Þjóðviljinn - 26.08.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.08.1981, Blaðsíða 4
4 SU)A — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 26. ágúst 1981 UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis (Jtgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardóttir Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Aifheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son.Jón Guöni Kristjánsson. íþróttafréttamaður: Ingólíur Hannesson. Utlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson . I.jósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir Skrifstofa: Guörún Guövarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Utkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöuinúla 6, Keykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf.. Einkaframtakið dugar ekki # í Reykjavík hafa á undanförnum árum verið full- gerðar 700 - 800 íbúðir á ári, enda þótt íbúatala höfuð- borgarinnar hafi nánast staðið i stað um árabil. # Þrátt f yrir þetta er um þessar mundir erf iðara að f á ibúðir leigðar í Reykjavík en oft áður og f jölmennur hóp- ur fólks á í húsnæðisvandræðum. # l Reykjavík er mikið f ramboð á eldri íbúðum til sölu um þessar mundir Nauðsynlegt er að borgin kaupi eitt- hvað af slíkum íbúðum og leigi þær út. # Stjórn Byggingarsjóðs Reykjavíkurborgar hefur ný- lega samþykkt tillögu frá fulltrúum borgarstjórnar- meirihlutans um að borgin kaupi nú þegar 20 eldri íbúðir í þessu skyni. Þessi tillaga f er nú f yrir borgarráð til end- anlegrar afgreiðslu. # Full ástæða er til að vekja sérstaka athygli á and- stöðu borgarstjórnarf lokks Sjálfstæðisf lokksins við þessa tillögu, en fulltrúar hans í stjórn Byggingarsjóðs- ins greiddu atkvæði gegn tillögunni. # Þessi andstaða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins minnir rækilega á að sá f lokkur hef ur löngum talið að opinberir aðilar ættu ekki að hafa nema lágmarksafskipti af hús- næðismálunum. Þar ætti einkaframtakið eitt að leysa allan vanda. Meðferð húsnæðismála hefur á undanförn- um árum og áratugum borið alltof mikinn keim af slík- um viðhorfum. Af því súpa menn seyðið nú. # Kaup borgarinnar á 20 íbúðum er að sjálfsögðu að- eins lítið skref í þá átt að mæta vanda þeirra sem illa gengur aðfá leigt. Á þessu ári verður einnig haf ist handa um byggingu 43 leiguíbúða á vegum Reykjavíkurborgar. Stjórn Verkamannabústaða hefurá undanförnum vikum verið að afhenda 60 íbúðir í raðhúsum í Hólahverf i og á undanf örnum mánuðum haf a verið af hentar þar yf ir 200 íbúðir í sambýlishúsum. Verið er að hef ja f ramkvæmdir við 176 verkamannabústaði á Eiðsgranda og borgin hef- ur gef ið f yrirheit um lóðir f yrir 200 slíkar íbúðir í viðbót á Ártúnsholti og Selási. Þær framkvæmdir eiga að geta haf ist á næsta ári. Á þessu ári hef ur 500 lóðum verið út- hlutað til almennra húsbygginga í borginni. # Hér er um miklar framkvæmdir að ræða og allar munu þær smátt og smátt verða til þess að auðvelda lausn húsnæðisvandans í höfuðborginni. # En byggingaframkvæmdir taka tíma og því þurfa fleiri og skjótvirkari úrræði að koma til. # Augljóst er að húsnæðisvandræðin í Reykjavík stafa f yrst og f remst af því, að það húsnæði sem f yrir er, það er illa nýtt. I Reykjavík er fyrir hendi sérherbergi fyrir hvert mannsbarn, sem í borginni býr, bæði það yngsta og hiðelsta svo og öll hin, og það íbúðarhúsnæði sem fyrir- f innst í borginni gerir reyndar gott betur en uppfylla þetta. # Samt eru hundruð manna, sem