Þjóðviljinn - 26.08.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 26.08.1981, Blaðsíða 16
wOÐViuiNN Miövikudagur 26. ágúst 1981 Aðalsimi Þjóöviljans e'r 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná iafgreiöslu blaðsins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Góð betja- spretta á Vesturlandi Berjaspretta mun viða vera mjög góð á Vesturlandi og sums staðar sæmileg á Suðurlandi. Hins vegar gæti sprettan viða hafa brugðist meðfram ströndum á Norðurlandi vegna vor- kuldanna. Guðmundur Steindórsson héraðsráðunautur i Eyjafirði sagði við Þjv. i gær að meðfram ströndum og út með Eyjafirði virtist sprettan vera frekar rýr. Til dæmis væri sáralitið af berj- um i Flateyjardal. En þegar kemur inn i landið og inn i dalina væri sprettan meiri. Þannig væri all sæmileg berjaspretta i Hörg- árdal. Svo gæti nú lika verið, sagði Guðmundur, að berin séu það sein til, að útlitið eigi eftir að . skána. Sagði Guðmundur að tölu- verður munur heföi verið á veðráttu i vor út með ströndinni og inn i landinu. Jón Stefánsson, héraðs- ráðunautur Búnaðarsambands Dalamanna, sagði að sennilega væri óvenju góð berjaspretta fyr- ir vestan i ár. Jón sagöi, aö ennþá væru berin dálitið smá, en upp úr mánaða- mótunum ætti að vera komin góður þroski i þau. Það virtist vera mikið um ber i Dölunum. Jón sagði einnig, að hann hefði heyrt að I Barðastrandasýslu værióvanalega góð berjaspretta i ár, en þar er mikið um aðal- bláber. — óg. Loðnan í gær: 2040 tonn Alþýðubandalagið: Þessi mynd er af Hildi Hrafnsdóttur að tfna bláber iHeiðmörk i gærdag. Margir hafa haft á orði að mik- ið væri um bláber i nágrenni við höfuðborgina, en hins vegar minna um krækiber en venjulega — ](Ljósmynd: —gel—) Skemmtun í Hijómskála- garðínum Á laugardaginn næstkomandi verður boðið * til nýst&rlegrar samkundu, ef hvirfilbylurinn Denni setur ekki str"ik í reikning- inn. 1. deild i Alþýðubandalaginu i Reykjavik stendur fyrir Hljóm- skálaferð fyrir alla fjölskylduna á milli kl. 14.00 og 16.00. Komið verður saman fyrir sunnan steinhleðsluna i Hljóm- skálanum og verður þar sungið og spilað. Hljóðfæraleikarar verða með tæki sin og Kommakvart- ettinn tekur lagið. Guðrún Helga- dóttir heldur þar tölu i léttum dúr. Yfirsöngstjóri er Sigurður Tómasson. Þá er hugsanlegt að leikarar úr Alþýðuleikhúsinu verði með leikþátt. Á þessum unaðreit i hjarta borgarinnar get- ur fólk siðan snætt nesti sitt. Það þarf ekki að taka fram að allir eru velkomnir i Hljómskála-ferðina á laugardaginn. — óg. Munaði einu atkvæði í biskupskjöri: > Pétur 72, Olafur 71 Séra Pétur Sigurgeirsson á Akureyri hlaut flest atkvæði I biskupskjöri en hann hlaut einu atkvæði fleira en aðal mótfram- bjóðandi hans séra Ólafur Skólason i Reykjavik. Talning atkvæða fór fram I gærmorgun og hlaut séra Pétur 72 atkvæði cn séra Ólafur 71. Sera Arn- gri'mur Jónsson scmhafði óskað eftir að sitja hjá við atkvæða- greiðsluna hlaut eitt atkvæði, en hann var á kjörseöli lögum samkvæmt. 