Þjóðviljinn - 26.08.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.08.1981, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 26. ágúst 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ. ,,Ekki svona hratt, pabbi. Mig langar að sjá grasið''. Hæsta ávísun í heimi Ætli manni þætti amalegt að eiga ávisun uppá 343 373 480 Bandarikjadollara? Þeas. rúm- lega 2,5 miljarða islenskra króna. Flugvél með þvilikri ávisun innanborðs, — áreiðanlega hæsta tékk sem skrifaöur hefur verið — lenti nýlega á Charles de Gaulle flugvellinum i Paris. Hún kom frá Ruyadh i oliurik- inu Saudi Arabiu og var stiluð á franska byggingafyrirtækið Bouygues, sem hefur höfuð- stöðvar sinar i Paris. Þessi risaupphæð var fyrsta útlorgun i nýja háskólanum i Riyadh, sem franski verktakinn byggir. 011 byggingin mun kosta rúma sjö miljarða svo hver veit nema metiö i hárri ávisun veröi slegið fljótlega á ný. Tóbaksauglýsingar á bamaleikföngum Svo sem kunnugt er hefur bann við tóbaksauglýsingum veriðí lögum á tslandi um nokk- urn tima og gildir reyndar það sama um áfengi. Nokkur brögð hafa verið aö þvi aö innflytj- endur hafa reynt aö fara króka- leiöir um þessa lagabókstafi og má t.d. viða sjá öskubakka og annaö smálegt skreytt tóbaks- auglýsingum i bak og fyrir. Lesandi Þjóðviljans leit við hér einn daginn og sýndi okkur leikfang, sem keypt hafði verið i Amaró á Akureyri. Eins og sést á myndinni er þetta leikfanga- bill sem skreyttur er Malboro-auglýsingum og reyndar nokkrum fleiri. Spurn- ingin er, hvort þetta samrýmist lögum um bann við tóbaksaug- lýsingum og ef svo er ekki er hér með skorað á Samstarfsnefnd um reykingavarnir og dóms- málaráðuneytiö að gera þennan innflutning upptækan. viðtalið Rætt við Stefán Baldursson, leikhússtjóra í Iðnó: Salka Valka á fjalirnar í vetur i dag lýkur sumarleyfi hjá Iðnó og koma starfsmenn leik- hússins saman til að ræða leik- árið sem i hönd fer. Stefán Baldursson, annar tveggja leik- hússtjóra Iðnós sagði i' gær að veturinn legðist vel i þá Leik- félagsmenn og fyrsta frumsýn- ing vetrarins yrði 12.september n.k. Það er hið nýja leikrit Kjartans Ragnarssonar, ,,Jói”, sem Kjartan leikstýrir sjálfur, sagði Stefán. Asdis Skúladóttir er aðstoðarleikstjóri og leik- mynd gerir Steinþór Sigurðs- son. Leikritið fjallar um Jóa, sem er andlega vanheill og þá erfiðleika sem koma uppa þegar móðir hans, sem hefur hugsaö um hann, deyr skyndilega. Systir Jóa og mágur standa frammi fyrir spurningunni, — hvað á að gera viö Jóa, — enþau eru bæði önnum kafin og metn- aðargjörn i sinu starfi. Leikritið fjallar þvi ekki siður um hjóna- bandið og stöðu kvenna þó mið- punktur þess sé vandamál þroskaheftra, sagði Stefán. Tvær forsýningar voru á leikrit- inu i vor og mæltist það vel fyrir að sögn Stefáns. Leikfélag Reykjavikur verður 85 ára hinn 11. janúar á næsta ári og er stefnt að þvi' að þá verði frumsýnd leikgerð að Sölku Völku, sem leikhússtjór- arnir tveir, Stefán og Þorsteinn Gunnarsson hafa gert. Stefán vildi litið meira láta hafa eftir sér um þá sýningu, en þó tókst blaðamanni að toga uppúr hon- umhverkemur til meðaðleika Sölku, en það er Guðrún Gísla- dóttir, leikkona. Sama máli gegndi um önnur verk sem frumsýnd veröa i vetur, — ætlunin er að kynna vetrar- Stefán Baldursson, leikhússtjóri. starfið opinberlega eftir 1. september n.k. og leikhússtjór- inn var þögull sem gröfin. — En hvað með sýningar siðan i fyrra? Við tökum fjögur leikrit upp að nýju núna i haust, sagöi Stefán. í fyrsta lagi Ofvitann, sem nú hefur göngu sina þriðja sýningaráriö i röð og Rommí, sem sýnt hefur verið yfir hundrað sinnum, nú siðast 30 sinnum i leikför i sumar. Revian Skornir skammtarverður flutt i Austurbæjarbió og nú er verið að breyta henni og taka það elsta út, þannig að sýningin tekur mið af þvi sem hefur verið að gerast á undanförnum mánuðum. t fjórða lagi er það svo Barn i garðinum eftir Sam Sheppard sem tekið verður upp aö nýju, en sú sýning kom upp mjög seint á siðasta leikári, sagöi Stefán. Af þessu sést sá vandi sem Leikfélagið stendur frammi fyrir i húsnæðismálum, sagði Stefán ennfremur. Húsið rúmar aðeins 230 manns i sæti og þegar sýningar verða svona vinsælar tekur langan timaað klára þær. Um það væri hins vegar ekki nema gott eitt að segja, ef það kæmi ekki niður á nýjum sýn- ingum, sem við höfum áhuga á að koma á fjalirnar, sagöi Stefán. — En hvað með byggingu Borgarleikh úss? Nú er búið að leysa þann hnút, sem framkvæmdirnar komust i á dögunum, þannig að þeim áfanga sem verið er að vinna að er dreift á lengri tima. Afram verður hins vegar unnið við bygginguna og henni miðar vel áfram, sagði Stefán Baldursson, leikhússtjóri að lokum. — AI Skraut- legur strætó Þau eru mörg kyndug farartæk- in sem útiendingar flytja meö sértilað ferðastá um landiö, en fæst eru þau jafnskrautleg og þessi strætó, sem gel ljósmynd- ari rakst á inni við Sundlaug- arnar íLaugardal. A þakinu má sjá nokkur hvalbein og vara- dekk en það eina sem ráða má af biinum um eigendurna er aö framaná honum yfir númera- plötunni stendur skýrum stöfum Grikkland.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.