fá ekki leigt. Það þarf að finna leiðir til að nýta betur það húsnæði sem fyrir er. # Það þarf opinbera fasteignasölu og opinbera leigu- miðlun og gjarnan mættu verkalýðssamtökin eiga hlut að rekstri slíkra stof nana í samvinnu við opinbera aðila. Einkaframtakið með sérhagsmunasjónarmið sin veldur ekki þessu félagslega verkefni. # Sveitarfélögin geta nú samkvæmt hinni nýju löggjöf um húsnæðismál fengið lánað úr Byggingasjóði verka- manna80%af byggingarkostnaði til byggingar leiguhús- næðis. Þetta er ekki lítill stuðningur. # Dæmi eru líka um það að sveitarstjórnir haf i keypt stærri einbýlishús og breytt þeim í nokkrar smærri íbúð- ir, og hefur Húsnæðismálastjórn þá lánað 50% af kaup- verðinu. Til slíkra úrræða gæti verið ástæða til að grípa víðar, og einnig gæti komið mjög til greina að kaupa hús- næði, sem nýtt hefur verið til annars en að búa í því, og breyta því í íbúðarhúsnæði til að leysa bráðan vanda. # Hér dugar engin ein lausn. Það þarf samþættar ráð- stafanir af ýmsu tagi og snör handtök. # Sé hins vegar litið örfá ár f ram í tímann, þá er þess að vænta að hið nýja Verkamannabústaðakerfi sem SVavar Gestsson hafði forgöngu um að fá samþykkt á Alþingi muni eiga stærstan hlut að lausn húsnæðismál- anna bæði á Reykjavíkursvæðinu og víðar. klíppt I Engar sœttir Sjálfstæðisflokkurinn var á I miklu innra skriði um helgina. ■ Baráttan fyrir endurkjöri Geirs I Hallgrimssonar er hafin. Boö- I skapurinn er: Það verða engar | sættir heldur skulum við stað- ■ festa sundrunguna. í Helgarblaði Visis segir rit- I stjórinn Ellert Schram að Geir | Hallgrimsson formaður flokks- • ins „virðist sigla góðan byr að I endurkosningu. Aðrir frambjóð- I endur hafa að minnsta kosti I ekki komið fram á sjónarsviðið ■ ennþá, og fer þó óðum að stytt- I ast i landsfund.” I islenskri þýð- I ingu merkir þetta væntanlega j að Ellert hefur ekki fengið ■ hljómgrunn fyrir framboði tii I formennsku og leggur þvi upp | laupana. I laugardagsblaði Morgun- ■ blaðsins birtir Gisli Jónsson ■ menntaskólakennari á Akureyri | hástemmda grein og þykir timi | til kominn að Sjálfstæðismenn ■ kyngi nokkrum staðreyndum. | Sumsé þeim aö engar sættir | verði i flokknum fyrr en að frá- | genginni rikisstjórn Gunnars ■ Thoroddsens og formannsskipti | leysi þvi engan vanda. Úr þvi að | engra sætta sé völ verði Sjálf- | stæöismenn að minnsta kosti að ■ sætta sig við heimilisböl sitt. ! Burt með I Gunnar , En vafasamt er að forvigis- ■ mönnum ihaldsins takist að | halda sig á þeirri linu Gisla að I mönnum beri aö sættast við , óbreytt ástand innan flokksins. ■ Þannig gerði kjördæmisráð | Sjálfstæöismanna á Vestfjörð- | um ályktun um helgina þar sem , ráðið „harmar myndun núver- Iandi ríkisstjórnar og þá sundr- ungu sem hún hefur valdið með- al Sjálfstæðismanna”. Vigfús Jónsson varaþingmaöur sagði á ! fundum á Raufarhöfn og Þórs- | höfn „að formaður og varafor- I maður Sjálfstæðisflokksins yrðu ' að vera samtaka og geta treyst J hvorum öðrum”. Burt með | Gunnar semsagt, og hans lið. I Annar einkavinur forsætisráð- 1 herra þingmaðurinn Halldór . Blöndal mun við sömu tækifæri | hafa sagt „að ráðherrar Sjálf- stæðismanna i núverandi ríkis- 1 stjórn hefðu ekki sýnt að þeir . hefðu nýjar lausnir á taktein- um”. ! Meirihluti I Moggans * Fleiri þingmenn lýsa stuðn- ingi við Geir um helgina svo sem Matthias Bjarnason og Ólafur G. Einarsson. Og Morg- uublaðið innsiglar svo endur- kjörsherferð helgarinnar með forystugrein, þar sem orð Gisla