147 af 148 á kjörskrá tóku þátt i atkvæðagreiðslunni. Þar af komu þrjú atkvæði ekki til taln- ingar, þar sem vantaði fylgi- skjöl með undirskriftum. Eitt atkvæði barst of seint. Séra Bernharður Guðmundsson á biskupsstofu sagði i gær, að það væri skemmtileg tilviljun að Séra Pétur, sem er sonur Sigur- geirs Sigurðssonar biskups hafi verið kosinn með eins atkvæðis mun. En Sigurgeir hefði einmitt verið kosinn biskup með eins at- kvæðis mun á sinum tima árið 1938. Sigurgeir var þá i fram- boði á móti séra Bjarna Jóns- syni dómkirkjupresti. Biskup veröur settur i em- bætti 27. sept. og tekur við starfi 1. október. — óg á land Þrir bátar tilkynntu um loðnu i gær, samtals 2040 lestir, en allir þessir bátar hafa landa.ö tvisvar áöur á vertiðinni. Gisli Arni RE var með 630 lest- ir, Orn KE með 580 og Pétur Jónsson RE með 830 lestir. Heildaraflinn er nú kominn nokkuð yfir 20 þús. lestir, en tvær vikur eru siðan fyrstu loðnunni var landað á þessari vertið. -lg- Slys við Selfoss: Fór út af veginum Alvarlegt umferðarsiys varð á þjóðveginum rétt vestan við ölfusárbrú k4. fjögur i fyrrinótt, þegar bifreið fór úr af veginum og hafnaði á ljósastaur. Ungur maður var i bifreiðinni og var hann meðvitundarlaus þegar aö var komið. Hann var fluttur á slysadeiid Borgar- spitalans og þaðan á gjörgæslu- deild, þar sem hann liggur þungt haldinn. Að sögn lögreglunnar á Selfossi virðist bifreiðin hafa verið á tals- verðri ferö þegar ökumaðurinn missti stjórn á henni. Bifreiðin sem var á leið inn i bæinn, fór þvert yfir Suðurlandsveginn skammt fyrir neöan Arnberg, og stöðvaðist á ljósastaur. Bilstjórinn, sem er 29 ára gamall, er af Suðurnesjum. Hann liggur nú þungt haldinn á gjör- gæsludeild Borgarspitalans. -lg- Séra Pétur Sigurgeirsson: Þakka lærðum og og leikum traustíð — Ég er auðvitað himinlifandi yfir úrslitunum, sagði séra Pétur Sigurgeirsson I viðtali við blaðið I gær. — Efst er manni i huga nátt- úrlega að þakka þeim sem hafa sýnt manni þetta traust, prest- um, kennurum og leikmönnum sem eiga aðild að þessari kosn- ingu. En þetta er i fyrsta skipti sem leikmenn taka þátt i kosn- ingunni eins og kunnugt er. — Þetta þýðirauðvitað röskun á heimilishögum okkar hjóna og fjölskyldu. Ég er nú búinn að vera prestur i Akureyrarpresta- kalli i rúm 34 ár. Auk þess var mér falin aukaþjónusta i Grimsey 1953. Ég á þangað yfir 100 ferðir til þjónustu siðan. Þetta starf hér i prestsþjónust- unni hefur verið okkur hjónun- um ákaflega ánægjulegt. Akur- eyri er yndislegur bær og við höfum haft hér ákaflega góða aðstöðu til starfsins. — óg Séra Ólafur Skúlason: Eg er feginn að þetta er afstaðið — Ég er þakklátur þeim helmingi kjörmannanna sem kaus mig — og ég óska séra Pétri til hamingju með þann hlutann sem hann fékk og bið honum og kirkju islands bless- unar, sagði séra Ólafur Skúla- son I viötali við Þjv. i gær. — Það er að sumu leyti léttir að þetta er afstaöið, þetta er bú- ið aö vera langvinnt og að sumu leyti lýjandi. Þetta kjör er búið að standa á annað ár. Ekki getið ég neitað þvi að það eru svolitil sárindi yfir þvi hvernig fór. Ekki sist þegar maður ber þetta saman viö fyrri umferðina og I lögum stendur skýrt og greini- lega, að það skuli kosið á milli þeirra þriggja sem flest atkvæði fái i fyrri