið. Það er til litils að setja upp svona þjón- ustu ef hún gagnar ekki þeim, sem einmitt þurfa mest á henni aö halda. Barnahorniö Finndu 5 atriði I f Ijótu bragði virðast myndirnar alveg eins. En þegar betur er að gáð sést, að f imm atriði vantar á þá neðri. Hefurðu heyrt þessa? Dýravinir — Sonur minn er svo mikill dýravinur, segir stolt móðir við aðra. — Minn líka. Síðast þegar hann var að passa litlu systur sína í vagn- inum skipti hann á henni og hvolpi. Góður stíll Pabbinn spyr strákinn þegar hann kemur heim úr skólanum: — Hvað sagði kennar- inn um ritgerðina sem ég skrifaði fyrir þig? — Honum fannst hún vel gerð af tíu ára barni! Ódýrt — Það er svei mér f lott sjónvarstæki sem þú hefur fengið þér. Var það ekki ofboðslega dýrt? — Það læt ég bara vera. Ekki nema hundraðkall á mánuði. — ( hvað marga mánuði? — Æ, ég gleymdi að spyrja um það! Blandað á vökunni Útvarp kl. 20.00 Guðrún Kristinsdóttir pianó- leikari Elin Sigurvinsdóttir söngvari Torfi Þorsteinsson frá Haga. Hvernig kom Borgar- fjörðurinn Skaftfcllingi fyrir sjónir fyrir hátt i hálfri öld, en ætla má aö meiri munur hafi verið á þessum landshornum þá en nú er með nútima fjöi- miðlum og samgöngum? Frá þessu greinir Torfi frá Haga Þorsteinsson væntanlega i frásögn sinni i Sumarvöku i kvöld, en þátturinn nefnist „Eitt sumar á slóðum Mýra- manna” og er um sumardvöl 1936. Atli Magnússon les fyrri hluta á Sumarvöku, sem er á dagskrá útvarpsins kl. 20. Annað efni sumarvöku eru ljóð eftir Guðfinnu Jónsdóttir frá Hömrum, sem önnur skáldkona, Þórunn Elfa Magnúsdóttir, les okkur og kallar Bálkinn „Hvar er blær- inn sem þaut i gær?” Enn- fremur frásaga eftir Pálma Hannesson rektor um helför fjögurra manna um Fjalla- baksveg, sem Siguröur Sigur- mundsson i Hvitárholti les, og að venju söngur, annarsvegar islensk lög i meöferð Lilju- kórsins, sem Jón Asgeirsson stjórnar, hinsvegar syngur Elin Sigurvinsdóttir lög eftir Siguringa Hjörleifsson og Sig- urð Þórarinsson við undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur pianóleikara. Atli Magnússon Ógeð en dáður af konum: J.R Ewing I Dallasþáttunum. Sá tíundi! Islenskir sjónvarpsáhorf- endur eru liklega farnir aö kynnast Ewing fjölskyldunni i Dallas sæmilega og vera MEÐ og A MÓTI einstökum persón- um, einsog annarsstaðar en þættirnir hafa nú verið sýndir i yfir 60 löndum og sjónvarpið hér sendir út 10. þáttinn i kvöld. Sú persóna sem ætla má, að flestum sé i nöp við er J.R., stóribróðirinn i Ewing fjöl- skyldunni, sem leikinn er af Larry Hagman. En ekki hafa allir sama smekk: Einmitt Hagman fær um 3000 aðdá- endabréf frá konum i hverri viku, — konum sem margar virðast sannfæröar um, að þær mundu sko ráöa viö þenn- an andstyggðar karl ef hann væri giftur þeim.... Sumum finnst huggun að hafa J.R. til samanburðar: Vissulega er maöurinn minn óþolandi, en hann er þó ekki eins djöful- legur og J.R.... Sjálfur var Larry Hagman gripinn einhverskonar ást-hatri þegar hann las hand- ritið i fyrsta sinn: — Það var ekki einn einasti Ijúfur eða þægilegur dráttur i þvi, fannst mér, en ég var orðinn þreyttur á leikritum, þar sem aliir eru svo elskuleg- ir hver við annan og skilnings- riki. Mér fannst ágætt að fá mótleikara sem ég mætti sparka i afturendann á. Ur þessum efniviöi tókst Larry Hagman að skapa einn óvenjulegasta þorpara sem fram hefur komið á skjánum. J.R. Ewing er sá eini sem er gáfaður i Dallas-seriunni, en það gleymist af þvi að hann er svo mikiö ógeð. Larry Hagman sjálfur stendur nú á fimmtugu, á til leikara að telja, — móöirin var söngstjarna á Broadway, Mary Martin, — og hann hefur aldrei starfað við annað. Kona hans heitir Maj, er sænsk, hönnuður að atvinnu, og eiga þau tvö börn, Heidi 24 ára og Preston, tvitugan. — vh Sjónvarp kl. 20.50

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.