Þjóðviljinn - 26.08.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.08.1981, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVÍLJINN Miövikudagur 26. ágúst 1981 Uppeldismálaþing (ÍÓNSKÓLI SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR Hellusundi 7 . Reykjavík Innritun og greiðsla námsgjalda fyrir haustönn verður i dag, miðvikudaginn 26., á morgun, fimmtudaginn 27., og á föstu- daginn 28. ágúst kl. 16.00—19.00 i Hellu- sundi 7. Nemendur, sem sóttu um framhalds- skólavist á siðastliðnu vori, eru sérstak- lega áminntir um að staðfesta umsóknir sinar með greiðslu námsgjalda, þar sem skólinn er fullsetinn nú þegar. Upplýsingar um stundaskrárgerð og fleira verða veittar við innritun. Ekki verður svarað i sima meðan á innritun stendur. Skólastjóri. REGNBOGINN Frumsýnir: Hugdjarfar stallsystur Hörkukarlar i bófaleik. Röskar stúlkur sem láta ekkert hræöa sig. Hættuleg blanda sem hæglega orsakar spreng- ingu — hlátursprengingu. Isienskur texti. Sýndkl.3 — 5 — 7— 9og 11. tJTBOÐ Orkubú Vestf jarða óskar eftir tilboði i að byggja kyndistöðvarhús á Patreksfirði. Útboðsgögn fást á tæknieild Orkubús Vestfjarða, Stakkanesi 1, Isafirði, simi 94- 3211, og kosta kr. 150. Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 10. september n.k. kl. 14. Orkubú Vestfjarða, Tæknideild. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Skólinn verður settur mánudaginn 31. ágúst kl. 13. Stundatöflur i dagskóla verða afhentar að lokinni skólasetningu gegn greiðslu 250 kr. innritunargjalds. Kennsla hefst i dagskóla og i öldungadeild skv. stundaskrá þriðjudaginn 1. september. Rektor „Skóli fyrir öll böm” Er meiri blöndun í bekkina æskileg? Félag stjórnenda i öldrunar- þjónustu var stofnaö sl. vor aö Hrafnistu i Hafnarfiröi og komu fundarmenn viösvegar aö af landinu, en um 40 hafa óskaö eftir aöild aö félaginu. Tilgangur félagsins er að berjast fyrir hagsmunum félags- manna, bæði hvaö snertir starf og laun. Mun félagiö berjast fyrir markandi stefnu i starfsemi heimilanna hagsmunum þeirra og vistfólksins i viöskiptum sinum viö rekstraraöila, rikis- vald, Tryggingarstofnun rikisins, sjúkrasamlög og heilbrigðis- málaráð og bættum samningum f.h. heimilanna viöþessa aöila, aö þvi er segir i lögum þess. Þaö mun einnig vinna að aukinni menntun félagsmanna, samræm- ingu hennar, endurmenntun, kynningu nýjunga i námsgrein- inni, námskeiöum og námsaö- feröum og samstarfi viö önnur félagssamtök. Þá er ætlunin aö gefa út félagsbréf meö fréttum frá starfi félagsmanna, kynna nýjungar og koma á skoöana- skiptum. Stjórn Félags stjórnenda I öldrunarþjónustu og varastjórn. Frá vinstri, aftari röö: Pétur Sigurðsson, formaöur, Róbert Sigurðsson, Guöjón Brjánsson ritari, Asgeir Ingvarsson gjaldkeri, Höröur Arnórsson. Fremriröö: Sigriöur Jónsdóttir, Rikey Rikharösdóttir, Asta B. Agústs- dóttir, Jónina Pétursdóttir og Guörún Emilsdóttir. Félag stjórnenda í öldrunarþ j ónustu íslendingurinn sem strauk úr Vestre-fangelsi Afplánar dóma hér Maðurinn sem strauk úr Vestre-fangelsinu i Kaupmanna- höfn I ágúst 1979, kom til Kefia- vikurflugvallar frá Lundúnum sl. fimmtudag. Fikniefnalögreglan upplýsti aö maöurinn heföi fengið vegabréfs- áritun hjá sendiráöinu i Lundún- um og þvi heföi veriö búist viö honum hér á landi. Maöurinn var handtekinn viö komuna til Kefla- vikur. Þorsteinn Jónsson fulltrúi i dómsmálaráöuneytinu sem hefur meö fullnustu dóma aö gera sagði i viötali viö blaöiö i gær, aö maö- urinn heföi veriö handtekinn og settur i fangelsi hér vegna þess aö hann ætti um fjórtán mánuöi óaf- plánaða hér á landi fyrir dóma sem hann hefði fengið. Sagði Þor- steinn aö enginn þeirra dóma væri vegna brota á fíkniefnalög- gjöfinni. Þorsteinn sagöi enn fremur, aö dönsk yfirvöld heföi ekki gert kröfu til þess aö maöurinn yröi framseldur, en þau gætu fariö fram á þaö. Einnig gætu dönsk yf- irvöld farið fram á aö maðurinn afplánaöi dóminn sem hann fékk i Danmörku hér á landi. Svo væri annað mál hvort islensk yfirvöld vildu framselja hann, ef slik ósk kæmifram. —óg. „Skóli fyrir öll börn” er yfir- skrift uppeldismálaþings sem Kcnnarasamband islands gengst fyrir dagana 28. og 29. ágúst og munu sitja þaö um 200 manns. Meginefni þingsins verður sam- skipan nemenda i almennum bekkjum eöa svonefnd blöndun. Þingiö veröur haldið að Hótel Esju, hefst kl. 15 á föstudag og mun Andri tsaksson þann dag flytja aöalfyrirlesturinn, „Skipu- lag námshópa”, en Andri er nú starfandi hjá UNESCO i Paris. Allmargir aörir fyrirlesarar hafa verið fengnir til þingsins, þ.á.m. fulltrúar kennara, foreldra, menntamálaráöuneytis og Kenn- araháskóla tslands og munu fjalla um efniö hver frá sinum sjónarhóli. Auk þess verður á þinginu fjallaö um mismunandi vinnubrögö i kennslu og framboð á námsefni. Eftir fyrirlestra veröur þátt- takendum skipt i umræöuhópa sem undirbúa spurningar fyrir hringborösumræöur siöasta þing- daginn, þar sem nokkrir fyrirles- aranna sitja fyrir svörum. Auk Andra flytja fyrirlestra og erindi á þinginu þau Sigurður Helgason, Rósa Þorbjarnardótt- ir, Ingvar Sigurgeirsson, Guð- mundur Ingi Leifsson, Sylvia Guðmundsdóttir, Guðjón ólafs- son, Guðfinna Inga Guömunds- dóttir, Kristján Ólafsson, Ragn- hildur Bjarnadóttir og Gunnar Arnason. Ræöustjóri viö panel- umræöur veröur Hrólfur Kjart- ansson. —vh Nýr sendiherra V-Þýskalands rvysKipaour sendiherra Sambandslýöveldisins Þýskalands dr. Jörg Krieg og nýskmaöur sendiherra Barbados Algernon W. Symmonds afhentu forseta trúnaöarbréf sín I sl. viku aö viöstöddum Ólafi Jó hannessyni utanrikisráöherra. viosioouum oian jo-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.