umferðinni. Það, að þaö skuli vera hægt að beina þessu svona eins og gert var, finnst manni svolitið furöulegt. Annars er ég bara feginn að þetta er afstaðiö. — óg Urslitín kærð Ljóst er að sá úrskurður kjörstjórnar að taka ekki til taln- ingar öll atkvæði, sem dóms- og kirkjumálaráðuneytinu bárust i tima, verður kærður, en kæru- frestur er ein vika. Það er Friðjóns Þórðarsonar, dóms- og kirkjumálaráðherra að úrskurða i kærumálum vegna biskups- kjörs. Ólafur Walter Stefánsson, for- maður kjörstjórnar sagði i sam- tali við Þjóðviljann i gær, að þeir sem höfðu kosningarétt og þeir sem i kjöri voru hefðu kæruaðild, en ráðuneytinu hafði ekki borist formleg kæra i gærdag. Hins vegar er ljóst að kært verður vegna atkvæðis Jósafats Lindals, safnaðarfulltrúa i Reykjavik, en séra Árni Pálsson, sóknarprestur i Kópavogi, fór með atkvæði Jósafats i ráðuneytið. Það var eitt hinna þriggja sem ekki voru talin þar sem fylgiseðil vantaði. Fjórða atkvæðið, sem ekki var talið, barst eftir að skilafrestur var útrunninn. Seðillinn, sem menn greiða at- kvæði á skal sendur i lokuðu ómerktu umslagi til þess að ekki sé hægt að rekja hvernig menn nota kosningaréttsinn. Með þessu umslagi skal siðan leggja fylgi- seðil, yfirlýsingu um hver hafi greitt atkvæðið og þetta tvennt er siðan sent i ábyrgðarpósti eða lagt inn i ráðuneytið. Ólafur Walter sagði að ákvörðun kjörstjórnar um að telja ekki atkvæðin sem fylgiseðil vantaði með, hefði verið einróma og sú sama og i fyrri umferð biskupskjörs, þegar fylgibréf vantaði með einum kjörseðli. Þessi þrjú atkvæði hafa ekki ver- ið opnuö, þannig að enginn veit ■ hvort þau kunna að breyta niður- I stöðu kosningarinnar. Jafnvel ■ gæti hugsast að fylgiseðillinn ■ væri i lokaða umslaginu með at- ■ kvæðaseðlinum. Það er ráðherrans að taka af- J stöðu til þeirrar kæru sem fram | kann að koma, sagði Ólafur ■ Walter, og spurningin er hvaða I kröfur verða settar fram með ■ henni, þ.e. hvort óskað er eftir að ■ þessi þrjú atkvæði verði talin sér- ■ staklega og leyndinni þar með rift Z eða hvort óskað er eftir að kosn- I ingin verði endurtekin. ólafur ■ nefndi þrjú dæmi þess úr almenn- | um kosningum að atkvæði, em ■ ekki voru tekin með þegar niður- | stöður voru birtar hefðu verið tai- J in sjálfstætt siðar. i tilfellum var ■ um að ræða atkvæði sem urðu I viðskila við meginþorrann og i " einu tilvikinu, i forsetakosningum | i fyrra, úrskurðaöi hæstiréttur að ■ atkvæði skyldu talin sérstaklega i 1 Reykjaneskjördæmi eftir að nið- m urstöður höfðu verið birtar þvert ■ ofani úrskurð kjörstjórnar þar. I ■ 1 þessum tilvikum voru þeir ■ hagsmunir taldir rikari að vilji ■ kjósenda kæmi að fullu fram £ heldur en þeir hagsmunir sem I leynileg kosning tryggir, sagði ■ Ólafur. Um það hvort efnt kynni | að verða til biskupskjörs að nýju ■ sagði hann, að kærufrestur vegna Z kosningarinnar sjálfrar væri lið- I inn, en hann var ein vika. Þess ■ bæri lika að gæta að aldrei væri | hægt að endurtaka kosningu, það ■ yrðu alltaf nýjar kosningar, ekki ■ hinar sömu. _________________________-VJ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.