i tima töluð eru endurtekin, og sett fram sú fullyrðing að meiri- hluti Sjálfstæðismanna sé á móti núverandi rikisstjórn. Skoðanakannanir hafa að visu ekki bent til þess hingaötil, en Morgunblaðið þekkir að sjálf- sögðu þá sem ráða i Sjálfstæðis- flokknum. Þjóðarnauösyn I hverhvöt Gisla Jónssonar er meðal annars málsgrein sem snýr út fyrir Sjálfstæðisflokkinn óg margir hafa tekið til sin. Þar segir: „Það er timi til kominn, að minna á, að það er ekki aðeins vaxandi hópur okkar Sjálfstæð- ismanna sem telur endurkjör Geirs Hallgrímssonar flokks- nauðsyn, heldur og vaxandi hópur ýmissa annarra, sem tel- ur endurkjör Geirs Hallgrims- sonar i Sjálfstæðisflokknum þjóðarnauðsyn.” Grípum Geir í hönd Alveg er þetta eins og talað út úr hjarta „ýmissa annarra” i öðrum flokkum. Klippari hefur fyrir þvi áreiðanlegar heimildir að innan Alþýðubandalagsins hafi um helgina verið stofnuð nefnd til þess aö vinna að endur- kjöri Geirs Hallgrimssonar ,,i Sjálfstæöisflokknum”. Hér er um að ræöa áhugamannahóp kvenna og karla innan Alþýöu- bandalagsins sem upptendrast hefur af timabærum pistli Gisla Jónssonar. Endurkjörsnefnd Geirs Hallgrimssonar innan Al- þýðubandalagsins hefur þegar ------------09 kosiö sér valinkunnan dugnað- , armann sem formann. Þá hefur ■ hún valið sér aö einkunnarorð- um dáiitið umsnúna linu úr Nallanum: GRtPUM GEIR t , HÖND. Geldur hver góðs umtals Eitt af helstu markmiðum , nefndarinnar verður að hafa ■ áhrif á ritstjórn Þjóðviljans i þá átt að blaðið hætti að tala vel um | Geir Hallgrimsson og flokks- , brotiö hans, en hefji linnulausa ■ rógsherferð á hann fram að I landsfundinum. Telur nefndin | að illmælgi i Þjóðviljanum muni , reynast Geir gott vegarnesti i > formannssætið i Sjálfstæðis- I flokknum, og vera tilbreyting fyrir Sjálfstæðismenn, sem | hingað til hafa þurft að hafa fyr- • ir þvi sjálfir að hallmæla Geir. I Þjóðviljanum er aö sjálfsögðu mikið i mun að vinna að endur- | kjöri Geirs Hallgrimssonar, en ■ er þó nokkur vandi á höndum, | þvi það er ekki heiglum hent að I komast með tærnar þar sem | Sjálfstæðismenn hafa verið með ■ hælana i „rógi og bakmælgi”, I eins og Gisli Jónsson bendir | réttilega á. A hittersvo að lita að þá fyrst t má Geir Hallgrimsson fara aö ■ vara sig taki flokksmenn hans að tala vel um hann. Hann var sléttmáll dr. Kjartan i garö vin- , ar sins Benedikts þegar hann ■ velti honum úr formannsstóln- um. Honum þótti svo vænt um | Benedikt að hann gat ekki hugs- | að sér að Gröndal yrði áfram ■ formaður. Ef til vill má túlka yfirlýsingar Matthiasar I Bjarnasonar, Ólafs G. Einars- , sonar og Halldórs Blöndal um ■ helgina á sömu lund. Það hefur mörgu svipað saman á höfuð- I bólinu og hjáleigunni i timanna , rás. ■ — ekh I skorfð Fjórðungsþing Norðlendinga á Húsavík: Menningin meðal umfj öllunarefna Orka og iðnþróun aðalmálin Margumtöluö könnun á ástandi menningarmála á Norðurlandi sem örn Ingi Gislason myndlist- armaöur og fleiri gerðu og tekin var fyrir á ráöstefnu um menn inga rsamskipti nyröra fyrir nokkru, kemur til umfjöllunar á Fjórðungsþingi Norölendinga sem haldið verður á Húsavik dag- ana 3. - 5. september nk. Liggur fyrir þinginu tillaga þess efnis, að boðað verði til undirbúningsfund- ar um stofnun menningarsam- taka á Norðurlandi i framhaldi þeirrar umræðu sem oröiö hefur um könnunina og niöurstöður hennar. Aðalmál þingsins eru annars orku- og iönþróunarmál og verða Framhald á 14. siöu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.